Morgunblaðið - 19.12.2001, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 59
DAGBÓK
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Fákafen),
sími 553 0100.
Opið virka daga frá kl. 10–18, laugardaga 10–16.
Jólatilboð
Ullarpeysur, silkipeysur 20% afsláttur
15% afsláttur af yfirhöfnum.
Tilboð gilda til jóla
Kvennsíðbuxur 3 skálmalengdir
Smáskór
Suðurlandsbraut 52, Bláu húsin við Faxafen, sími 568 3919, fax 581 3919
Opið 10 til 18, lau. 11-15
67505
Rauðir lakk
Stærðir 22-30
Verð 2.990
Teg. WINDY
Stærðir 24-34
Fjólubláir
Verð 5.290
Full búð af jólaskóm
á börnin
Nýtt - Jacob Jensen hönnun - Nýtt
Garðar Ólafsson, úrsmiður,
Lækjartorgi. Sími 551 0081.
Með veðurstöðinni frá
Garðari Ólafssyni úrsmið
við Lækjartorg spáir þú
sjálfur í veðrið.
Veðurstöðin, sem er
dönsk hönnun frá Jacob
Jensen, samanstendur
af einingum sem hver
og einn getur raðað
saman eftir því hvaða
mælitæki nýtast hon-
um best.
Í veðurstöðina er hægt
að fá rakamæli, loftvog, hita-
mæli úti og inni þráðlaust,
klukku og vekjara og kostar
hver eining frá 4.300 kr.
Sala og dreifing
Ástund
Háaleitisbraut 68
sími 568 4240, fax 568 4396
netfang: astund@mmedia.is
Nýtt kennslumyndband
eftir Reyni Aðalsteinsson
Þet
ta e
r jóla
gjöf he
stamannsins
Út er komið nýtt
kennslumyndband, Vinna
við hendi, eftir Reyni
Aðalsteinsson.
Þetta myndband opnar
nýja vídd í þjálfun og
tamningum.
Hér eru kenndar æfingar
sem örva hestinn til að
gera hann næman í
beisli, jafna misstyrk,
bæta höfuðburð og
gangtegundir.
Vinna við hendi
Í myndinni kemur fram ný gerð af hringtaumsvinnu sem eykur
möguleika við þjálfun.
Hér er á ferðinni kennslumyndband sem á erindi til allra
hestamanna sem vilja bæta hestinn sinn.
LJÓÐABROT
ÆTTLERA-ALDARHÁTTUR
Þá hugsa geri eg um heimsins art,
hversu hún tekur að sölna snart,
vindur feyki vítt og hart
veiku jarðar hjómi,
sviptur er burtu sómi,
guð minn, guð minn, gef eg mig þér,
gættu að mér,
svo orð þín ætíð rómi.
Farsæl var sú fyrri tíð,
furðu góð og harla blíð;
ætíð er nú hregg og hríð
með hryggum sjávargangi,
hver hefur hart í fangi.
Guð minn, guð minn, þakka eg þér,
að þanninn sker
drottins dómurinn strangi.
Ólafur Einarsson
Árnað heilla
75 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 19.
desember, verður 75 ára
Eva Magnúsdóttir, versl-
unarstjóri, Heiðargerði
48, Reykjavík. Hún og eig-
inmaður hennar, Steinþór
M. Gunnarsson, verða að
heiman í dag.
75 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 19.
desember, er 75 ára Ingi-
mundur Ólafsson, Frosta-
fold 49, Reykjavík. Eigin-
kona hans er Erna Eden
Marinós.
NADER Hanna – sá sem
opnaði á sex tíglum í spili
gærdagsins – er aftur í
sagnhafasætinu í sama
móti, Life Masters Paires,
sem fram fór í Las Vegas í
síðasta mánuði. Nader var
greinilega í stuði, þótt ekki
ynni hann til verðlauna, en
mótið unnu pólsku meist-
ararnir Piotr Gawrys og
Jacek Pszczola. Zia
Mahmood og Sidney Laz-
ard urðu í öðru sæti, og
Mike Passell og Michael
Seamon í því þriðja.
Austur gefur; NS á
hættu.
Norður
♠ 10853
♥ 9
♦ Á9753
♣Á92
Vestur Austur
♠ KD9 ♠ 42
♥ KDG4 ♥ Á763
♦ 1042 ♦ DG6
♣874 ♣10653
Suður
♠ ÁG76
♥ 10852
♦ K8
♣KDG
Vestur Norður Austur Suður
– – Pass 1 lauf
Dobl 1 tígull 1 hjarta 1 spaði
Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Vörnin virðist eiga þrjá
slagi, einn á hjarta og tvo
á tromp, en Nader gaf að-
eins einn trompslag og
þakkaði það fyrst og
fremst hinu lauflétta opn-
unardobli vesturs, sem
benti til að hann ætti
spaðahjónin.
Útspilið var hjartakóng-
ur og vestur hélt áfram
með hjarta í öðrum slag.
Nader trompaði í borði,
tók laufás og spilaði laufi á
kónginn. Trompaði aftur
hjarta, spilaði tígli heim á
kónginn, tók laufdrottn-
ingu og trompaði síðasta
hjartað. Síðan kom tígulás
og tígulstunga og lokastað-
an var þessi:
Norður
♠ 10
♥ –
♦ 97
♣–
Vestur Austur
♠ KD9 ♠ 42
♥ – ♥ –
♦ – ♦ –
♣– ♣–
Suður
♠ ÁG7
♥ –
♦ –
♣–
Spaðasjöan að heiman
tryggir tvo trompslagi.
Af hverju vann þessi
maður ekki mótið?
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6
4. e5 Rfd7 5. Rce2 c5 6. f4
Rc6 7. c3 Be7 8. Rf3 O-O 9.
a3 a5 10. h4 f6 11. Reg1 cxd4
12. cxd4 Db6 13. Bd3 fxe5
14. fxe5 Rdxe5 15. dxe5
Rxe5 16. Bc2 Bd7 17. De2
Hac8 18. Bxh7+ Kxh7 19.
Dxe5 Bd6 20. Be3 Db3 21.
Rd2
Staðan kom upp á Heims-
meistaramóti FIDE sem
lauk að mestu í Moskvu fyr-
ir stuttu. Vass-
ily Ivansjúk
(2731), sem tefla
mun einvígi við
Ponomarjov um
titilinn, hafði
svart gegn
Bartlomiej Mac-
ieja (2588).
21...Hf1+! 22.
Kxf1 Dd3+ 23.
Kf2 Bxe5 24.
Rgf3 Bxb2 25.
Hab1 Hc2 26.
Hhd1 e5 27. g3
Bg4 og hvítur
gafst upp. Ivan-
sjúk hefur einatt
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
verið talinn skrýtinn náungi.
Þegar dregið var um töflu-
röð á móti fyrir nokkrum ár-
um var sá háttur hafður á að
keppendur gengu undir
gröfu er á var stálkubbur
mikill. Vassily þorði ekki að
fara undir gröfuna en var
ósmeykur við að láta
mömmu sína draga fyrir sig
í staðinn! Þótt furðulegur sé
í háttum efast enginn um yf-
irburðagetu hans við tafl-
borðið. Taugarnar hafa jafn-
an verið hans veikasta hlið
og verður spennandi að sjá
hvernig honum tekst að eiga
við landa sinn með stáltaug-
arnar, Ruslan Ponomarjov.
Svartur á leik.
50 ÁRA afmæli.Fimmtudaginn 20.
desember verður fimmtugur
Theódór Skúli Halldórsson,
framkv.stj. SÁÁ, Brekku-
seli 29, Reykjavík. Eigin-
kona hans er Ólöf Helga
Pálmadóttir leikskólastjóri.
Í tilefni dagsins taka þau á
móti ættingjum, vinum og
samstarfsfólki á afmælis-
daginn kl. 18–20 í félags-
heimili Vals á Hlíðarenda.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
BOGMAÐUR
Afmælisbörn dagsins:
Þið hafið þörf fyrir að vera í
sviðsljósinu og gerið ým-
islegt til að vekja fólk til
meðvitundar um það sem
ykkur finnst skipta máli.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þið verðið að leggja öll spilin á
borðið því aðeins þannig fáið
þið vinnufélagana á ykkar
band. Gefið þeim líka nægan
tíma til að melta málin.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það sem ykkur kann að finn-
ast skipta öllu máli getur öðr-
um virst þýðingarlítið. Sýnið
þolinmæði og skilning og
sannið mál ykkar með rökum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það skiptir öllu máli að hafa
hlutina í jafnvægi svo gætið
þess að forgangsraða rétt til
þess að ná árangri. Vandið
vinnubrögð ykkar.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þið fáið hverja hugmyndina á
fætur annarri svo hvernig
væri að framkvæma eina
þeirra og kalla í félagana og
eiga með þeim stund í anda
jólanna?
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Gætið þess að lenda ekki í
milli þegar vinir ykkar eiga í
deilum. Látið málið afskipta-
laust því þá er líklegra að það
leysist af sjálfu sér.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það er í mörg horn að líta
þessa dagana en gætið þess að
gleyma ekki fjölskyldu ykkar
því þegar allt kemur til alls er
það hún sem skiptir mestu
máli.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það er í lagi að láta sig
dreyma ef þið bara haldið
ykkur á jörðinni í raunveru-
leikanum. Gerið ekki meiri
kröfur til annarra en þið gerið
til ykkar sjálfra.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Látið það ekki slá ykkur út af
laginu þótt þið kynnist ýmsu
ógeðfelldu í fari annarra.
Horfið á kostina og leitist við
að höfða til þess góða í fólki.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Með aðgæslu í fjármálum ætti
ykkur að takast að ná settu
marki fyrr en þið ráðgerðuð í
upphafi. Látið ekki misvísandi
fréttir trufla ykkur.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það getur verið mikil sálubót
að eiga trúnaðarvin. Það mun-
uð þið reyna fyrr en varir og
árangurinn mun koma ykkur
skemmtilega á óvart.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Viðkvæmt mál ber á góma og
þótt ykkur sé mikil raun að
ræða álit ykkar á því verðið
þið að gera það. Afgreiðið
málið strax og á heiðarlegan
hátt.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Notið tækifærið til að rétta
vinum ykkar hjálparhönd sem
þurfa á henni að halda nú fyrir
jólin. Sumir eiga erfiðara með
að biðja um aðstoð en aðrir.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar
um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og
fleira lesendum sín-
um að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrir-
vara virka daga og
þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki af-
mælisbarns þarf að
fylgja afmælistil-
kynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma
569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík