Morgunblaðið - 19.12.2001, Page 62

Morgunblaðið - 19.12.2001, Page 62
ÞEIR eru báðir ungir að aldri, þeir Jón Atli Jónasson og Stefán Máni. Rithöfundar báðir og báðir orðnir þreyttir á að vera spurðir að því hvort þeir líti á sig sem fulltrúa hinnar títtræddu og margtuggðu X- kynslóðar. „Við erum alltaf spurðir að þessu,“ segir Jón og glottir. „Bókin mín er alls engin X-bók,“ segir Stefán að bragði. „Eins og Gísli Marteinn í Kastljósinu orðaði það, þá er þetta svar landsbyggð- arinnar við 101 Reykjavík.“ Brotinn taktur Bók Jóns Atla ber nafnið Brotinn taktur og er smásagnasafn. Titill bókarinnar vísar beint í dægurtón- listarformið „breakbeat“ og reyndar ætlaði Jón upprunalega að nefna hana svo, en kom því ekki í gegn hjá útgefanda. „Titilsagan fjallar um stráka sem eru að hlusta á þess lags tónlist,“ út- skýrir Jón. „Rauði þráðurinn í gegn- um þetta smásagnasafn er að þetta er allt saman fólk sem er svolítið brotið eða brothætt. Sögurnar ger- ast mest hjá fólki sem er á milli tví- tugs og þrítugs og tónlist spilar svona misstóran part hjá mér. Ég hef alltaf haft mjög gaman af því hvernig þetta er hjá Haruki Mura- kami, þar sem sögupersónurnar hafa svo ofsalega sérhæfðan tónlist- arsmekk. Þeir sem stunda létt- hlustun þar eru ekki bara að hlusta á eitthvað létt heldur á eitthvað sem er virkilega erfitt að ná í. Þetta hef- ur mér alltaf fundist frekar fyndið.“ Þeir félagar neita því að vera und- ir beinum áhrifum frá bókum eins og Hi-Fidelity og American Psycho, þar sem tónlistarpælingar og -tilvís- anir eru úti um allt. „Það er nú bara þannig,“ segir Jón, „að í dag er fólk mikið að pæla í tónlist og kaupa sér geisladiska. Fólkið í minni bók er að minnsta kosti á þeim aldri.“ Hótel Kalifornía Rit Stefáns Mána er skáldsagan Hótel Kalifornía, og eins og með bók Jóns Atla er heiti hennar tilvísun í sögu dægurtónlistarinnar; nánar til- tekið í víðfrægt lag hljómsveitarinn- ar Eagles frá 1976. „Sagan gerist úti á landi árið 1982, svona að mestu,“ segir Stefán. „Hún fjallar um nafna minn Stefán sem vinnur í fiski og er svoldið dott- inn af lestinni. Hann hittir vini sína um helgi og þeir drekka brennivín í Pepsí og hlusta á gamalt rokk.“ Tilvísunin í Eagles-lagið er afar markmiðsbundin, segir Stefán. „Lagið fjallar um mann sem finn- ur hótel að nóttu til þar sem ríkir mjög draumkennt ástand; allir dansa, drekka og syngja að eilífu. Þetta er svona útópía og þetta hlust- ar nafni minn á þegar hann er að raka sig fyrir helgardjammið. Þetta er hans draumur en sjálfur lifir hann í annars konar lokuðum heimi, frystihúsaheimi sem er frekar lok- aður og kaldur. Þar er hann fastur að eilífu en hann langar í eitthvað annað og meira.“ Stefán lýsir baráttunni í jólabóka- bransanum á skondinn hátt, segir stóru strákana valta yfir sig. „Mað- ur heldur sér á floti í einhverri þrjósku en þetta er alger villi- mennska. Þetta er bráðskemmtileg geðveiki. Þetta er algert stuð og al- gert stress og maður er úttaugaður og kexruglaður og stútfullur af ham- ingju.“ Og að lokum Jón segir að lokum að þeim fé- lögum sé oft splæst saman í þessari jólabókaútgáfu og þarf reyndar ekki að líta lengra en til þessa viðtals til að sjá það. „Stefán er úti á landi í sinni bók en ég í bænum. Ég sé nú ekki mikil tengsl þarna.“ Stefán segir: „Við erum þó báðir að fást við fólk sem finnur sig ekki eða er búið að týna sér. Fast í einhverjum hjólför- um.“ Jón víkur þá að öðru. „Nú til dags eru allir voðalega áhugasamir um að gera einhverjar bíómyndir eða plötur og áherslurn- ar hvað tilganginn varðar eru að breytast. Það er varla að fólk nenni að gefa út plötur lengur á Íslandi, þ.e. eins og það sé bara prufumark- aður fyrir eitthvað „stærra“ sem fólk er að fara að gera. Mér finnst fólk hlaupa yfir mikilvægt grund- vallaratriði með þessu; þ.e. sam- félagið sem þú býrð og hrærist í – fólkið í kringum þig. Að þessu leyti finnst mér bókin vera einfaldasta og um leið besta formið til að miðla hugmyndum.“ Jón Atli og Stefán Máni eru báðir með titla í bókaflóðinu Morgunblaðið/Þorkell Stefán Máni og Jón Atli: Ungir menn á uppleið (alltént í lyftunni þar sem þessi mynd er tekin). Að lesa tónlist arnart@mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM 62 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 15 Mögnuð mynd með stórleikurunum Bruce Willis, Cate Blanchett og Billy Bob Thornton Sýnd kl., 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Sýnd kl.4 og 6. Missið ekki af nýjasta glæpaþriller Bruce WillisÞau veittu henni öruggt heimili... en henni var ekki ætlað að komast burt! Æsispennandi sálfræðitryllir með Leelee Sobieski (Joyride) í aðalhlutverki. Sýnd kl. 4 og 6. Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.30. Leyndarmálið er LONGCILEXTENDER! Sjálfstætt apótek með persónulega þjónustu er góður nágranni Apótek Ólafsvíkur Stykkishólms Apótek Ísafjarðar Apótek Apótek Blönduóss Siglufjarðar Apótek Dalvíkur Apótek Apótek Austurlands Apótek Vestmannaeyja Apótek Keflavíkur Árbæjar Apótek Borgarapótek Grafarvogs Apótek Hringbrautar Apótek Laugarnes Apótek Nesapótek Seltjarnarnesi Rima Apótek 40% lengri augnhár Þú getur fengið löng og falleg augnhár á augabragði með Longcilextender. Notað með uppáhalds maskaranum þínum eða með Longcilmatic maskaranum frá Longcils Boncza. Árangurinn er hreint ótrúlegur. Longcils Boncza Paris ÞAÐ VAR kátt í Borgarleikhúsinu á laugardaginn þegar Edda – miðlun og útgáfa stóð fyrir tveimur barna- og fjölskylduhátíðum. Boðið var upp á fjölbreytta skemmtidagskrá þar sem dregin var upp mynd af fjöl- breyttri flóru listamanna sem gefa út efni fyrir þessi jól á vegum Eddu. Mest var þó lagt upp úr því að hafa ofan af fyrir yngstu áhorfendunum og virðist það hafa lukkast prýði- lega því þeir skemmtu sér hið besta. Það var margt áhugaverðara hægt að gera í Borgarleikhúsinu á laugardaginn en að gefa ljós- myndara gaum. Barnaskemmtun í Borgarleikhúsinu Morgunblaðið/Ásdís Þórarinn Eldjárn og Snuðra og Tuðra teygðu vel úr sér á sviði Borgarleikhússins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.