Morgunblaðið - 28.12.2001, Page 9

Morgunblaðið - 28.12.2001, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 9 Glæsilegur samkvæmisfatnaður allar stærðir Mikið úrval af brúðarfatnaði til leigu Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Opið alla daga frá kl. 10-19, laugardaga frá kl. 10-14.Garðatorgi 3, s. 565 6680 Glæsilegir síðir kjólar í miklu úrvali Einnig módelkjólar Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Bestu þakkir fyrir frábærar móttökur Gleðilegt ár! DUKA Vandaðar heimilis- og gjafavörur Kringlunni 4-12, sími 533 1322 Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090 ÁRAMÓTA- ÚTSALA Föstudag, laugardag og sunnudag 20-70% afsláttur • kerti 30% • jólaskraut 70% • gjafavara 30% • pottaplöntur 70% SÍMINN ætlar að hefja útsendingu á stafrænu sjónvarpi næsta haust, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu. Með staf- rænu sjónvarpi er átt við nýja tækni sem eykur möguleika við dreifingu sjónvarpsefnis og er áætl- að að bjóða mun fleiri sjónvarps- rásir en nú eru til staðar. Þessa dagana er Síminn í samningavið- ræðum við þá sem selja búnaðinn og þá sem leggja til nýtt sjónvarps- efni. Samhliða því að hefja útsendingu á stafrænu sjónvarpi áætlar Síminn að ljúka við að gera breiðbandsnet sitt gagnvirkt, en breiðband Símans nær nú til um helmings heimila á höfuðborgarsvæðinu. Þá er gert ráð fyrir að breiðbandið verði lagt inn í öll ný hverfi auk hverfa þar sem lagnir eru endurnýjaðar. Á breið- bandinu verður síðan hægt að bjóða upp á háhraða sítengingu við Netið, en hingað til hefur sú þjónusta ver- ið takmörkuð við Múlasvæðið. Gagnvirknin er einnig forsenda stafræns sjónvarps sem býður upp á ólíka þjónustumöguleika. Dæmi um slíka þjónustu er sala á sjón- varpsþáttum, heimaverslun, pöntun á tölvuleikjum, sendingar á tölvu- pósti, nettenging o.fl. Í fréttatil- kynningu segir að vonir standi til að innlendar sjónvarpsstöðvar sýni verkefninu áhuga, bæði hvað varð- ar dreifingu á sjónvarpsrásum og einnig nýtingu á nýjum möguleik- um stafræns sjónvarps. Síminn undirbýr útsendingar á stafrænu sjónvarpi ÞAÐ sem af er þessu ári hafa lög- reglunni í Reykjavík borist 25 kær- ur vegna nauðgana sem er heldur meira en í fyrra og segir Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn að í fljótu bragðist virð- ist sem kærum vegna kynferðis- brota hafi fjölgað talsvert frá því í fyrra. Um síðustu helgi var lögreglunni tilkynnt um tvær nauðganir og hef- ur önnur þeirra verið kærð. 25 kynferðisbrot gegn börnum hafa verið kærð til lögreglunnar og fimm aðilar hafa verið kærðir fyrir kynferðislega áreitni gegn börnum. Tilkynnt hefur verið um 11 mis- neytingartilfelli, en undir það brot falla m.a. svokallaðar svefnnauðgan- ir. Flest voru fórnarlömbin rænulítil eða rænulaus þegar brotið var gegn þeim, oftast vegna áfengisneyslu, en í einhverjum tilvikum voru þau und- ir áhrifum lyfja. Þá hafa 14 manns verið kærðir fyrir blygðunarsemisbrot. 25 nauðganir kærðar í Reykjavík á árinu ATVINNULEYSISBÆTUR hækka um áramót um 8,5% og hækka dagpeningar bótaþega sem er með fullar bætur úr 3.137 krónum í 3.404 krónur. Fullar atvinnuleysisbætur á mánuði hækka því úr 67.979 krónum í 73.765 krónur. Hlutfallslega eru þetta sömu hækkanir og verða á bótum al- mannatrygginga, en þær hækka í samræmi við ákvæði laga um almannatryggingar. Atvinnuleysis- bætur hækka um 8,5%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.