Morgunblaðið - 28.12.2001, Síða 9

Morgunblaðið - 28.12.2001, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 9 Glæsilegur samkvæmisfatnaður allar stærðir Mikið úrval af brúðarfatnaði til leigu Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Opið alla daga frá kl. 10-19, laugardaga frá kl. 10-14.Garðatorgi 3, s. 565 6680 Glæsilegir síðir kjólar í miklu úrvali Einnig módelkjólar Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Bestu þakkir fyrir frábærar móttökur Gleðilegt ár! DUKA Vandaðar heimilis- og gjafavörur Kringlunni 4-12, sími 533 1322 Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090 ÁRAMÓTA- ÚTSALA Föstudag, laugardag og sunnudag 20-70% afsláttur • kerti 30% • jólaskraut 70% • gjafavara 30% • pottaplöntur 70% SÍMINN ætlar að hefja útsendingu á stafrænu sjónvarpi næsta haust, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu. Með staf- rænu sjónvarpi er átt við nýja tækni sem eykur möguleika við dreifingu sjónvarpsefnis og er áætl- að að bjóða mun fleiri sjónvarps- rásir en nú eru til staðar. Þessa dagana er Síminn í samningavið- ræðum við þá sem selja búnaðinn og þá sem leggja til nýtt sjónvarps- efni. Samhliða því að hefja útsendingu á stafrænu sjónvarpi áætlar Síminn að ljúka við að gera breiðbandsnet sitt gagnvirkt, en breiðband Símans nær nú til um helmings heimila á höfuðborgarsvæðinu. Þá er gert ráð fyrir að breiðbandið verði lagt inn í öll ný hverfi auk hverfa þar sem lagnir eru endurnýjaðar. Á breið- bandinu verður síðan hægt að bjóða upp á háhraða sítengingu við Netið, en hingað til hefur sú þjónusta ver- ið takmörkuð við Múlasvæðið. Gagnvirknin er einnig forsenda stafræns sjónvarps sem býður upp á ólíka þjónustumöguleika. Dæmi um slíka þjónustu er sala á sjón- varpsþáttum, heimaverslun, pöntun á tölvuleikjum, sendingar á tölvu- pósti, nettenging o.fl. Í fréttatil- kynningu segir að vonir standi til að innlendar sjónvarpsstöðvar sýni verkefninu áhuga, bæði hvað varð- ar dreifingu á sjónvarpsrásum og einnig nýtingu á nýjum möguleik- um stafræns sjónvarps. Síminn undirbýr útsendingar á stafrænu sjónvarpi ÞAÐ sem af er þessu ári hafa lög- reglunni í Reykjavík borist 25 kær- ur vegna nauðgana sem er heldur meira en í fyrra og segir Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn að í fljótu bragðist virð- ist sem kærum vegna kynferðis- brota hafi fjölgað talsvert frá því í fyrra. Um síðustu helgi var lögreglunni tilkynnt um tvær nauðganir og hef- ur önnur þeirra verið kærð. 25 kynferðisbrot gegn börnum hafa verið kærð til lögreglunnar og fimm aðilar hafa verið kærðir fyrir kynferðislega áreitni gegn börnum. Tilkynnt hefur verið um 11 mis- neytingartilfelli, en undir það brot falla m.a. svokallaðar svefnnauðgan- ir. Flest voru fórnarlömbin rænulítil eða rænulaus þegar brotið var gegn þeim, oftast vegna áfengisneyslu, en í einhverjum tilvikum voru þau und- ir áhrifum lyfja. Þá hafa 14 manns verið kærðir fyrir blygðunarsemisbrot. 25 nauðganir kærðar í Reykjavík á árinu ATVINNULEYSISBÆTUR hækka um áramót um 8,5% og hækka dagpeningar bótaþega sem er með fullar bætur úr 3.137 krónum í 3.404 krónur. Fullar atvinnuleysisbætur á mánuði hækka því úr 67.979 krónum í 73.765 krónur. Hlutfallslega eru þetta sömu hækkanir og verða á bótum al- mannatrygginga, en þær hækka í samræmi við ákvæði laga um almannatryggingar. Atvinnuleysis- bætur hækka um 8,5%
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.