Morgunblaðið - 21.02.2002, Qupperneq 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 9
Laugavegi 56, sími 552 2201
PS. Síðustu dagur útsölunnar
Glæsilegur vorfatnaður
– sérverslun – Fataprýði
Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, sími 553 2347.
Fyrir fermingarnar!
Fallegur, vandaður og öðruvísi fatnaður
Allt eftir hönnuði Sérhönnum
st. 42-56
Vorið er komið
til okkar!
Full búð af glæsilegum
nýjum fatnaði
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Guðni Ágústsson, varafomaður
Framsóknarflokksins og
Ólafur Örn Haraldsson,
alþingismaður,
ræða um árangur og horfur í
einkavæðingu ríkisfyrirtækja á opnum
hádegisverðarfundi á Hótel Borg
í dag, fimmtudag, kl. 12-13.30.
Allir velkomnir
Hádegisverður kr. 1.450
Fundarstjóri: Þorlákur Björnsson,
form. kjördæmisstjórnar Reykjavík norður.
Fundarboðandi: Ólafur Örn Haraldsson,
alþingismaður.
EINKAVÆÐING
Betri framtíð eða brostnar vonir?
Guðni Ágústsson,
varafomaður
Framsóknarflokksins
Ólafur Örn Haraldsson,
alþingismaður
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Fákafen),
sími 553 0100.
Opið virka daga kl. 10–18, laugardaga kl. 10–16.
Verðhrun!
Síðustu dagar útsölunnar
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r
Í TILEFNI þess að samstarfs-
verkefninu Ísland án eiturlyfja fer
senn formlega að ljúka verður efnt
til ráðstefnu á Grand hóteli 1. mars
næstkomandi. Þar verður tekin til
umfjöllunar þróun og árangur
fíkniefnaforvarna síðustu fimm ára
og horft til framtíðar. Ráðstefnan
verður haldin í samstarfi áætlunar-
innar Ísland án eiturlyfja og
fræðslu- og kynningarhópsins
Náum áttum.
Ríkisstjórn Íslands, Reykjavík-
urborg og evrópsku samtökin
ECAD (European Cities Against
Drugs) undirrituðu fimm ára sam-
starfssamning í febrúar 1997 um
áætlunina Ísland án eiturlyfja.
Áætlunin er liður í stefnu ríkis-
stjórnarinnar í fíkniefna-, áfengis-
og tóbaksvörnum sem samþykkt
var í árslok 1996. Í febrúar 1998
gerðist Samband íslenskra sveitar-
félaga formlegur aðili að áætlun-
inni.
Í fréttatilkynningu vegna ráð-
stefnunnar kemur fram að meg-
inmarkmið áætlunarinnar Ísland
án eiturlyfja hafi verið að sameina
krafta þjóðarinnar í baráttunni
gegn ólöglegum fíkniefnum, efla
forvarnir og skipuleggja verkefni
og aðgerðir sem hafa þetta tak-
mark að leiðarljósi.
Þróun fíkniefnaneyslu ung-
linga kynnt á ráðstefnunni
Á ráðstefnunni munu m.a. dóms-
málaráðherra, borgarstjóri og
formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga flytja ávörp.
Forsvarsmenn áætlunarinnar Ís-
land án eiturlyfja munu fara yfir
störf og helstu verkefni á tíma-
bilinu, ÍM-Gallup mun kynna mat
á starfi og árangri Íslands án eit-
urlyfja og framkvæmdastjóri
ECAD mun fjalla um stöðu mála í
Evrópu.
Þá verður þróun fíkniefnaneyslu
unglinga á liðnum árum kynnt,
fjallað verður um meðferðarúrræði
fyrir unglinga og gerð grein fyrir
þróun fíkniefnalöggæslu. Þá munu
starfshópar gera grein fyrir af-
stöðu sinni til stefnumótunar
stjórnvalda, um árangur í forvarn-
arstarfi og framtíðarsýn. Fundar-
stjórar verða Ásta Möller og Guð-
rún Ögmundsdóttir.
Ráðstefna um þró-
un og árangur
fíkniefnaforvarna
TENGLAR
..............................................
www.islandaneiturlyfja.is
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Ís-
lands, ASÍ, kom saman til fundar í
gær þar sem samþykkt var í ályktun
að skora á Seðlabanka Íslands að
lækka vexti án tafar. Ályktunin er
eftirfarandi:
„Miðstjórn Alþýðusambands Ís-
lands telur að nú séu öll skilyrði í
hagkerfinu fyrir því að Seðlabankinn
lækki stýrivexti. Mæling á neyslu-
vísitölu fyrir febrúar sýndi verð-
hjöðnun, krónan hefur styrkst veru-
lega á undanförnum vikum og
mánuðum og ekkert sem bendir til
annars en að þessi þróun haldi áfram.
Það er ljóst, að ef Seðlabankinn tekur
ekki mið af þessari þróun, þá stuðlar
það að því að viðhalda verðbólgu.
Miðstjórn ASÍ skorar því á Seðla-
bankann að leggjast á sveif með
verkalýðshreyfingunni, ríkisstjórn-
inni, sveitarfélögum og fyrirtækjum í
að draga úr verðbólgu. Það gerir
hann með því að lækka vexti þegar í
stað.“
Seðlabankastjóri vonar að verð-
bólgan haldi áfram að lækka
Aðspurður um viðbrögð við áskor-
uninni frá ASÍ sagði Birgir Ísleifur
Gunnarsson seðlabankastjóri við
Morgunblaðið að bankinn myndi
skoða þessa ályktun. Hann minnti á
að bankinn hefði nýlega sent frá sér
ítarlega greinargerð þar sem niður-
staðan hefði verið sú að halda vöxtum
óbreyttum að sinni.
„Við vonum vissulega að verðbólg-
an haldi áfram að lækka og okkar
spár ganga út á það. Við vonumst
einnig til þess að gengið haldi áfram
að styrkjast, en það þarf að styrkjast
enn frekar til að okkar verðbólgu-
spár gangi eftir. Hættan við vaxta-
lækkun er að hún hafi neikvæð áhrif
á gengið, eins og reynslan var þegar
við lækkuðum vexti í fyrra. Það væri
mjög slæmt ef það gerðist akkúrat
núna þegar verið er að reyna að ná
verðbólgunni niður,“ sagði Birgir Ís-
leifur.
Miðstjórn Alþýðusambandsins skorar á Seðlabankann
Stýrivextir verði
lækkaðir án tafar
FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélag-
anna á Akureyri samþykkti í gær
tillögu að lista Sjálfstæðisflokksins í
bæjarstjórnarkosningunum í vor.
Í efstu sætum eru: 1. sæti Krist-
ján Þór Júlíusson, bæjarstjóri. 2.
Þóra Ákadóttir, hjúkrunarfræðing-
ur. 3. Þórarinn B. Jónsson, útibús-
stjóri. 4. Sigrún Björk Jakobsdóttir,
hótelrekstrarfræðingur. 5. Stein-
grímur Birgisson, viðskiptafræðing-
ur. 6. Laufey Petrea Magnúsdóttir,
aðstoðarskólameistari, 7. Bjarni
Jónasson, efnafræðingur. 8. Jóna
Jónsdóttir, markaðsfræðingur. 9.
Páll Tómasson, arkitekt, 10. Jó-
hanna H. Ragnarsdóttir, hár-
greiðslumeistari. 11. Guðmundur
Jóhannsson, þjónustustjóri. Krist-
ján Þór Júlíusson er jafnframt bæj-
arstjóraefni flokksins, sem á 5 full-
trúa af 11 í bæjarstjórn.
Bæjarstjórinn
í efsta sæti
Sjálfstæðismenn
á Akureyri
ÍSLENDINGNUM sem verið hefur
í haldi lögreglunnar í Las Palmas á
Kanaríeyjum frá því sambýliskona
lést við fall fram af svölum hótels í
borginni, hefur verið sleppt úr haldi.
Að sögn Péturs Ásgeirssonar,
rekstrarstjóra utanríkisráðuneytis-
ins, er maðurinn í farbanni frá eyj-
unum þar til yfirvöld taka ákvörðun í
máli hann. Maðurinn var handtekinn
5. janúar sl. og hefur því setið í
gæsluvarðhaldi í rúmlega 6 vikur.
Lögreglan grunaði manninn upp-
haflega um að hafa af ásetningi hrint
konunni fram af svölum á 5. hæð
íbúðahótelsins. Íslenskur karlmaður
sem varð vitni að atvikinu bar hins
vegar að um slys hafi verið að ræða.
Maðurinn hafi ýtt við konunni á
svalagangi en við það hafi hún misst
jafnvægið og fallið á lágt svalahand-
rið og síðan fram af svölunum. Túlk-
un á framburði hans tókst í fyrstu
ekki betur en svo að lögregla fékk
ranga mynd af atburðarásinni.
Laus úr
haldi á
Kanaríeyjum
TÆPLEGA tveir af hverjum þrem-
ur Íslendingum telja að hefja eigi
viðræður um aðild Íslands að Evr-
ópusambandinu, að því er kemur
fram í könnun Pricewaterhouse-
Coopers en spurt var: „Telur þú að
Íslendingar eigi að hefja viðræður
við Evrópusambandið um aðild að
því?“
Heldur fleiri karlar en konur eru
fylgjandi aðildarumræðum eða tæp
68% á móti tæpum 64% kvenna. Hins
vegar er nokkur munur á afstöðu
manna eftir aldri; ríflega 70% í ald-
ursflokknum 18-29 ára eru fylgjandi
aðildarumræðum en aðeins 60,4% í
aldurshópnum 50 til 67 ára.
Úrtakið var tólf hundruð manns
um land allt en svarhlutfall tæp 66%.
Meirihluti
vill viðræður
við ESB
♦ ♦ ♦