Morgunblaðið - 21.02.2002, Page 12

Morgunblaðið - 21.02.2002, Page 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinn- ar hyggst leggja fram tillögu til þingsályktunar um skipun rannsókn- arnefndar skv. 39 gr. stjórnar- skrárinnar til þess að rannsaka emb- ættisfærslu samgönguráðherra og forsætisráðherra í málefnum Lands- símans og einkavæðingarnefndar og meinta óeðlilega rekstrar- og við- skiptahætti stjórnenda fyrirtækisins. Þá mun verða farið fram á það við for- seta Alþingis að í ljósi mikilvægis málsins verði það tekið fyrir á þingi sem fyrst og umræðum um það verði útvarpað og sjónvarpað í beinni út- sendingu Ríkisútvarpsins. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að tillagan sé lögð fram af öllum þingmönnum flokksins, þar sem engin leið önnur virðist fær en skipun rannsóknar- nefndar til þess að kafa ofan í öll þessi mál þar sem Ríkisendurskoðun hljóti, illu heilli, að teljast vanhæf vegna af- skipta af málinu á fyrstu stigum. Rík- isendurskoðandi hafi þannig ekki að- eins lagt blessun sína yfir fyrir- komulag greiðslna til stjórnarfor- manns Símans, heldur beinlínis átt hugmyndina að því fyrirkomulagi sem stuðst var við. „Ég tel engar líkur á öðru en for- seti Alþingis bregðist fljótt og vel við erindi þingflokksins, enda fordæmi um slíkar útvarpsumræðu frá yfir- standandi þingi. Þá er ljóst að við eigum á þessu fulla heimtingu samkvæmt ákvæðum þingskapa,“ sagði Össur við Morgunblaðið í gær. Í þingsályktunartil- lögu þingflokks Sam- fylkingarinnar er kveðið á um verksvið rannsókn- arnefndarinnar. Hún hafi það hlutverk að rannsaka fjárhagsleg málefni, viðskiptahætti og embættisgjörðir eig- enda og stjórnenda Landssímans auk tengdra mála er varða sölu fyrirtækisins og hagsmuni almennings. Nefndin taki eftirfarandi þætti einkum til athugunar: 1. Tildrög starfslokasamnings fyrr- verandi forstjóra Landssímans og ábyrgð ráðherra og stjórnar fyrir- tækisins á þeim samningi. Upplýsa skal um öll kjör, hlunnindi og annað sem samningnum tengjast, svo og hvort og þá hvernig forstjórinn hafi nýtt sér aðstöðu sína með óeðlilegum hætti til persónulegs fjárhagslegs ávinnings. Upplýsa skal einnig um aðra starfslokasamninga sem í gildi eru við aðra fyrrverandi og núver- andi stjórnendur fyrir- tækisins. 2. Hvernig staðið var að ráðningu fyrr- verandi forstjóra, hver tók ákvörðun um ráðn- ingu hans og hverjar voru ástæður þess að forstjórinn var leystur frá störfum. 3. Hvort eðlilega hafi verið staðið að undirbúningi einka- væðingar fyrirtækisins af hálfu einkavæðingarnefndar og hvernig samskiptum einkavæðingar- nefndar, einkum formanns nefndar- innar, forsætisráðherra og stjórn- enda fyrirtækisins var háttað varðandi allan einkavæðingarferilinn. Sérstaklega skal kanna ástæður þess að formaður einkavæðingarnefndar sagði af sér störfum. Þá skal nefndin kanna áhrif setu formanns nefndar- innar í stjórnum annarra fyrirtækja samhliða störfum sínum fyrir einka- væðingarnefnd. 4. Hvort hluthafar í fyrirtækinu hafi skaðast vegna söluferilsins, fjár- hagsmálefna tengdra stjórnendum og trúnaðarbrests milli eigenda, einkavæðingarnefndar og stjórnenda fyrirtækisins og hvort ástæða sé til að ætla að þessi þættir hafi leitt til þess að ekki hefur tekist að selja fyrirtæk- ið. 5. Meinta hagsmunaárekstra sem tengjast fjárfestingu Símans og per- sónulegri fjárfestingu fyrrverandi forstjóra. Sérstaklega skal kanna ummæli formanns einkavæðingar- nefndar þess efnis að fyrrverandi for- stjóri fyrirtækisins hafi rekið fyrir- tækið eins og hlutabréfasjóð. 6. Hverjir tóku ákvörðun um áhættufjárfestingar Landssímans eins og fjárfestingu í @IPbell, þar sem fyrirtækið tapaði 500 milljónum króna? Voru þessar fjárfestingar bornar undir stjórn fyrirtækisins og voru þær gerðar með vitund og vilja eigenda fyrirtækisins. 7. Sérstaklega skal kanna ummæli formanns einkavæðingarnefndar um að stjórnun fyrirtækisins hafi verið stórlega áfátt, og hvort, og þá hve- nær, hann hafi gert formanni ráð- herranefndar um einkavæðingu, upp- skátt um þau viðhorf sín, og á hverju þau byggðust. Í tengslum við það skal jafnframt kanna hvað olli því að meint vitneskja formanns einkavæðingar- nefndar um brotalamir í stjórnun fyr- irtækisins kom ekki fram í útboðslýs- ingu, og hvort háttsemi formannsins hafi í því efni verið í samræmi við lög. Jafnframt skal kanna, hvort sú hátt- semi hans hafi bakað ríkinu skaða- bótaskyldu. 8. Kaup Landssímans á þjónustu ráðgjafarfyrirtækis í eigu stjórnar- formanns fyrirtækisins. Sérstaklega skal kanna hvaða réttarreglur voru brotnar og hver var hlutur sam- gönguráðuneytisins og ráðherra í þessari ákvarðanatöku. 9. Bein og óbein afskipti forsætis- ráðherra af ákvörðunum er varða málefni Landssímans svo sem ráðn- ingu og brottrekstri forstjóra og vali stjórnarformanns. 10. Hugsanlega skörun á verkefn- um og ábyrgð stjórnar Landssímans og einkavæðingarnefndar. Kanni aðra þætti málsins eftir því sem ástæða þykir til Samkvæmt tillögunni skal nefndin einnig kanna aðra þætti þessara mála eftir því sem henni þykir ástæða til. Hún hafi rétt til þess að krefjast nauðsynlegra gagna um málið og fá skýrslur, munnlegar og skriflegar, frá embættismönnum, einstökum mönnum eða lögaðilum og ráða sér til aðstoðar sérfróða aðila sé þess þörf. Þá verði nefndinni heimilt að láta rannsóknina eða einstaka þætti henn- ar fara fram fyrir opnum tjöldum. Hún skal hraða störfum sínum eins og kostur er og skila niðurstöðum til Alþingis hinn 1. október 2002. Kostn- aður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði. Þingflokkur Samfylkingar vill rannsóknarnefnd til að rannsaka embættisfærslu ráðherra Rannsaki fjárhagsleg mál- efni og embættisgjörðir Össur Skarphéðinsson SIGRÚN Benediktsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Lands- síma Íslands, sagði af sér stjórnar- setu í gær. Það gerðu einnig vara- menn Samfylk- ingarinnar í stjórninni, Anna Kristín Gunnars- dóttir og Helga E. Jónsdóttir. Þar með hafa allir fulltrúar Samfylk- ingarinnar í stjórn Landssímans sagt af sér, en áður hafði Flosi Eiríksson tilkynnt um afsögn sína. Sigrún Benediktsdóttir segir stjórn Landssímans ekki njóta þess trúnaður og trúverðuleika sem henni er nauðsynlegur. Hún sendi í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu til fjöl- miðla: „Málefni Landssíma Íslands hafa verið mikið til umfjöllunnar í íslensku samfélagi síðustu árin. Það er ekki óeðlilegt í ljósi þess, að hér er um að ræða öflugt og þýðingarmikið þjón- ustufyrirtæki fyrir almenning í þessu landi, auk þess sem verðmæti þess í krónum talið er umtalsvert á íslensk- an mælikvarða. Stundum hafa verið skiptar skoðanir um einstök mál er að félaginu hafa snúið og það er og skilj- anlegt. Langur og strangur aðdragandi að sölu fyrirtækisins og bein og óbein aðkoma einkavæðingarnefndar af ýmsum málefnum þess, hefur hins vegar gert erfiðari en ella nauðsyn- lega markvissa stefnumörkun og stjórnfestu sem öflugu fyrirtæki á sí- breytilegum fjarskiptamarkaði er nauðsynleg. Þrátt fyrir það hefur fyrirtækinu tekist ágætlega að halda sjó og eflast á ýmsa lund. Síðustu vikurnar hefur hins vegar keyrt um þverbak í neikvæðri um- ræðu um þetta mikilvæga þjónustu- fyrirtæki í eigu þjóðarinnar. Ég hef setið í stjórn Landssíma Íslands frá árinu 1997 og hef frá fyrsta degi unn- ið af heilindum og fagmennsku innan stjórnarinnar og reynt að leggja mitt af mörkum til hagsbóta fyrir félagið, starfsfólk þess og eigendur alla – þjóðina. Mér þykir hins vegar einsýnt, eins og nú er komið málum, að stjórnin njóti ekki þess trúnaðar og trúverð- ugleika sem henni er nauðsynlegur. Afskipti valdamikilla pólitískra að- ila utan stjórnar af málefnum fyrir- tækisins hafa reynst mun meiri en eðlilegt getur talist. Af þeim ástæðum hafa ýmis mikilvæg mál ekki farið um borð stjórnarinnar, heldur um þau verið tekin ákvörðun hjá öðrum að- ilum. Það er óeðlilegt. Á stjórnarfundi hinn 18. febrúar síðastliðinn, þar sem m.a. voru til um- ræðu sérstakar greiðslur til fyrirtæk- is stjórnarformanns vegna ráðgjafar- starfa, lagði ég mig fram um að andrúmsloftið yrði hreinsað innan stjórnarinnar og reynt yrði að gera hana starfhæfa á nýjan leik. Var ég því aðili að yfirlýsingu þeirri sem þar var samþykkt og kvað á um að stjórnarformaður harmaði að hafa ekki upplýst stjórnina um áðurnefnd- ar greiðslur. Vonaðist ég til þess að stjórnin yrði í kjölfarið starfhæf á nýjan leik. Af þjóðfélagsumræðu síðustu daga er mér hins vegar ljóst, að sitjandi stjórn mun ekki að óbreyttu leggja fyrirtækinu það lið sem því er nauð- synlegt. Trúðverðugleiki hennar meðal þjóðarinnar hefur borið hnekki – með réttu eða röngu. Það er ekki mitt að dæma hvort sú gagnrýni á stjórnina er réttmæt eður ei. En úr því sem komið er skiptir það ekki höf- uðmáli. Ef stjórn mikilvægs fyrirtæk- is nýtur ekki óskoraðs trausts og trúnaðar meðal eigenda, þjóðarinnar, þá dregur mjög úr starfshæfi hennar. Ég hef mikinn metnað fyrir hönd Landssíma Íslands hf. og mér er fyr- irtækið og starfsfólk þess kært eftir að hafa átt þess kost að sitja í stjórn þess frá upphafi. Sem stjórnarmaður vil ég leggja allt mitt af mörkum til hagsbóta fyrir félagið. Mér þykir sýnt að umræður og kringumstæður nú um stundir draga mjög úr þeim möguleikum mínum sem og stjórnar- innar í heild. Í ljósi ofangreinds og eftir að hafa íhugað málið ofan í kjöl- inn hef ég komist að þeirri niður- stöðu, að mér sé ekki sætt lengur í stjórn Landssímans. Við þessar að- stæður tel ég mig ekki gera félaginu það gagn sem mér ber og ég vil gera, sem fulltrúi í stjórn þess. Ég hef því gert ráðherra samgöngumála grein fyrir afsögn minni úr stjórn Lands- síma Íslands frá deginum í dag að telja. Samstarfsfólki mínu innan stjórnar sem og öðrum starfsmönn- um Landssímans þakka ég ánægju- legt samstarfs og góð kynni. Ég óska þeim og fyrirtækinu alls hins besta.“ Í yfirlýsingu Önnu Kristínar segir að ástæður úrsagnar úr stjórn séu augljósar þegar litið sé til umræðu og atburða undanfarinna daga. Sigrún Benediktsdóttir segir sig úr stjórn Landssímans Segir stjórnina ekki njóta trúnaðar Sigrún Benediktsdóttir NÚ STENDUR yfir á Egilsstöðum sameiginleg ráðstefna Skógræktar ríkisins, Landgræðslu ríkisins og Náttúruverndar ríkisins, en saman mynda þessar stofnanir vinnuhóp sem nefnist í daglegu tali NASL. Héraðsskógar eru einnig sam- starfsaðili ráðstefnunnar. Í gær kynntu stofnanirnar sam- starf sitt og það sem efst er á baugi innan þeirra vébanda. Má þar nefna nýja landgræðsluáætlun 2002–2014, sem nú er til með- ferðar á Alþingi og náttúruvernd- aráætlun sem komin er vel á veg í undirbúningi. Þá kynnti Skógrækt- in vinnu vegna svæðisskipulags fyrir landshlutabundna skógrækt. Einnig var fjallað um alþjóðlegt, sameiginlegt samstarf stofn- ananna. Jón Loftsson skógræktarstjóri sagði að þingið væri afar áhuga- vert og málefnalegt. „Þungamiðjan í ráðstefnunni er samstarf skóg- ræktar-, landgræðslu- og umhverf- isgeiranna,“ sagði Jón. „Það sem í mínum huga stendur upp úr varð- andi daginn í dag, þó að hér séu margir góðir hlutir leiddir fram, er þetta nýja verkefni í samstarfi sérfræðinga Náttúrufræðistofn- unar Íslands og sérfræðinga Rann- sóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Verkefnið kallast Skóg- vist og snýst um lífbreytileika, framvindu og kolefnishringrás í ís- lenskum skógi. Það er mjög mikilvægt,“ segir Jón, „að menn séu ekki að deila um það fram og aftur í fjölmiðlum og á fundum hvort rjúpan sé að hverfa eða hvað, heldur taki bara á og setji niður alvöru rann- sóknaverkefni, spyrji spurninga og reyni að fá svör á vísindalegan hátt.“ Milli 70 og 100 manns sækja ráð- stefnuna á Hótel Héraði og fyrir- lestrar eru vel á þriðja tug talsins. Ráðstefnan er opin almenningi og henni lýkur kl. 17 á föstudag. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Frá ráðstefnu Landgræðslu, Skógræktar og Náttúruverndar ríkisins. Ráðstefna um málefni náttúruvernd- ar, skógræktar og landgræðslu Opnuð sýn á verk- efni vísindamanna SÍÐDEGIS í gær handtók lög- reglan á Ísafirði 24 ára gamlan karlmann sem hafði um fimm grömm af kannabisefnum í fór- um sér. Í fréttatilkynningu frá lög- reglunni á Ísafirði kemur fram að maðurinn kom til Ísafjarðar með áætlunarflugi og fannst efnið við leit á honum. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Hann á von á allhárri sekt vegna fíkni- efnabrots. Flaug með 5 grömm af kannabis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.