Morgunblaðið - 21.02.2002, Síða 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 23
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Ís-
lands er í aðalhlutverki á tónleik-
um Myrkra músíkdaga í kvöld.
Tónleikarnir verða í Háskólabíói á
venjulegum tónleikatíma hljóm-
sveitarinnar kl. 19.30. Einleikari á
tónleikunum verður Örn Magnús-
son píanóleikari og stjórnandi
Bernharður Wilkinson. Fjögur ís-
lensk verk eru á efnisskránni, og
þrjú þeirra að heyrast í fyrsta sinn
hér á landi.
Jónas Tómasson samdi píanó-
konsertinn Kraká eftir heimsókn
sína til þessarar merku menning-
arborgar í Póllandi sumarið 1996.
Verkið er í fimm þáttum, sem hver
um sig heitir eftir sögufrægum
kennileitum og persónum í borg-
inni. „Þótt kaflaheitin beri þessi
nöfn, þá er tónlistin ekki lýsing á
þeim, heldur er tónlistin samin
undir þeim áhrifum sem ég varð
fyrir í Kraká.“
Þættir verksins eru: I Wawel,
kastalaborgin syðst í gamla bæn-
um á klettahæð við Vislufljót; II
Sw Jadwiga, en Jadwiga var
drottning í Póllandi undir lok 14.
aldar og var síðar gerð að dýrlingi
kaþólsku kirkjunnar; III Kazim-
iers – gamla gyðingahverfið sunn-
an við Vislufljót; IV Sw. Jadwiga
og V Rynek – stóra torgið í mið-
borginni.
Erik Mogensen er höfundur
verksins L’homme armé, en það
dregur nafn sitt af þekktu lagi frá
15. öld, Vopnaði maðurinn. Lag-
lína gamla lagsins var mikið notuð
af tónskáldum þess tíma sem
„cantus firmus“ lag, en þá var það
tíðkað að nota þekkt lög sem und-
irliggjandi þráð í fjölradda mess-
um. Erik segist gjarnan notfæra
sér eldri stef og stefbrot í eigin
verk eins og hann gerir í L’homme
armé. Hann byggir verkið á sex
tóna röð, sem mynda laglínuna
sem gengur í gegnum verkið.
„Verkið hefst á Kanon, og leiðir
okkur síðan að fyrstu innkomu
L’homme armé stefsins í tréblás-
urum og trompeti. Um miðbik
verksins heyrist stefið aftur og þá
hjá pákum.“
Hljómsveitarverkið Dyr að
draumum eftir Hauk Tómasson
samanstendur af fimm fremur
stuttum þáttum. „Þeir eru svolítið
ritúalískir í sér, – byggjast mikið
til á endurteknum hugmyndum á
stöðugum tóngrunni.“ Haukur
samdi verkið á árunum 1999–2000,
og sækir innblástur í ljóð Óskars
Árna Óskarssonar, Sjöstirni, sem
birtist í ljóðabók hans Ljós til að
mála nóttina. „Heiti verksins er
stolið á ská úr þessu ljóði, en síð-
asta lína þess er „dyrnar milli
draumanna“.“
Verk Stefáns Arasonar, 10–11
fyrir strengjasveit og píanó er eina
verkið á tónleikunum sem heyrst
hefur hér á landi áður. Þá lék
Strengjasveit Tónlistarskólans
það í Bústaðakirkju. Strengja-
sveitin var með verkið á efnisskrá
sinni á alþjóðlegu móti ungmenna-
hljómsveita sem haldið var í Berlín
í sumar, en hátíðin var um leið tón-
smíðakeppni. Þar vann Stefán
Evrópsku tónskáldaverðlaunin
fyrir verkið, og tók Stefán við við-
urkenningu og verðlaunum úr
hendi borgarstjóra Berlínar við
sérstaka athöfn í haust. Síðan þá
hefur Stefán unnið til fleiri verð-
launa fyrir verk sín, en hann lauk
prófi úr tónsmíðadeild Tónlistar-
skólans í Reykjavík í vor og stund-
ar nú framhaldsnám í Danmörku.
Sinfóníuhljómsveit Íslands á Myrkum músíkdögum
Fjögur ný íslensk
hljómsveitarverk
Erik
Mogensen
Haukur
Tómasson
Jónas
Tómasson
Stefán
Arason
ÁRLEGUR bókamarkaður Félags
íslenskra bókaútgefenda verður
opnaður í dag kl. 10 í Perlunni og í
Hafnarstræti 91–93 á Akureyri (húsi
KEA).
Að venju er fjölbreytt úrval bóka
en mest er aukningin þetta árið á
barnabókum og fræðum hvers kon-
ar, m.a. ættfræðirit sem ekki hafa
sést á útsölumarkaði áður.
Markaðurinn er opinn daglega kl.
10–19 til 3. mars.
Stóri bóka-
markaður-
inn opnaður
Borgarleikhúsið
Málfundur um
tengsl leiklistar og
myndlistar hefst
kl. 20. Eiga þessi
form eitthvað
sameiginlegt? Eða
er óbrúanleg gjá
sem skilur þau
að? Framsögur
flytja Ásmundur
Ásmundsson, myndlistamaður,
Hannes Lárusson, myndlistamaður,
Magnús Þór Þorbergsson, leik-
húsfræðingur, Ólöf Ingólfsdóttir,
danshöfundur og Ragnar Kjart-
ansson, myndlistamaður.
Í DAG
Ásmundur
Ásmundsson
BJÖRN Bjarnason menntamálaráð-
herra segir að salur Tónlistarhússins
sem rísa mun við hafnarbakkann í
Reykjavík verði þannig úr garði
gerður að óperuflutningur verði þar
mögulegur. „Það er vilji til þess að
hafa hljómsveitargryfju í tónlistar-
salnum og ljósabúnað, þannig að
hægt verði að setja þar upp gesta-
sýningar af ýmsu tagi. Þannig er
komið til móts við sjónarmið um að
auka not af salnum meðal annars
með því að setja upp óperuverk.“
Íslenska óperan óskaði eftir því
fyrr í vetur að tillit yrði tekið til þess
við hönnun hússins að hægt yrði að
flytja þar óperur. Björn segir að ósk
Íslensku óperunnar um 700 manna
óperusal hafi komið fram eftir að öll
skipulagsvinna og
kostnaðarmat á
grundvelli hennar
var komin langt á
leið, og því hafi
ekki verið hægt
að sinna þeirri
hugmynd.
„Ég tel hins
vegar að með
gryfju og ljósa-
búnaði sé farin
skynsamleg millileið og hefur hún
fengið góðar undirtektir til að sætta
þau sjónarmið, sem fram hafa komið
opinberlega í þessu máli. Íslenska
óperan gæti að sjálfsögðu komið inn
í þennan sal og sett þar upp gesta-
sýningu eins og aðrir.“
Hægt verður að
sýna óperur í
Tónlistarhúsinu
Björn
Bjarnason
LEIKLISTARGAGNRÝNANDI
Lundúnablaðsins Evening Standard
kallar Sniglaveislu Ólafs Jóhanns
Ólafssonar „fölnaða, efnislitla og há-
stemmda eftirlíkingu af fjölskyldu-
harmleikjum Ibsens“ í dómi um sýn-
inguna í Lyric-leikhúsinu í West
End í Lundúnum í blaðinu í gær.
Gagnrýnandinn hrósar hins vegar
David Warner, sem fer með aðal-
hlutverkið í verkinu og stígur þar
með á breskt leiksvið í fyrsta skipti í
30 ár. „Sviðið var hans,“ segir blaðið
sem telur hlutverk aðalpersónunnar,
Karls, þó ekki gefa Warner færi á að
sýna hæfni sína til fulls. Sviðshönn-
unin var einnig ausin lofi og upp-
færsla leikstjórans Ron Daniel sögð
ná andrúmsloftinu vel.
Charles Spencer fjallar einnig um
sýninguna í Daily Telegraph í gær.
Hann segir hvorki höfundinn né
Warner ná að gæða Karl því lífi sem
persónan bjóði upp á. Atburðarásin
sé ennfremur of hæg og persónu-
sköpunin óáhugaverð. „Ímyndið
ykkur Ibsen á slæmum degi reyna að
semja söluvæna spennusögu sem
dægrastyttingu,“ skrifar Spencer
sem lýkur umfjöllun sinni á eftirfar-
andi orðum: „Þetta er hræðilegt leik-
rit, þar sem höfundurinn hefur verið
ófær um að ákveða hvort hann væri
að semja kjánalega spennusögu eða
tilgerðarlegt fjölskyldudrama. Eini
raunverulegi leyndardómurinn er
hvað Sniglaveislan er að gera á West
End.“
Gagnrýnendur um Sniglaveisluna
„Fölnuð eftirlík-
ing af Ibsen“
BANDARÍSKAR unglingamynd-
ir eru líklega sú kvikmyndagrein
sem hvað hamslausust er í endur-
tekningu sinni á hreinum leiðindum.
Sú staðalmynd unglinga sem mynd-
irnar virðast hafa hengt sig í er sótt
til óáhugaverðustu hugðarefna sem
hægt er að ímynda sér, þ.e. bólugraf-
inna unglingsdrengja sem eru ákaf-
lega uppteknir af óæðri endanum á
sér. Þennan áhuga dulbúa persón-
urnar hins vegar með því að drekka
bjór, ropa og eltast við stelpur, sem í
meðförum kvikmyndaiðnaðarins
hafa breyst í hringlandi og ómennsk-
ar kynlífsbrúður. Kvikmyndin Out
Cold kemur rækilega upp um áhuga
sinn á áðurnefndum afturendum,
dúkkulísum og bjórum, þegar í upp-
hafi, þegar sögð er saga skíðabæj-
arins Bull Mountain í Alaska sem að-
alpersónurnar, þrír bræður á
unglingsaldri, búa í. Þar hefur mikil
hefð skapast fyrir því að renna sér
niður fjallshlíðar með bjórkönnu í
hendinni og buxurnar á hælunum.
Hin rómantíska tilvera þeirra í bjór-
drykkju og snjóbrettasporti raskast
hins vegar verulega þegar auðjöfur
nokkur kemur til bæjarins með það í
huga að breyta þessum sjarmerandi
fjallabæ í skíðaparadís. Upphefst í
kjölfarið flókin atburðarás þar sem
tveir bræðranna eltast við sviss-
neska ofurgellu er nefnist „Inga“, en
skásti bróðirinn, Rick, á í mikilli
ástarflækju.
Að hormónaaustrinum slepptum
væri þetta ekki alslæm kvikmynd.
Snóbrettatriðin eru flott, umhverfið
skemmtilega hrátt og ástarþríhyrn-
ingurinn fær óvæntan snúning í lok-
in. En í viðleitni sinni til að höfða til
unglinga hafa framleiðendur Out
Cold að öllum líkindum talið nauð-
synlegt að fylla atburðarásina af
veglegum skammti af afturenda-
bröndurum, bjórropum og sílíkon-
brjóstum.
Hamslausir hormónar
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó
Leikstjórn: Malloy-bræður. Handrit: Jon
Zack. Kvikmyndataka: Richard Crudo.
Aðalhlutverk. Jason London, Flex Alex-
ander, A.J. Cook, Lee Majors. Sýningar-
tími: 89 mín. Bandaríkin. Buena Vista
Pictures, 2001.
OUT COLD (ÚTI Í KULDANUM) Heiða Jóhannsdóttir
Leikaraskipti
í Borgarleik-
húsinu
BJÖRN Hlynur Haraldsson
tekur við af Ingvari Sigurðs-
syni í hlutverki ókunna manns-
ins í leikritinu Gesturinn eftir
Eric-Emmanuel Schmitt sem
sýnt er í Borgarleikhúsinu.
Fyrsta sýning Björns Hlyns
verður annað kvöld, föstudags-
kvöld. Með hlutverk Sigmunds
Freud í verkinu fer Gunnar
Eyjólfsson.
Gamanleikurinn Með vífið í
lúkunum eftir Ray Cooney
verður sýndur í 40. sinn annað
kvöld á Stóra sviði Borgarleik-
hússins.