Morgunblaðið - 21.02.2002, Page 27
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 27
HESTAMENN eru
ævareiðir borgaryfir-
völdum í Reykjavík.
Þeir eru felmtri slegn-
ir yfir ótrúlegu skipu-
lagsslysi á útreið-
arsvæði hestamanna
við Elliðavatn og
Rauðavatn, sem veld-
ur hættu á auknum
slysum í hesta-
mennsku. Eru þau þó
næg fyrir.
Hættuleg breyting
Þegar hestamenn í
hesthúsahverfum
kringum Elliðavatn og
Rauðavatn höfðu tekið hesta á hús
eftir hausthvíld blasti við þeim
hættuleg breyting á útreiðarsvæði
þeirra. Reiðleiðir höfðu verið
skornar sundur með hjóla- og
göngustígum, ekki einu sinni, held-
ur margoft. Hestamenn geta átt
von á því að göngu- og hlaupafólk
eða hjólreiðamenn birtist skyndi-
lega og að óvörum fyrir skarpt
horn við trjálund við Norðlinga-
braut og háa tréveggi í göngum
undir Breiðholtsbraut við Fáks-
svæðið og Suðurlandsveg við
Rauðavatn. Afleiðingin er augljós.
Hvort heldur um er að ræða vanan
hestamann á vökrum gæðingi eða
barn á rólyndum fjölskylduhesti,
hesturinn getur fælst og slys á
mönnum yfirvofandi.
Á þessu bera borgar-
yfirvöld ábyrgð.
Skörun umferðar
Grundvallarhug-
mynd í umferðar-
skipulagi er að að-
skilja umferð ólíkra
ferðalanga. Tilgangur-
inn er að minnka
slysahættu. Þannig
leggja skipulagsyfir-
völd um allan hinn
vestræna heim áherslu
á að umferð gangandi
fólks skarist sem allra
minnst við bílaumferð.
Þar sem slíkt er óumflýjanlegt eru
byggðar göngubrýr, undirgöng eða
lagðar merktar göngubrautir, oft
með handstýrðum umferðarljósum.
Hið sama á við um umferð hesta og
bíla, leitast er við að skilja umferð
að eftir mætti.
Ábyrgð borgaryfirvalda
Borgaryfirvöld í Reykjavík ættu
að vita betur en að skapa svo aug-
ljósa slysahættu sem raun ber vitni.
Umferð hjólreiðafólks og gangandi
fólks annars vegar og hestamanna
hins vegar verður að skilja að. Ann-
að er ábyrgðarleysi. Borgaryfirvöld
verða hið snarasta að bæta þetta
skipulagsslys, áður en alvarlegri
skaðar hljótast af. Þegar fer að
vora og fram yfir miðjan júní, þeg-
ar fyrirsjáanlegt er að skörun um-
ferðar hestamanna og hjólreiða- og
göngumanna á svæðinu verður í há-
marki, er veruleg slysahætta á
svæðinu. Varla hafa borgaryfirvöld
áhuga á að vera dregin til ábyrgðar
vegna hættulegra og vanhugsaðra
lagninga göngu- og hjólastíga,
þvert á reiðleiðir.
Hið nýja skipulag hjóla- og út-
reiðarstíga við Elliðavatn og
Rauðavatn er hættulegt. Útivistar-
fólk í Reykjavík og nágrenni á
betra skilið.
Borgaryfir-
völd skapa
slysahættu
Ásta Möller
Slysahætta
Umferð hjólreiðafólks
og gangandi fólks
annars vegar, segir
Ásta Möller, og
hestamanna hins vegar
verður að aðskilja.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík.
HÉR á Íslandi hef-
ur töluvert verið rætt
um heilbrigðismál að
undanförnu. Sem þegn
í þessu landi lít ég
þannig á að þessi heil-
brigðismál komi mér
við og ég þurfi að
mynda mér skoðun á
þeim.
Nýtt ár er gengið í
garð og í eyrum okkar
hljómar sama setning
fyrri ára, sparnaður í
heilbrigðiskerfinu en
aukin þjónusta. En
þegar biðin er löng
telst þjónustan skert,
ekki viðhaldið eða
aukin! Þar að auki hefur tekist að
draga með skuldahala frá fyrra ári
og það þýðir að enn á að þrengja
að þessu kerfi. Í ræðu forsætisráð-
herra á gamlárskvöld heyrðum við
að það væri ,,góð sátt um traust
velferðarkerfi á Íslandi, þar sem
þeir fjármunir sem menn hafa úr
að spila eru vel nýttir“. Staðreynd-
in er sú að það er skortur á fjár-
magni til þess kerfis sem við öll
þurfum að nota á lífsleiðinni. Sam-
eining spítalanna hefur verið mjög
dýr og það er ekki rétt hjá Magn-
úsi Péturssyni, forstjóra Landspít-
alans, í Fréttablaðinu 3. janúar að
hann telji að sjúklingar hafi ekki
orðið mikið varir við það sem verið
var að gera. Fólk beið eftir að
þjáningum þess lyki en í staðinn
var þeim viðhaldið meðan á sam-
einingu spítalanna stóð eða stend-
ur! Þetta fólk hefur ekki krafta til
að berjast fyrir sjálft sig og hefur
þögn þess því blekkt Magnús! Það
er ekki hægt að sameina spítala
eins og bókaútgáfur því bækur er
hægt að láta frá sér á hillu eða í
geymslu í marga mánuði og ár en
ekki lifandi manneskjur!
Á sjúkrahúsum er verið að með-
höndla fólk um lengri
eða skemmri tíma.
Það er fólksfjölgun í
landinu, við búum við
hátækni sem gerir
mögulegt að lengja líf
en á sama tíma er
fjársvelti í gangi því
við sameininguna á að
fækka deildum, ekki
satt? Hvernig fer þá
með umönnun þeirra
sem veikjast eða slas-
ast? Á að telja okkur
trú um að hún batni
við niðurskurð og
sameiningu? Þessari
spurningu þarf að
svara!
Önnur setning hefur verið vinsæl
síðan sameining hófst þ.e.a.s. að
efla ætti bráðaþjónustuna í land-
inu. Fyrir þá sem það ekki vita þá
er ekkert að bráðaþjónustunni hér
á landi. Ef til vill horfir ríkisstjórn-
in of oft á Bráðavaktina. Slysa-
deildin í Fossvogi er ekki legudeild
en það þarf einnig að leggja sjúk-
linga inn til meðferðar! Þá þurfa
deildir að vera opnar og starfsfólk
til að sinna þeim veiku. Látin eru
falla fögur orð um bætta þjónustu
og hagræðingu en með því er verið
að svæfa fólk og blekkja til að það
sjái ekki það sem raunverulega er
að gerast.
Það er erfitt að horfa fram á nýtt
ár sem sjúklingur því fréttirnar af
heilbrigðismálum eru áframhald-
andi niðurskurður og hækkun
gjalda í heilbrigðisþjónustu. Á
sama tíma er verið að gauka að
þeim sem mestar hafa tekjurnar til
þess að þeir geti haldið áfram að
auka neyslu sína. Stofnað var
sendiráð í Japan sem kostaði heilar
800 milljónir (fyrir utan þær millj-
ónir sem eyddust alveg óvart þegar
áætlanir stóðust ekki). Svo fá bið-
listarnir 80 milljónir og kvartað er
yfir að spítalarnir fari fram úr fjár-
hagsáætlun. Þetta er hrein snilld.
Það er bara ekki hægt að skera
niður og spara endalaust þegar um
heilsu fólks er að ræða.
800 milljónir eru um það bil
skuldir spítalanna, ég spyr hver er
forgangsröðunin? Er það minnis-
varðar um ráðamenn landsins eða
er það fólkið sem landið byggir?
Þarna ber öll ríkisstjórnin ábyrgð-
ina og það er henni ekki í hag þeg-
ar borinn er saman vandi spítal-
anna og sóunin í Japan því ekki er
óeðlilegt að efast um að þeim millj-
ónum hafi verið vel varið.
Ólafur Örn Arnarsson yfirlæknir
hefur ritað góðar greinar sem yf-
irstjórn spítalanna ætti að lesa og
fara eftir. Ég heyri oft hjá heil-
brigðisstarfsfólki að bið eftir þjón-
ustu sé eðlileg og hef sjálf tekið
undir það en það kemur fljótlega
annað hljóð í strokkinn þegar þú
sjálf/ur ert komin/n í biðröðina?
Veikindi og slys eiga sér stað
óháð efnahag, og hlýtur sú hugsun
að læðast að hvort það sé ástæðan
fyrir því að svo mikið er skorið við
nögl til heilbrigðismála. Er e.t.v.
gert ráð fyrir því að þeir sem eiga
meiri peninga geti notað þá í einka-
sjúkrahús sem virðist vera í far-
vatninu? Sjúkrahúsin við Hring-
braut og í Fossvogi þjóna öllu
landinu og við viljum að fjármunir
séu settir í að hlúa að og byggja
þar upp fyrir okkur, fólkið í land-
inu!
Ég vil leyfa mér að tala fyrir
hönd sjúklinga þessa lands og biðja
um að fólk verði sett í forgang. Við
getum ekki leyft okkur að vera
skoðanalaus um heilbrigðiskerfið
okkar!
Heilbrigðismál
á nýju ári
Elísabet
Haraldsdóttir
Heilbrigði
Við getum ekki leyft
okkur, segir Elísabet
Haraldsdóttir, að vera
skoðanalaus um heil-
brigðiskerfið okkar!
Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Á horni Skólavörðustígs og
Klapparstígs, sími 551 4050
Útsalan
stendur yfir