Morgunblaðið - 21.02.2002, Síða 33
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 33
FYRIR stuttu skrif-
aði séra Jón Dalbú Hró-
bjartsson svargrein við
greinarkorni sem Aðal-
heiður Inga Þorsteins-
dóttir birti á síðum
Morgunblaðsins um að-
skilnað ríkis og kirkju.
Einkum virðist hafa far-
ið fyrir brjóstið á hon-
um sú fullyrðing Aðal-
heiðar að kirkjan boðaði
hindurvitni. Mig langar
að eyða nokkrum orð-
um í að verja málstað
hennar, sérstaklega í
ljósi þess að klerkurinn
sýndi ekki með neinum
hætti fram á að hún hefði rangt fyrir
sér.
Jón Dalbú spyr í fyrirsögn greinar
sinnar hvort kirkjan boði hindurvitni.
Já, það gerir hún. Öll trúarbrögð snú-
ast um að skýra heiminn yfirnáttúr-
legum skýringum. Í grárri forneskju
trúðu menn því að öll náttúrufyrir-
bæri væru á valdi vitiborins afls og
óveður jafnt sem jarðskjálftar væru
afleiðingar skapsmuna þessa æðri
máttar. En allt frá því vísindaleg að-
ferð kom til skjalanna hefur hún varp-
að hverri yfirnáttúruskýringunni af
annarri út í horn og teflt fram nátt-
úrulegum skýringum í staðinn. Það
sem hinir trúuðu kalla „sköpunar-
verk“ hefur að stærstu leyti verið
skýrt mekanískum skýringum og
engin þörf lengur til að troða guðum
eða öðrum slíkum tilgátum inn í dæm-
ið. Slíkar getgátur hljóta því að falla
undir hindurvitni, séu þær bornar á
borð sem einhver sannleikur.
Það er ekkert meira vit í kristin-
dómnum en öðrum trúarbrögðum.
Eins og þau er hann rakalaus fullyrð-
ingavaðall um tilhlutan yfirnáttúr-
legra afla í líf okkar. Kenningar hans
er engan veginn hægt að prófa eða
rökstyðja. Þvert á móti er gert tilkall
til þess að staðhæfingunum sé trúað
án þess að nokkur rökstuðningur
komi til. Kristindómurinn er því, eins
og önnur yfirnáttúruhyggja, að öllu
leyti óröklegt kerfi trúarsetninga.
Þetta hafa jafnvel talsmenn hans við-
urkennt og segja fullum fetum að þar
sem rökhugsun sleppi taki trúin við.
Það er ákaflega prestslegt af Jóni
Dalbú að láta sér sárna þau ummæli
Aðalheiðar að kristnin sé hindurvitni.
Hefur maðurinn aldrei heyrt þessu
haldið fram áður? Hefur hann ef til
vill aldrei leitt hugann að því sjálfur
að svo geti verið? Nei, í stað þess að
koma með málefnaleg svör við orðum
Aðalheiðar kýs hann að notast við
gömlu sárindarökvilluna, reynir að
höfða til samvisku þess er ræðst að
hugmyndakerfi hans.
Slík rökræðutaktík er lágkúruleg.
En klerkinum er kannski vorkunn,
því um langt skeið hefur tíðkast að
tipla á tánum kringum presta. Ekki
má sýna af sér grófgerða hegðun eða
segja neitt ljótt í návist þeirra, líkt og
væru þeir gamlar viðkvæmar ömmur.
Ef til vill hefur þetta ofverndaða um-
hverfi skapað slíka rörsýn prestsins á
heiminn að fullkomlega sjálfsögð nú-
tímaskilgreining á kristninni kemur
honum gersamlega í opna skjöldu.
En síðan segir greinarhöfundur:
„Ég fullyrði að öll meginstef í kenn-
ingu og boðskap krist-
innar kirkju standist
gagnrýna „upplýsta“
hugsun. Ekki hefur ver-
ið hrakið með neinum
haldbærum rökum að
Jesús Kristur hafi verið
til.“
Hvar eru rökin fyrir
þessari fullyrðingu um
meginstefin? Og hvar
hefur Jón Dalbú eigin-
lega alið manninn? Hef-
ur það alveg farið fram
hjá honum að rannsókn
vísindanna hefur fært
okkur heim sanninn um
að náttúrulegar skýr-
ingar á heiminum nægi? Og hvað eiga
þessar gæsalappir um orðið upplýsta
að þýða? Er prófasturinn með þessu
að reyna að gera allt verk raunvísind-
anna hlægilegt? Hvað á þetta skyn-
semishatur eiginlega að fyrirstilla?
Svo virðist prófasturinn halda að öll
gagnrýni á hugmyndakerfi kristinna
standi og falli með því hvort takist að
afsanna að Jesús hafi verið til. Mig
grunar þó að með þessu sé hann að
leiða umræðuna afvega, því miklu
frekar stendur styrinn um hvort þessi
einstaklingur hafi verið (og sé) guð.
Þar að auki virðist guðsmaðurinn
ekki gera sér grein fyrir að boðskapur
Jesú er engan veginn fundinn upp af
honum sjálfum, öll meginatriði þess
sem í dag kallast kristið siðferði voru
komin fram fyrir daga hans.
Já, það hryggir Jón Dalbú að Aðal-
heiður kallar kristnina hindurvitni.
Samt er hún ekki að varpa neinu því
fram sem ekki hefur margoft verið
sagt áður. Mig langar því til sönnunar
að vitna í ekki ómerkari mann en
Thomas Jefferson, en hann skrifaði
sem kunnugt er uppkastið að sjálf-
stæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna og
varð seinna forseti þeirra. Því hvað
sem líður sálarangist prófastsins þá
eru þessi viðhorf til kristninnar við
lýði og verða að fá að heyrast:
„Ég hef velt fyrir mér öllum þekkt-
um bábiljum veraldar en ekki fundið
neitt það atriði sem gerir hina kristnu
hégilju skárri en hinar. Allar byggjast
þær á uppspuna og goðsögnum. Allt
frá því kristnin kom til skjalanna hafa
milljónir saklausra karla, kvenna og
barna verið brenndar, kvaldar, fé-
flettar og fangelsaðar. Og hvað hefur
öll þessi valdbeiting svo haft í för með
sér? Hún gerir helming jarðarbúa að
kjánum og afganginn að hræsnurum,
styður við hvers kyns sviksemi og
villu um veröld alla.“
Já, kirkjan boð-
ar hindurvitni
Birgir Baldursson
Kristni
Mig langar að verja
málstað Aðalheiðar
Ingu, segir Birgir
Baldursson,
sérstaklega í ljósi þess
að klerkurinn sýndi
ekki með neinum
hætti fram á að hún
hefði rangt fyrir sér.
Höfundur er tónlistarmaður og
tekur þátt í starfi Samfélags trú-
lausra, SAMT.
Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.isOD
DI
H
F
IO
72
6
Húð þín á skilið
betri heim
Origins kynnir
A Perfect World
Húðvernd með hvítu tei
Ef heimurinn væri eins og við helst
vildum, myndi húðin ekki eldast hrað-
ar en við sjálf. En nú hefur Origins
fundið lykilinn að lengri æskudögum
húðarinnar, ljósa teið, sem er leynd-
armál þessa betri heims, Silver Tip
White Tea. Það rekur skaðvaldana á
brott löngu áður en þeir geta beitt
vopnum sínum. Húðin getur einbeitt
sér að heilsuræktinni. Mýktin kemur
undir eins. Sjáanleg merki öldrunar
hverfa eins og dögg fyrir sólu. Húðin
hefur fundið sitt Shangri-La.
Origins ráðgjafar verða í Hagkaupi,
Kringlunni, fimmtudag, föstudag
og laugardag, 21.-23. febrúar.
Handa þér! Taska með Have A Nice
Day rakamjólk, 30 ml, og gloss, 2 g,
fylgir ef keypt er tvennt frá Origins.*
*Meðan birgðir endast.
KÓPAVOGUR hef-
ur á undanförnum ár-
um átt nægjanlegt
byggingarland til út-
hlutunar til bygging-
arverktaka og ein-
staklinga sem vilja
byggja sér húsnæði
og setjast hér að. Hér
hefur einnig verið nóg
atvinna og góðir
möguleikar til mennt-
unar. Á þessum árum
hefur landsbyggðin
hins vegar átt í vök að
verjast varðandi íbúa-
flutning á höfuðborg-
arsvæðið.
Í umræðunni hefur því jafnvel
verið slegið fram að bæjaryfirvöld
í Kópavogi hafi kappkostað að laða
til sín sem flesta nýja íbúa til að
tryggja hraða uppbyggingu og
skjótan ágóða fjárfestinga í landi.
Minnihluti bæjarstjórnar Kópa-
vogs hefur varað við þessari hröðu
uppbyggingu, ekki síst þar sem
ekki var tryggt að sú þjónusta sem
ríki og sveitarfélögum ber að veita
íbúum yrði jafnhliða fyrir hendi.
Þegar reynt hefur verið að
hlusta eftir því hvers vegna íbúar
af landsbyggðinni taka ákvörðun
um að flytjast til höfuðborgar-
svæðisins er oft viðkvæðið að fólk
sækist eftir að fylgja börnum sín-
um til framhaldsnáms og að njóta
þess lista- og menningarlífs sem í
boði er í þéttbýlinu.
Það þarf ekki að fjölyrða um
mikilvægi þeirrar menningar- og
listastarfsemi sem fer fram í Kópa-
vogi. Með tilkomu Salarins í Tón-
listarhúsi Kópavogs og Listasafns
Kópavogs, Gerðarsafns, sem eru
hvor tveggja í forystu á landsvísu
fyrir menningar- og listastarfsemi,
hefur Kópavogur tryggt sér verð-
skuldaða athygli. Það er mjög
ánægjulegt hve þessar stofnanir
bæjarins hafa náð að tryggja sér
stöðugt vaxandi hóp listunnenda
sem sækja þá merku listviðburði
sem þar er boðið upp á.
Með lúkningu byggingar menn-
ingarmiðstöðvarinnar, þar sem
bókasafn og Náttúrufræðistofa
Kópavogs verða til húsa, höfum við
skapað góðar aðstæður fyrir unga
sem aldna til að afla sér þekkingar.
Auk menningarlífs er heilbrigð-
isþjónusta og gott að-
gengi að henni mik-
ilvægt íbúunum. Á
landsbyggðinni hafa
íbúarnir búið við það
að komast til heilsu-
gæslulæknis án nokk-
urs fyrirvara og þar
hefur uppbygging
dvalarheimila og
hjúkrunarheimila ver-
ið tryggð. Kópavogur
hefur um árabil falast
eftir leyfi til rekstrar
sambýla fyrir aldraða.
Nýlega var tekin í
notkun ný álma við
Hjúkrunarheimilið
Sunnuhlíð. Nú liggur einnig fyrir
vilyrði heilbrigðisráðherra fyrir
rekstri sambýlis fyrir heilabilaða.
Mikilvægt er að byggingarlóð á
grónu svæði eða hentugt húsnæði
fáist undir þessa starfsemi hið
fyrsta.
Bæjarstjórn Kópavogs sam-
þykkti nýlega tilmæli til heilbrigð-
isráðherra og fjármálaráðherra um
að tryggja fjármagn til rekstrar
þriðju heilsugæslustöðvarinnar í
bænum, en innan stjórnsýslu
Heilsugæslunnar hefur verið unnið
að því máli. Nú nýlega hefur heil-
brigðisráðherra kveðið upp úr um
það í fjölmiðlum að heilsugæslu-
stöð í Linda- og Salahverfi sé í for-
gangi við uppbyggingu heilsu-
gæslustöðva og standa vonir til
þess að sú stöð geti verið tilbúin á
þessu ári. Það er verulegur árang-
ur þegar litið er til þess hve mörg
verkefni eru óunnin á þessu sviði
heilbrigðisþjónustu á höfuðborgar-
svæðinu.
Fólkið velur
Kópavog
Birna Bjarnadóttir
Kópavogur
Minnihluti bæjarstjórn-
ar Kópavogs hefur var-
að við þessari hröðu
uppbyggingu, segir
Birna Bjarnadóttir, því
ekki var tryggt að öll
þjónusta við íbúa yrði
jafnhliða fyrir hendi.
Höfundur er bæjarfulltrúi og gefur
kost á sér í 1.–2. sæti í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Prófkjör
Prófkjör eru nú fyrirhuguð til undirbúnings sveitarstjórnarkosningum
sem fram fara hinn 25. maí næstkomandi. Af því tilefni birtir Morgun-
blaðið hér greinar frambjóðenda og stuðningsmanna.
Greinarnar eru ennfremur birtar á mbl.is.