Morgunblaðið - 21.02.2002, Qupperneq 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 37
✝ Hjördís Árna-dóttir fæddist í
Reykjavík 14. nóv-
ember 1919. Hún lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 10.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru María Elísabet
Bergsdóttir, f. 26.
okt. 1884, d. 27. júlí
1970, og Árni Guð-
mundsson, f. 14. júlí
1885, d. 22. jan.
1972. Systur Hjör-
dísar eru Málfríður,
f. 26. apríl 1922, og
María Elísabet, f. 26. janúar 1924.
Fyrri maður Maríu Elísabetar
Bergsdóttur var Guðmundur Jó-
hannesson, f. 15. mars 1880, d. 23.
júní 1929. Börn þeirra eru: Jóna
Marta, f. 27. júlí 1905, d. 28. ágúst
1979, Bergþór, f. 24. júlí 1906, d.
21. febrúar 1966, Guðmundur, f.
26. júní 1909, d. 1. október 1916,
Kristín, f. 31. júlí 1911, d. 24. júní
1982, Jón Baldvin, f. 3. júní 1914,
d. 28 mars 1959, Guðmundur F.,
f. 20. október 1916, og Svava, f. 6.
janúar 1918, d. 19. september
1969. Hjördís giftist 31. maí 1941
Karli Kristni Valdi-
marssyni bifreiða-
stjóra í Reykjavík, f.
1. okt 1918. Foreldr-
ar hans voru Elísa-
bet Jónsdóttir, f.
1898, d. 17. feb.
1977, og Valdimar
Þorvaldsson, f.
1898, d. 8. júní 1981.
Börn Hjördísar og
Karls eru: 1) María,
f. 16. maí 1942, maki
Þórhallur Guð-
mundsson. Börn
þeirra: Hjördís, gift
og á tvö börn, Anna
Soffía, gift og á þrjú börn, Karl
Kristinn, í sambúð og á fóstur-
dóttur, og Elísabet María. 2)
Valdimar, f. 21. des. 1943, maki
Björg Björgvinsdóttir. Börn
þeirra: Kristinn Benedikt, kvænt-
ur og á eitt barn og Ásta Björg, á
eitt barn. 3) Kolbrún, f. 8 jan.
1954, maki Ásgeir Ólafsson. Börn
þeirra: Hjördís Áróra, í sambúð
og á eitt barn og Ásgeir Freyr, í
sambúð.
Útför Hjördísar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Í dag ætlum við að kveðja elsku-
lega eiginkonu, móður, tengdamóð-
ur, ömmu og langömmu.
Ver hjá mér Jesú, nóttin nálgast tekur,
þitt náðarljós er vona minna sól
og allan lífsins kvíða og kulda hrekur.
– Þinn kærleiks ylur veitir öruggt skjól
Þú gengur ennþá um að græða sárin
um eilífð vakir heilög náðin þín,
og þú vilt líka þerra rauna tárin,
frá þér er sérhvert ljós er nær til mín.
Þótt búir þú í háum himnasölum
þitt hjarta man hvert lítið jarðar strá,
og jafnvel hér í dauðans skuggadölum
má dýrðar birtu þína víða sjá.
Ó, drag mig nær þér, sárt þá svíður undin
og sé ég ekki nokkurt bjargar ráð.
Ó, drag mig nær þér góð þá gleðistundin
mér gefin er af þinni miklu náð.
(Guðrún Guðmundsdóttir
frá Melgerði.)
Guð blessi minningu hennar og
veiti okkur öllum styrk í sorginni.
Fjölskyldan.
Elsku Hjördís frænka, það kom
að því að þú fengir að fara og fá
hvíldina eftir erfiða baráttu, en
aldrei kvartaðir þú.
Það hefur verið tekið vel á móti
þér af ömmu, afa og þeim sem farn-
ir eru á undan okkur. Það hafa verið
miklir fagnaðarfundir. Ég er svo
þakklát að hafa verið með þér svona
lengi og ég verð alltaf hún Tóta þín
eins og þú kallaðir mig alltaf. Þú og
Kalli hafið alltaf verið mér svo góð
og skilið mig í gegnum árin, og fyrir
það vil ég þakka. Stundirnar á
Landsspítalanum með þér eru mér
svo dýrmætar.
Elsku Kalli, Mæja, Valli, Kolla og
aðrir ástvinir, guð veri með ykkur
og styrki.
Þórunn Elísabet.
HJÖRDÍS
ÁRNADÓTTIR
Þegar ég var barn og unglingur
í sveitinni minni var það fastur
punktur í tilverunni að fá að fara
einu sinni á ári út í Öngulsstaði til
að heimsækja vinkonu mína, Helgu
Þorbjarnardóttur, sem átti heima
þar ásamt foreldrum sínum og
yngri systur. Gisti ég oftast eina
nótt hjá þessu góða fólki og hafði
frá mörgu að segja þegar heim
kom. Fjölskylda Helgu hafði áður
búið á Borgarhóli, næsta bæ við
æskuheimili mitt, Munkaþverá, og
þó að aldursmunur okkar Helgu
væri talsverður leit ég á hana sem
vinkonu mína frá fyrstu tíð og lað-
aðist að þessari hlédrægu stúlku
sem undir hógværu og dálítið
sorgmæddu fasi bjó yfir hlýju og
glettni. Foreldrar Helgu höfðu
ekki stórt bú og bjuggu við nokkuð
frumstæð skilyrði, en heimili
þeirra var hlýlegt, prýtt myndum
og ýmiskonar handavinnu eftir
Helgu og móður hennar.
Árið 1956 fluttist fjölskyldan til
Akureyrar og keypti sér þar íbúð
ásamt Þórarni, bróður Helgu, en
hann var þá fyrir nokkru farinn að
heiman og starfaði á Akureyri.
Fyrstu árin á Akureyri vann
Helga á saumastofu, en hætti því
starfi þegar heilsa foreldra hennar
fór að bila. Þá tók hún við heim-
ilisstörfunum, en auk þess prjónaði
hún fyrir fólk, hafði eignast
prjónavél þegar hún var um tví-
tugt, og margar stundir ævinnar
átti hún eftir að sitja við prjónavél-
HELGA SIGRÍÐUR
ÞORBJARNARDÓTTIR
✝ Helga SigríðurÞorbjarnardóttir
fæddist á Borgarhóli
í Öngulsstaðahreppi
í Eyjafirði 21. ágúst
1924. Hún lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 11.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þorbjörn Jóns-
son, f. 2.5. 1891, d.
26.4. 1980, og Unnur
Jónsdóttir, f. 9.8.
1893, d. 14.8. 1972.
Systkini Helgu eru
Þórarinn, f. 1. febr-
úar 1923, og Jóna Borghildur, f. 1.
apríl 1934, d. 24. júní 1983.
Útför Helgu fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
ina sína, og oft hefur
vinnudagurinn verið
langur því Helga átti
erfitt með að neita
fólki um viðvik. Hún
var bráðlagin í hönd-
um og varð fljótlega
mjög vinsæl prjóna-
kona, þekkt fyrir
vandvirkni og smekk-
vísi. Öll störf á lífs-
leiðinni leysti hún vel
af hendi, en það starf
sem var henni án efa
erfiðast, en sem jafn-
framt veitti henni
mesta lífsfyllingu, var
umönnun Borghildar systur henn-
ar sem var þroskaheft frá fæðingu.
Borghildur var eins og stóra barn-
ið hennar Helgu og aðdáunarvert
hvað Helga sýndi henni mikla þol-
inmæði og natni, hún prjónaði og
saumaði fötin á hana og sá til þess
að Borghildur ætti sínar gleði-
stundir. Borghildur lést árið 1983,
49 ára gömul, og alla sína ævi var
hún heima undir verndarvæng fjöl-
skyldunnar og þá einkum Helgu.
Helga Þorbjarnar gerði ekki víð-
reist um dagana og fór ekki oft á
mannamót, en hún eignaðist
marga góða vini. Fyrrum nágrann-
ar, bæði úr sveitinni og frá Ak-
ureyri, heimsóttu hana oft, og
einnig aðrir sem hún hafði kynnst í
gegnum prjónaskapinn. Hún hafði
gaman af að spjalla við fólk og
fylgdist vel með vinum og ætt-
ingjum. Trygglynd var hún, eins
og hún átti kyn til, og gleymdi
ekki vinum sínum. Þess naut ég
þegar ég dvaldi í útlöndum í nokk-
ur ár, þá fékk ég löng og skemmti-
leg bréf frá Helgu þar sem hún
skrifaði mér fréttir úr sveitinni á
sinn kankvísa hátt sem henni var
einni lagið. Síðustu þrjá áratugina
var það fastur liður hjá mér að
heimsækja Helgu þegar ég lagði
leið mína til Akureyrar. Þau systk-
inin, Helga og Þórarinn, héldu
heimili saman í björtu og skemmti-
legu íbúðinni í Þórunnarstræti 132,
en þá íbúð hafði fjölskyldan eign-
ast árið 1967.
Systkinin voru alla tíð mjög
samhent og studdu hvort annað.
Og nú er Helga látin eftir skamma
sjúkdómslegu. Ég kveð hana með
þakklæti fyrir liðna tíð og sendi
Þórarni innilegar samúðarkveðjur.
Kristín Jónsdóttir.
Því miður var ég er-
lendis þegar Páll Þór
Jónsson lést svo ég gat
ekki verið við útför
hans, en ég mátti til
með að skrifa nokkrar línur til minn-
ingar um hann sem vin og starfs-
bróður. Okkar leiðir lágu fyrst sam-
an árið 1961 en þá var ég í síðasta
bekk Iðnskólans í Keflavík, en Páll
þurfti aðeins að taka einn bekk í Iðn-
skólanum þar sem hann hafði lokið
námi sem búfræðingur frá Bænda-
skólanum á Hvanneyri árið 1953.
Hann gekk inn í kennslustofuna
kvikur í hreyfingum og valdi sér
sæti mér við hlið og tókum við þegar
tal saman. Upp frá því urðum við
góðir kunningjar og höfum verið æ
síðan. Páll var greindur maður og
fljótur að læra og vel minnugur.
Þegar hér var komið sögu var hann
31 árs, en á Bændaskólanum hafði
hann tekið alls konar aukanámskeið,
svo sem meðferð vinnuvéla og svo
óskyld efni sem dómarapróf í knatt-
spyrnu, enda mjög áhugasamur um
knattspyrnu og aðrar íþróttir.
Um þetta leyti stóð Páll í skilnaði
við fyrri konu sína, Guðmundu Sig-
ríði Óskarsdóttur. Hann kynntist
svo seinni konu sinni, Sólveigu
Huldu Jónsdóttur frá Ísafirði, og
giftust þau 30. des. 1961. Páll og Sól-
veig voru mjög samrýnd hjón og
reyndist hún honum góður lífsföru-
nautur alla tíð.
Það má segja að lífshlaup Páls hafi
einkennst af vinnu og meiri vinnu,
enda naut hann þess í ríkum mæli.
Vinnan var honum allt í senn,
ánægja, afþreying og ávinningur.
Vinnan tók líka sinn toll af þreki
hans og í lokin var hann orðinn mjög
slitinn maður, langt fyrir aldur fram.
Það var eftirtektarvert með Pál hvað
hann hafði mikinn áhuga á öllu frétt-
næmu, því fréttatímum útvarpsins
eða sjónvarpsins mátti hann ekki
PÁLL ÞÓR
JÓNSSON
✝ Páll Þór Jónssonfæddist í Svína-
dal í Kelduhverfi 1.
desember 1930.
Hann lést á heimili
sínu, Smáratúni 48 í
Keflavík, 23. desem-
ber síðastliðinn, og
fór útför hans fram
frá Keflavíkurkirkju
4. janúar.
fyrir nokkurn mun
missa af. Hann hlustaði
einnig mikið á útvarps-
sögur og alls konar er-
indi, enda var útvarpið
ávallt innan seilingar.
Páll var stórtækur
byggingarmeistari á
vissu tímabili og eftir-
sóttur í starfi og hafði
allt að tíu manns í
vinnu. Rak byggingar-
fyrirtækið Þórshamar
með Hafsteini Einars-
syni, bróður mínum, í
nokkur ár. Byggðu þeir
raðhús við Fífumóa í
Njarðvíkum og tóku að sér ýmis
verk bæði í Keflavík og á Reykjavík-
ursvæðinu. Hann tók einnig að sér
ýmis verk á eigin spýtur eða var
undirverktaki. Páll var eins og áður
sagði sívinnandi og lét sér í þeim
efnum ekki nægja að vinna eins og
fólk flest, frá hálfátta á morgnana til
kl. sjö á kvöldin, heldur fór hann oft í
aðgerð eftir að hafa snætt kvöldverð,
þegar vel fiskaðist og fólk vantaði.
Þá vann Páll langt fram eftir nóttu
og mætti til vinnu á réttum tíma
morguninn eftir. Hann hugsaði vel
um fjölskyldu sína enda var hún
honum allt. Hann átti ávallt góð hús
sem hann byggði sjálfur, góða bíla,
já, það var völlur á karli þegar hann
var kominn á nýjan Roverinn hér um
árið. Börn hans komust öll til
mennta sem hann studdi þau til heils
hugar.
Það má segja að líf Páls hafi ekki
bara einkennst af vinnu, því hann
hafði mikinn áhuga á menningarmál-
um, las góðar bækur og hafði yndi af
ljóðum. Hann orti líka sjálfur ljóð og
vísur og var oft fenginn til þess á
árshátíðum Karlakórs Keflavíkur að
flytja frumsaminn brag um félaga og
málefni líðandi stundar, sem var vel
tekið. Eins kom Páll fram á árshátíð-
um Framsóknarfélags Keflavíkur,
en í báðum þessum félögum var
hann virkur meðlimur.Við byggingu
félagsheimilis Karlakórs Keflavíkur
vann hann mörg handtökin í sjálf-
boðavinnu sem munaði mikið um.
Páll hafði gaman af því að fara í
silungsveiði og dans átti einnig hug
hans og voru þau hjónin í dansklúbb
og sóttu ávallt árshátíðir og þorra-
blót. Bestu ánægjustundir Páls voru
að fara með fjölskylduna í ökuferðir
þegar frí gafst frá vinnu um helgar.
Einnig ferðuðust þau hjónin erlendis
með karlakórnum og öðrum félags-
skap sem hann starfaði í.
Páll og Sólveig áttu sumarbústað
norður í Kelduhverfi og þangað vildi
hann fara á hverju sumri. Hann
hafði boðið okkur hjónunum þangað
og ætluðum við svo sannarlega að
þiggja boðið, en árið 1999 fékk hann
blóðtappa við heilann í kjölfar
mjaðmaaðgerðar svo sú fyrirætlun
fór fyrir bí. Þegar ég hitti svo Pál á
sjúkrahúsi Keflavíkur í lok nóvem-
ber sl. sagði hann. „Við förum víst
ekki norður, Trausti.“ „Nei,“ sagði
ég, „ekki í þessu lífi.“
Það urðu einnig sorgastundir í lífi
fjölskyldu Páls og má þar nefna þeg-
ar Þórður sonur hans brenndist af
heitu hveravatni á Reykjanesi, þar
sem fjölskyldan var með kartöflu-
garð. Þórður var þá aðeins fimm ára
gamall. Lengi var tvísýnt um líf
drengsins og margar voru andvöku-
nætur þeirra hjóna við sjúkrabeð
hans, en sjúkrahúsvist hans varði í
heilt ár, en með góðri umönnun náði
hann sér að fullu. Hann er nú kvænt-
ur heimilisfaðir og vinnur sem flug-
virki í Atlanta í Bandaríkjunum.
Ég held að Páll hafi átt góðu og
viðburðaríku lífi að fagna og vildi
vera sjálfbjarga, en hugsaði ávallt
meira um aðra en sig sjálfan, en slit
erfiðisins voru komin í ljós fyrir
nokkru síðan. Hann beitti ýmsum
aðferðum til að bæta sér minni
hreyfanleik sinn, hvort sem það var
beiting hamars eða stíga út úr bíln-
um, svo eitthvað sé nefnt, og
mjaðmaliðirnir gerðu honum einnig
erfitt fyrir. Hann var ekkert að fást
um slíka hluti, ef hann gat unnið og
hlustað á útvarpið þá var það allt í
lagi.
Eitt var það verklag sem Páll var
algjör sérfræðingur í og það var í
gluggasmíði og ísetning glers eða
allt það sem viðkom gluggum. Hann
vann oft hjá mér í fyrirtæki mínu
Steinsmíði hf. í gegnum árin og nú
síðustu árin vann hann af og til við
smíði sumarhúsa í Grímsnesi og
fleira. Það var gott að umgangast
Pál og vinna með honum í þessum
„útilegum“ fyrir austan, en þá þurfti
ég að elda. Það var annars sama
hvað ég bar á borð, Páli þótti allt
gott og þá einkum er ég eldaði kjöt-
súpu. Hann mátti aldrei heyra það
nefnt að henda því sem af gekk.
Ég kveð þig, kæri vinur, og við
fjölskylda mín vottum Sólveigu og
fjölskyldu þinni okkar dýpstu sam-
úð.
Trausti Einarsson.
!
+&-
+ <<)=>
)!
! ,
-!
2
! "
#
//
%
/ -
1
'-
1
0'
1
*
.
* 1
?4 *
%2
!
2!3
!
3@&
+., (
4
1
1
'
#/
,
+
0
23)
3)
8
,
,'
,
,
,'
!