Morgunblaðið - 21.02.2002, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
HANN fer heldur hægar yfir á jök-
unum þessi drengur en Skarphéð-
inn forðum yfir Markarfljót enda
engin Rimmugýgur í hendi eða
óvinavon handan tjarnarinnar fyrir
framan Hafnarfjarðarkirkju. En
vinurinn fylgist þó engu að síður
spenntur með.
Morgunblaðið/Golli
Jakahlaup í Hafnarfirði
ÍSLENSKA útflutningsfyrirtækið
Norfisk hefur náð viðskiptum af
Coldwater Seafood í Bandaríkjunum
með fiskafurðum sem framleiddar
eru í Kína úr rússnesku hráefni und-
ir vörumerkinu Origin Iceland. Inn-
kaupa- og gæðastjóri Coldwater ótt-
ast að þessi þróun geti leitt til
verðlækkunar á íslenskum fiskafurð-
um á Bandaríkjamarkaði en fram-
kvæmdastjóri Norfisk segir ekkert
athugavert við vörumerkið.
Coldwater Seafood, dótturfélag
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í
Bandaríkjunum, kaupir mikið af ýsu
í svokölluðum 5 punda pakkningum
af íslenskum framleiðendum og er
löng hefð fyrir slíkri framleiðslu.
Vegna mikilla krafna um vinnslu- og
hráefnisgæði afurðanna fer tiltölu-
lega hátt hlutfall hráefnisins í þess-
ari framleiðslu í blokk. Til að hækka
meðalverð til framleiðenda var fyrir
allmörgum árum búin til ný afurð,
svokallaðir ýsuvafningar, sem seldir
hafa verið til lítillar verslunarkeðju í
Bandaríkjunum og fyrir hana fæst
mun hærra verð en fyrir blokk.
Nýverið náði Norfisk þessum við-
skiptum af Coldwater og selur vör-
una undir vörumerkinu „Origin Ice-
land“ sem þýða má sem „íslenskur
uppruni“. Varan er hinsvegar fram-
leidd í Kína, aðallega úr rússneskri
ýsu. Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins selur Norfisk kílóið af ýsu-
vafningunum á 210 krónum lægra
verði en Coldwater.
Hagnýta sér orðspor
íslensks fisks
Jón Jóhannesson, innkaupa- og
gæðastjóri Coldwater Seafood Corp.
á Íslandi, segir að mörgum íslensk-
um framleiðendum svíði mjög að
vara sem framleidd sé í Kína úr rúss-
nesku hráefni skuli markaðssett með
þessum hætti. „Auðvitað setja við-
skiptavinir þessa vöru í beint sam-
hengi við Ísland. Það er í rauninni
verið að hagnýta sér gott orðspor ís-
lensk fisks í Bandaríkjunum. Ef
þessi þróun heldur áfram yfir í aðrar
afurðir leiðir hún til lækkandi verðs
á íslenskum fiski. Við getum ekki
lækkað verð á þessari vöru um 200
krónur fyrir kílóið enda er það þá
orðið lægra en á blokk. Við höfum
engan annan kaupanda að þessari
vöru og ekki líklegt að við finnum
hann. Markaðurinn fyrir þessa fisk-
tegund er mjög staðbundinn og ein-
göngu bundinn við lítil svæði á aust-
urströnd Bandaríkjanna.“
Coldwater framleiðir undir vöru-
merkinu Icelandic og segir Jón að
áður fyrr hafi verið keypt töluvert af
fiski frá Færeyjum og framleitt þar
undir Icelandic-vörumerkinu. Þess
hafi hinsvegar ætíð verið vandlega
gætt að gæðakröfurnar væru þær
sömu, án tillits til þess hvar varan
væri framleidd. Í dag séu allar vörur
undir vörumerkinu Icelandic fram-
leiddar á Íslandi.
Kemur fram á umbúðum
hvar varan er framleidd
Eyþór Haraldsson, framkvæmda-
stjóri Norfisk, segist hafa selt fisk
undir vörumerkinu Origin Iceland í
12 ár. Varan komi meðal annars frá
Noregi, Íslandi, Kanada, Eistlandi
og Kína. „Vörumerki eru til þess fall-
in að viðskiptavinurinn viti að hann
sé að fá vöru frá ákveðnum aðila sem
hann ber traust til. Áður en fram-
leiðsla í mitt vörumerki hófst í Kína
voru framleiddar fyrir mig vörur
undir þessu vörumerki á Íslandi í ein
9 ár, og er það reyndar í gangi enn í
dag. Meðal annars er unnið úr
Rússafiski, jafnt hér á landi og í
Kína. Er þannig um nákvæmlega
sama hráefni að ræða. Allt er þetta
selt á Bandaríkjamarkaði. Nú fyrst
þegar kínverskar hendur vinna fisk-
inn virðist þessi starfsemi skapa
angist hjá einhverjum aðila.“
Eyþór segir að umræddir ýsu-
vafningar séu að hluta unnir í Kína
og þá bæði úr íslensku og rússnesku
hráefni. „Einnig er til sölu hjá okkur
íslensk ýsa unnin hér á Íslandi í
þessar sömu pakkningar, en þess er
sérstaklega getið á umbúðunum
hvar varan er framleidd hverju
sinni.“
Eyþór undrast mjög að gerðar séu
athugasemdir við að hann noti sitt
vörumerki í því tilfelli þegar varan er
unnin í Kína. „Eitt er víst, að þeir
sem ég versla við, jafnt framleiðend-
ur sem kaupendur, eru ánægðir með
verðlagið á þessum vörum. Ef ein-
hver aðili hjá öðru sölufyrirtæki er
það ekki, þá er það líklega vegna
þess að einhverjum af hans kúnnum
finnst mín verðlagning skaplegri en
hans,“ segir Eyþór.
Rússnesk ýsa unnin í
Kína seld sem íslensk
Norfisk hefur náð viðskiptum af
Coldwater í Bandaríkjunum
TVEIR hlaðmenn á Keflavíkurflug-
velli, starfsmenn dótturfyrirtækis
Flugleiða, eru meðal þeirra sem eru
grunaðir um aðild að smygli á fimm
kílóum af hassi til landsins í janúar
sl. Grunur leikur á að þeim hafi ver-
ið ætlað að fjarlægja hassið úr far-
angri áður en hann var settur á
færiband í komusal flugstöðvarinn-
ar. Þeir hafi síðan ætlað að koma
hassinu út af flugvallarsvæðinu,
væntanlega með því að fara með
það um starfsmannainngang og
þannig komast hjá tolleftirliti. Þess-
ar upplýsingar hefur Morgunblaðið
frá áreiðanlegum heimildarmönn-
um.
Öðrum hlaðmannanna mun hafa
verið sleppt úr haldi í gær en hinn
er enn í haldi. Morgunblaðið hefur
ekki upplýsingar um hvort þeir hafa
játað verknaðinn. Alls sitja fjórir í
gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar
málsins.
Fyrri sendingin kom til landsins
13. janúar sl. og sú seinni rúmlega
viku síðar, en lagt var hald á hassið í
sameiginlegri aðgerð fíkniefnadeild-
ar lögreglunnar í Reykjavík og toll-
gæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Í
báðum tilfellum var hassið í farangri
manna sem voru að koma til lands-
ins frá Kaupmannahöfn. Maðurinn
sem kom með seinni sendinguna var
úrskurðaður í gæsluvarðhald í þrjár
vikur. Næstu daga og vikur voru
fimm til viðbótar handteknir vegna
málsins og úrskurðaðir í gæsluvarð-
hald.
Hlaðmenn taka á móti flugvélum
á flughlöðum. Þeir taka farangur í
vélinni úr farangurslestum og setja
hann á vagna sem ekið er inn í
töskusal flugstöðvarinnar. Þar er
farangrinum staflað á færibönd sem
fara um komusal þar sem farþegar
geta nálgast hann.
Gætu hafa fjarlægt
hassið úr farangri í lest
Reynist grunur lögreglunnar
réttur um að hlaðmennirnir hafi
verið viðriðnir smyglið má gera ráð
fyrir því að þeir hafi ætlað að fjar-
lægja hassið annaðhvort í lest flug-
vélarinnar eða áður en farangurinn
kom inn í flugstöðvarbygginguna,
þar sem eftirlitsmyndavélar eru í
töskusalnum. Hlaðmennirnir hafa
síðan haft möguleika á að taka hass-
ið með sér út úr flugstöðinni um
starfsmannainngang.
Lögregla og tollgæsla hafa aldrei
útilokað þann möguleika að fíkniefni
væru flutt til landsins með þessum
hætti. Þá má leiða sterkar líkur að
því að þetta hafi ekki verið í fyrsta
skipti sem hass var flutt til landsins
með aðstoð hlaðmannanna en benda
má á að aðeins leið rúmlega vika á
milli hasssendinganna sem lögregla
og tollgæsla lögðu hald á.
Ásgeir Karlsson aðstoðaryfirlög-
regluþjónn varðist allra frétta af
málinu og segir rannsókn lögreglu
eingöngu beinast að innflutningi á
fyrrnefndum fimm kílóum.
Fyrri réttu ári voru tveir flug-
virkjar Flugleiða handteknir á
Keflavíkurflugvelli fyrir tilraun til
að smygla hassi sem þeir höfðu falið
í klæðningu flugvélar. Hassinu var
komið fyrir í leirbrúsum undan
áfengi. Annar þeirra hlaut sex mán-
aða fangelsi en hinn fjögurra mán-
aða skilorðsbundinn dóm.
Hlaðmenn grun-
aðir um aðild
að hasssmygli
ÁRLEGUR bókamarkaður Félags
íslenskra bókaútgefenda hefst í dag
í Perlunni og í Hafnarstræti á Ak-
ureyri. Hann virtist ekki par hrif-
inn af því að vera truflaður við
spennandi lesningu ungi maðurinn
enda bíður hans ærinn lestur ef
marka má innihaldið í körfu móður
hans.
Morgunblaðið/Sverrir
Heillandi
heimur
bókanna
ÓVENJUMARGIR sæta nú gæslu-
varðhaldsvist að kröfu lögreglunnar
í Reykjavík, eða 18 manns, og eru öll
einangrunarpláss, 12 að tölu, fullset-
in í fangelsum. Kvað svo rammt að
plássleysinu að lögreglan í Reykja-
vík varð að hafa fanga í haldi í gær í
fangageymslu á lögreglustöðinni við
Hverfisgötu en sjaldan þarf að grípa
til slíkra úrræða, sem þykja óæski-
leg þrátt fyrir að þau séu leyfileg.
Flestir gæsluvarðhaldsfanganna
18 sæta gæslu vegna gruns um fíkni-
efnabrot, eða 12 manns, þar af er um
helmingurinn útlendingar. Fjórir
sæta gæslu vegna fjársvika eða inn-
brota og tveir vegna manndráps-
mála, annar vegna manndráps við
Bakkasel í Breiðholti í nóvember sl.
og hinn vegna morðsins á Víðimel.
Að sögn Harðar Jóhannessonar
yfirlögregluþjóns í Reykjavík er
fjöldinn óvenjumikill um þessar
mundir þótt lögreglan hafi séð meiri
fjölda á liðnum árum. Takmarkaður
fjöldi einangrunarplássa hjá Fang-
elsismálastofnun getur skapað
vanda við vistun grunaðra einstak-
linga ef eftirspurnin fer fram úr
framboðinu.
Aðspurður hvort Fangelsismála-
stofnun þurfi ekki að anna eftirspurn
eftir gæsluvarðhaldsplássum, segir
Þorsteinn A. Jónsson, forstjóri
Fangelsismálastofnunnar, ekki svo
vera. „Við erum eins og aðrar ríkis-
stofnanir, s.s. sjúkrahús og fleiri. Við
höfum ákveðinn fjölda klefa og ef
þörfin er meiri, þá verða menn að
leysa verkefnin með öðrum hætti.“
Ekki pláss
fyrir fleiri
fanga í
einangr-
unargæslu