Morgunblaðið - 03.05.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 03.05.2002, Síða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Heimkoma Stoke-liðsins vakti mikla athygli / C4 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Sérblöð í dag  Sundfatatíska karla/B1  Hjólabretti/B2  Prófkvíði/B3  Galdurinn við gott nafnspjald/B4  Strandlengjan undir hjá þjóðinni/6  Auðlesið efni/B8 Valur hafði betur í fyrstu rimmunni / C3 HLUTAFÉ Atlantsáls, sem er und- irbúningsfélag í eigu rússneskra og íslenskra aðila um byggingu súráls- verksmiðju og álvers hér á landi, hef- ur verið aukið úr 50 í 500 milljónir króna. Auknu hlutafé, sem kom fyrst og fremst frá Rússum, er ætlað að standa straum af kostnaði við gerð umhverfismatsskýrslu sem ráðgert er að byrja á í sumar. Þeir staðir fyrir súrálsverksmiðju sem Atlantsál er að kanna, sam- kvæmt leiðbeiningum frá orkusviði Fjárfestingarstofunnar, eru við Húsavík og á Keilisnesi á Reykjanesi og einnig er bygging álvers til athug- unar, annaðhvort við Húsavík eða Dysnes í Eyjafirði. Ákveðið verður á stjórnarfundi Atlantsáls í næstu viku hverjir af þessum stöðum koma helst til greina. Þá hefur félagið sent iðn- aðarráðherra bréf og óskað einnig eftir viðræðum um byggingu álvers á Reyðarfirði, í samstarfi við japanskt iðnfyrirtæki. Eigendur Atlantsáls eru Transal með 80% hlut og Altech, sem er í aðal- eigu Jóns Hjaltalíns Magnússonar verkfræðings, á 20% hlut. Transal er skráð félag í Bretlandi en er í eigu rússneska álfyrirtækisins Russian Al- uminium og VAMI (Russian National Aluminium-Magnesium Institute), sem er áltæknifyrirtæki í St. Péturs- borg í Rússlandi. Rússarnir hafa sýnt verkefninu mikinn áhuga og var það m.a. kynnt af fulltrúum VAMI fyrir Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráð- herra er hann var á ferð í Sankti Pét- ursborg nýlega í tengslum við Rúss- landsheimsókn forseta Íslands. Fékk Halldór líkan að gjöf af súrálsverk- smiðju og sambyggðri virkjun. Jón Hjaltalín sagði við Morgun- blaðið að mikil undirbúningsvinna væri að baki og verkefnið væri í góð- um farvegi. Búið væri að skrifa undir samstarfssamning við orkusvið Fjár- festingarstofunnar vegna forathug- ana á orkuöflun og fleiri þáttum. Við Húsavík er reiknað með að fá orku úr gufuaflsvirkjun við Þeista- reyki. Þar þyrfti að bora sex eða sjö háhitaholur til að fullnægja raforku- þörf súrálsverksmiðju sem framleiddi um 2 milljónir tonna á ári. Til stendur að bora um 1.600 metra djúpa rann- sóknarholu þar í sumar á vegum Orkuveitu Húsavíkur en rannsóknir Orkustofnunar hafa bent til að við Þeistareyki sé mikill hiti í iðrum jarð- ar. Jón sagði að á Keilisnesi væri mið- að við að fá raforku frá háhitasvæðum í Svartsengi eða Trölladyngju. Íslensk álver gætu þurft 2 millj- ónir tonna af súráli árið 2010 Súrál er meginhráefni fyrir fram- leiðslu álvera líkt og starfrækt eru hér á landi í Straumsvík og á Grund- artanga. Til að framleiða 2 milljónir tonna af súráli þarf 4 milljónir tonna af málminum boxít, sem flytja á sjó- leiðina til landsins frá námum í Vest- ur-Afríku, og úr sama magni súráls fæst um 1 milljón tonna af áli. Miðað við ársframleiðslu álveranna hér á landi þarf ÍSAL um 320 þúsund tonn af súráli á ári og Norðurál um 180 þúsund tonn. Að sögn Jóns Hjaltalíns miðast áform Atlantsáls við að árið 2010 þurfi íslensk álver um 2 milljónir tonna af súráli árlega. Undirbúningsfélag í eigu Rússa og Íslendinga um byggingu álvera hér á landi Hlutafé aukið úr 50 í 500 milljónir króna Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið Í nýlegri Rússlandsheimsókn fékk Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra að gjöf líkan af súrálsverksmiðju og virkjun frá fulltrúum rúss- neska áltæknifyrirtækisins VAMI í St. Pétursborg. Fyrir miðju með skjalatöskuna er Grétar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins, og milli hans og Halldórs er Jón Hjaltalín Magnússon frá Atlantsáli og Altech. Hafa einnig óskað eftir við- ræðum um bygg- ingu álvers við Reyðarfjörð HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tæplega fertugum manni, Ali Zerb- out, sem dæmdur var í sex ára fang- elsi 10. janúar sl. vegna tilraunar til manndráps. Ákærði var sakfelldur fyrir að hafa stungið mann tvisvar sinnum í háls og síðu við veitingastaðinn Hróa Hött í Fákafeni 5. janúar í fyrra með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut djúp stungusár aftan og neðan við vinstra eyra og sár í vinstri síðu. Þá var ákærði einnig sakaður um að hafa kastað hníf að bróður fórn- arlambsins er bróðirinn elti hann í kjölfar árásarinnar. Ákærði neitaði sök en Hæstiréttur taldi með vísan til framburðar fórnarlambsins, bróð- ur þess, vitna á vettvangi og annarra gagna yfir allan skynsamlegan vafa hafið að hann hefði framið umrædd brot. Var tilviljun ein talin hafa ráðið því að fórnarlambið hlaut ekki bana af atlögu ákærða. Hins vegar þótti ekki mega álykta að ásetningur ákærða hafi staðið til þess að valda bróður fórnarlambsins einnig meiðslum með því að kasta að honum hníf, heldur hafi fyrst og fremst vak- að fyrir honum að tefja eftirförina. Var hann því ekki sakfelldur fyrir til- raun til líkamsárásar gagnvart bróð- urnum. Hæstiréttur hækkaði miskabætur til fórnarlambsins í 800 þúsund krón- ur í stað 600 þúsunda. Ákærði var og dæmdur í héraði til að borga bróður þess er fyrir hnífsstungum varð 150 þúsund krónur í bætur. Málið dæmdu dómararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson, Hrafn Braga- son og Pétur Kr. Hafstein. Skipaður verjandi ákærða var Helgi Jóhannesson hrl. Sækjandi var Ragnheiður Harðardóttir sak- sóknari hjá ríkissaksóknara. Sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness sýknaði í gær rúmlega þrítugan karlmann af ákæru um ítrekuð kynferðisbrot gegn unglings- stúlku. Maðurinn neitaði ávallt að hafa brotið gegn stúlkunni og gegn eindreginni neitun manns- ins taldi dómurinn að ekki væri komin fram nægileg sönnun til að sakfella manninn. Maðurinn og stúlkan kynnt- ust í ungmennastarfi þar sem maðurinn vann. Kom fram að stúlkan hafi litið mjög upp til mannsins og sóst eftir fé- lagsskap hans. Fyrsta brotið hafi hann framið í desember 1999 en þau voru þá á veitinga- stað ásamt öðrum ungmennum. Undir borðum hafi hann strokið henni um læri og kynfæri. Síðar um daginn hafi hann strokið læri hennar og brjóst, rætt við hana á klámfenginn hátt og beð- ið hana um að hafa við sig kyn- mök. Nokkru síðar hafi hann berað á sér kynfærin og aftur farið fram á kynmök. Frá ára- mótum fram á mitt ár hafi hann af og til strokið henni um læri og brjóst. Stúlkan bar að í sumum tilvikum hefðu orðið vitni að at- burðum, en ekkert þeirra vitna, sem leidd voru fyrir dóminn, sögðust hafa séð nokkuð í lík- ingu við það sem maðurinn var ákærður fyrir. Veikindi og erfiðleikar Í dómnum kemur fram að bera fór á vaxandi kvíða hjá stúlkunni er líða tók á árið 2000 og var henni vísað til sálfræð- ings og barnageðlæknis. Barna- geðlæknir sagði að stúlkan hefði sagt að sér hefði verið nauðgað og báðir sérfræðingarnir töldu að rekja mætti veikindi hennar að hluta til þess að hún hefði orðið fyrir kynferðisbroti. Fram kom í vitnisburði systur stúlk- unnar að hún hefði verið í mikilli óreglu á árinu 2000. Hún hefði farið að reykja, drekka og neyta fíkniefna, þ.á m. e-taflna, og sofa hjá strákum. Segir í dómnum að stúlkan hefði aldrei verið spurð að því hvort aðrir en maðurinn hefðu brotið gegn henni kyn- ferðislega. Að mati dómsins var ekki hægt að útiloka að aðrir þættir en hin meintu kynferðis- brot mannsins gegn henni, kunni að hafa valdið þeim veik- indum og sálrænu erfiðleikum sem hrjáðu stúlkuna Málsvarnarlaun verjanda mannsins, Hilmars Baldursson- ar hdl., voru greidd úr ríkissjóði. Sigríður J. Friðjónsdóttir sótti málið f.h. ríkissaksóknara, Sif Konráðsdóttir hrl. var réttar- gæslumaður stúlkunnar. Hér- aðsdómararnir Finnbogi H. Al- exandersson, Gunnar Aðal- steinsson og Sveinn Sigurkarls- son kváðu upp dóminn. Sýknaður af ákæru um kyn- ferðisbrot SAMÞYKKT var í borgarstjórn í gær að vísa til síðari umræðu til- lögu um breytingu á lögreglu- samþykkt Reykjavíkur sem felst í því að banna svonefndan einkadans á nektardansstöðum í borginni. Tvær umræður þarf um málið í borgarstjórn og verði breytingin samþykkt við næstu umræðu verð- ur hún send dómsmálaráðuneytinu til staðfestingar. Á borgarstjórnarfundinum kynnti Steinunn Valdís Óskars- dóttir, borgarfulltrúi Reykjavík- urlistans, aðdraganda málsins. Hún sagði borgaryfirvöld hafa viljað leita leiða til að sporna við fjölgun nektardansstaða. Hefðu komið þar fram margar hugmyndir, m.a. sú að hægt væri að setja nektarstöðum nánari reglur með lögreglu- samþykkt Reykjavíkur. Tillaga hefði verið lögð fram í borgarráði þess efnis að banna einkadans á nektarstöðum. Borgarlögmaður hefði komist að þeirri niðurstöðu að slík takmörkun bryti gegn atvinnu- réttindum stjórnarskrár. Borgar- ráð óskaði í framhaldi af þessu eftir formlegri umsögn dómsmálaráðu- neytisins sem kynnt var í borg- arráði 30. apríl. Þar hefði komið fram að borgaryfirvöldum væri frjálst að breyta lögreglusamþykkt sinni í þá veru að setja slíkri starf- semi skorður. Kjartan Magnússon sagði afstöðu sjálfstæðismanna skýra, þeir vildu nektarstaði úr miðborginni. Hann sagði umdeilt hvar mörk lægju milli valdsviðs ríkis og borgar varðandi aðgerðir gegn nektardansstöðum. Sjálfstæðismenn vildu með úrræð- um í skipulagsmálum takmarka starfsemi þeirra. Bent hefði verið á, þegar fyrst hefði komið til tals að banna einkadans, að þessi starfsemi væri lögleg og hópur fólks hefði at- vinnu af henni. Með banni væri því verið að ganga á atvinnuréttindi. Almannahagsmunir yrðu að vera í húfi til að hægt væri að banna at- vinnustarfsemi. Þetta sýndi að úr- ræðin til banns á einkadansi væru ekki ljós með breytingu á lögreglu- samþykkt einni saman. Banni við einkadansi vísað til síðari umræðu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.