Morgunblaðið - 03.05.2002, Page 25

Morgunblaðið - 03.05.2002, Page 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 25 Sumarleikföng mikið úrval Tilboð á Löngum laugardegi Línuskautar með 40% afslætti Lömb tilboð 290 kr. Vörubíll 1.180 kr. Krít 295 kr. Vagn til að draga 1.795 kr. Sippuband 270 kr. Gítar 1.980 kr. Púsluspil 1.220 kr. Laugavegur 25 - Sími 551 1135 Klapparstíg 27, sími 552 2522 LANGUR LAUGARDAGUR Tilboð á bílstólapokum Maxi Cosi Priori 9-18 kg Classic/Sport line m. höfuðpúða Áður 21.000 Nú 16.900 Laugarvegi 25, sími 533 5500 15% afsláttur á Löngum laugardegi skór Þurrkgrindur bæði úti og inni Tvær stærðir Laugavegi 29 • Sími 552 4320 brynja.is L v i • í i Laugavegi 46, sími 561 4465 Opið laugardag kl. 11-17 Vegna eigendaskipta Villtar & vandlátar bjóðum við 15% afslátt af öllum vörum á Löngum laugardegi! Við bjóðum gamla og nýja viðskiptavini velkomna Verslun fyrir vandlátar konur! Laugavegi 54, sími 552 5201 Peysur áður 3.990 nú 1.490 Buxur áður 5.990 nú 4.490 20% afsláttur af bolum og toppum Langur laugardagur Opið kl. 10-17 Langur laugardagur SIÐANEFND er fjallar um til- raunir með dýr í Danmörku hefur mælt með því að banni við að ein- rækta eða klóna dýr verði aflétt og er nú talið líklegt að stjórnvöld muni senn leyfa slíkar aðferðir, að sögn Jyllandsposten. Árið 1997 var samþykkt þingsályktunartillaga um að banna einræktun dýra í kjölfar þess að skýrt var frá tilvist ærinnar Dolly í Skotlandi. Hafa danskir vísindamenn síðan orðið að aflífa samstundis einræktuð dýrafóstur sem þeir hafa búið til í rannsóknaskyni. Siðanefndin rökstuddi afstöðu sína með því að bannið hamlaði gegn framþróun í dönskum vís- indum. Vísindasiðaráð Danmerkur hefur einnig stutt að banninu verði aflétt. Helge Sander, ráðherra vís- inda og tækni í stjórn Venstre og Íhaldsflokksins, sagði að málið yrði rætt á næstunni og sennilega myndi stjórnin leggja fram tillögu um heimild til einræktunar eftir sumarleyfi þingmanna. En hann hvatti menn þó til að flýta sér ekki um of vegna þess að á málinu væru margar hliðar og það væri afar flókið. „Fyrst mun ég ræða þessi mál við matvælaráðuneytið og dóms- málaráðuneytið. Jafnframt er þörf á umfangsmiklum, pólitískum um- ræðum,“ sagði Sander og bætti við að til greina kæmi að fjallað yrði vandlega um málið á þingi þar sem leitað yrði álits sérfræðinga. Íhaldsflokkurinn er hlynntur breytingunni en vill einnig að mál- ið verði gaumgæft áður en ákvörð- un verður tekin. Fyrir skömmu sagði talsmaður þingflokks jafn- aðarmanna á sviði vísindarann- sókna, Lene Jensen, að hún myndi ekki halda áfram að vísa einrækt- un dýra á bug ef aðferðin væri notuð til skynsamlegra verka, til dæmis lyfjarannsókna. Andstaða frá hægri og vinstri Hinn hægrisinnaði stuðnings- flokkur ríkisstjórnarinnar, Danski þjóðarflokkurinn (DF), undir for- ystu Piu Kjærsgaard, er hins veg- ar eindregið á móti hugmyndinni og segist vera á móti einræktun jafnt dýra sem manna. „Við mun- um greiða atkvæði gegn því að banninu verði aflétt,“ segir Christ- ian H. Hansen, formaður matvæla- nefndar Þjóðþingsins og liðsmaður DF. „Þingmenn vita enn ekki nóg um einræktun til að geta sett lög um málið. Við þurfum mun betri grundvöll. Þess vegna viljum við að efnt verði til umræðna með vitnaleiðslum sérfræðinga um ein- ræktun dýra. Ef við tökum þetta skref og afléttum banninu hvert verður þá næsta skrefið?“ spurði Hansen. Sósíalíski þjóðarflokkurinn er einnig á móti því að leyfa einrækt- un og segir að enn sé áhættan allt of mikil við slíkar tilraunir. „Með einræktun dýra er farið út á hálan ís og mjög erfitt getur orðið að hafa stjórn á atburðarásinni,“ sagði Kristen Touborg, talsmaður flokksins í matvælanefnd þingsins. Danmörk Stjórnvöld íhuga að leyfa klón- un dýra Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar Vertu í góðum höndum! Eitt númer - 511 1707 www.handlaginn.is handlaginn@handlaginn.is ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.