Morgunblaðið - 03.05.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 03.05.2002, Síða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fjölskyldan hornsteinn eða hornreka Framtíðin virð- ist ekki björt RÁÐSTEFNA meðyfirskriftina Fjöl-skyldan – horn- steinn eða hornreka? er nú á dagskrá. Helga Guð- mundsdóttir, forseti Kvenfélagasambands Ís- lands, segir fjölskylduna eiga undir högg að sækja í hinu svokallaða velferð- arþjóðfélagi, víða sé sótt að fjölskyldueiningunni og ekki úr vegi að því sé velt upp hvort fjölskyldan sé hornsteinninn í þjóð- félaginu eða beinlínis hornreka eins og velt er upp í yfirskrift ráðstefn- unnar. Einnig hver fram- tíð fjölskyldunnar sé með hliðsjón af þeim hremm- ingum sem hún hefur mátt þola í seinni tíð. Helga er í forsvari fyrir ráðstefnuna. – Hver heldur ráð- stefnuna, hvar fer hún fram og hvenær? „Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands ásamt ásamt Bandalagi kvenna í Reykjavík og Sambandi sunn- lenskra kvenna halda ráðstefn- una. Hún er haldin í Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi laugardaginn 4. maí og hefst klukkan 10.“ – Hvert er tilefnið og hver er tilgangurinn með ráðstefnunni? „Bæði í markmiðum KÍ og að- ildarsambanda þess svo og í stefnuskrá KRFÍ eru málefni fjölskyldunnar ofarlega á baugi. Vegna sofandaháttar opinberra aðila í málefnum fjölskyldunnar þótti samtökunum því löngu tímabært að efna til ráðstefnu sem þessarar. Tilgangur ráðstefnunnar er að taka fyrir nokkur af þeim málum sem heyra undir fjölskylduna og vekja ráðamenn til dáða. Þó er aðeins hægt að stikla þar á stóru. Í hátíðlegum yfirlýsingum er alltaf talað um fjölskylduna sem hornstein þjóðfélagsins. Samt er eins og hún gleymist oftast og hún á sér fáa ef nokkra baráttumenn á þingi. Þó eru tvö eða þrjú sveitarfélög búin að móta sér fjölskyldustefnu og vonandi er að fleiri sveitarfélög taki þau sér til fyrirmyndar. Fjölskyldan á undir högg að sækja á svo margan hátt. Miklar þjóðfélagslegar breytingar hafa orðið á undanförnum árum í sambandi við samsetningu fjöl- skyldunnar. Hún er orðin svo margbreytileg. Neyslumynstur hennar hefur breyst gífurlega. Útivinna mæðra er hvergi eins mikil og á Íslandi. Vímuefni flæða yfir landið og unglingarnir eru auðveld bráð hjá sölumönn- um dauðans. Heilbrigðisþjónust- an er alltaf að verða dýrari. Þannig er af mörgu að taka.“ – Hverjar verða helstu áhersl- urnar á ráðstefnunni? „Dagskráin er mjög fjölbreytt og víða komið við. Dr. Sigrún Júlíusdóttir ræðir um samfélags- breytingar og nútíma- líf. Tveir unglingar frá Selfossi, Aldís Arnar- dóttir og Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson ræða um vandann að vera unglingur. Sr. Þórhallur Heimisson ræðir um hamingjuleitina. Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarmað- ur ræðir um samspil barnaupp- eldis og útivinnu. Breytt neyslu- mynstur fjölskyldunnar mun Anna Sigríður Ólafsdóttir frá Manneldisráði ræða og fjármála- umhverfi heimilanna verður í höndum Bjargar Sigurðardótt- ur. Og að lokum mun Bjarni Harðarson ritstjóri velta fyrir sér fjölskyldumynstri bersynd- ugra Íslendinga fyrr og nú.“ – Hverjum er ráðstefnan helst ætluð? „Ráðstefnan er að sjálfsögðu ætluð öllum. Ungum sem öldn- um, því allir eru í fjölskyldum. Mismunandi að stærð og gerð. Allir þeir sem áhuga hafa á því að fjölskyldan sé virt sem horn- steinn en ekki hornreka eru sér- staklega velkomnir. Við vonum að barnafjölskyld- ur sjái sér fært að koma með börnin til ráðstefnunnar og verð- um við með barnahorn og gæslu fyrir þau.“ – Verður komið að málefnun frá sjónarhóli ungra jafnt sem hinna eldri? „Eins og dagskráin ber með sér eru málefnin tekin fyrir frá sem flestum sjónarhólum.“ – Hver er framtíð fjölskyld- unnar? „Nú er svo komið, að kjarna- fjölskyldan, hjón með 2 börn er orðin í minnihluta í fjölskyldu- mynstri Íslendinga. Skattaálög- ur á þennan hóp eru alltaf að aukast og er nú svo komið að munur á skattaálögum þeirra og fólks sem ekki er í hjónabandi skiptir mörg hundruð þús- undum á ári og ungt barnafólk hefur jafn- vel tekið það ráð að skilja, beinlínis til að komast af. Slíkar álögur splundra fjöl- skyldum en sameinar þær ekki. Þetta þarf að breytast. Framtíð fjölskyldunnar í dag virðist ekki björt þegar aðbúnaður og kjör fjölda barnafólks er þannig að það á hvorki í sig né á í þessu velferðarþjóðfélagi sem við stát- um okkur svo oft af.“ Helga Guðmundsdóttir  Helga Guðmundsdóttir er fædd í Reykjavík 24. júní 1939. Hún lauk Kvennaskólaprófi 1955 og var heimavinnandi hús- móðir í 22 ár. Hún rak prent- smiðju ásamt eiginmanni sínum í 15 ár. Síðustu árin hefur hún verið framkvæmdastjóri Sam- taka psoriasis- og exemsjúk- linga, SPOEX. Var áður for- maður Safnaðarfélags Ás- prestakalls og síðustu árin hefur hún verið forseti Kven- félagasambands Íslands. Helga er ekkja eftir Finnbjörn Hjart- arson prentara, hún á fimm börn og þrjú barnabörn. Skattar á kjarnafjöl- skylduna allt- af að aukast Okkar stefna er ábyrg, við notum gamla góða trixið áfram, bætum þessu bara á orkumerina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.