Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 49 ✝ Steinunn Jó-hanna Sigur- hansdóttir Þorsteins fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1909. Hún andaðist á Hjúkrun- arheimilinu Sóltúni 20. apríl síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Magnea Ingibjörg Einarsdóttir, f. 16. febrúar 1887, d. 20. sept. 1932, og Sigur- hans Hannesson járnsmiður og verk- stjóri í Reykjavík, f. 26. október 1885 í Önundarholti í Villingaholtshreppi í Árnessýslu, d. 10. desember 1966. Foreldrar Jóhönnu tóku að sér kjörson, Sig- urhans Snæbjörn, f. 3. desember 1920, d. 19. maí 1993. Sigurhans og Magnea skildu. Seinni kona Sigurhans var Valgerður Gísla- dóttir, f. 13. maí 1902, d. 27. októ- ber 1979. Eignuðust þau fimm börn, Bolla, Auði Maríu, Magneu son, börn Egill (f. 1963), Karl (f. 1964), Snæfríð Jóhanna (f. 1968). 2) Hildur, f. 25. nóvember 1935, gift Eiríki Haraldssyni, börn Karl (f. 1958), Sólveig (f. 1960), Har- aldur (f. 1965), Eiríkur (f. 1965). 3) Ragna Magnea, f. 5. desember 1938, gift Ásmundi Einarssyni (skildu), barn Steinunn (f. 1962), seinni maður hennar var Ingi R. Helgason, börn Eyrún (f. 1968), Ingi Ragnar (f. 1971) og stjúpdæt- ur eru Álfheiður (f. 1951) og Ragnheiður (f. 1958). 4). Karl Jó- hann, f. 24. mars 1946. Barna- barnabörn Jóhönnu eru 13. Jóhanna gekk í Miðbæjar- barnaskólann og stundaði síðan nám í Hvítárbakkaskóla og Kvennaskólanum í Reykjavík. Eftir giftingu helgaði hún sig heimilinu. Bjó fjölskyldan frá 1932–1946 á Laufásvegi 54 og síð- an á Hagamel 12 í Reykjavík. Hún starfaði í mörg ár sem sjálfboða- liði á vegum Kvennadeildar Rauða kross Íslands. Jóhanna fluttist 1993 í Þjónustuíbúðir aldraðra á Dalbraut 23 og 27 og dvaldi á Hjúkrunarheimilinu Sól- túni frá janúar s.l. Útför Jóhönnu verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ingibjörgu, Gísla Ell- ert og Hrafnhildi, og ólu einnig upp tvo drengi, Hannes Berg og Sigurð Berg, syst- ursyni Sigurhans. Hinn 25. október 1931 giftist Jóhanna Karli A. Þorsteins, stórkaupmanni og ræðismanni, f. 19. ágúst 1901, d. 21. jan- úar 1987. Foreldrar hans voru Marín Sig- urðardóttir, f. 30. júní 1870 á Gautlöndum í S-Þing., d. 31. desem- ber 1925, og Eiríkur Sigfússon, f. 17. ágúst 1863 á Skriðuklaustri í N-Múl., d. 3. september 1951. Karl var kjörsonur Þorsteins Jónssonar kaupmanns og útgerð- armanns á Seyðisfirði, f. 11. mars 1863, d. 7. maí 1930, og konu hans Rögnu Fougner Johansen Jóns- son, f. 28. desember 1876. Börn Jóhönnu og Karls eru: 1) Þór, f. 5. ágúst 1932, kvæntur Dóru Egil- Mínar elstu minningar af ömmu minni eru þar sem hún situr með mig í fanginu í stóra holinu heima hjá sér á Hagamelnum. Holinu þar sem hún gerir leikfimi á morgnana. Ég er steinuppgefin, hún vefur mig örmum og vaggar mér rólega fram og aftur. Ég fæ að gista, er þvegin og háttuð ofan í hreint og mjúkt rúm. Hún nær í Bamba og setur hann í fang mér. Mig dreymir vel. Það er komið hádegi. Afi minn kemur heim úr vinnu til hádegis- verðar, eins og hann gerði alla sína ævi allt til síðasta dags. Hann hengir af sér frakkann og setur hattinn á hillu. Þvær sér um hendur og gengur inn í eldhús. Það er kveikt á útvarp- inu, amma mín er búin að leggja á borð. Hún stendur yfir stórum potti og hrærir rólega. Við afi setjumst að borðum, hann við endann með bakið í gluggann og ég honum á hægri hönd. Amma eys úr pottinum á diska, ilmandi brauðsúpu með kanel og rúsínum, sítrónu og örlitlum rjóma. Útvarpsklukkan slær tólf sinnum og fréttir hefjast. Þetta er heilög stund. Við frænkurnar höfum slegist og amma skilið okkur að. Hún ætlar að lesa okkur pistilinn en rekur okkur þess í stað hvora inn í sitt herbergið. Þar skulum við dúsa þar til við treystum okkur til að hegða okkur eins og manneskjur. Það tekur að- eins örfáar mínútur og við höfum breyst í engla. Á annan í jólum hittist stórfjöl- skyldan. Þar mæta börnin til móður sinnar með barnabörnin og snæða hamborgarhrygg með öllu tilheyr- andi. Og í desert er dásamlegur sítrónufrómas. Eftir matinn læð- umst við frænkurnar upp á háaloft. Þar er okkar paradís. Skápar með alls kyns fatnaði, skóm og fylgihlut- um. Hattöskjur með fínum höttum. Ég vel mér bláan kjól og hatt í stíl með hvítum blómum. Skórnir smell- passa þegar búið er að troða örlítilli baðmull í tærnar. Fæturnir vaxa út úr þessum skóm innan tíðar en kjól- inn eignast ég þegar ég er aðeins eldri og nota hann í hengla. Árin líða og um tíma fjarlægjumst við. Afi er dáinn og hún vinnur stundum fyrir Hringskonur í sjopp- unni á Landspítalanum, föndrar fyr- ir basar og hittir vinkonur. Eftir að ég gerist nokkuð ráðsett og eignast barn hittumst við oftar. Hún flytur á Dalbraut. Ég kynnist henni á annan hátt. Minnið er orðið gloppótt en hún kann ótal sögur úr fortíðinni. Við skoðum eldgamlar myndir og fliss- um. En henni fer hratt aftur. Hún er orðin reikul í spori, svo lítil og létt. Henni finnst ekki gott að verða svo gömul en gleðst yfir smáu. Og ég geri mitt besta. En það er aldrei nóg. Hún er frumbyggi á nýja hjúkrunar- heimilinu í Sóltúni. Þar er hún yndi allra, sannkölluð dama. Hún þekkir mig ekki lengur en ég horfi í augu hennar og það eru augun mín. Nú er hún dáin, en ég varðveiti þakklát þessar sögur og aðrar úr lífi okkar saman. Með ást og virðingu. Steinunn Ásmundsdóttir. Það var á fallegum vordegi sem amma kvaddi þennan heim. Fínleg minningarbrot eignast sjálfstætt líf og flögra um loftið. Lítil stelpa í heimsókn hjá ömmu sinni á Hagamelnum þar sem setið var í eldhúsinu og spjallað. Amma spurði einhvern veginn alltaf öðru- vísi spurninga en aðrir og í bak- grunninum sló klukkan sína takt- föstu tóna. Heimili þeirra var fallegt og fágað og lífið virtist í svo föstum skorðum, rólegt, óbrigðult og yfir- vegað líkt og tónverk klukkunnar sem sló á korters fresti hvað svo sem á dundi alla daga ársins og öll þau ár sem ég man eftir mér. Amma og afi að koma að utan einu sinni sem oftar og barnabarnaskar- inn fékk sælgæti sem aðeins fékkst í ævintýraveröld útlandanna. Við barnabörnin í þaulskipulögð- um ránsleiðöngrum upp á háaloft þar sem var að finna vandlega inn- pakkaðar smákökubirgðir í niður- límdum Machintosh-dollum er jólin nálguðust. Kosningavökur á þeim tíma er fólk reifst enn um stjórnmál, silfurprýtt langborð á jólunum, úti- leikir og endalaus uppspretta ævin- týra í sumarbústað þeirra, amma með sígarettur og rauðan ópal, afi innan um frímerkin sín, amma sem fyrst allra treysti mér til að fara einni í sendiferð út í búð og bakaði bestu vöfflur sem um getur, amma sem átti svo óendanlega marga fal- lega kjóla sem gáfu vísbendingar um lífið á hennar yngri árum, frásagnir af ferðum á Hótel Borg, amma að gefa smáfuglunum á svölunum, ávallt svo falleg og hlý með sína góðu nærveru. Veröld sem var – en falleg minn- ingarbrot sem lifa. Sofðu rótt, kæra amma. Snæfríð Þorsteins. Jóhanna Steinunn Þorsteins, eða amma Hanna eins og hún hét hjá okkur barnabörnunum er látin eftir stutta sjúkdómslegu 92 ára að aldri. Húsið sem afi og amma létu byggja við Hagamel 12 ásamt vina- fólki eftir síðari heimsstyrjöld mark- ast í minningu hennar. Það var ákvarðað í útdrætti að amma og afi fengju efri hæðina og þar byggðu þau upp fjölmennt og glæsilegt heimili og þar bjó amma í tæpa hálfa öld. Fyrir okkur krakkana bauð hús- ið jafnframt uppá ævintýraveröld með fjölda herbergja, og skúma- skota sem leynast mátti í, alls kyns dóti og kössum sem voru fullir af frí- merkjum, blaðasöfn og fleira sem létu tímann líða hratt í heimsóknum á Hagamelinn. Amma var sannkölluð hefðarfrú, fíngerð og glæsileg. Heimilið naut smekkvísi hennar í húsbúnaði og þrjár kynslóðir kvenkyns ættingja sem hafa fengið lánaða kjóla og ýms- an glæsifatnað úr fataskáp hennar geta vottað um fágaðan fatasmekk hennar. Amma hafði gaman af börnum og var óspör á sinn tíma með þeim. Við spiluðum mikið og ætíð átti hún eitt- hvert góðgæti í pokarhorninu. En umfram allt var hún ljúf og góð kona með létta lund og ríka kímnigáfu sem entist æviárin til enda. Þegar hún var spurð á dvalarheimilinu hvort hún yrði ekki fyrir ónæði frá þeim sem töluðu í sífellu einhverja bábilju kvað hún svo ekki vera. „Ég slekk bara á heyrnartækinu!“ var hennar einfalda svar. Við kölluðum þær hefðarfrúrnar þrjár, ömmurnar okkar og heimilis- hundinn Prinsu sem fékk árvisst að hjúfra hjá þeim í áramótaveislum á Laugarásveginum þegar skoteldarn- ir glumdu hvað hæst. Nú hafa þær allar kvatt þennan heim, en eftir standa ánægjuleg minningarbrot og skemmtilegar sögur sem færast í arf til komandi kynslóða. Karl Þorsteins. Hún hafði lengi beðið eftir að vorið kallaði. Í sömu mund og brumknapp- arnir þrútnuðu, ringlaðir af skyndi- legri sumarkomu, heyrði hún kallið og svaraði. Þetta var hún Hanna litla úr kvæði Tómasar Guðmundssonar og hafði tæpa þrjá um nírætt er hún sofnaði inn í kvöldroðann að Sóltúni við sundin blá laugardaginn 20. apríl. Ljóðabók Tómasar, Fagra veröld, ber svo mikinn ilm af vori að enn svimar mann dálítið þegar hún lýkst upp úr minninu. Þar grænkuðu gamlir símastaurar og silfurtært sól- skinshaf féll um bæinn. Þar gengu herskarar af ungum mönnum um stræti en stráféllu á prófum af ást til seytján ára Reykjavíkurmeyjar og nafnið hennar lét í eyrum eins og ljúfir tónar. Því var eitt sinn hvíslað að mér að borgarskáldið hefði vafalítið haft Jó- hönnu Sigurhansdóttur að fyrir- mynd þessarar yndislegu stúlku. Og ég sannfærðist á svipstundu. Þegar Tómas gekk um götur gömlu Reykjavíkur og umbreytti henni í skáldskap handa komandi kynslóð- um blómstraði Jóhanna í föðurgarði, yndi og eftirlæti allra sem til þekktu. Unnusti hennar og síðar eiginmaður var einmitt úr sextánskáldabekkn- um hans Tómasar og hét Karl Þor- steins frá Borgarfirði eystra. En það var ekki bara sagnfræðin sem studdi kenninguna, heldur allt fas og yfir- bragð Jóhönnu sem hafði jafnan ,,ljúfan seið í léttu brosi“, eins og segir í kvæðinu Hanna litla, og virt- ist bera vorið í sér. Þótt hún væri komin yfir fimmtugt þegar fundum okkar bar fyrst saman bjó hún enn yfir þokka æskuáranna, fislétt í spori og hreyfingarnar nettar og tignar- legar. Það virtist óhugsandi að hún ætti sér rætur í kolaryki og slorlykt gömlu Reykjavíkur en hlaut að hafa mótast af svipuðu hjartalagi og Tóm- as sjálfur, sem sá fegurð og gæsku hvar sem auga hans leit. Langa ævi var Jóhanna húsfreyja á myndarlegu heimili þeirra Karls þar sem sérhver hlutur bar vott óbrigðulli smekkvísi og listrænum eiginleikum. Ævinlega var hún þannig búin að hún hefði fyrirvara- lítið getað stigið inn í hvaða veislusal sem var. Samt er hún mér minnis- stæðust fyrir góðvild sína og létta lund. Aldrei heyrðist hún leggja nokkrum manni illt til. Hún var jafn- an reiðubúin að gleðjast með glöðum og sístækkandi hópur efnilegra af- komenda var henni einlægt ánægju- efni. Þrátt fyrir margvíslega ágjöf mátti á orðum hennar skilja að lífið hefði verið eitt sólríkt vor. Úr aug- unum skein æskubros þegar minnst var á kvæði Tómasar en ekki vildi hún fullyrða um tengsl sín við það. Til þess var hún of mikil dama. Hanna litla! Hanna litla! Heyrirðu ekki vorið kalla? Löngu og erfiðu helstríði falleg- ustu stúlkunnar úr Fögru veröld hlaut að ljúka á besta degi vorsins. Mér finnst sem ljúfur andvari að sunnan hafi vaggað henni í svefn. Guðrún Egilson. Þá fara hlekkirnir að rofna. Hlekkirnir við æsku- og unglingsár- in. Einn af seinustu vinum foreldra minna hefur kvatt þetta jarðlíf, frú Jóhanna Þorsteins. Vinir foreldra minna hafa kvatt einn af öðrum. Öll sú kynslóð er fæddist snemma á tutt- ugustu öld er flutt inn í annan heim. Ekki er hægt að tala um sorg þegar fólk fær langt og farsælt líf. En þeg- ar að kveðjustund kemur eru stund- irnar sem gengnar eru rifjaðar upp. Heimilið hennar á Hagamel 12 var hreiður þeirra hjóna Karls Þorsteins og Jóhönnu, og fjögurra barna þeirra, Þórs, Hildar, Rögnu og Karls Jóhanns. Þetta heimili var menning- arheimili þar sem myndlist, ritlist og tónlist voru í hávegum hafðar. Glæsi- legt og fagurt með myndarlegri hús- móður. Ekki var hún hávaxin, en stór í anda, falleg og fín. Blikið henn- ar var meira að segja „dúllulegt“, bleikir, fölbláir og margir pastellitir. Karl maður hennar í bláum tryggum og föstum tónum, vel lesinn og skýr. Heimili þeirra var samvaxið ung- lingsárum mínum, því eldri dóttirin var besta vinkona mín og er enn. Hugsunin til baka er hlý, falleg og traust. Þekkti ég þá fjölskylduna vel, bæði þá sem voru sýnilegir og þá sem fylgdu þeim, en voru farnir á undan. Ég þakka hlýjuna og vinátt- una. Góða ferð inn í ljósheima, bið að heilsa öllum hinum. Ég sendi vinar- kveðjur til eftirlifenda, barnanna þinna, tengdabarna hér og þar og allra barnabarna og barnabarna- barna. Megi sá er öllu ræður í heimi hér blessa þig um eilífð alla. Erla Stefánsdóttir. JÓHANNA ÞORSTEINS         $62, 11$62' ,  )A&" <H +#!" #  "# <4 "(  &/      $ %  &'(  8 * $#  ')/ 8 *   "@$08 *   $#)" .8 * 0 0          1' 18?'31 %*  %"   5 ;) ) &" D= "(  &/ "   - (              ) > )%   '     .) () 0 1   *   $62?1 $B261  I / F  #+  "         2      3(     +    )* +       " J5    /     )   0 MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is). Nauðsynlegt er, að síma- númer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.