Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 22
Á kynningunni verður haldinn fjarfundur bæði með SONY í Hollandi og með innlendum notanda SONY fjarfundabúnaðar. Skráning á kynninguna er hafin. Skrá má þátttöku á veffangið www.acotaeknival.is/sony eða hjá Gunnari Gunnarssyni í símum 550 4373 / 696 4005. Kynningin er opin öllum sem telja sér hag í að kynnast því nýjasta í samskiptatækni. fjarfundabúnaður Kynning á Grand Hótel 7. maí 2002. AcoTæknival efnir til kynningar á SONY fjarfundabúnaði í Hvammi, Grand Hótel, þriðjudaginn 7. maí. Þar munu erlendir sérfræðingar frá SONY kynna leiðandi framleiðslu fyrirtækisins á fjarfundabúnaði. Einnig verða skjávarpar og plasmaskjáir frá SONY kynntir. Kynningin hefst kl. 9:00 og stendur til kl. 13:00 Changing the way business communicates VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR Landsbanka Íslands á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 735 milljónum króna samanborið við 136 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hreinar vaxtatekjur námu 1.993,9 milljónum króna og aðrar rekstrar- tekjur námu 1.547,5 milljónum króna. Alls námu hreinar rekstrar- tekjur bankans því 3.541,4 milljónum króna. Á sama tímabili í fyrra námu hreinar rekstrartekjur 2.497,4 millj- ónum króna. Rekstrargjöldin námu 2.600,9 milljónum króna, þar af nam framlag í afskriftarreikning útlána 572 millj- ónum króna en það nam 399 millj- ónum króna á sama tíma í fyrra. Fyrstu þrjá mánuði síðasta árs voru rekstrargjöld Landsbankans 2.288,8 milljónir króna. Kostnaðarhlutfall tímabilsins lækkar um 9% Reiknaðir skattar eru 201 milljón króna samanborið við 63 milljónir fyrstu þrjá mánuði síðasta árs. Eigið fé bankans hefur aukist um 59 milljónir króna, úr 15.505 millj- ónum í 15.564 milljónir króna. Arð- semi eigin fjár eftir skatta nemur 19% sem er aukning úr 4% árið á undan. Í tilkynningu frá Landsbank- anum kemur fram að markmið bank- ans um arðsemi eigin fjár eftir skatta hafi verið hækkuð úr 8-11% í 13-16%. Því er arðsemi eiginfjár nú þó nokkuð umfram endurnýjuð arð- semismarkmið bankans. Kostnaðar- hlutfall tímabilsins lækkar úr 66% í 57%. Í tilkynningu frá bankanum kem- ur fram að enn sem fyrr er það kjarnastarfsemi bankans sem leggur grunn að afkomu bankans. „Góð af- koma og aukinn eignarhlutur í Her- itable Bank úr 70% í 95% hefur einn- ig bætt hag Landsbankans. Þá hafa heldur hagstæðari skilyrði á verð- bréfamörkuðum á fyrstu mánuðum ársins bætt afkomuna nokkuð, meðal annars í góðri afkomu af gjaldeyris- og hlutabréfaviðskiptum,“ að því er segir í tilkynningu. Vaxtamunur nam 1.994 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 1.766 milljónir á 1. ársfjórðungi 2001. Vaxtamunur af meðalstöðu heild- arfjármagns var 2,9% á tímabilinu samanborið við 3,5% fyrir allt árið 2001. Hreinar þóknunartekjur jukust um 36% frá fyrra ári og námu 978 milljónum á tímabilinu. Gengishagnaður fyrsta ársfjórð- ungs 2002 nam 350 milljónum sam- anborið við 50 milljóna tap á 1. árs- fjórðungi 2001. Heildareignir voru 277 milljarðar króna í lok tímabilsins og jukust um 3,2%. Útlán bankans hækkuðu um 0,8% og námu 201 milljarði króna samanborið við 199 milljarða króna í lok árs 2001. CAD-hlutfall samstæðunnar að teknu tilliti til hagnaðar tímabilsins nam 10,1% í lok tímabilsins saman- borið við 10,4% í lok ársins 2001. Í tilkynningu kemur fram að Landsbankinn hefur breytt reikn- ingsskilaaðferðum og lagt verð- bólgureikningsskil af frá og með síð- ustu áramótum. Áhrif breytinganna á rekstrarniðurstöðu fyrsta ársfjórð- ungs eru óverulegar. Hagnaður Landsbankans 735 milljónir króna EJS-samstæðan hefur verið endur- skipulögð með það fyrir augum að bæta þjónustu við íslenska viðskipta- vini og renna styrkari stoðum undir útrás. Hugbúnaðarsvið EJS hefur verið flutt yfir til Hugar, dótturfyrirtækis EJS, og verður með lausnir sem hugsaðar eru fyrir alþjóðlegan markað, s.s viðskiptalausnir, banka- lausnir og verslanalausnir. EJS mun hins vegar einbeita sér að sölu bún- aðar og þjónustu við tölvukerfi við- skiptavina sinna, auk hýsingar og ráðgjafar. Fyrirtækið er m.a. með umboð fyrir Dell, Sun, NCR, 3Com, Microsoft og Cisco og er það með gæðavottun á allri starfseminni. Olgeir Kristjónsson lætur af störf- um sem forstjóri EJS, eftir að hafa gegnt því starfi í 12 ár, og verður starfandi stjórnarformaður EJS- samstæðunnar. Nýr framkvæmda- stjóri EJS verður Viðar Viðarsson, sem gegnt hefur stöðu þróunarstjóra hjá EJS. Páll Freysteinsson verður framkvæmdastjóri Hugar, en hann var áður framkvæmdastjóri þjón- ustu- og hugbúnaðarsviðs EJS. Gunnar Ingimundarson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Hugar, mun taka við stöðu sölu- og markaðs- stjóra hjá Hug. Olgeir Kristjónsson segir að end- urskipulagningin sé löngu tímabær og að verkaskiptingin sem með þessu hljótist sé eðlileg. Erfitt sé að reka saman sölu á búnaði, annars vegar, og á lausnum, hins vegar. EJS hafi átt við vaxandi samkeppni að etja vegna þess hvað starfsemin sé breið. Upphaflega hugmyndin með kaupunum á Hug á árinu 1999 hafi einmitt verið að fara í endurskipu- lagningu á fyrirtækinu. „Með þessum breytingum erum við að nýta sóknarfærin á markaðn- um,“ segir Olgeir. „Ég lít á þetta sem eðlilega þróun, þar sem við erum að bregðast við breyttu samkeppnis- og markaðsumhverfi og skapa okkur styrk til að hasla okkur völl erlend- is.“ Að sögn Olgeirs verður stofnað sérstakt eignarhaldsfélag sem mun hafa það hlutverk að stjórna framtíð- armálum bæði EJS og Hugar. Endurskipulagning fyrirtækisins var kynnt fyrir starfsmönnum í gær og hefur þegar tekið gildi. EJS-samstæðan endurskipulögð Ísland er þrítugasta landið í heim- inum sem tekur upp þýdda útgáfu af viðskiptahugbúnaðinum. Þetta samkomulag við Oracle tryggir að allar framtíðarútgáfur af hug- búnaðinum verða gefnar út á ís- lensku. Ísland nýtur sömu þjón- ustu og önnur lönd og verður íslensk útgáfa af hugbúnaðinum gefin út tveimur vikum eftir bandarísku útgáfuna, samkvæmt SKÝRR hf. og Þýðingarsetur Há- skóla Íslands hafa gert með sér samstarfssamning um þýðingu á viðskiptahugbúnaðinum Oracle e-Business suite. Þessi samningur tryggir notendum Oracle við- skiptalausna hér á landi íslenskt notendaviðmót. Stefnt er að því að nýta þau orð og þýðingar sem þegar hafa náð fótfestu í íslenskri tungu, en einnig er nokkur ný- yrðasmíði fyrirsjáanleg. Skýrr hf. hefur gert sam- komulag við Oracle Corporation um stuðning þess við þýðing- arverkefnið. Oracle leggur til verkefnisins ráðgjöf og aðgang að sérhæfðum þýðingartólum sem notuð verða við þýðingarvinnuna. upplýsingum frá Skýrr. Hjá Þýð- ingarsetri Háskóla Íslands eru sérfræðingar í þýðingum sem leggja verkefninu til ráðgjöf, bæði er varðar stefnumótun í upphafi og ennfremur við lausn á verkefnum og gæðaeftirlit. Jafn- framt munu sérfræðingar frá Þýðingarsetri háskólans koma með tillögur að nýyrðum og rýni á öðrum tillögum sem fram koma. Viðskipta- hugbúnaður þýddur á íslensku Morgunblaðið/Ásdís Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, handsöluðu þýðingarsamninginn í gær. VEÐUR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.