Morgunblaðið - 03.05.2002, Side 22

Morgunblaðið - 03.05.2002, Side 22
Á kynningunni verður haldinn fjarfundur bæði með SONY í Hollandi og með innlendum notanda SONY fjarfundabúnaðar. Skráning á kynninguna er hafin. Skrá má þátttöku á veffangið www.acotaeknival.is/sony eða hjá Gunnari Gunnarssyni í símum 550 4373 / 696 4005. Kynningin er opin öllum sem telja sér hag í að kynnast því nýjasta í samskiptatækni. fjarfundabúnaður Kynning á Grand Hótel 7. maí 2002. AcoTæknival efnir til kynningar á SONY fjarfundabúnaði í Hvammi, Grand Hótel, þriðjudaginn 7. maí. Þar munu erlendir sérfræðingar frá SONY kynna leiðandi framleiðslu fyrirtækisins á fjarfundabúnaði. Einnig verða skjávarpar og plasmaskjáir frá SONY kynntir. Kynningin hefst kl. 9:00 og stendur til kl. 13:00 Changing the way business communicates VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR Landsbanka Íslands á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 735 milljónum króna samanborið við 136 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hreinar vaxtatekjur námu 1.993,9 milljónum króna og aðrar rekstrar- tekjur námu 1.547,5 milljónum króna. Alls námu hreinar rekstrar- tekjur bankans því 3.541,4 milljónum króna. Á sama tímabili í fyrra námu hreinar rekstrartekjur 2.497,4 millj- ónum króna. Rekstrargjöldin námu 2.600,9 milljónum króna, þar af nam framlag í afskriftarreikning útlána 572 millj- ónum króna en það nam 399 millj- ónum króna á sama tíma í fyrra. Fyrstu þrjá mánuði síðasta árs voru rekstrargjöld Landsbankans 2.288,8 milljónir króna. Kostnaðarhlutfall tímabilsins lækkar um 9% Reiknaðir skattar eru 201 milljón króna samanborið við 63 milljónir fyrstu þrjá mánuði síðasta árs. Eigið fé bankans hefur aukist um 59 milljónir króna, úr 15.505 millj- ónum í 15.564 milljónir króna. Arð- semi eigin fjár eftir skatta nemur 19% sem er aukning úr 4% árið á undan. Í tilkynningu frá Landsbank- anum kemur fram að markmið bank- ans um arðsemi eigin fjár eftir skatta hafi verið hækkuð úr 8-11% í 13-16%. Því er arðsemi eiginfjár nú þó nokkuð umfram endurnýjuð arð- semismarkmið bankans. Kostnaðar- hlutfall tímabilsins lækkar úr 66% í 57%. Í tilkynningu frá bankanum kem- ur fram að enn sem fyrr er það kjarnastarfsemi bankans sem leggur grunn að afkomu bankans. „Góð af- koma og aukinn eignarhlutur í Her- itable Bank úr 70% í 95% hefur einn- ig bætt hag Landsbankans. Þá hafa heldur hagstæðari skilyrði á verð- bréfamörkuðum á fyrstu mánuðum ársins bætt afkomuna nokkuð, meðal annars í góðri afkomu af gjaldeyris- og hlutabréfaviðskiptum,“ að því er segir í tilkynningu. Vaxtamunur nam 1.994 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 1.766 milljónir á 1. ársfjórðungi 2001. Vaxtamunur af meðalstöðu heild- arfjármagns var 2,9% á tímabilinu samanborið við 3,5% fyrir allt árið 2001. Hreinar þóknunartekjur jukust um 36% frá fyrra ári og námu 978 milljónum á tímabilinu. Gengishagnaður fyrsta ársfjórð- ungs 2002 nam 350 milljónum sam- anborið við 50 milljóna tap á 1. árs- fjórðungi 2001. Heildareignir voru 277 milljarðar króna í lok tímabilsins og jukust um 3,2%. Útlán bankans hækkuðu um 0,8% og námu 201 milljarði króna samanborið við 199 milljarða króna í lok árs 2001. CAD-hlutfall samstæðunnar að teknu tilliti til hagnaðar tímabilsins nam 10,1% í lok tímabilsins saman- borið við 10,4% í lok ársins 2001. Í tilkynningu kemur fram að Landsbankinn hefur breytt reikn- ingsskilaaðferðum og lagt verð- bólgureikningsskil af frá og með síð- ustu áramótum. Áhrif breytinganna á rekstrarniðurstöðu fyrsta ársfjórð- ungs eru óverulegar. Hagnaður Landsbankans 735 milljónir króna EJS-samstæðan hefur verið endur- skipulögð með það fyrir augum að bæta þjónustu við íslenska viðskipta- vini og renna styrkari stoðum undir útrás. Hugbúnaðarsvið EJS hefur verið flutt yfir til Hugar, dótturfyrirtækis EJS, og verður með lausnir sem hugsaðar eru fyrir alþjóðlegan markað, s.s viðskiptalausnir, banka- lausnir og verslanalausnir. EJS mun hins vegar einbeita sér að sölu bún- aðar og þjónustu við tölvukerfi við- skiptavina sinna, auk hýsingar og ráðgjafar. Fyrirtækið er m.a. með umboð fyrir Dell, Sun, NCR, 3Com, Microsoft og Cisco og er það með gæðavottun á allri starfseminni. Olgeir Kristjónsson lætur af störf- um sem forstjóri EJS, eftir að hafa gegnt því starfi í 12 ár, og verður starfandi stjórnarformaður EJS- samstæðunnar. Nýr framkvæmda- stjóri EJS verður Viðar Viðarsson, sem gegnt hefur stöðu þróunarstjóra hjá EJS. Páll Freysteinsson verður framkvæmdastjóri Hugar, en hann var áður framkvæmdastjóri þjón- ustu- og hugbúnaðarsviðs EJS. Gunnar Ingimundarson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Hugar, mun taka við stöðu sölu- og markaðs- stjóra hjá Hug. Olgeir Kristjónsson segir að end- urskipulagningin sé löngu tímabær og að verkaskiptingin sem með þessu hljótist sé eðlileg. Erfitt sé að reka saman sölu á búnaði, annars vegar, og á lausnum, hins vegar. EJS hafi átt við vaxandi samkeppni að etja vegna þess hvað starfsemin sé breið. Upphaflega hugmyndin með kaupunum á Hug á árinu 1999 hafi einmitt verið að fara í endurskipu- lagningu á fyrirtækinu. „Með þessum breytingum erum við að nýta sóknarfærin á markaðn- um,“ segir Olgeir. „Ég lít á þetta sem eðlilega þróun, þar sem við erum að bregðast við breyttu samkeppnis- og markaðsumhverfi og skapa okkur styrk til að hasla okkur völl erlend- is.“ Að sögn Olgeirs verður stofnað sérstakt eignarhaldsfélag sem mun hafa það hlutverk að stjórna framtíð- armálum bæði EJS og Hugar. Endurskipulagning fyrirtækisins var kynnt fyrir starfsmönnum í gær og hefur þegar tekið gildi. EJS-samstæðan endurskipulögð Ísland er þrítugasta landið í heim- inum sem tekur upp þýdda útgáfu af viðskiptahugbúnaðinum. Þetta samkomulag við Oracle tryggir að allar framtíðarútgáfur af hug- búnaðinum verða gefnar út á ís- lensku. Ísland nýtur sömu þjón- ustu og önnur lönd og verður íslensk útgáfa af hugbúnaðinum gefin út tveimur vikum eftir bandarísku útgáfuna, samkvæmt SKÝRR hf. og Þýðingarsetur Há- skóla Íslands hafa gert með sér samstarfssamning um þýðingu á viðskiptahugbúnaðinum Oracle e-Business suite. Þessi samningur tryggir notendum Oracle við- skiptalausna hér á landi íslenskt notendaviðmót. Stefnt er að því að nýta þau orð og þýðingar sem þegar hafa náð fótfestu í íslenskri tungu, en einnig er nokkur ný- yrðasmíði fyrirsjáanleg. Skýrr hf. hefur gert sam- komulag við Oracle Corporation um stuðning þess við þýðing- arverkefnið. Oracle leggur til verkefnisins ráðgjöf og aðgang að sérhæfðum þýðingartólum sem notuð verða við þýðingarvinnuna. upplýsingum frá Skýrr. Hjá Þýð- ingarsetri Háskóla Íslands eru sérfræðingar í þýðingum sem leggja verkefninu til ráðgjöf, bæði er varðar stefnumótun í upphafi og ennfremur við lausn á verkefnum og gæðaeftirlit. Jafn- framt munu sérfræðingar frá Þýðingarsetri háskólans koma með tillögur að nýyrðum og rýni á öðrum tillögum sem fram koma. Viðskipta- hugbúnaður þýddur á íslensku Morgunblaðið/Ásdís Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, handsöluðu þýðingarsamninginn í gær. VEÐUR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.