Morgunblaðið - 03.05.2002, Síða 6

Morgunblaðið - 03.05.2002, Síða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓRSÁRVERANEFND á eftir að skila af sér umsögn um matsskýrslu Landsvirkjunar varðandi umhverfis- áhrif Norðlingaölduveitu og meta hvort framkvæmdir rýri náttúru- verndargildi Þjórsárvera sem ráðgef- andi Náttúruverndar ríkisins, en Gísli Már Gíslason, prófessor og formaður nefndarinnar, telur að þegar 86% hagkvæmra vatnsaflsvirkjunarkosta séu enn til staðar í landinu sé ekki réttlætanlegt að virkja á svæði sem allir telji eitt verðmætasta svæði landsins frá náttúrfarssjónarmiðum og gefi um 1,5% af þeirri raforku sem eigi eftir að virkja. Gísli Már Gíslason segir að margir aðrir kostir standi til boða. Þeir sem hafi starfað að rammaáætluninni hafi bent á kosti þess að auka vatnsmagn í Tungnaá, en slík framkvæmd hafi miklu minni umhverfisáhrif. Þá verði ekkert stórt lón til heldur verði Langisjór notaður sem miðlun og jafnmikil orka fáist fyrir minni pen- ing. Þegar sé búið að raska öllum austurhluta Þjórsárvera eins og Ey- vindarveri, Þúfuveri og Stóraveri, sem hafi farið undir 30 km² lón, og enn sé verið að sækja á sama svæði með 32 km² lón til viðbótar. „Það er verið að höggva í sama knérunn og þegar upp verður staðið verða lón á 60 ferkílómetra svæði. Ef einhver ætlar að segja mér að það hafi ekki áhrif á landslag og náttúrufar þá á ég bágt með að trúa því. Ég hefði viljað að aðrir virkjunarkostir yrðu nýttir og ekki sótt inn á þessi verðmætustu svæði landsins.“ 1981 ákvað Náttúruverndarráð að friðlýsa Þjórsárver. Í reglum um svæðið kemur m.a. fram að sérstök nefnd sé Náttúruverndarráði til ráðu- neytis um málefni friðlandsins. Mannvirkjagerð, jarðrask og aðrar breytingar á landi, svo og breytingar á rennsli vatna og vatnsborðshæð, séu óheimilar án leyfis Náttúruvernd- arráðs og óheimilt sé að skaða gróður og trufla dýralíf, svo og að hrófla við jarðmyndunum, gæsaréttum og öðr- um minjum. Náttúruverndarráð geti veitt heimild til þess að vikið verði frá reglunum í einstökum tilfellum. Landsvirkjun sé heimilt að veita til Þórisvatns úr upptakskvíslum Þjórs- ár á Sprengisandi og austurþverám hennar enda verði umhverfisáhrifum mannvirkja haldið í lágmarki. „Enn- fremur mun Náttúruverndarráð fyrir sitt leyti veita Landsvirkjun undan- þágu frá friðlýsingu þessari til að gera uppistöðulón með stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581 m y.s., enda sýni rannsóknir að slík lóns- myndun sé framkvæmanleg án þess að náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati Náttúru- verndarráðs. Rannsóknir þessar skulu gerðar á vegum ráðgjafar- nefndar samkvæmt 1. tl. Skal nefndin ennfremur fjalla um endanleg mörk umræddra mannvirkja, ráðstafanir til að draga úr óæskilegum áhrifum þeirra á vistkerfi Þjórsárvera og hugsanlega endurskoðun á vatns- borðshæð miðlunarlónsins. Nefndin skal og gera tillögur til stjórnar Landsvirkjunar og Náttúruverndar- ráðs um nauðsynlegar rannsóknir í þessu sambandi og skal Landsvirkjun kosta þær að svo miklu leyti sem hlut- aðeigandi rannsóknaráætlun hlýtur samþykki stjórnar Landsvirkjunar og Náttúruverndarráðs.“ Formaður Þjórsárveranefndar gagnrýnir matsskýrslu Landsvirkjunar Ekki rétt að virkja á verð- mætasta svæði landsins                                                                       ! "                !  "      #      $     %                    # $       !   "                   DELTA hf. hlaut útflutnings- verðlaun forseta Íslands fyrir árið 2002. Róbert Wessman, forstjóri Delta, veitti verðlaununum viðtöku á Bessastöðum í gær. Þetta er í fjór- tánda sinn sem útflutningsverðlaun forseta Íslands eru afhent en þau eru veitt í viðurkenningarskyni fyr- ir markvert framlag til eflingar út- flutningsverslun og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar. Úthlutunarreglur kveða á um að verðlaunin skuli veitt fyrirtækjum eða einstaklingum, íslenskum eða erlendum, fyrir árangursríkt starf að útflutningi á íslenskum vörum eða þjónustu á erlendum markaði. Veiting verðlaunanna tekur mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum markaði, ásamt fleiru. Öflugt alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki Páll Sigurjónsson, formaður út- hlutunarnefndarinnar, sagði í ávarpi í tilefni verðlaunaveiting- arinnar, að Delta hf. hlyti verð- launin fyrir þann árangur sem fyr- irtækið hafi náð í sölu- og markaðsmálum á samheitalyfjum og lyfjatengdu hugviti og fyrir þá framsýni sem fyrirtækið hefur sýnt í uppbyggingu sinni sem öflugt al- þjóðlegt þekkingarfyrirtæki á sínu sviði. „Fyrirtækið er góður fulltrúi fyrir þann vaxandi fjölda íslenskra fyrirtækja, sem um þessar mundir hasla sér völl á alþjóðlegum mark- aði þar sem söluvaran er þekking, reynsla og þjónustulund íslenskra starfsmanna og stjórnenda,“ sagði Páll. Lyfjafyrirtækið Delta var stofn- að árið 1981. Fyrirtækið á dótt- urfélög bæði hér á landi og á Bret- landseyjum, Danmörku og Möltu. Framleiðslugeta fyrstu verksmiðju fyrirtækisins var um 250.000 töflur á ári, en framleiðslugetan nú, eftir kaupin á lyfjafyrirtækinu Pharma- med á Möltu í fyrra, er um 3,5 millj- arðar taflna á ári. Fyrirtækið seldi um 20 lyfjategundir til jafnmargra landa á síðasta ári og voru 85% tekna félagsins tilkomin vegna sölu erlendis. Eftir sameiningu Delta og Omega Pharma fyrr á þessu ári er gert ráð fyrir að erlend sala verði enn hærra hlutfall heildartekna og að velta fyrirtækisins verði á þessu ári um 10,5 milljarðar. Fram kom í máli Páls Sigurjóns- sonar að verkefni Delta í framtíð- inni væru mýmörg og gert sé ráð fyrir áframhaldandi örum vexti með kaupum á erlendum fyr- irtækjum og stofnun söluskrifstofa erlendis. Stefnt sé að því að ljúka 8– 10 þróunarverkefnum á hverju ári næstu árin og jafnframt að 25 ný samheitalyf fari á markað til árs- loka 2005. Verðlaunahafi útflutnings- verðlauna forseta Íslands fær í hendur sérhannaðan verðlaunagrip og skjal, auk þess sem hann fær leyfi til að nota merki verðlaunanna á kynningarefni sitt í fimm ár frá afhendingu. Verðlaunagripurinn í ár var gerður af Kristni E. Hrafnssyni en merki útflutningsverðlaunanna er eins og áður hannað af Hilmari Sig- urðssyni. Listaverkið heitir Eitt þrep og er táknmynd stígandi hreyfingar og framþróunar – flutn- ings af einum stað á annan. Delta hf. hlaut út- flutningsverðlaun forseta Íslands Morgunblaðið/Kristinn Róbert Wessman, forstjóri Delta, veitir verðlaununum viðtöku. Hætti við að sækja um hæli RÚMENSKUR karlmaður, sem framvísaði fölsuðu vegabréfi í Leifs- stöð í gærmorgun, sótti um hæli sem pólitískur flóttamaður eftir að hann var stöðvaður af landamæradeild lög- reglunnar á Keflavíkurflugvelli en hætti við hælisumsóknina síðar um daginn. Að sögn Halldórs Rósmundar Guð- jónssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli, kom Rúmeninn til landsins fyrir nokkrum dögum frá Kaupmannahöfn. Ekkert formlegt vegabréfaeftirlit er innan Schengen- svæðisins en maðurinn var stöðvaður í svonefndu innra eftirliti. Hann framvísaði þá rúmensku vegabréfi. Í gærmorgun hugðist maðurinn fara til Glasgow og þaðan til Írlands. Lög- reglumaðurinn, sem hafði rætt við hann við komuna til landsins, ræddi við hann á nýjan leik en að þessu sinni framvísaði hann hollensku vegabréfi. Við athugun kom í ljós að vegabréfinu hafði verið stolið, en mynd af mann- inum límd á það á fremur viðvanings- legan hátt, að sögn Halldórs. Mað- urinn var handtekinn og óskaði þá eftir pólitísku hæli á hér á landi en hætti við síðdegis. Við leit á dvalar- stað mannsins hér á landi fannst rúm- enska vegabréfið hans. Afar ólíklegt er að maðurinn hefði hlotið hæli hér á landi og reyndar er ólíklegt að mál hans berist nokkurn tíma á borð Útlendingaeftirlitsins. Sýslumaður hefði væntanlega neitað honum um hælismeðferð en snúið honum þess í stað umsvifalaust aftur til Rúmeníu. Það var gert við sam- landa mannsins sem sótti um hæli fyrir nokkrum vikum og var neitað um hælismeðferð á grundvelli þess að framburður hans um að hann sætti pólitískum ofsóknum væri ekki trú- verðugur. Var þetta gert skv. 10. grein núgildandi útlendingalaga. Ekkert sambærilegt ákvæði er í nýj- um útlendingalögum sem voru sam- þykkt á Alþingi í gær. ♦ ♦ ♦ Nýir eigendur að Hótel Örk NÝIR eigendur hafa tekið við Hótel Örk í Hveragerði. Jón Ragnarsson hefur gert leigu- og kaupréttar- samning við fyrirtækið Grand Ísland ehf., sem er í eigu Stefáns Arnar Þórissonar og Vals Magnússonar. Stefán Örn vildi ekki gefa upp kaupverð hótelsins. Hann sagði að samið hefði verið til tíu ára og um væri að ræða einskonar kaupleigu- samning. Leiguverð næstu tveggja ára gengi upp í kaupverðið. Stefán Örn á einnig þriðjung í fyr- irtæki sem heitir Icelandic Hotels, sem rekur m.a. City Hótel, Hótel Garð og nýtt hótel á Suðurgötu sem opnað verður í sumar. Þá rekur hann lítið gistiheimili á Reykhólum. Valur Magnússon hefur verið í veitinga- rekstri í 30 ár og rekur nú m.a. Naustið í Reykjavík. „Við munum leggja af stað með metnaðarfullar áætlanir varðandi veitinga- og þjónustureksturinn í hótelinu ásamt því að við leggjum mikla áherslu á funda- og ráðstefnu- hald,“ sagði Stefán Örn. Í hótelinu eru 85 herbergi, flest tveggja manna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.