Morgunblaðið - 03.05.2002, Side 47

Morgunblaðið - 03.05.2002, Side 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 47 ✝ María Jóakims-dóttir fæddist í Hnífsdal 7. maí 1914. Hún lést á Landspít- alanum 25. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Kristjana Þorsteins- dóttir og Jóakim Pálsson útvegsbóndi. Systkini Maríu eru Helga, f. 11.8. 1904, d. 10.3. 1990; Sigríð- ur, f. 12.4. 1905, d. 9.9. 1986; Jóakim, f. 5.4. 1907, d. 11.4. 1913; Guðrún, f. 21.5. 1908, d. 1.1. 1941; Páll, f. 26.11. 1910, d. 5.1. 1911; Aðalbjörg, f. 22.1. 1912; Jóhanna Pálína, f. 22.2. 1913, d. 16.11. 1913. Hálfsystkini Maríu, sammæðra: Elísabet Hjart- ardóttir, f. 27.4. 1917, d. 2000; Kristjana Hjartardóttir, f. 1.7. 1918; Jóakim Hjartarson, f. 10.11. 1919, d. 1998; Ingibjörg Hjartar- dóttir, f. 20.9. 1923. Stjúpfaðir Maríu og seinni eiginmaður Mar- grétar Kristjönu var Hjörtur Guð- mundsson, f. 2.2. 1891, d. 4.3. 1967. María giftist 13.6. 1935 Guðjóni Guðjónssyni, f. 16.1. 1910, d. 22.2. 1986, bakara og síðan kaupmanni á Patreksfirði. Þau bjuggu allan sinn búskap á Patreksfirði. For- eldrar Guðjóns voru Guðjón Magnússon, f. 5.4. 1868, d. 12.2. 1955, og Sigríður Halldórsdóttir, f. 6.9. 1875, d. 17.12. 1957, frá Ísafirði. Börn Maríu og Guðjóns eru Hrafnhildur, f. 7.3. 1937, gift Hall- grími Matthíassyni, áður kaupmanni á Patreksfirði, og eiga þau sjö börn og átján barnabörn; Helga húsmóðir, f. 13.2. 1941, gift Hilmari Jónssyni, útibús- stjóra, og eiga þau eitt barn; Gunnar Karl tæknifræðingur, f. 21.9. 1947, kvæntur Ásdísi Sæmunds- dóttur, hjúkrunarfræðingi, og eiga þau þrjú börn og þrjú barna- börn. María ólst upp í Hnífsdal. Vet- urinn 1930–31 stundaði hún nám við Ingimarsskóla í Reykjavík og síðan lá leiðin í Kvennaskólann. Þaðan útskrifaðist hún vorið 1933 eftir tveggja vetra nám. María var um langt árabil virkur þátttak- andi í starfi Kvenfélagsins Sifjar og Slysavarnadeildarinnar Unnar á Patreksfirði og gegndi þar trún- aðarstörfum. María er nú heiðurs- félagi í báðum þessum félögum. Útför Maríu verður gerð frá Patreksfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Á Sumardaginn fyrsta kvaddi þennan heim hjartkær tengdamóðir mín, María Jóakimsdóttir eftir van- heilsu um nokkuð langan tíma. Hún fæddist í Hnífsdal við Ísafjarðardjúp og ólst þar upp í stórri og fjölmennri fjölskyldu sem bjó á „Brekkunni“. Hún fékk þar gott veganesti í ferð sína út í lífið. Fjölskyldan var og er óvanalega samrýmd og er bundin sterkum böndum. Væntumþykjan mikil. Aldrei talað um aðra nema með jákvæðum hætti. Það hefur oft verið sérstök upplifun í gegnum árin að vera vitni að því þegar þetta fólk hefur verið að heimsækja hvað annað og hittast og rifja upp liðna tíð og syngja nokkur lög frá æskuárunum í Hnífsdal. Í þannig umhverfi og hug- arheimi ólst María upp á bernsku- og æskuárum sínum. María kynntist mannsefni sínu Guðjóni Guðjónssyni frá Ísafirði, þau felldu hugi saman, giftust, og fluttu til Patreksfjarðar þar sem Guðjón hafði ráðið sig sem bakara til Ottós bróður síns sem hafði þá stofnað bakarí. Þau settust þar að, byggðu sitt hús, eignuðust þrjú börn og bjuggu sín hjúskaparár á Patreks- firði. María var hin hefðbundna hús- móðir eins og við sjáum þær fyrir okkur. Mamman sem var alltaf heima til að sjá um börn og bú, upp- eldi barnanna og gæta þess að alltaf væri allt eins og það ætti að vera á heimilinu. Og það tókst henni svo sannarlega, því alkunna var hve mik- il húsmóðir hún var og vel að sér í allri matargerð, matreiddi bragðgóð- an og mikinn mat, var gestrisinn og örlát á allt sem hún átti, sem var sér- stakt einkenni hennar. Hún vildi gefa allt, maður hafði það allavega á tilfinningunni og hún gaf mikið og hún gaf mörgum og þá var hún ánægðust þegar hún var búin að gefa eitthvað frá sér. Aðaláhugamál hennar var fjölskyldan og allt sem henni viðkom, hún var ennfremur mikil hannyrðakona, sem fékk útrás í saumaskap, heklun og með ýmsum hætti við að útbúa hitt og þetta, allt vandað og eftirsótt og venjulega gaf hún handverk sín vinum og vanda- mönnum sem þótti heilmikill fengur í að fá dúka, teppi og annað þess hátt- ar. Hún studdi Guðjón eiginmann sinn með ráðum og dáð í öll þau ár sem hann stóð í rekstri, annars vegar með bakaríið á sínum tíma og síðar með matvöruverslunina og vann hin ýmsu verk sem til féllu og öll með glöðu geði, enda hafði hún unun af því að starfa og féll sjaldnast verk úr hendi. María var svipmikil kona og alltaf vel tilhöfð svo eftir var tekið, enda mikið snyrtimenni og hafði röð og reglu á öllu sem hún meðhöndlaði, hverju nafni sem það nefndist. Allt var á vísum stað, það þurfti ekki að leita hvort sem húsakynnin voru stór eða lítil eins og þau voru hin síðari ár. Hún var dul á eigin tilfinningar, flíkaði þeim ekki, en hjartað var stórt og örlátt. Hún var trúhneigð og sómakær og þræddi veg dyggðarinn- ar svo ég er sannfærður um að vel er tekið á móti henni á æðri stöðum. Nú er fölnuð fögur rós, fellur tár á kinn, nú er slokknað lífsins ljós sem lýsti veginn minn en minning ljúf sem merlar hlý og mildar alla sorg leiðir þig til lífs á ný í ljóssins fögru borg. (HA.) Guð blessi minningu Maríu Jóakimsdóttur. Hafi hún þökk fyrir ljúfa samfylgd í þrjátíu og sex ár. Hilmar Jónsson. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Þessi fallegu orð finnst mér eiga vel við þegar ég kveð þig elsku amma Maja. Amma Maja, þú ert í mínum huga ótrúleg manneskja, já ótrúleg því þú komst mér alltaf á óvart með lífsþrótti þínum og seiglu. Þegar ég hugsa til baka koma margar og skemmtilegar minningar liðinna ára upp í hugann. Sem litlum púka á Patró þótti mér fátt betra en að smeygja mér inn til þín og þiggja kökubita og heitt súkkulaði með rjóma. Það var ekki bara hlýjan af súkkulaðinu sem yljaði mér, heldur einnig hlýju móttökurnar þínar. Þú sagðir alltaf að við værum af sæl- keraættinni. Sem lítill púki áttaði ég mig í fyrstu ekki á því hvaða ætt það var en seinna meir held ég þeirri ætt sjálfur óspart á lofti. Þegar ég fermdist gáfuð þið afi mér skíðaferð í Kerlingarfjöll, það var gjöf sem gladdi mig mikið og mér þótt afskaplega vænt um, enda mikill skíðaaðdáandi. Tíminn er afstæður en þinn tími var kominn, þú varst sátt, tilbúin, bú- in að skila þínu og gott betur. Elsku amma Maja, ég kveð þig með sökn- uði. Þinn Guðmundur (Mummi). Elsku amma Maja, nú ertu komin til afa og komið er að kveðjustund. Okkur fannst alltaf svo gaman að heimsækja þig á Patró. Þú tókst allt- af svo vel á móti okkur með ein- hverju góðgæti, sértaklega þótti okkur gott að fá pönnukökurnar þín- ar. Fyrir einu og hálfu ári var mikil gleði hjá okkur systkinunum þegar þú fluttir til Reykjavíkur. Þá varstu komin nær okkur og við gátum heim- sótt þig oftar og gert eitthvað skemmtilegt með þér. Þegar við komum í heimsókn til þín á Hrafn- istu tókst þú alltaf vel á móti okkur og gafst okkur nammi úr skálinni þinni. Okkur fannst þú alltaf svo fín með skartgripina þína og rauða vara- litinn. Þú fylgdist alltaf svo vel með okkur og hlustaðir á hvað við höfðum að segja. Okkur leið alltaf vel þegar við vorum hjá þér. Þrátt fyrir að þú værir mikið veik varstu alltaf glöð og alltaf stutt í húmorinn. Elsku amma Maja, við eigum eftir að sakna þín mikið og við kveðjum þig með bæn- inni sem þú kenndir börnunum þín- um þegar þau voru lítil. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Guð geymi þig, elsku amma Maja. Guðjón Hrafn, Anna María og Svava Rós. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku besta amma. Nú þegar þú hefur kvatt þennan heim vakna svo margar fallegar minningar um það sem við höfum átt saman. Við þökk- um Guði fyrir þennan tíma sem við fengum að njóta svo vel með þér eftir að þú fluttir frá Patró. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til þín, þú varst alltaf svo falleg og góð. Við þökkum þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir okkur, allt sem þú hefur kennt okkur, fyrir allar fallegu bænirnar og fyrir að vera okkur svona góð fyrirmynd eins og þú alltaf varst. Við trúum því að nú sért þú komin á góðan stað þar sem afi hefur beðið þín svo lengi og nú loksins færðu að kynnast pabba þínum sem þú talaðir svo oft og fallega um. Elsku besta amma okkar, með þessum orðum viljum við kveðja þig en minningarnar um þig munum við geyma sem gull í hjörtum okkar um ókomna tíð. Þínar Helena og Linda. Nú er hún elsku amma Maja mín dáin og víst er að margir sakna henn- ar. Amma Maja var myndarleg hús- móðir og var alltaf gott að koma til hennar í heimsókn á Patró. Henni fannst mjög gaman að fá gesti og tók alltaf á móti manni með hlýju og ekki var hún lengi að koma upp hlaðborði af kræsingum sem hún hafði bakað og sá til þess að enginn færi svangur frá henni. Einnig var hún mikil handavinnukona og fengum við oft senda sokka og vettlinga frá henni sem komið hafa að góðum notum. Hún var mikil félagsvera og fannst fátt skemmtilegra en að vera innan um fólk og vildi helst ekki missa af neinu. Hún fylgdist vel með öllu sínu fólki og var forvitin um hagi þess. Amma Maja var glæsileg kona, alltaf vel til höfð, það vantaði ekki. Þó að hún lægi veik munaði hana ekki um að punta sig aðeins með varalit. Það var gott að fá ömmu Maju til Reykjavíkur en ég óskaði oft að hún hefði verið betri til heilsunnar og notið verunnar betur með fólkinu á Hrafnistu. Nú hefur hún fengið hvíldina og vakir yfir okkur. Ég kveð þig með söknuði elsku amma Maja mín, takk fyrir allt. Þín Eygló. Ég vil gjarna minnast kærrar móðursystur minnar. Hún hefur átt við vanheilsu að glíma í mörg ár en ávallt hrist af sér veikindin og komist heim eftir ófáar sjúkrahúsvistir. Síð- an sumarið 1935 hafa María og eig- inmaður hennar, Guðjón heitinn Guðjónsson, verið búsett á Patreks- firði og alið börn sín þrjú þar upp. Reyndar var Guðjón kominn þangað fyrr eða 1932 fyrir áeggjan Gísla Bjarnasonar skipstjóra, sem réð hann sem matsvein á togarann Leikni og síðar á togarann Vörð, sem gerður var út af Vatneyrarbræðrum, og var hann matsveinn þar um ára- tuga skeið. Það þarf ekki að lýsa störfum sjómannskvenna, sem hafa allt í sinni hendi, ala upp börn og sjá alfarið um rekstur heimila í fjarveru eiginmannanna. Maju frænku fórst þetta hlutverk prýðilega eins og mörgum systrum hennar, sem flest- ar voru giftar sjómönnum. Það kom fyrir að hún létti undir með þeim og tók systrabörn til sumardvalar. Ég var svo lánsöm að verða þess aðnjót- andi í tvö sumur. Dvölin hjá þeim á Patró er mér minnisstæð. Í minningunni var alltaf gott veður og nóg af leikfélögum. Farið var á sundnámskeið í Tálknafirði, dvalið þar í heimavist og margt skemmti- legt brallað. Heimili Maju og Guð- jóns hefur alla tíð verið gestkvæmt og rúm fyrir alla. Maja var einstak- lega myndarleg og smekkleg hús- móðir. Hún var glaðvær og góð heim að sækja. Eftir að Guðjón kom í land ráku þau hjón veitingahúsið Skjaldborg á Vatneyri og ég minnist þess að stundum var farið þangað og borðað hjá Guðjóni. Það var ekki eins al- gengt og nú til dags. Seinna réðust þau hjón, ásamt Ottó bróður Guðjóns og konu hans, í byggingu stórhýsis við Strandgötuna. Þar ráku þeir bræður matvöruverslun og bakarí og bjuggu svo um fjölskyldur sínar á hæðunum fyrir ofan. Þetta stórhýsi er óhætt að segja að sé það stærsta á Vatneyrinni. Guðjón lést í febrúar 1986 og varð öllum harmdauði. Þá hafði tekið við rekstri verslunarinnar Hallgrímur Matthíasson tengdasonur þeirra. Maja bjó nokkur ár áfram í húsinu en svo kom að því að hún minnkaði við sig og flutti í minna, en þá fór heilsan að gefa sig. Hún hafði mikla ánægju af að ferðast og kom oft suður til sonar síns og tengdadóttur í Mosfellsbæ. Að síðustu vistaðist hún á Hrafnistu í Laugarási og ekki veit ég annað en þar hafi henni liðið vel. En nú hefur hún lagt upp í sína hinstu ferð og ekki er vafi á að tekið verður vel á móti henni af eiginmanni og öðrum áðurgengnum ástvinum. Börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum votta ég samúð mína og minna. Þá vil ég votta Aðal- björgu alsystur hennar og hálfsystr- um þess sama. Guð varðveiti ykkur öll. Guðfinna Snæbjörnsdóttir. Við andlát Maríu Jóakimsdóttur, eða Maju hans Guðjóns eins og við kölluðum hana alltaf, finnst mér að með einhverjum hætti sé að lokast bók. Maja er síðust af nánasta vina- fólki foreldra minna sem kveður. Og við börnin þeirra erum allt í einu orð- in elsta kynslóð. Leiðir foreldra minna og fjöl- skyldu Maju og Guðjóns hafa legið saman síðustu 65 ár að minnsta kosti. Ég og Anna systir mín eigum dætur þeirra, Helgu og Hrafnhildi, að okk- ar bestu vinkonum frá blautu barns- beini. Og þó að áætlanir pabba og Guðjóns um upplagt hjónaband Löbbu og Bjarna, bróður míns og jafnaldra hennar, hafi ekki gengið eftir þá er víst að gagnkvæm vænt- umþykja langrar samleiðar ríkir milli afkomendanna allra. En bókin sem lokast geymir margar lifandi minningar okkar sem eftir lifum og frásagnir foreldra okkar af ýmsu sem þau upplifðu og við vorum ekki beinir þátttakendur í. Albúm móður minnar geyma líka margar skemmti- legar myndir sem segja sögu af nán- um samskiptum foreldra minna, Nönnu og Gísla, Maju og Guðjóns og öðrum í vina- og frændgarði sem áttu samleið á þeirra bestu árum á Pat- reksfirði. Bókina er hægt að opna og skoða, minnast og þakka og ég hugsa til margra sem það gera örugglega með mér í dag. Það þarf ekki að segja það allt. Maja var falleg kona og greind og mikill höfðingi heim að sækja og í þeim höfðingsskap og gestrisni voru þau Guðjón svo sannarlega samtaka. Ég þakka Maju langa samleið og alla umhyggju og elsku sem ég og allt mitt fólk hefur notið af hennar hálfu alla tíð. Ég bið Guð að fylgja henni á nýjum stað og vaka yfir ástvinunum sem kveðja í dag og votta þeim mína innilegustu samúð. Guðrún Gísladóttir Bergmann. MARÍA JÓAKIMSDÓTTIR  !        B5!26C' $6231 )(. . #     )/#D "  - (                    / ! ))       ! ))E")       #E") 0 *     !  2!' 268$1?  '.   FG "(  &/ "      - ( -          8 *  $#*8 *    ")8 *   / 8 *   $ 0!0 #  !") 8 " 8 *     (   0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.