Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STURLA Böðvarsson sam-
gönguráðherra kynnti sér í gær-
morgun nýtt fluggagnakerfi sem
Flugumferðarstjórn hefur verið að
taka í notkun smám saman síðustu
mánuði.
Fluggagnakerfið hefur verið í
þróun frá árinu 1989 og hefur gíf-
urlegar breytingar á stjórnun
flugumferðar á íslenska flug-
stjórnarsvæðinu í för með sér, að
sögn Heimis Más Péturssonar,
upplýsingafulltrúa Flugmála-
stjórnar. Í gamla kerfinu komu
upplýsingar um ferðir flugvéla úr
mörgum áttum og voru þær hand-
skrifaðar af flugumferðarstjórum
á þar til gerðar pappírsræmur.
Heimir segir að í nýja kerfinu
komi mannshöndin hvergi nærri.
Upplýsingarnar komi sjálfvirkt
inn í kerfið sem reiknar út stað-
setningar vélanna og setur upplýs-
ingarnar á myndrænan hátt á
tölvuskjá. Heimir segir nýja kerfið
mun öruggara og fljótvirkara, það
minnki skriffinnsku til muna og
geri upplýsingarnar ábyggilegri.
Nýja fluggagnakerfið er nú orð-
ið aðalkerfið sem notað er í flug-
stjórnarturninum, en vegna örygg-
iskrafna varð að taka nýja kerfið í
notkun í þrepum og keyra bæði
kerfin samtímis í nokkurn tíma.
Þróun og hönnun kerfisins var
boðin út á alþjóðlegum markaði og
fékk kanadískt fyrirtæki verkefnið
á sínum tíma. Árið 1998 fékk Flug-
umferðarstjórn kerfið afhent og
hafa starfsmenn unnið að því að
fullklára kerfið upp frá því, aðlaga
það öðrum tækjum flugstjórn-
armiðstöðvarinnar, skrifa hand-
bækur, kennsluefni og svo fram-
vegis.
Morgunblaðið/Sverrir
Starfsmenn Flugmálastjórnar og Þorgeir Pálsson flugmálastjóri sýndu ráðherra hvernig nýja kerfið virkar.
Samgönguráðherra kynnti
sér nýja fluggagnakerfið
HANNES G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, gagnrýnir yfirlýsingar
verkalýðshreyfingarinnar í 1. maí-
ávarpi. Hann segir að sú ófagra lýs-
ing á þjóðfélagsástandi sem þar sé
dregin upp eigi ekkert skylt við
veruleikann.
Í ávarpinu er því haldið fram að
bilið milli ríkra og snauðra fari
breikkandi þar sem peningamenn
hafi rakað saman milljörðum á und-
anförnum árum í skjóli stjórnvalda
sem bjóði þeim alls kyns fyrir-
greiðslu og skattaívilnanir. Á sama
tíma og ríkisvaldið gangi erinda
efnamanna sé stöðugt þrengt að
lágtekjufólki og útgjöld þess aukist
jafnt og þétt. Útgjöld til húsnæðis-
og heilbrigðismála hafi margfaldast.
Algengt sé að fólk veigri sér við að
leita læknisþjónustu og kaupa nauð-
synleg lyf vegna fátæktar og fátækt
fólk standi í biðröðum við hjálp-
arstofnanir eftir matargjöfum.
Hannes segir að þessi almenna
heimsósómalýsing standist illa hlut-
læga skoðun á íslensku þjóðfélags-
ástandi í dag. Hann bendir á að
tekjujöfnuður á Íslandi sé með því
mesta sem þekkist í heiminum sam-
kvæmt tekjuskiptingaskýrslu Hag-
fræðistofnunar Háskóla Íslands frá
sl. hausti.
„Peningamenn“ að tapa
miklum fjármunum
„Í öðru lagi er það sérkennileg
fullyrðing að „peningamenn“ hafi
„rakað saman milljörðum“ undan-
farin ár. Fall hlutabréfaverðs og
gengistap á erlendum skuldum
leiddi þvert á móti til þess að marg-
ur „peningamaðurinn“ tapaði miklu
fé og nam samanlagt tap „peninga-
manna“ af þessum ástæðum mörg-
um milljörðum króna. Stærstu fjár-
magnseigendurnir, lífeyrissjóðirnir,
hafa einmitt tapað miklum pening-
um vegna þróunar undanfarinna
ára. Það færi lítið fyrir öflugu at-
vinnulífi og atvinnustigi ef ekki nyti
fjármagns og „peningamanna.“
Í þriðja lagi er vísað til breytinga
á skattalögum sem koma til fram-
kvæmda á þessu ári og hafa því
ekki enn haft teljandi áhrif. Um-
ræddar skattalagabreytingar voru
ekki fjandsamlegri launþegum en
það að lækkanir skatta á launþega
voru meiri í krónum talið en lækk-
anir á fyrirtæki. Nánar tiltekið
námu lækkanirnar 1,7 milljörðum á
fyrirtæki en 5,4 milljarðar á laun-
þega. Mörg fyrirtæki urðu fyrir
nettóskattahækkun vegna hækkun-
ar tryggingagjaldsins og afnáms
verðbólgureikningsskila.“
Hannes segir það rangt að stöð-
ugt hafi verið þrengt að lágtekju-
fólki undanfarin ár. Þvert á móti
hafi staða lágtekjufólks verið bætt
meira í kjarasamningum á undan-
förnum árum en nokkru sinni fyrr.
Rækilega hafi verið sýnt fram á
þessa staðreynd í aðdraganda
samnings SA og ASÍ í desember sl.
Hannes segir fullyrðingar um að út-
gjöld til húsnæðismála hafi marg-
faldast rangar. Húsnæðisverð hafi
vissulega hækkað mikið á undan-
förnum árum en þar á undan hafi
raunverð íbúðarhúsnæðis farið
lækkandi. Þegar litið sé rúman ára-
tug aftur í tímann sé raunverð íbúð-
arhúsnæðis svipað nú og þá.
Hannes segir einnig rangt að
lyfjaverð og verð fyrir læknisþjón-
ustu hafi margfaldast. Á fimm ára
tímabilinu mars 1997 til mars 2002
hækkuðu lyf um 11,7% skv. vísitölu
neysluverðs og læknishjálp um
16,5%. Vísitalan í heild hækkaði
hins vegar töluvert meira, eða
24,5% á þessum fimm árum.
„Sameiginlegt ávarp verkalýðs-
hreyfingarinnar virtist þannig eiga
lítið skylt við þann ábyrga málflutn-
ing sem verkalýðshreyfingin hefur
viðhaft á undanförnum árum. Ein-
hverjum virðist því enn finnast 1.
maí gefa tilefni til að dusta rykið af
gömlum átakastíl. Innstæðulítil og
gamaldags gífuryrði um örbirgð og
neyð eru hins vegar ekki viðeigandi
lýsing á því þjóðfélagi sem við búum
í þar sem kjörin eru betri en nokkru
sinni fyrr, kaupmáttur í sögulegu
hámarki og full atvinna ríkjandi,“
segir Hannes.
Aðstoðarframkvæmdastjóri SA um 1. maí-ávarp verkalýðshreyfingarinnar
Ekki viðeigandi lýs-
ing á þjóðfélaginu
ATVINNA, skóli, dagvist barna og
þjónusta við aldraða voru þeir mála-
flokkar sem oftast voru nefndir í
skoðanakönnun sem Gallup gerði á
því hvað fólk teldi vera mikilvægustu
kosningamálin í komandi sveitar-
stjórnarkosningum. Þar á eftir komu
skipulagsmál, samgöngumál og fjár-
mál. Könnunin var gerð 3. til 28. apr-
íl og var úrtakið 2.189 manns á aldr-
inum 18 til 75 ára.
Spurt var: Hvað er að þínu áliti
mikilvægasta mál eða málefni á
næsta kjörtímabili í þínu bæjar- eða
sveitarfélagi? Þegar litið er á landið í
heild töldu um 20,6% aðspurðra at-
vinnu vera mikilvægasta kosninga-
málið, 19,5% nefndu skóla sem mik-
ilvægasta málið og 11,5% nefndu
dagvist barna sem mikilvægasta
málið. Þá töldu 9% að þjónusta við
aldraða væri mikilvægust, 7,2% að
skipulagsmál væru mikilvægust,
5,2% nefndu samgöngumál og 4,1%
fjármál.
Dagvistar- og skólamál
vinsælust í Reykjavík
Skoðanir kjósenda á mikilvægi
málaflokka voru þó mismunandi eftir
bæjarfélögum. Sem dæmi töldu
67,7% Akureyringa að atvinnumálin
væru mikilvægasti málaflokkurinn,
en næst voru skólamál og málefni
aldraðra. Í Reykjanesbæ eru at-
vinnumál einnig helsta kosningamál-
ið en þar töldu um 25% bæjarbúa að
atvinnumálin væru brýnust. Næst
voru íþrótta- og æskulýðsmál.
Í Reykjavík, Kópavogi og Hafn-
arfirði voru skóla- og dagvistarmál
oftast nefnd sem mikilvægustu
málaflokkarnir. Skipulagsmál voru í
þriðja sæti í Reykjavík, þá þjónusta
við aldraða, samgöngumál, atvinnu-
mál og fjármál.
Mikilvægustu kosningamálin
Atvinna, skóli og
dagvist barna
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson,
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn
Orkuveitu Reykjavíkur, segir að
stjórn OR hafi verið sammála um
að fara út í endurnýjun fyrrum
íbúðarhúss starfsmanna við rafstöð-
ina í Elliðaárdal. Í fljótu bragði sýn-
ist honum þó að kostnaðurinn við að
gera upp húsið og kaupa ný hús-
gögn hafi verið nokkru meiri en
áætlanir gerðu ráð fyrir.
Eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu nam sá kostnaður
um 26 milljónum króna. Umrætt
hús var byggt árið 1921 og skýrði
Guðmundur Þóroddsson, forstjóri
OR, frá því í Morgunblaðinu að
skipt hefði verið um hurðir, glugga,
raf- og vatnslagnir sem og ofnakerfi
og fleira sem hefði verið úr sér
gengið. Hann teldi því fyrrgreinda
kostnað eðlilegan.
Að sögn Vilhjálms var tillaga um
að gera upp húsið kynnt stjórn OR
fyrir um það bil tveimur árum.
„Stjórnin var sammála um að það
ætti að koma þessu húsi í gott horf
og nýta það í þágu fyrirtækisins og
starfsmanna þess,“ segir Vilhjálm-
ur. Aðspurður um kostnaðinn við
endurnýjunina segir hann: „Í fljótu
bragði sýnist mér að þessi kostn-
aður hafi orðið nokkru meiri en
áætlanir gerðu ráð fyrir.“ Hann
bætir því þó við að til þess að geta
sagt til um það af nákvæmni þurfi
að fara betur yfir þær áætlanir sem
kynntar voru stjórninni á sínum
tíma og endanlegar kostnaðartölur.
Kostnaður fram úr áætlunum
Fulltrúi sjálfstæðismanna um hús OR við Elliðaárdal
HÆSTIRÉTTUR þyngdi í gær
refsingu yfir leigubílstjóra sem
sakfelldur var fyrir kynferðisbrot
gegn konu sem hann hafði ekið
heim af skemmtistað í fyrrasumar.
Í héraðsdómi fékk ákærði 12
mánaða fangelsi en Hæstiréttur
þyngdi refsinguna í 18 mánuði.
Hæstiréttur taldi að við ákvörðun
refsingar bæri að líta til þess, að
auk þess að vera sakfelldur fyrir
að brjóta gegn kynfrelsi brotaþola,
væri ákærði sakfelldur fyrir að
brjóta friðhelgi heimilis hennar.
Ákærði hafi notfært sé vitneskju
um ástand hennar, sem hann
komst að í starfi sínu sem leigubíl-
stjóri og væri það til þyngingar
refsingunni.
Talið var sannað að ákærði hefði
ekið konunni heim og síðan vina-
fólki hennar, en komið aftur að
heimili konunnar og ruðst í heim-
ildarleysi inn til hennar. Viður-
kenndi ákærði að hann hefði verið
í íbúðinni og að hafa átt kynferð-
ismök við hana, sem sagðist hafa
vaknað við að ákærði var ofan á
sér. Var talið sannað að ákærði
hefði notfært sér að hún gat ekki
spornað við brotinu sökum ölvunar
og svefndrunga.
Ákærði var dæmdur til að
greiða konunni 700 þúsund krónur
í skaðabætur auk alls sakarkostn-
aðar.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Guðrún Erlendsdóttir,
Garðar Gíslason, Haraldur Henr-
ysson, Hrafn Bragason og Pétur
Kr. Hafstein.
Skipaður verjandi ákærða var
Brynjar Níelsson hrl. Réttar-
gæslumaður brotaþola fyrir
Hæstarétti var Björn L. Bergsson
hrl. Sækjandi var Sigríður J. Frið-
jónsdóttir saksóknari hjá ríkissak-
sóknara.
Refsing vegna kyn-
ferðisbrots þyngd
um 6 mánuði
Húmanistaflokkurinn hefur
ákveðið að bjóða fram lista
við borgarstjórnarkosning-
arnar í Reykjavík 25. maí nk.
Framboðið verður kynnt á
blaðamannafundi sem boðað-
ur hefur verið í Borgarbóka-
safninu við Tryggvagötu
næstkomandi laugardag, 4.
maí.
Húmanistar
bjóða fram