Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ
20 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UM fimmtíu manns frá Skagaströnd
munu taka þátt í Íslandsmeistara-
keppninni í samkvæmis- og línu-
dönsum í Laugardalshöllinni laugar-
daginn 4. maí. Eru keppendurnir á
öllum aldri frá átta ára upp í að vera
á sextugsaldri.
Alllöng hefð hefur skapast á
staðnum fyrir að dansa línu- og kánt-
rýdansa en nú hefur einnig aukist
áhugi fyrir hefðbundnum samkvæm-
isdönsum. Hópurinn sem fer á Ís-
landsmeistaramótið samanstendur í
raun af nokkrum danshópum sem
ætla að keppa hver í sinni tegund af
dansi. Þannig munu tveir barnahóp-
ar, einn unglingahópur, tveir fullorð-
inshópar og einn blandaður hópur
keppa í línudansi. Annar fullorðins-
hópurinn, Hófarnir, á Íslandsmeist-
aratitil að verja frá því á síðasta ári
og hefur hann fullan hug á að halda
titlinum.
Með líflegri danskennslu á vegum
Höfðaskóla hefur líka tekist að
skapa áhuga fyrir hefðbundnum
samkvæmisdönsum og ætla nokkrir
unglingar að keppa í þeirri grein á
mótinu. Vikulegar æfingar hafa ver-
ið nú undanfarið hjá dönsurunum en
allt starf leiðbeinenda og þjálfara í
dansinum hefur verið unnið í sjálf-
boðavinnu af áhugasömum konum á
Skagaströnd.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Dansararnir tóku sér hlé frá æfingunum til að gefa færi á einni mynd.
Mikill
dansáhugi
á Skaga-
strönd
Skagaströnd
„ÞAÐ er áreiðanlega einsdæmi í
siðmenntuðum löndum að á sama
tíma og arður auðmanna af fyr-
irtækjum, hlutabréfum og öðru
fjármagnsbraski ber 10% skatt,
greiða öryrkjar, ellilífeyrisþegar
og verkafólk yfir höfuð 38,54%
skatt af tekjum umfram 68 þúsund
á mánuði,“ sagði Pétur Sigurðsson,
forseti Alþýðusambands Vest-
fjarða, í ræðu dagsins á 1. maí
fundi verkalýðsfélaganna á norð-
anverðum Vestfjörðum sem hald-
inn var í íþróttahúsi Ísafjarðar í
gær. Um sex hundruð manns sóttu
fundinn sem var haldinn eftir fjöl-
menna kröfugöngu frá Baldurshús-
inu við Pólgötu undir fánum félag-
anna og kröfuspjöldum dagsins.
Margt var til afþreyingar í tilefni
dagsins, ávörp og skemmtiatriði
fyrir unga sem aldna. Auk aðal-
ræðunnar flutti Illugi Jökulsson
ávarp, Lúðrasveit Tónlistarskólans
lék undir stjórn Tómasar Guðna
Eggertssonar, Hattur og Fattur
glöddu börnin og Laddi brá sér í
hlutverk Eiríks Fjalars. Þórunn
Arna Kristjánsdóttir og Herdís
Anna Jónasdóttir sungu við undir-
leik Sigríðar Ragnarsdóttur, auk
margs annars sem á boðstólum
var.
Í ræðu sinni hvatti Pétur Sig-
urðsson til sameiningar stéttar-
félaga á Vestfjörðum sem hann
sagði verkalýðshreyfingunni lífs-
nauðsyn, þar sem nú væri meiri
þörf en nokkru sinni á sameinaðri
verkalýðshreyfingu sem þyrði að
beita óhefðbundnum aðferðum.
„Til sóknar í þeirri stöðu sem við
erum í nú, þarf órofa heild alls
launafólks, ekki fámenn félög út af
fyrir sig. Atvinnurekendur studdir
af ríkisvaldi eru í dag miðstýrt afl
sem býr yfir milljarða verkfalls-
sjóðum sem fámenn félög ráða ekk-
ert við,“ sagði Pétur. „Verkalýðs-
hreyfingin er og hefur verið allt of
veik og sundurþykk á hinu póli-
tíska sviði,“ sagði hann ennfremur
og minnti á „að ríkjandi stjórn-
málaöfl hafa leynt og ljóst breytt
þjóðfélagsskipun okkar þannig að
grjóthörð og tilfinningalaus fjár-
magnshyggjan er alls ráðandi.
Einkavæðing, einstaklingsframtak,
hagræðing og hagnaðarvon fjár-
magnsins hafa verið leidd til önd-
vegis í stað samhjálpar og sam-
eignar,“ segir í fréttatilkynningu.
Forseti ASV hvetur til sameining-
ar stéttarfélaga á Vestfjörðum
Ísafjörður
TÓNLEIKAR verða í Stykkishólms-
kirkju laugardaginn 4. maí kl. 16,
þar sem flutt verður mikil og metn-
aðarfull dagskrá. Þar koma fram 3
kórar og syngja þeir fyrst hver í
sínu lagi og svo nokkur lög saman í
lokin, en þeir eru: Kammerkórinn
Veirurnar, Kór Stykkishólmskirkju
og Orkukórinn í Reykjavík. Stjórn-
endur eru Sigrún Jónsdóttir og
Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Með að-
komukórunum kemur Guðríður St.
Sigurðardóttir sem mun spila með
þeim á píanóið.
Efnisskráin er mjög fjölbreytt;
fyrst mun Orkukórinn syngja nokk-
ur íslensk og erlend lög, þá munu
Veirurnar flytja stutta dagskrá úr
ýmsum áttum og síðast fyrir hlé
syngur Orkukórinn lög úr söng-
leiknum West Side Story eftir Bern-
stein. Eftir hlé taka heimamenn við
og flytja argentíska þjóðlagamessu,
Misa Criolla, eftir A. Ramiréz (f.
1921). Með kórnum eru Ingibjörg
Þorsteinsdóttir, sópran, og hljóm-
sveit skipuð kennurum og nem-
endum úr Tónlistarskólanum. Í
hljómsveitinni eru ýmis skemmtileg
ásláttarhljóðfæri sem þau Anna
Harðardóttir, Ásta Hermannsdóttir
og Pawel Dziewonski leika á, en
einnig Lárus Pétursson á bassa og
Hólmgeir S. Þórsteinsson á píanó.
Í lokin syngja kórarnir saman
nokkur íslensk lög sem allir þekkja
og verður það þá u.þ.b. 70 manna
kór, en alls taka um 80 manns þátt í
dagskránni.
Kór Stykkishólmskirkju hefur
starfað mjög vel í vetur og hafa
verið stífar æfingar. Mikill tími hef-
ur farið í að æfa argenísku messuna
sem flutt verður á laugardag.
Stjórnandi kórs Stykkishólms-
kirkju er Sigrún Jónsdóttir og hef-
ur hún stjórnað kórnum með góð-
um árangri í sex ár. Virkir félagar í
kór Stykkishólmskirkju eru um 40.
Þrír kórar með sameiginlega tónleika á laugardag
Argentínsk þjóðlagamessa í
Stykkishólmskirkju
Stykkishólmur
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Kór Stykkishólmskirkju hefur æft mjög vel fyrir tónleikana næstkom-
andi laugardag. Fyrir framan kórinn eru hljóðfæraleikarar, einsöngv-
ari og stjórnandi kórsins, Sigrún Jónsdóttir.
LÍF og fjör var í Valþjófsstaðar-
kirkju nýlega þegar haldið var upp
á lok vetrarstarfs kirkjunnar.
Sunnudagaskólinn í Fellum sótti
Valþjófsstað heim í boði sóknar-
prestsins, séra Láru G. Oddsdótt-
ur.
Sú hefð hefur skapast að séra
Lára býður sunnudagaskólabörn-
unum úr Fellunum til sín í lok
vetrarstarfsins.
Að þessu sinni var sungin svo-
kölluð kærleiksmessa sem er að
finna í fræðsluefni kirkjunnar fyrir
barnastarf. Var kirkjan skreytt
með rauðum hjörtum og allir
kirkjugestir fengu hjarta sem á
stóð: ,,Þú ert gleði Guðs.“ Mikið
var sungið og leikbrúður tóku virk-
an þátt í helgihaldinu.
Sú nýbreytni var líka í ár að
sunnudagskólabörnin úr Fellum
buðu nemendum úr Hallorms-
staðaskóla og Leikskólanum á
Hallormsstað til messunnar. Tæp-
lega 70 manns komu til kirkju.
Eftir messu bauð sóknarprest-
urinn öllum viðstöddum heim á
prestssetrið í kirkjukaffi, þar sem
á boðstólum voru m.a. pizzur og
skúffukökur.
Kærleiks-
messa í Val-
þjófsstað-
arkirkju
Fljótsdalur
Morgunblaðið/Guttormur