Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM fimmtíu manns frá Skagaströnd munu taka þátt í Íslandsmeistara- keppninni í samkvæmis- og línu- dönsum í Laugardalshöllinni laugar- daginn 4. maí. Eru keppendurnir á öllum aldri frá átta ára upp í að vera á sextugsaldri. Alllöng hefð hefur skapast á staðnum fyrir að dansa línu- og kánt- rýdansa en nú hefur einnig aukist áhugi fyrir hefðbundnum samkvæm- isdönsum. Hópurinn sem fer á Ís- landsmeistaramótið samanstendur í raun af nokkrum danshópum sem ætla að keppa hver í sinni tegund af dansi. Þannig munu tveir barnahóp- ar, einn unglingahópur, tveir fullorð- inshópar og einn blandaður hópur keppa í línudansi. Annar fullorðins- hópurinn, Hófarnir, á Íslandsmeist- aratitil að verja frá því á síðasta ári og hefur hann fullan hug á að halda titlinum. Með líflegri danskennslu á vegum Höfðaskóla hefur líka tekist að skapa áhuga fyrir hefðbundnum samkvæmisdönsum og ætla nokkrir unglingar að keppa í þeirri grein á mótinu. Vikulegar æfingar hafa ver- ið nú undanfarið hjá dönsurunum en allt starf leiðbeinenda og þjálfara í dansinum hefur verið unnið í sjálf- boðavinnu af áhugasömum konum á Skagaströnd. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Dansararnir tóku sér hlé frá æfingunum til að gefa færi á einni mynd. Mikill dansáhugi á Skaga- strönd Skagaströnd „ÞAÐ er áreiðanlega einsdæmi í siðmenntuðum löndum að á sama tíma og arður auðmanna af fyr- irtækjum, hlutabréfum og öðru fjármagnsbraski ber 10% skatt, greiða öryrkjar, ellilífeyrisþegar og verkafólk yfir höfuð 38,54% skatt af tekjum umfram 68 þúsund á mánuði,“ sagði Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vest- fjarða, í ræðu dagsins á 1. maí fundi verkalýðsfélaganna á norð- anverðum Vestfjörðum sem hald- inn var í íþróttahúsi Ísafjarðar í gær. Um sex hundruð manns sóttu fundinn sem var haldinn eftir fjöl- menna kröfugöngu frá Baldurshús- inu við Pólgötu undir fánum félag- anna og kröfuspjöldum dagsins. Margt var til afþreyingar í tilefni dagsins, ávörp og skemmtiatriði fyrir unga sem aldna. Auk aðal- ræðunnar flutti Illugi Jökulsson ávarp, Lúðrasveit Tónlistarskólans lék undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar, Hattur og Fattur glöddu börnin og Laddi brá sér í hlutverk Eiríks Fjalars. Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Herdís Anna Jónasdóttir sungu við undir- leik Sigríðar Ragnarsdóttur, auk margs annars sem á boðstólum var. Í ræðu sinni hvatti Pétur Sig- urðsson til sameiningar stéttar- félaga á Vestfjörðum sem hann sagði verkalýðshreyfingunni lífs- nauðsyn, þar sem nú væri meiri þörf en nokkru sinni á sameinaðri verkalýðshreyfingu sem þyrði að beita óhefðbundnum aðferðum. „Til sóknar í þeirri stöðu sem við erum í nú, þarf órofa heild alls launafólks, ekki fámenn félög út af fyrir sig. Atvinnurekendur studdir af ríkisvaldi eru í dag miðstýrt afl sem býr yfir milljarða verkfalls- sjóðum sem fámenn félög ráða ekk- ert við,“ sagði Pétur. „Verkalýðs- hreyfingin er og hefur verið allt of veik og sundurþykk á hinu póli- tíska sviði,“ sagði hann ennfremur og minnti á „að ríkjandi stjórn- málaöfl hafa leynt og ljóst breytt þjóðfélagsskipun okkar þannig að grjóthörð og tilfinningalaus fjár- magnshyggjan er alls ráðandi. Einkavæðing, einstaklingsframtak, hagræðing og hagnaðarvon fjár- magnsins hafa verið leidd til önd- vegis í stað samhjálpar og sam- eignar,“ segir í fréttatilkynningu. Forseti ASV hvetur til sameining- ar stéttarfélaga á Vestfjörðum Ísafjörður TÓNLEIKAR verða í Stykkishólms- kirkju laugardaginn 4. maí kl. 16, þar sem flutt verður mikil og metn- aðarfull dagskrá. Þar koma fram 3 kórar og syngja þeir fyrst hver í sínu lagi og svo nokkur lög saman í lokin, en þeir eru: Kammerkórinn Veirurnar, Kór Stykkishólmskirkju og Orkukórinn í Reykjavík. Stjórn- endur eru Sigrún Jónsdóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Með að- komukórunum kemur Guðríður St. Sigurðardóttir sem mun spila með þeim á píanóið. Efnisskráin er mjög fjölbreytt; fyrst mun Orkukórinn syngja nokk- ur íslensk og erlend lög, þá munu Veirurnar flytja stutta dagskrá úr ýmsum áttum og síðast fyrir hlé syngur Orkukórinn lög úr söng- leiknum West Side Story eftir Bern- stein. Eftir hlé taka heimamenn við og flytja argentíska þjóðlagamessu, Misa Criolla, eftir A. Ramiréz (f. 1921). Með kórnum eru Ingibjörg Þorsteinsdóttir, sópran, og hljóm- sveit skipuð kennurum og nem- endum úr Tónlistarskólanum. Í hljómsveitinni eru ýmis skemmtileg ásláttarhljóðfæri sem þau Anna Harðardóttir, Ásta Hermannsdóttir og Pawel Dziewonski leika á, en einnig Lárus Pétursson á bassa og Hólmgeir S. Þórsteinsson á píanó. Í lokin syngja kórarnir saman nokkur íslensk lög sem allir þekkja og verður það þá u.þ.b. 70 manna kór, en alls taka um 80 manns þátt í dagskránni. Kór Stykkishólmskirkju hefur starfað mjög vel í vetur og hafa verið stífar æfingar. Mikill tími hef- ur farið í að æfa argenísku messuna sem flutt verður á laugardag. Stjórnandi kórs Stykkishólms- kirkju er Sigrún Jónsdóttir og hef- ur hún stjórnað kórnum með góð- um árangri í sex ár. Virkir félagar í kór Stykkishólmskirkju eru um 40. Þrír kórar með sameiginlega tónleika á laugardag Argentínsk þjóðlagamessa í Stykkishólmskirkju Stykkishólmur Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Kór Stykkishólmskirkju hefur æft mjög vel fyrir tónleikana næstkom- andi laugardag. Fyrir framan kórinn eru hljóðfæraleikarar, einsöngv- ari og stjórnandi kórsins, Sigrún Jónsdóttir. LÍF og fjör var í Valþjófsstaðar- kirkju nýlega þegar haldið var upp á lok vetrarstarfs kirkjunnar. Sunnudagaskólinn í Fellum sótti Valþjófsstað heim í boði sóknar- prestsins, séra Láru G. Oddsdótt- ur. Sú hefð hefur skapast að séra Lára býður sunnudagaskólabörn- unum úr Fellunum til sín í lok vetrarstarfsins. Að þessu sinni var sungin svo- kölluð kærleiksmessa sem er að finna í fræðsluefni kirkjunnar fyrir barnastarf. Var kirkjan skreytt með rauðum hjörtum og allir kirkjugestir fengu hjarta sem á stóð: ,,Þú ert gleði Guðs.“ Mikið var sungið og leikbrúður tóku virk- an þátt í helgihaldinu. Sú nýbreytni var líka í ár að sunnudagskólabörnin úr Fellum buðu nemendum úr Hallorms- staðaskóla og Leikskólanum á Hallormsstað til messunnar. Tæp- lega 70 manns komu til kirkju. Eftir messu bauð sóknarprest- urinn öllum viðstöddum heim á prestssetrið í kirkjukaffi, þar sem á boðstólum voru m.a. pizzur og skúffukökur. Kærleiks- messa í Val- þjófsstað- arkirkju Fljótsdalur Morgunblaðið/Guttormur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.