Morgunblaðið - 03.05.2002, Page 26

Morgunblaðið - 03.05.2002, Page 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓTT Yasser Arafat Palestínuleið- togi sé nú laus úr herkví eru pólitísk og diplómatísk vandræði hans rétt að byrja. Á meðan hann dvaldi í rústum aðalstöðva palestínsku heimastjórn- arinnar í Ramallah kom hann palest- ínsku þjóðinni fyrir sjónir eins og hetja, vegna þess að hann stóð af sér umsátur Ísraela. Nú þegar hann er sloppinn verður hann að bregðast við síauknum – og oft misvísandi – kröf- um Palestínumanna og alþjóðasam- félagsins um að hann taki upp breytta háttu. George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur sagt að Arafat verði nú að „sýna mér fram á að hann sé trausts verð- ur“ með því að leiða þjóð sína af braut ofbeldisins og hefja aftur samstarf í öryggismálum með ríkisstjórn Ísr- aels, þeirri sömu ríkisstjórn og hefur sagst helst vilja gera hann brottræk- an frá heimastjórnarsvæðunum. Pal- estínumenn bíða þess að Arafat sýni þeim fram á að fórnir þeirra hafi ekki verið til einskis. Sumir Palestínumenn krefjast um- bóta, aðrir krefjast hefnda. Öryggis- sveitir Arafats eru í upplausn. Ísr- aelskar hersveitir sitja um mikilvæga bæi á Vesturbakkanum og hika ekki lengur við að fara inn á yfirráðasvæði Palestínumanna til að elta uppi víga- menn. Efnahagslíf Palestínumanna er í rúst, og mikið af þeim útbúnaði sem fylgir ríkisstofnunum er horfið. Þarf að ná þjóðinni saman Arafat stendur frammi fyrir því verkefni að verða að ná þjóðinni sam- an, endurreisa stjórnkerfi sitt og búa til áætlun um hvernig bregðast megi við því sem hann og margir Palest- ínumenn telja að sé ætlun Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, þ.e., að koma í veg fyrir stofnun sjálf- stæðs ríkis Palestínumanna. Jafnvel áður en Ísraelar höfðu fall- ist á að sleppa Arafat voru ráðherrar hans byrjaðir að deila um hvernig best yrði staðið að enduruppbyggingu og stjórnarandstöðumenn kröfðust kosninga, aðgerða gegn spillingu og aukins lýðræðis. Sumir palestínskir fréttaskýrendur óttast að sú eyði- legging sem ísraelski herinn olli með aðgerðum sínum á Vesturbakkanum undanfarinn mánuð sé svo gífurleg, og fólk sé svo stríðshrjáð, að Arafat muni ekki geta endurreist heima- stjórnina, sem var sett á laggirnar samkvæmt friðarsamkomulaginu er kennt er við Ósló og gert var 1993. „Palestínska heimastjórnin skiptir ekki lengur máli,“ sagði palestínski stjórnmálafræðingurinn Khalil Shik- aki. „Nú munu vígamenn hafa töglin og hagldirnar.“ En aðstoðarmenn Arafats segja að hann sé staðráðinn í að endurreisa stjórnina án tafar. Palestínumenn áætla að þeir muni þurfa sem svarar 350 milljónum Bandaríkjadollara (rúmum 30 milljörðum króna) til að endurbyggja vegi, íbúðarhúsnæði, verslanir og ráðuneyti. Þeir hafa þeg- ar fengið loforð um 150 milljóna dala framlög, segir Mohammed Shtayyeh, framkvæmdastjóri þróunarfélags heimastjórnarinnar. Arafat eins og laus á skilorði „Eyðileggingin blasir svo sannar- lega við okkur,“ sagði Jean Breteche, fulltrúi framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins hjá palestínsku heimastjórninni. „Það leggja allir hart að sér við enduruppbyggingu. Við viljum veita heimastjórninni sem mesta aðstoð við að koma aftur á sem eðlilegustum aðstæðum og skapa um- hverfi sem ýtir undir frið.“ Breteche sagði að framkvæmda- stjórn ESB hefði farið fram á það við Ísraela að þeir lofuðu að eyðileggja ekki aftur þær stofnanir Palestínu- manna sem reistar verða fyrir alþjóð- leg fjárframlög, og að þeir leyfi þess- um stofnunum að starfa í friði. „Afstaða okkar er sú, að það þurfi góða stjórn í Palestínu til þess að sjá um að samfélagið og efnahagslífið virki,“ sagði Breteche. Margir Ísraelar eru sammála því að nauðsynlegt sé að Palestínumenn hafi styrka stjórn, en eru líka sam- mála ríkisstjórn Sharons um að Ara- fat sé ófær um að koma slíkri styrkri stjórn á. Eftir að hafa verið í herkví í bækistöðvum sínum í Ramallah í rúman mánuð er Arafat nú eins og laus á skilorði. Almenningur í Ísrael „skiptist í hópa þeirra sem vilja drepa Arafat og þeirra sem vilja gera hann brottræk- an,“ sagði Benjamín Netanyahu, fyrr- verandi forsætisráðherra Ísraels, í viðtali við CNN á miðvikudagskvöld- ið. Einungis „vinstri vitleysingar“ telji enn að Arafat sé raunhæfur samningsaðili í friðarviðræðum, sagði Netanyahu, sem er af mörgum talinn ætla sér að reyna á næstu mánuðum að ná formennskunni í Likudbanda- laginu af Sharon. En Binyamin Ben-Eliezer varnar- málaráðherra segir að árangurinn af hernaðaraðgerðunum, sem nú er að ljúka, ráðist af því hversu fljótt verði farið í samningaviðræður. Annars muni Ísraelar hrekjast aftur á sama reit og þeir voru á áður en aðgerð- irnar hófust. Jafnvel þótt Ísraels- stjórn hafi gert Arafat að óvini sínum lét Ben-Eliezer í ljósi von um að Ara- fat muni nú leita eftir viðræðum um samkomulag. Hefur Arafat áhuga á viðræðum? „Öll þau markmið sem Arafat hafði sett sér hafa að engu orðið fyrir aug- unum á honum,“ sagði Ben-Eliezer við fréttamenn er hann fór um eina landnámsbyggð gyðinga á Gazasvæð- inu á miðvikudaginn. „Leiðin til að leysa þessi mál er ekki vörðuð vopn- um og hryðjuverkum heldur með því að setjast að samningaborðinu.“ En ólíklegt er að Arafat sé reiðubú- inn til að hefja viðræður á ný í ljósi þess að Sharon hefur einungis sagst vilja ræða um langtímasamkomulag til bráðabirgða og krafist þess að eng- ar landnemabyggðir gyðinga verði yf- irgefnar. Palestínumenn segjast ekki hafa þolað 19 mánaða blóðbað og efnahagsþrengingar til þess eins að sjá möguleikana á stofnun sjálfstæðs ríkis renna sér úr greipum rétt eina ferðina. AP Arafat ræðir við fréttamenn á skrifstofu sinni eftir að Ísraelar leystu hann úr herkví í fyrrinótt. Vandi Yassers Arafats fráleitt allur leystur Ramallah. Los Angeles Times, AFP. ’ Nú munu víga-menn hafa töglin og hagldirnar ‘ Þótt Arafat sé laus úr herkví fer því fjarri að allur vandi hans sé leystur. Heimastjórnin er í rúst, efnahagur Palestínumanna sömuleiðis og vart stendur steinn yfir steini í byggðum þeirra eftir herför Ísraela. ROTNANDI lík liggja hjá grafhvelf- ingum dýrlinga, börn sofa þar sem sagan segir að Jesú hafi komið í heiminn, vígamönnum blæðir út á helgasta stað kristinnar trúar. Þrá- teflið við Fæðingarkirkjuna í Betle- hem, þar sem ísraelskir hermenn sitja um hóp Palestínumannaí kirkj- unni, hefur nú staðið í mánuð. Smám saman er að koma í ljós hvernig mál- um er háttað í kirkjunni. Talið er að um 40 prestar, munkar og nunnur hafi látið fyrir berast í kirkjunni síðan annan apríl, þegar hundruð Palestínumanna flýðu inn í kirkjuna undan hersveitum Ísraela. Klerkarnir segja að þeim finnist að þeim beri skylda til að veita fólkinu skjól, en þeim bjóði við því að innan- dyra séu vopnaðir menn. Palest- ínumennirnir eru sjálfir alveg jafn óráðnir, og skiptast í hópa. „Sumir sögðu: Ég verð í kirkjunni. Ég vil heldur deyja í kirkjunni,“ sagði Omar Habib, 16 ára Palest- ínumaður sem yfirgaf kirkjuna í síð- ustu viku. „Þeim finnst að það sem er að gerast í kirkjunni muni auka líkurnar á að Palestínumenn eignist sjálfstætt ríki.“ Af þeim 200 manns sem upphaflega flýðu inn í kirkjuna eru um 150 manns þar ennþá, flestir vopnaðir. Ísraelar fullyrða að tíu að minnsta kosti, og jafnvel hátt í 50 séu hryðjuverkamenn sem hafi líf óbreyttra borgara á samviskunni. Hungur og örvænting Matur í kirkjunni hefur farið sí- minnkandi. Til að byrja með bárust matvæli úr búrum ýmissa klaustra sem eru áföst kirkjunni, og fólkið fékk að minnsta kosti eina sæmilega máltíð á dag – baunir, hrísgrjón, og jafnvel kjúkling. En svo þraut birgð- irnar. Þá vonuðu Ísraelar að þeir gætu svelt Palestínumennina til upp- gjafar, en þar sem fleiri en aðeins vígamenn voru í kirkjunni urðu Ísr- aelar að láta fólkinu í té matvæli. Lík þeirra sem féllu fyrir kúlum Ísraela voru geymd í herbergi í gríska rétttrúnaðarklaustrinu og fóru að rotna. Salerni voru fá, og vatnsskorturinn gerði þau fljótlega að illa lyktandi gróðrarstíum fyrir bakteríur. Uppúr sauð 21. apríl, þegar hópur Palestínumanna gekk berserksgang í armenska klaustr- inu, sem er áfast við Fæðingarkirkj- una. Mennirnir brutu upp allar vist- arverur í örvæntingarfullri leit að mat. Skemmdarverkin leiddu til þess, að prestarnir settu úrslitakosti, ann- aðhvort yrði eitthvað gert í mál- unum, eða prestarnir myndu yf- irgefa kirkjuna. Hótunin var augljós: Þar með myndu Palest- ínumennirnir í kirkjunni ekki njóta neinnar verndar. Skömmu síðar hóf- ust viðræður. Fljótlega náðist sam- komulag um að flytja mætti líkin úr kirkjunni, en örlög palestínsku víga- mannanna voru áfram helsta deilu- efnið, og eftir sex daga sigldu við- ræðurnar í strand. Óbeinum viðræðum hefur verið haldið áfram, en þær snúast að mestu um örlög þeirra sem vilja sjálfir yfirgefa kirkjuna. Tuttugu og sex manns gáfu sig fram á þriðju- daginn, og er þess vænst að fleiri láti sjá sig innan skamms. „Ég vil heldur deyja í kirkjunni“ Betlehem. Los Angeles Times.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.