Morgunblaðið - 03.05.2002, Page 16

Morgunblaðið - 03.05.2002, Page 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KANON-arkitektar ehf. hlutu fyrstu verðlaun í sam- keppni um miðbæ Garða- bæjar en úrslit í samkeppn- inni voru tilkynnt á þriðjudag. Segir í umsögn dómnefndar að tillagan beri vott um hugkvæmni og fram- sækni. Í greinargerð vinningshaf- anna segir að tvær nýbygg- ingar afmarki nýja bæjar- torgið til suðurs og vesturs. Þær myndi sín á milli göngu- götu sem yrði megingöngu- leið úr vestri frá skóla, íþróttahúsi og sundlaug að torginu. Göngugatan liggur síðan frá gatnamótum upp þrep að brú, sem teygir sig yfir lítinn trjágarð. Þá gerir tillagan ráð fyrir að hönnunarsafn yrði í nyrðri nýbyggingunni sem snýr út að garðinum en íbúðir verði á efri hæðum byggingarinnar. Veitingastaður með útiaðstöðu Áherslusvæði tillögunnar er samkvæmt greingargerð- inni torgið við Garðatorg og bæjarrými sem því tengjast. Tvær nýbyggingar afmarka torgið til vesturs og suðurs og mynda þær jafnframt nýjar götuhliðar að Bæjarbraut og Vífilsstaðavegi en áfram er gert ráð fyrir að akstursað- koma að torginu verði um þær götur. „Austasti hluti syðri ný- byggingar teygir sig yfir akstursaðkomu og myndar þannig áberandi inngang eða hlið að torginu á móts við ráð- hústurninn. Turninn er í brennipunkti og verður kennileiti hins nýja torgs,“ segir í greinargerðinni. Þá sjá höfundar tillögunnar fyrir sér að kaffi- eða veit- ingastaður verði í enda nyrðri nýbyggingarinnar með útiað- stöðu á sólríkum stað við mynni göngugötunnar. Segir að form og stærð torgsins bjóði upp á fjölbreytilega að- stöðu til hvers kyns sam- komu- og skemmtanahalds. Þá gerir tillagan ráð fyrir að byggt verði ofan á þær byggingar sem nú standa við innigötuna á Garðatorgi og rými hennar verði hækkað. Sömuleiðis er lagt til að Garðatorgi 1 verði gefin ný glerjuð framhlið sem snýr út að götunni sem liggur að torginu. Torg framan við Vídalínskirkju Í tillögunni er einnig lagt til að lítill almenningsgarður verði ræktaður upp við eystri aðkomu innigötunnar og að fyrirkomulagi lóðar framan við Vídalínskirkju verði breytt á þann veg að þar komi aðlaðandi kirkjutorg. Dómnefnd segir um vinn- ingstillöguna að hún sé sú til- laga sem komist næst því að fullnægja meginmarkmiðum samkeppninnar. Heildaryfir- bragð hennar sé fágað og fjöl- breytilegt og auðvelt sé að skipta framkvæmdum upp í áfanga. Þá segir að ásýnd tillög- unnar sé heilsteypt og aðlað- andi. Í öðru sæti lenti tillaga Orra Árnasonar arkitekts og í því þriðja tillaga Batterísins, arkitekta. Auk þess hlaut til- laga Glámu/Kím, arkitekta fyrstu innkaup en önnur til þriðju innkaup hlaut tillaga Ingimundar Sveinssonar, Jó- hanns Einarssonar og Ólafs Óskars Axelssonar annars vegar og hins vegar tillaga Þjónustu arkitekta, Gunnars Arnar Sigurðssonar og Har- aldar Ingvarssonar. Niðurstöður kynntar í samkeppni um miðbæinn Nýbyggingar, göngu- gata og bæjartorg Teikning/Kanon-arkitektar Séð frá ráðhúsi yfir nýtt torg að göngugötu samkvæmt verðlaunatillögunni þar sem tvær nýbyggingar sjást við götuna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hugmyndir þeirra sem sendu inn tillögur og niðurstöður í samkeppninni voru kynntar á Garðatorgi á þriðjudag en alls bárust ellefu tillögur í samkeppnina. Garðabær VINDPRÓFANIR á lík- ani af nýrri íbúðabyggð í Skuggahverfi í Reykjavík eru hafnar hjá Danish Maritime Institute í Kaupmannahöfn. Þetta er í fyrsta skipti sem íbúða- byggð á Íslandi hefur verið vindprófuð svo vitað sé, að sögn Einars I. Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra 101 Skuggahverfis hf. Einar segir rannsókn- irnar fara þannig fram að líkanið sé sett í sérstök vindrannsóknargöng þar sem gerðar eru prófanir með mismunandi vindstig og vindáttir. Þær geta gefið til kynna hvort sterkir vindstrengir geti myndast við ákveðnar að- stæður og mun hönnunin taka mið af niðurstöðun- um. „Menn eru að þessu vegna hönnunarinnar á mannvirkjunum en rann- sóknirnar geta aðstoðað við val á klæðningum, gleri og öðru slíku. Auk þess erum við að rann- saka hvort það verði ein- hver hvirflamyndun í sambandi við innganga og svalir og annað slíkt,“ segir Einar. Framkvæmdir hefjast í nóvember Búið er að samþykkja deiliskipulag reitsins og stendur hönnun bygging- anna yfir. Ráðgert er að byggja alls 250 íbúðir sem samtals verða 35 þúsund fermetrar að flatarmáli en umræddur reitur markast af Skúlagötu, Lindargötu, Frakkastíg og Klapparstíg. Gerir skipulag reitsins ráð fyrir blandaðri byggð háhýsa og lægri bygginga og er reiknað með að íbúar í nýja hverfinu verði um 750 talsins. „Það verður farið í lokahönnun í sumar og við ætlum að hefja fram- kvæmdir í nóvember,“ segir Einar. „Þess vegna er verið að gera þetta á þessu stigi til að hægt sé að gera einhverjar breyt- ingar til að tryggja gott skjól á svæðinu ef nauð- syn krefur. Þetta er hluti af hönnunarferlinu en það er mjög óvenjulegt að þetta sé gert hér á landi og reyndar held ég að þetta sé í fyrsta skipti sem íbúðarhús hér hafa verið sett í svona vind- rannsókn.“ Hann segir ekki kröfu um slíkar rannsóknir á hönnunarferlinu. „Borgin óskaði ekki eftir þessu heldur er þetta að okkar frumkvæði. Okkar hönn- uðir töldu rétt að gera þetta þar sem þetta er nokkuð sérstök bygging og menn vilja átta sig á því hvort þarna skapist aðstæður fyrir vind- strengi.“ Hann segir að rann- sóknirnar muni kosta nokkrar milljónir en gert er ráð fyrir að þeim ljúki innan þriggja vikna. Það eru dönsku arki- tektarnir Schmidt, Ham- mer & Lassen (SHL) sem eru hönnuðir nýja hverf- isins í samvinnu við arki- tektastofuna Hornsteina. Bakhjarlar verksins eru Eimskip og Þyrping. Líkan nýju byggðarinnar í Skuggahverfi undirbúið undir vindprófanirnar. Við líkanið eru Andreas G. Jensen, verkfræðingur og yfirmaður vindprófana, ásamt dr. Søren V. Larsen verkefnisstjóra. Á mynd- inni sést yfir byggðina úr suðri í átt til Esjunnar. Fyrirhuguð byggð á Eimskipafélagsreit Rannsakað hvort vind- strengir muni myndast Skuggahverfi MAÐUR þarf ekki að vera nema fjögurra ára til að geta búið til leikbrúður, brúðu- leikhús, leikrit og stjórnað þessu öllu saman. Það hafa krakkarnir í leikskólanum Leikgarði við Eggertsgötu sýnt og sannað með glæsi- legri sýningu sem þau héldu fyrir foreldra sína á Vorhá- tíð leikskólans. Þau létu þó ekki þar við sitja heldur buðu jafnöldrum sínum af leikskólanum Mána- garði, Sæborgu og Mýri til sýningar síðastliðinn þriðju- dag. Í sýningunni koma fyrir þrjár prinsessur, einn prins, kóngur, drottning sem er sjálf Þyrnirós eftir að hún er orðin fullorðin, riddari og dreki og öllu þessu stjórnuðu svo litlir skaparar brúðanna. Eins og sjá má er stór- skemmtilegt að vera leik- brúðustjóri og ekki dónalegt að hafa fríðan flokk áhorf- enda sem vafalaust hefur fylgst agndofa með. Brúðu- leikhúsið er liður í þema- verkefninu Vesturbærinn okkar sem hefur það að markmiði að auka samstarf á milli leikskóla í Vestur- bænum. Morgunblaðið/Kristinn Skríkt á bak við tjöldin Vesturbær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.