Morgunblaðið - 03.05.2002, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 03.05.2002, Qupperneq 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 21 „Vi› frambjó›endur D-listans bjó›um alla Reykvíkinga velkomna á kosninga- skrifstofur Sjálfstæ›isflokksins í sínu hverfi sí›degis í dag kl. 17-19“. Komdu í kaffi! Kristján Gu›mundsson og Alda Sigur›ardóttir Kosningami›stö›in Skaftahlí› 24 Sími: 553 9634 og 553 9632 Sjálfstæ›isfélag Hlí›a- og Holtahverfis Sími: 553 9650 Sjálfstæ›isfélag Háaleitishverfi Sími: 553 9642 Opi›: Virka daga kl. 13.00 - 21.00 Helgar kl. 12.00 - 18.00 Hanna Birna Kristjánsdóttir og Benedikt Geirsson Sjálfstæ›isfélag Smáíbú›a-, Fossvogs- og Bústa›ahverfis, Glæsibær Sími: 553 9653 Sjálfstæ›isfélag Langholtshverfis Sími: 553 9663 Opi›: Virka daga kl. 16.00 - 22.00 Helgar kl. 13.00 - 18.00 Marta Gu›jónsdóttir og Gu›rún Ebba Ólafsdóttir Sjálfstæ›isfélag Árbæjar-, Seláss og Ártúnsholts, Hraunbær 102 B Sími: 567 4011 Opi›: Virka daga kl. 16.00 - 20.00 Helgar kl. 14.00 - 16.00 Gu›laugur fiór fiór›arson og Gísli Marteinn Baldursson Sjálfstæ›isfélag Grafarvogs Hverafold 1-3 Sími: 557 7682 og 557 7684 Opi›: Virka daga kl. 16.00 - 20.00 Helgar kl. 14.00 - 16.00 Vilhjálmur fiór Vilhjálmsson og fiorbjörg Helga Vigfúsdóttir Sjálfstæ›isfélag Hóla- og Fellahverfis Sími: 557 7694 og 557 7695 Sjálfstæ›isfélag Skóga- og Seljahverfis Sími: 557 7694 og 557 7695 Sjálfstæ›isfélag Bakka- og Stekkjahverfis Álfabakki 14a Sími: 557 7694 og 557 7695 Opi›: Virka daga kl. 17.00 - 21.00 Helgar kl. 13.00 - 16.00 Kjartan Magnússon og Tinna Traustadóttir Sjálfstæ›isfélag Vestur- og Mi›bær Laugavegi 70 Sími: 552 9183 Austurbæjar- Nor›urm‡rar Laugavegi 70 Sími: 552 9178 Opi›: Virka daga kl. 16.00 - 20.00 Helgar kl. 14.00 - 16.00 Inga Jóna fiór›ardóttir og Rúnar Freyr Gíslason Sjálfstæ›isfélag Nes- og Melahverfis Hjar›arhaga 47 Sími: 552 9187 Opi›: Virka daga kl. 16.00 - 20.00 Helgar kl.14.00 - 16.00 Jórunn Frímannsdóttir og Margrét Einarsdóttir Sjálfstæ›isfélag Laugarneshverfis Laugalæk 6 (vi› hli› Bónusvideo) Sími: 553 9670 Opi›: Virka daga kl. 16.00 - 20.00 Helgar kl. 14.00 - 16.00 Haf›u samband vi› hverfaskrifstofuna flína. Mundu a› öflugt starf á kosningaskrifstofunum er lykilatri›i í baráttu fyrir sigri Sjálfstæ›ismanna 25. maí. Viltu leggja baráttunni li›? HAGNAÐUR Eimskips og dóttur- félaga fyrir tímabilið janúar til mars 2002 var 347 milljónir króna. Í til- kynningu frá félaginu segir að þessi jákvæða afkoma skýrist af gengis- hagnaði vegna styrkingar íslensku krónunnar, en að öðru leyti hafi af- koman verið óviðunandi. Rekstrartekjur samstæðunnar voru samtals 4.216 milljónir króna og rekstrargjöld að meðtöldum afskrift- um 4.446 milljónir. Rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði og skatta var því neikvæð um 230 milljónir króna. Seg- ir í tilkynningunni að reksturinn hafi verið erfiður fyrstu þrjá mánuði árs- ins, einkum vegna samdráttar í inn- flutningi til Íslands. Veltufé frá rekstri var neikvætt um 72 milljónir króna á fyrsta ársfjórð- ungi. Handbært fé frá rekstri var 181 milljón sem skýrist að mestu leyti af jákvæðri breytingu á rekstrartengd- um eignum og skuldum. Hækkun á handbæru fé á tímabilinu var 287 milljónir króna og var í lok mars síð- astliðinn 1.247 milljónir í samstæð- unni. Efnahagsreikningur samstæðunn- ar var 30,9 milljarðar króna í lok mars 2002 og er nánast óbreyttur frá ára- mótum. Eiginfjárhlutfallið hækkar úr 29,2% í byrjun janúar 2002 í 30,2% í lok fyrsta ársfjórðungs 2002. Enn frekari fækkun stöðugilda Í tilkynningu félagsins segir að fyrsti ársfjórðungur ár hvert í rekstri samstæðunnar hafi að jafnaði verið sá fjórðungur sem hvað verst hafi komið út rekstrarlega. Útlit sé fyrir að rekstrarumhverfi félagsins muni áfram verða erfitt vegna minni flutn- inga en verið hafi undanfarin ár og harðrar verðsamkeppni. Í ljósi minnkandi flutningsmagns muni fé- lagið vinna áfram að hagræðingu í rekstri og gæta aðhalds í fjárfesting- um. Búast megi við enn frekari fækk- un stöðugilda á næstu misserum m.a í tengslum við þær hagræðingarað- gerðir sem séu í gangi vegna bygg- ingar nýs vöruhótels í Sundahöfn. Segir í tilkynningunni að á næstu mánuðum verði unnið að skipulags- breytingum hjá félaginu í tengslum við kaup á meirihluta í Útgerðarfélagi Akureyringa og muni Eimskipafélag Íslands að því loknu byggja afkomu sína á fjölbreyttari starfsemi. Gert sé ráð fyrir að það muni hafa jákvæð áhrif á heildarafkomu félagsins. Hagnaður hjá Eimskip 347 milljónir HAGNAÐUR Fjárfestingarfélags- ins Straums nam 812 milljónum króna eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins. Þar af nemur söluhagnaður af hlutabréfum 473 milljónum króna. Allt árið í fyrra nam tap Straums 1.181 milljónkróna. Hreinar fjármunatekjur námu 556 millljónum króna og rekstrargjöldin námu 26 milljónum króna. Innleystur hagnaður tímabilsins nemur 441 milljón króna eftir skatta en óinnleystur gengishagnaður eftir skatta nemur 371 milljón króna. Alls 812 milljónir króna. Heildareignir Fjárfestingar- félagsins Straums voru í lok mars 9.156 milljónir króna samanborið við 11.745 milljónir króna í árslok 2001. Eigið fé félagsins í lok tímabilsins nam 8.153 milljónum króna og jókst um rúm 11% frá ársbyrjun. Í lok fyrsta ársfjórðungs 2002 námu eignir í innlendum hlutabréf- um 7.236 milljónum króna og í inn- lendum skuldabréfum 408 milljónum króna. Samtals nam erlend verðbréfa- eign 1.175 milljónum króna í lok tímabilsins. Viðsnúningur hjá Straumi VEIÐAR íslenzkra fiskiskipa á síld úr norsk-íslenzka síldarstofninum mega hefjast hinn 10. maí næst- komandi. Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veið- arnar, sem eru háðar sérstöku leyfi Fiskistofu. Á komandi vertíð er ís- lenzkum skipum heimilt að veiða 132.800 tonn af síld og verður því magni skipt milli einstakra skipa á grundvelli aflahlutdeildar þeirra. Samkvæmt lögum, sem samþykkt voru á Alþingi í þessari viku, skal hverju skipi úthlutað aflahlutdeild á grundvelli aflareynslu þess á síld- veiðum á árunum 1994 til 2001. Fiskistofa mun á næstu dögum senda útgerðum síldarskipa tilkynn- ingu um aflahlutdeild skipa þeirra og aflamark á næstu vertíð. Norsk-íslenzka síldin Veiðar hefjast 10. maí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.