Morgunblaðið - 03.05.2002, Side 38
UMRÆÐAN
38 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
S
umir frambjóðendur R-
listans hreykja sér
hátt þessa dagana og
þykjast hafa sigrað í
einhverri einkunna-
keppni sveitarfélaga á sviði fjár-
mála. Þeim finnst þeir flottastir
og tala um að þeir hafi dúxað. Það
er mikið fagnaðarefni að fram-
bjóðendum R-listans skuli líða vel
og að þeir skuli sáttir við sig. Þó
væri enn betra ef hamingja þeirra
ætti sér einhverja stoð í raunveru-
leikanum. En það verður víst ekki
á allt kosið.
Árið 1994 tók R-listinn við völd-
um í Reykjavík og í ljósi gefinna
loforða, sérstaklega um að hækka
ekki skatta og að minnka skuldir,
hafa margir litið björtum augum
til framtíð-
arinnar í
skuldlausri
skattapara-
dísinni
Reykjavík.
Af ein-
hverjum ástæðum hafa hlutirnir
þó farið öðruvísi en lofað var og nú
sitja Reykvíkingar uppi með
margfalda skuldabyrði ársins
1994 og bæði mun hærra skatt-
hlutfall og ný gjöld af ýmsu tagi.
Hvernig má vera, þegar þetta eru
hinar óumdeilanlegu staðreyndir,
að frambjóðendur R-listans skuli
engu að síður halda því fram að
þeir hafi dúxað í fjármálum borg-
arinnar og að þeir hafi gert mun
betur en forverar þeirra?
Þetta er út af fyrir sig dálítið
sérkennilegt, að minnsta kosti
þangað til mælikvarðarnir eru
skoðaðir og tölurnar frá 1994 og
2002 bornar saman á eðlilegum
forsendum. Ævintýraljóminn
minnkar líka þegar menn átta sig
á að R-listinn talar ævinlega um
borgarsjóð og sveitarsjóði í stað
borgar og sveita enda hefur hann
komið skuldum borgarsjóðs fyrir
þar sem þær eru minna áberandi
en áður. Lítum nú á nokkur af
þeim atriðum sem R-listinn hefur
talið sér til tekna að undanförnu.
R-listinn hefur bent á að rekst-
ur málaflokka sé minna hlutfall af
skatttekjum nú en árið 1994. Lít-
um fram hjá því að árið 1994 var
mjög óvenjulegt og að þá var með-
al annars farið út í „átaksverk-
efni“ til að forðast atvinnuleysi og
að hlutfall rekstrar málaflokka af
skatttekjum var afar hátt í sam-
anburði við árin á undan. Tökum
þetta ár eins og það kemur fyrir
til að samanburðurinn sé R-list-
anum sem hagstæðastur. Bætum
grunnskólanum svo við þetta ár til
að það sé sem mest sambærilegt
við árið í ár. Þegar þetta hefur
verið gert má til dæmis skoða
hvert hlutfallið hefði verið árið
1994 ef rekstrargjöldin hefðu ver-
ið óbreytt að viðbættum grunn-
skólanum, en tekjurnar þær sem
R-listinn hefur skammtað sér eftir
ítrekaðar skatta- og gjaldahækk-
anir. Niðurstaðan hefði verið sú
að rekstur málaflokka hefði ekki
verið yfir 96% af skatttekjum eins
og hann var það ár, og ekki yfir
81% eins og hann er í ár, heldur
innan við 60%. Þetta hefði vita-
skuld þýtt að ekki hefði þurft að
safna skuldum og að skatta hefði
mátt lækka verulega, en til að
þetta hefði verið hægt hefðu borg-
aryfirvöld orðið að gæta aðeins að
því hvernig þau fóru með fé.
Einnig er hægt að snúa dæminu
við og skoða hvert hlutfall rekstr-
ar málaflokka og skatttekna hefði
verið árið 1994 ef R-listinn hefði
þá verið búinn að stjórna í átta ár
og eyðslan hefði verið komin á
svipað stig og nú er. Þá hefði hlut-
fallið ekki verið 96% eins og raun
varð á, heldur nálægt 140%, sem
þýðir með öðrum orðum að allt
skattféð og 40% betur hefðu farið
í rekstur málaflokka árið 1994 ef
eyðslan hefði verið lík þeirri sem
R-listinn býður nú upp á. Og þá
hefði að sjálfsögðu þurft að gera
það sem R-listinn hefur gert á síð-
ustu árum – safna skuldum.
Eins og sjá má af þessum dæm-
um segir mælikvarðinn „rekstur
málaflokka sem hlutfall af skatt-
tekjum“ ósköp lítið þegar skatt-
tekjur eru sprengdar upp úr öllu
valdi. Hann er gagnlegur þegar
hófs er gætt í skattheimtu og
henni haldið stöðugri, en verður
lítið annað en tæki til blekkinga
þegar stjórnendur ákveða að sölsa
undir sig æ meira af fjármunum
borgaranna með hækkandi skött-
um.
Svipaða sögu er að segja um
annan mælikvarða dúxanna á R-
listanum, en sá mælikvarði er
skuldir sem hlutfall af skatttekj-
um. Hér flækir tvennt myndina,
annars vegar hafa skatttekjur
þanist út og hins vegar hafa skuld-
ir verið faldar hér og þar í borgar-
kerfinu. Dúxarnir hafa jafnvel
gengið svo langt að tala um sumar
lántökurnar sem „fjárfestingar-
lán“, sem hljómar svo sem betur
en „eyðslulán“, sem þó væri rétt-
nefni. Staðreyndin er nefnilega sú
að á sama tíma og Orkuveitan
tekur „fjárfestingarlán“ til að
auka við orkuframleiðslu sína,
greiðir hún milljarða yfir í borg-
arsjóð til að standa undir al-
mennri eyðslu og lánið er þess
vegna eyðslulán.
Vegna bókhaldsbragða síðustu
átta ára er í raun ekki hægt að
bera reikninga borgarsjóðs nú
saman við borgarsjóð þá. Fyrir
átta árum voru veitustofnanir
borgarinnar svo að segja skuld-
lausar og nánast allar skuldir
borgarinnar færðar á borgarsjóð.
Nú er mikill meirihluti skulda
borgarinnar fyrir utan borg-
arsjóð, aðallega hjá Orkuveitunni.
Af sömu ástæðu er til lítils að bera
skuldir borgarsjóðs saman við
skuldir sveitarsjóða annarra bæj-
arfélaga, eins og sumir hafa þó
freistast til að gera. Eini eðlilegi
samanburðurinn er þess vegna
heildarskuldir borgarinnar nú og
fyrir átta árum.
Skuldir borgarinnar sem hlut-
fall af skatttekjum ársins í ár er
mælikvarði sem dúxar R-listans
hafa lítið hampað, en hann sýnir
að skuldahlutfallið hefur í raun
vaxið úr um 60% árið 1994 í um
166% í ár, þegar miðað er við
skatttekjur og verðlag þessa árs.
Þetta er talsvert önnur mynd en
sú sem auglýst er, enda byggist sú
glansmynd á tvenns konar blekk-
ingu. Annars vegar að fela þá
staðreynd að skatttekjur hafa
rokið upp og hins vegar að fela
skuldir hér og þar í borgarkerf-
inu.
R-listinn
„dúxar“
Þetta er talsvert önnur mynd en sú sem
auglýst er, enda byggist sú glansmynd á
tvenns konar blekkingu. Annars vegar
að fela þá staðreynd að skatttekjur hafa
rokið upp og hins vegar að fela skuldir.
VIÐHORF
Eftir Harald
Johannessen
haraldurj@mbl.is
FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðis-
flokksins til borgarstjórnarkosning-
anna í vor setja málefni eldri borgara
á oddinn enda full þörf
eftir átta ára valdatíma
R-listans. Við viljum
hlúa vel að eldri borg-
urum og tryggja að hag
þeirra verði sem best
borgið.
Við frambjóðendur
Sjálfstæðisflokksins
heitum því að stórlækka
fasteignaskatta á eigin
íbúðarhúsnæði eldri
borgara náum við kjöri í
borgarstjórnarkosning-
unum í vor. Við ætlum
að hækka tekjuviðmið
um 50%. Þar með
hækkar tekjuviðmið
einstaklinga sem fá
100% niðurfellingu úr
1.155.000 í 1.735.000 og hjóna úr
1.615.000 í 2.425.000. Tekjuviðmið
einstaklinga sem fá 80% niðurfellingu
hækkar úr 1.330.000 í 2.000.000 og
hjóna úr 1.860.000 í 2.800.000. Og
tekjuviðmið þeirra einstaklinga sem
fá 50% niðurfellingu hækkar
1.530.000 í 2.300.000 en hjóna úr
2.140.000 í 3.200.000. Þá
ætlum við að afnema
holræsaskattinn alveg í
áföngum á kjörtíma-
bilinu. Þessi stórfellda
lækkun fasteignagjalda
mun gera eldra fólki
kleift að búa lengur í
eigin húsnæði og auka
ráðstöfunartekjur
þeirra.
Við ætlum að efna til
sérstaks átaks í því að
fjölga hjúkrunarrýmum
fyrir eldri borgara enda
er þörfin gríðarleg. Bið-
listar eftir vist- og
hjúkrunarheimilispláss-
um hafa aldrei verið
lengri. Rúmlega 600
einstaklingar eru á biðlistum og þar
af um 250 í mjög brýnni þörf. Á þriðja
hundrað eldri borgara eru á biðlista
eftir hjúkrunarrýmum þar af eru 208
í mjög brýnni þörf. Biðlistar eiga ekki
að vera náttúrulögmál og ætlum við
að eyða þeim á kjörtímabilinu. Rétt er
að líta á fleiri tölur í þessu sambandi.
Á árunum 1986-1994 var 3.649 millj-
ónum varið til uppbyggingar í þágu
aldraðra, en á sl. átta árum hefur R-
listinn aðeins varið 672 milljónum í
þann málaflokk. Við ætlum að efna til
sérstaks átaks í þessum málaflokki á
kjörtímabilinu í samvinnu við ríkis-
valdið, lífeyrissjóði og sjúkrasjóði og
verja 250 milljónum árlega til að
mæta brýnni þörf þessa hóps.
Engar félagsmiðstöðvar
í tíð R-listans
R-listinn hefur ekki haft frum-
kvæði að því að byggja nýja þjónustu-
og félagsmiðstöð fyrir eldri borgara
en sjálfstæðismenn beittu sér á ár-
unum 1984-1994 fyrir því að byggja
átta slíkar stöðvar í tengslum við
íbúðir fyrir aldraða. Það var gert við
Aflagranda, Vesturgötu, Hvassaleiti,
Bólstaðarhlíð, Hraunbæ, Sléttuveg,
Hæðargarð og Lindargötu. Auk þess
undirbjuggu þeir byggingu stöðvar-
innar í Árskógum.
Ég hef átt þess kost að heimsækja
margar þessar félagsmiðstöðvar auk
elliheimila og talað við fjölda eldri
borgara og veit hvar skórinn kreppir.
Samningur okkar frambjóðenda við
borgarbúa kemur verulega til móts
við þá, með stórfelldri lækkun fast-
eignagjalda, átaki í byggingu hjúkr-
unarrýma og auknu samráði við sam-
tök eldri borgara.
Bættur
hagur eldri
borgara
Guðrún Ebba
Ólafsdóttir
Reykjavík
Við ætlum að efna til
sérstaks átaks, segir
Guðrún Ebba Ólafs-
dóttir, í því að fjölga
hjúkrunarrýmum fyrir
eldri borgara.
Höfundur skipar 3. sæti á
framboðslista Sjálfstæðisflokksins.
INN um bréfalúguna
kemur tilboð um hvort
ég vilji „aðstoða ein-
hvern sem mér þykir
vænt um við að stíga
fyrsta skrefið að mikil-
vægri trygginga-
vernd“. Sendandinn er
Sameinaða trygginga-
félagið Samlíf. Það
ágæta tryggingafyrir-
tæki kveðst nú bjóða
þeim sem átt hafa við-
skipti við það „að gefa
einhverjum á aldrinum
22 til 26 ára sjúkdóms-
tryggingu …“. Vá-
tryggingarupphæðin er
2 milljónir króna. En til
þess að geta þegið gjöfina þarf við-
komandi að uppfylla skilyrði sem eru
eftirfarandi:
„Ég reyki ekki.
Ég neyti ekki og hef ekki neytt
fíkniefna og hef ekki átt við áfeng-
isvandamál að stríða.
Ég er og hef síðastliðin þrjú ár
verið fullkomlega heilsuhraust(ur)
og vinnufær og er ekki að bíða nið-
urstöðu neinna rannsókna varðandi
heilsu mína.
Ég hef ekki nú eða áður haft alvar-
lega sjúkdóma eða sjúkdómsein-
kenni eins og t.d. hjarta- og æðasjúk-
dóma, heila- og taugasjúkdóma,
krabbamein, sykursýki, MS, MND,
HIV-smit, nýrnasjúkdóma, geðsjúk-
dóma, Parkinsonsjúkdóm eða Alz-
heimersjúkdóm.
Ekki er mér kunnugt um að for-
eldrar mínir eða systkini hafi haft al-
varlega hjarta- eða æðasjúkdóma,
nýrnasjúkdóma, heila- og taugasjúk-
dóma, sykursýki, brjóstakrabbamein
eða maga-/ristilkrabbamein.“
Eftir að hafa kynnt sér þessa skil-
mála er hinum væntanlega sumar-
gjafarþega gert að undirrita yfirlýs-
ingu um að rangar upplýsingar um
heilsufarið „geti valdið missi bóta-
réttar að hluta eða öllu
leyti“.
Á Íslandi höfum við
verið mjög lánsöm. Við
höfum búið við sam-
tryggingarkerfi sem að
grunni til er gott. Stoð-
ir þessa kerfis eru al-
mannatryggingar, líf-
eyrissjóðir og ýmsir
þættir velferðarþjón-
ustu og vegur heil-
brigðiskerfið þar
þyngst. Í lífeyrissjóð-
unum er ekki spurt um
það hvort foreldrar hafi
haft heila- eða tauga-
sjúkdóma eða aðra
sjúkdóma sem getið er í
skilmálum tryggingafélagsins. Inni á
heilsugæslustofnunum og á sjúkra-
húsum hafa allir þeir sem eru sjúkir
eða illa á sig komnir fengið aðhlynn-
ingu og lækningu. Ekki hefur verið
gerður greinarmunur á þeim sem
hafa reykt og hinum sem ekki hafa
reykt. Hlúð hefur verið að fólki ef
það hefur verið sjúkt og einu látið
gilda hvort það hafi haft sykursýki,
krabbamein, nýrnasjúkdóm eða aðra
sjúkdóma sem tryggingafélagið set-
ur fyrir sig samkvæmt ofangreindum
skilmálum. Hvernig líður þér, hvað
get ég gert fyrir þig? hefur verið við-
kvæðið.
Allt önnur og að mínum dómi vara-
söm sjónarmið birtast í auglýsingum
á borð við þá sem hér er vakin at-
hygli á. Þau stríða gegn þeirri sam-
stöðuhugsun sem ríkt hefir um all-
langt skeið í okkar þjóðfélagi um
skyldur velferðarþjónustunnar. Okk-
ur hefur öllum þótt eðlilegt að við
stæðum sameiginlega straum af
kostnaðinum við hana. Og ekki höf-
um við viljað láta draga sjúklinga í
dilka. Tryggingafélagið Samlíf óskar
hins vegar eftir slíkri sundurgrein-
ingu í tengslum við sumargjöf til
þeirra sem okkur „þykir vænt um“.
Það er gert að skilyrði að fólkið hafi
ekki átt við heilsuleysi að stríða eða
ættir að rekja til sjúklinga.
Eflaust mun tryggingafélagið eiga
það svar við gagnrýni minni að ætl-
unin sé að tryggja fólk gegn tekju-
tapi verði það fyrir áföllum af völdum
sjúkdóma og komi það til viðótar því
sem samfélagið býður upp á. Stað-
reyndin er þó sú að tryggingafyrir-
tækin eru að færa út kvíarnar og
sækja inn á hefðbundið svið velferð-
arþjónustunnar. Í því samhengi og í
tilefni af tilboði Samlífs þykir mér
rökrétt að spyrja hvort við viljum að
afkomumöguleikar fólks í veikindum
séu metnir á ofangreindum forsend-
um eða hvort við viljum halda áfram
að berjast fyrir því að hagur allra sé
bættur. Ef við förum inn á braut sér-
tækra lausna er sú hætta fyrir hendi
að einmitt þeir sem mest þyrftu á að-
stoð að halda yrðu að axla þyngstu
byrðarnar. Þannig fengju þeir sem
eru með bágborið heilsufar eða arf-
genga sjúkdóma annaðhvort enga
tryggingu eða á afarkjörum. Af þess-
ari ástæðu hef ég miklar efasemdir
um sumargjöf Samlífs.
Sumargjöf samlífs
Ögmundur
Jónasson
Tryggingar
Svona auglýsingar
stríða gegn þeirri sam-
stöðuhugsun sem ríkt
hefir um alllangt skeið í
okkar þjóðfélagi, segir
Ögmundur Jónasson,
um skyldur velferðar-
þjónustunnar.
Höfundur er formaður BSRB og
alþingismaður.