Morgunblaðið - 03.05.2002, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 03.05.2002, Qupperneq 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 57 ÁGÚST Sindri Karlsson sigraði á alþjóðlegu skákmóti í Kecskemet í Ungverjalandi og tryggði sér um leið fyrsta áfanga sinn að alþjóðlegum meistaratitli. Hann fékk 7 vinninga af 10 mögulegum. Þetta er vel af sér vikið hjá Ágústi Sindra sem hefur haft lítinn tíma til að taka þátt í skák- mótum á undanförn- um árum. Snorri G. Bergsson tók einnig þátt í mótinu og hlaut 4 vinninga. Alls tóku sex skákmenn þátt í mótinu og tefld var tvöföld umferð. 1. Ágúst S. Karlsson 7 v. 2. Slavisa Peric (2.246) 5½ 3. Ference Berebora (2.405) 5½ 4. Zeev Dub (2.297) 4½ 5. Snorri Bergsson 4 v. 6. A. Zakharchenko (2.391) 3½ v. Þetta var fyrsta utanferð ís- lenskra skákmanna í vor, en marg- ir hugsa sér til hreyfings í sumar. Næstir í röðinni eru þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Áss Grét- arsson og JónViktor Gunnarsson sem nú eru að búa sig til ferðar til Kúbu. Þeir munu taka þátt í minn- ingarmótinu um Capablanca 5.-17. maí. Karpov sigraði Kramnik á Eurotel-mótinu Heimsmeistarinn Vladimir Kramnik hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann náði heims- meistaratitlinum af Kasparov. Frammistaða hans á Amber mótinu bar það ekki með sér að þar væri heimsmeistari á ferð og nú varð hann að láta í minni pokann fyrir Anatoly Karpov á Eurotel- skákmótinu sem fram fer í Prag í Tékklandi. Úrslitin í annarri um- ferð, 16 manna úrslitum, urðu þessi: Kasparov – Judit Polgar 1-0 1-0 Gelfand – Ivanchuk 0-1 ½-½ Anand – Khalifman 1-0 1-0 Sokolov – Adams 1-0 ½-½ Kramnik – Karpov ½-½ 0-1 Grischuk – Morozevich 0-1 0-1 Topalov – Svidler 1-0 1/2 Shirov – Jussupow 1-0 1-0 Jón Viktor sigraði á fyrsta mótinu í bikarsyrpu Hellis Taflfélagið Hellir stendur nú í annað sinn fyrir bikarsyrpu félags- ins á Netinu. Jón Viktor Gunnars- son sigraði á fyrsta mótinu, sem fram fór á sunnudaginn á ICC net- klúbbnum. Bikarsyrpan byrjar vel, en 41 skákmaður tók þátt í fyrsta mótinu. Röð efstu manna: 1. Jón V. Gunnarsson 7½ v. 2.-5. Róbert Harðarson, Stefán Kristjáns- son, Héðinn Steingrímsson, Arnar Þor- steinsson 6½ v. 6.-8. Björn Þorfinnsson, Ingvar Ásmunds- son, Gunnar Björnsson 6 v. 9.-12. Davíð Ólafsson, Hrannar Baldurs- son, Arnaldur Loftsson og Magnús Magn- ússon 5½ v. 13.-18. Halldór Brynjar Halldórsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Elvar Guðmundsson, Sverrir Unnarsson, Gylfi Þórhallsson og Jóhann H. Ragnarsson 5 v. 19.-24. Sæberg Sigurðsson, Hlíðar Þór Hreinsson, Friðgeir Hólm, Sigurður Inga- son, Atli Antonsson og Bragi Halldórsson 4½ v. Mótsstjóri var Kiebitz en um skipulagningu og framkvæmd sá Gunnar Björnsson. Næsta mót fer fram 26. maí. BDTR sigraði í klúbbakeppni Hellis og TR BDTR sigraði í klúbbakeppni Hellis og TR sem fram fór um síð- ustu helgi. Heiðrún hafnaði í öðru sæti og Strákarnir í taflfélaginu í því þriðja. Sick Puppies sigraði í keppni klúbba með minna en 1.800 stig. Hannes Hlífar Stefánsson og Arnar E. Gunnarsson náðu bestum árangri allra þátttakenda, unnu allar sínar skákir. Lokaröðin varð þessi: 1. BDTR-A 30½ v. af 36 2. Heiðrún-1 29½ v. 3. Strákarnir í taflfélaginu 23½ v. 4. Iðnskólaklúbburinn 21½ v. 5. Verð að fara 20½ v. 6. Díónýsus-A 20 v. 7.-8. BDTR-B, Heiðrún-2 19 v. 9. KR-A 18 v. 10.-11. Sick Puppies, Suð- urnesjamenn 17½ v. 12.-16. Peðaklúbbur- inn-A, Kvennaklúbburinn Caissa, Díónýsus-B, Trabant, KR-B 17 v. 17. Útnesjamenn 15 v. 18. Hvatur 13½ v. 19. Peðaklúbburinn-B 10 v. Veitt voru borðaverðlaun fyrir bestan árangur sveita undir 1.800 stigum. Þau hlutu: 1. Baldur H. Möller, Hvati, 6 v. 2. Guðmundur Kjartansson, Sick Puppies, 6½ v. 3. Guðfinnur Kjartansson, KR-B, 6½ v. 4. Aron Ingi Óskarsson, Sick Puppies, 4 v. Sigursveit BDTR var þannig skipuð: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 9/9 2. Helgi Áss Grétarsson 6/8 3. Þröstur Þórhallsson 7½/9 4. Andri Áss Grétarsson 2/3 1. v. Sigurður Daði Sigfússon 6/7 Halldór Pálsson skákmeistari öðlinga Halldór Pálsson sigraði á skák- móti öðlinga (40 ára og eldri). Tefldar voru 7 umferðir eftir Mon- rad-kerfi. Röð efstu manna: 1. Halldór Pálsson 5½ v. 2. Sverrir Norðfjörð 5 v. 3. Magnús Gunnarsson 5 v. 4. Kristján Ö. Elíasson 5 v. 5.-6. Halldór Gíslason, Gísli Gunnlaugsson 4 v. 7.-8. Kári Sólmundarson, Halldór Garð- arsson 3½ v. 12 skákmenn tóku þátt í mótinu. Umhugsunartími var 1½ klst. á 30 leiki + 30 mínútur til að ljúka skák- inni. Skákstjóri var Ólafur S. Ás- grímsson. Eftirfarandi skák sýnir að lítið dregur úr fjörinu hjá sum- um skákmönnum þótt árunum fjölgi. Hvítt: Sverrir Norðfjörð Svart: Kári Sólmundarson Spænski leikurinn 1.e4 e5 2.Rf3 Rc6 3.Bb5 a6 4.Ba4 Rf6 5.d4 Rxe4!? Mjög óvenjulegur leikur í þess- ari stöðu. Hann er hins vegar al- gengur í Berlínarvörninni, sem Kramnik notaði til að vinna „heimsmeistaratitilinn“ af Kasp- arov fyrir tveim árum. Það afbrigði kemur upp, eftir 3. – Rf6 (í stað 3. – a6) 4. 0-0 Rxe4 o.s.frv. Algengast er að leika 5. – exd4 í stöðunni. 6.De2 Rd6?! Besti leikurinn í Berlínaraf- brigðinu, en tæplega í þessari stöðu. Munurinn er sá, að riddar- inn hótar ekki hvíta biskupnum, því að hann hefur verið rekinn til a4. Eftir 6...b5 7.Dxe4 d5 8.De3 bxa4 9.Rxe5 Rxe5 10.Dxe5+ Be6 11.Rc3 Dd7 12.0–0 Bd6 13.Dg5 h6 14.De3 0–0 15.b3 Bf5 16.Rxa4 Bxc2 17.Bd2 Hae8 18.Dc3 Df5 19.Rc5 He2 20.Rb7 Hfe8 á svartur betra tafl (Gross-I. Sokolov, Stary Smokovec 1991). Aðrar leiðir fyrir svart eru 6...Rf6 og 6...f5. 6. – d5 er hins veg- ar ekki góður leikur, t.d. 7.Rxe5 Be6 8.Rxc6 Dd7 9.0–0 bxc6 10.c4 Be7 11.cxd5 Bxd5 12.Rc3 Rf6 13.Rxd5 Rxd5 14.Dc2 0–0 15.Dxc6 o.s.frv. (Perez-Garcia, Havana 1965). 7.d5!? – Nýr leikur í stöðunni. Eftir 7.dxe5 Rf5 (7...Rb5!? 8.Be3 De7 9.c4? Db4+ 10.Bd2 Dxa4 11.b3 Rbd4 12.bxa4 Rxe2 13.Kxe2 d6, betra á svart, Sorsa-Kiltti, Tamp- ere 1996) 8.De4 g6 (8...Rfe7 9.0–0 d5 10.exd6 Dxd6 11.He1 Bf5?? 12.Dxf5, Castagna-Kostjoerin, Tel Aviv 1964) 9.Rc3 Be7 10.g4 Rh4 11.Rxh4 Bxh4 12.Be3 b5 13.Bb3 Bb7 14.0–0–0 Ra5 15.Bd5 c6 16.Bxf7+ Kxf7 17.e6+ dxe6 18.Hxd8 og hvítur vann (Bokros- Nemeth, Búdapest 2000). 7...Rb8 Til greina kemur 7...Re7!?, t.d. 8.Rxe5 b5 9.Bb3 g6 10.Rd3!? (10.Rg4 Bg7 11.Bg5 f5! 12.0-0!? fxg4 13. He1 Rdf5 14. d6!? cxd6 virðist ekki duga hvíti) 10. – Bg7 11.Bg5 h6 12.Bf4 0–0 13.Bxd6 cxd6 14.0–0 Bb7 15.Df3 He8 16. c3 a5 17. a3, með betra tafli fyrir hvít. 8.Rxe5 Be7 9.c4 0–0 10.0–0 Rxc4? Þessi leikur leiðir til tapaðrar stöðu. Eftir 10...f6 hefði svartur einnig átt erfitt uppdráttar, t.d. 11.Rf3 f5 (11...b5 12.cxb5 axb5 13.Bxb5 Rxb5 14.Dxb5 Ba6 15.Db3) 12.Rc3 (12. c5 Re4 13. d6!? cxd6 14. cxd6 Bxd6 15. Bb3+ Kh8 16. Rc3 virðist hættulegt fyrir svart) 12. – He8 13.c5 Rf7 14.He1 b5 15.cxb6 cxb6 16.Be3 o.s.frv. 11.Rxc4 b5 12.Bc2 bxc4 13.d6! – Nú getur svartur ekki bjargað hróknum á a8. Hann ræður ekki við 14. De4, með tvöfaldri hótun á h7 og a8. 13. – cxd6 14.De4 f5 15.Dd5+ Kh8 16.Dxa8 Rc6 17.Ba4 Dc7 Hótunin er 18. – Bb7. 18.Rc3! og svartur gafst upp. Hótun hvíts er 19. Rd5, ásamt 20. Bxc6 og við henni er ekkert að gera, sem komið getur í veg fyrir, að hvíta drottningin sleppi úr prís- undinni. Eftir það á hvítur hrók yf- ir og auðunnið tafl. Ögmundur Kristinsson sigraði á hraðskákmóti öðlinga og hlaut 12 vinninga í 13 skákum. Alls tóku 14 skákmenn þátt í mótinu. Lokastað- an: 1. Ögmundur Kristinsson 12 v. 2. Björn Þorsteinsson 11½ v. 3. Magnús Gunnarsson 11 v. 4. Sigurður G. Daníelsson 8 v. 5. Halldór Pálsson 7 v. 6. Sveinbjörn Jónsson 6½ v. 7.-10. Grímur Ársælsson, Sverrir Norð- fjörð, Vigfús Ó. Vigfússon og Gísli Gunn- laugsson 6 v. o.s.frv. Jóhann Ingvarsson efstur á voratskákmóti Hellis Jóhann Ingvarsson er efstur eft- ir fyrri keppnisdag á hinu árlega voratskákmóti Hellis. Hann hefur sigrað alla fjóra andstæðinga sína. Þátttakendur eru 15 og lýkur mótinu með þremur umferðum á mánudagskvöld. Röð efstu manna: 1. Jóhann Ingvarsson 4 v. 2.-5. Benedikt Egilsson, Siguringi Sigur- jónsson, Sigurður Ingason, Vigfús Ó. Vig- fússon 3 v. 6.-9. Ingþór Stefánsson, Benedikt Örn Bjarnason, Ben Liese, Hjörtur Ingvi Jó- hannsson 2 v. Skákstjóri er Vigfús Ó. Vigfús- son. Ágúst Sindri sigraði og náði AM-áfanga SKÁK Kecskemet 21.-29. apríl 2002 ALÞJÓÐLEGT SKÁKMÓT Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Ágúst Sindri Karlsson ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í samkvæmisdönsum með grunn- sporum, fer fram í Laugardals- höllinni 4. og 5. maí og hefst báða dagana kl. 13. Keppt verður í báð- um greinum og í öllum aldurs- flokkum. Samhliða grunn- sporakeppninni fer fram Íslandsmeistaramót í línudönsum, í flokkum barna, unglinga og full- orðinna. 14 hópar munu taka þátt í keppninni. Einnig fer fram Bik- arkeppni í samkvæmisdönsum með frjálsri aðferð. Þar verður einnig keppt í báðum greinum. Fjöldi keppenda kemur frá dansíþróttafélögum Skagastrand- ar, Bolungarvíkur og Akureyrar. Frítt er inn á keppnina fyrir 67 ára og eldri. Forsala aðgöngumiða hefst báða dagana kl. 11.30 og húsið verður opnað kl. 12, segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Íslands- meistaramót í samkvæm- isdönsum Vélhjólaíþróttaklúbburinn VÍK heldur í samstarfi við Mótel Venus fyrstu „endurokeppni“ sumarsins á morgun, laugardag. Keppnin er haldin við Mótel Venus í Borgarfirði og hefst kl. 10 árdegis. Ræst verður klukkan 10 í B-deild og keyra þeir í 60 mín. Keppendur eru 26. Um kl 11.30 verður ræst í fyrri umferð meistaradeildarkeppninnar þar sem barist verður um Íslands- meistaratitil, og hafa 53 skráð sig í þá keppni. Ekið verður í 90 mín, síðan er tekið um 30 mínútna hlé, og síðan er ekið aftur í aðrar 90 mín. Keppnin verður með svipuðu sniði og Formula 1 keppnirnar, þ.e.a.s. að ekið verður í hringi í braut sem er 5,5- 6 km og þurfa keppendur að stoppa til að taka bensín og fleira á meðan á keppni stendur. Frítt inn á svæðið í boði Mótel Venus fyrir áhorfendur. Gott er að vera í góðum gönguskóm og labba meðfram brautinni því braut þessi er ein sú flottasta sem lögð hefur verið í sögu „endurokeppna“ frá upphafi (ár, lækir, krappar beygjur, gil, brattar brekkur, grjót og gusu- gangur ef vatn verður í ánni) sam- kvæmt heimildum frá keppnis- stjórn. Allar nánari fréttir verða á heimasíðu VÍK á www.motocross.is Þolaksturskeppni á mótorhjólum REYKJAVÍKURLISTINN verður með opnunar- og uppskeruhátíð í Mjóddinni í dag föstudaginn 3. maí kl. 16, vegna opnunar kosningaskrif- stofu og útkomu árangursbæklings Reykjavíkurlistans. Hátíðin hefst í göngugötunni vegna útkomu bækl- ings um átta ára árangur Reykjavík- urlistans í borginni. Kúbverskur stultudansari kemur fram ásamt tveimur trúðum og blómarósirnar Edda og Katla spá í spil og gefa blóm. Kl. 17 opnar kosn- ingaskrifstofan í Mjódd (fyrir ofan Nettó). Sönghópurinn Gestur og gangandi syngur og Szymon Kuran leikur á fiðlu. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir og Alfreð Þorsteinsson flytja ávörp, segir í fréttatilkynningu. Heitt á könnunni og nýbakaðar vöffl- ur. Allir eru velkomnir. Uppskeruhátíð Reykjavíkurlistans UPPSKERUHÁTÍÐ leikskóla Sel- tjarnarness verður laugardaginn 4. maí frá kl. 10–13. Þá gefst foreldrum og öðrum tækifæri á að sjá hluta þess starfs sem börnin í Mána- brekku og Sólbrekku hafa unnið að í vetur, segir í fréttatilkynningu. Opið hús í leikskóla Seltjarnarness Í TILEFNI 75 ára afmælis Ferða- félags Íslands er efnt til raðgangna um fornar þjóðleiðir, 2. ganga, sunnudaginn 5. maí. Gengið verður úr Dyradal í suður- átt um Skeggja yfir fjallgarðinn með Húsmúla á hægri hönd og Innstadal á vinstri hönd og áfram hrygginn of- an í Sleggjubeinsdali, mun gangan enda við Víkingsskálann. Er þetta um 5 klst, ganga. Fararstjóri er Ei- ríkur Þormóðsson. Í tilefni 75 ára af- mælis Ferðafélags Íslands 2002 er efnt til raðgangna um fornar þjóð- leiðir. Þátttakendur fá stimpil í prentaða áætlun og safna síðan stimplum í raðgöngum sem er happ- drættismiði og að öllum göngum loknum verður dregið úr innsendum miðum og vinningar veittir. Brottför er frá BSÍ kl. 10.30 á sunnudaginn með viðkomu í Mörkinni 6. Verð er kr. 1.200/1.500, segir í fréttatilkynn- ingu. Gengið um fornar þjóðleiðir SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í Kópavogi stendur fyrir fjölskyldu- skemmtun laugardaginn 4. maí kl. 14–16 í Vetrargarði í Smáralind. Á skemmtuninni mun Hafnar- fjarðarleikhúsið sýna brot úr leik- sýningunni Rauðhettu, unglingakór Snælandsskóla syngur nokkur lög, Glanni glæpur úr Latabæ mætir á svæðið, Gerpla verður með fim- leikasýningu, galdramaðurinn Skari skrípó leikur listir sínar og Jóhanna Guðrún syngur nokkur lög. Andlits- málun verður fyrir börnin meðan á skemmtuninni stendur. Kynnir skemmtunarinnar er Gunnar Helgason leikari, segir í fréttatil- kynningu. Fjölskylduhátíð sjálfstæðismanna í Kópavogi OPIÐ hús verður í leikskólunum í Garðabæ laugardaginn 4. maí. Bæjarbúar eru velkomnir til að líta inn og kynna sér starfsemi leik- skólanna. Verkefni sem börnin hafa unnið yfir veturinn verða til sýnis og starfsfólk á staðnum sem veitir upp- lýsingar sé þess óskað. Leikskólarnir verða opnir sem hér segir: Hæðarból, Lundaból og Kirkjuból frá kl. 11 – 13. Bæjarból og Sunnuhvoll frá kl. 10 – 12. Kjarrið kl. 11 – 13. Ásar kl. 11 – 13. Opið hús í leikskól- unum í Garðabæ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.