Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 43 manna, sem rannsökuðu veiðihrun 20 meginháttar þorskstofna í Norður-Atlantshafi, sýna að nýlið- un galt þess ekki þótt hrygning- arstofn hefði farið í sögulegt lág- mark. Þessvegna er stór veiði- eða hrygningarstofn ekki bein ávísun á betri tíð í vændum varðandi nýlið- un; enda virðast eiginleikar seiða skipta mestu máli, en alvarlega vísbendingu er nú að finna í tog- ararallinu með fáum 1 árs seiðum. Ef samanburður er gerður nú við það sem var fyrir áratug, en þá var ástand stofnsins slæmt en samt varð góð nýliðun, eru málin öðruvísi því nú er lítið af fiski eldri en 5 ára. Ekki svo að undanát sé þess vegna minna en áður, heldur skiptir væntanlega mestu máli hvaða eiginleika seiði hafa og þeg- ar obbinn af hrygningarfiski er smár, er eins líklegt að seiðin verði ekki dugleg né hraðvaxta. Þessvegna er ekki unnt að tala um blóm í haga fyrr en góðir nýár- gangar (1 og 2 ára) fara að veiðast í rallpoka. Ef bara ástand 2–5 ára þorsks er nú nokkuð gott, hlýtur einnig að hafa mátt lesa það í rall- tölum frá 2001, en það er skrýtin vísitala sem ekki tekur mið af þessu. Varðandi árlega veiði og arð af vexti veiðistofns er augljóst, að þá skiptir bæði stærð veiði- stofns og ekki síður vaxtarhraði hans og einstakra árganga meg- inmáli, en til þessa hafa menn ekki beint mjög augum að né tekið þessi atriði beint inn í útreikninga og fæðuframboð í sjónum, en aug- ljóst er að þau atriði eru afger- andi. Tvennar sögur af togslóðum Sjómenn á Norðurlandi telja nú sumir að fiskur þar á grunnslóð sé af tvennum toga; annars vegar frekar mjósleginn og lítill fiskur miðað við aldur en þó með hrogn- um og er væntanlega er 5–7 ára og ætislaus, og hinsvegar vænni fisk- ur, aðallega fyrir norðaustan, og mjög grunnt; sumir þeirra eru með hrognum og sviljum og því þungir óslægðir, en að hluta næst- um óætir væntanlega vegna þess að hrygningaratferlið hefur gengið á þá eða ætisþurrð, enda lifrar þá eins og leðurbætur. Botnvörpung- ar í rallinu í mars fóru nú um grunnslóðir og munu tölur þaðan skipta miklu máli; einstaka trillu- karlar telja að rallskip hafi nú tog- að grynnra en áður; sé svo eru ralltogin ekki alveg sambærileg á milli ára. Sjómenn telja margir að fiskur hrygni víða á grunnsævi fyrir Norðurlandi og kemur þá upp spurningin, hvort góð veiði nú á grunnslóð fyrir norðan eigi að vera ávísun á kvótum í sjálfum heild- arstofninum. Augljóslega verður að veiða einstaka undirstofna að fullu í samræmi við aðstæður, en einstakir sjómenn hafa áhyggjur af of lítilli veiði á umræddu svæði og geti það bitnað á nýliðun þar sem víðast hvar er ætisskortur, margir trillukarla hafa nánast enga kvóta eða mjög lítinn. Aukn- ar staðbundnar veiðar má kalla grisjun þorsks, ef mönnum sýnist svo, en heildarstofninn sjálfur er eiginlega ekki til því hann er bara reiknistærð eins og meðalíslend- ingurinn, sem er heldur ekki til, en hann drekkur allar tegundir af áfengi sem finnast í áfengisversl- unum, jafnvel bindindismenn reiknaðir með. Höfundur er efnaverkfræðingur. alltaf á þriðjudögumÍÞRÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.