Morgunblaðið - 03.05.2002, Side 24

Morgunblaðið - 03.05.2002, Side 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nýjar vorvörur Ítölsk barnafataverslun Laugavegi 53, s. 552 3737 Mikið úrval af sængurgjöfum fyrir krakka frá 0-12 ára 15% afsláttur af buxum 15-2 0% afsl áttu r af v öldu m v öru m Nýjar vörur Frábær tilboð í báðum verslunum okkar á löngum laugardegi Verslun fyrir konur Laugavegi 44 og Mjódd Laugavegi 40, sími 551 3577. Nýtt Nýtt Nærfatasett í nýjum sumarlitum frá kr. 2.380 Stífar teygjubuxur frá kr. 890 Herraskór í úrvali á 30% afslætti föstudag og laugardag YFIRMENN kaþólsku kirkjunnar í Hong Kong greindu frá því í gær að prestum, sem gerst hefðu sekir um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börn- um, yrði héðan í frá umsvifalaust vik- ið úr embætti. Var tilefni ákvörðunar kirkjunnar að yfirmönnum hennar þótti sannað að þrír prestar hefðu gerst sekir um slíkt ofbeldi. Mál prestanna þriggja hafa ekki komið inn á borð lögreglunnar í Hong Kong en dagblöð greindu hins vegar frá þeim í gær. Yfirmenn kirkjunnar sögðu að á sl. 27 árum hefðu borist kvartanir á hendur þremur prestum og að þó að það væri ekki há tala væri hún samt alltof há. Kaþólska kirkjan hefur á undan- förnum mánuðum þurft að bregðast við álíka málum víða í heiminum en hæst hefur þó borið ásakanir á hend- ur prestum í Bandaríkjunum. Þykir víst að í alls 17 umdæmum hafi prest- ar beitt unga drengi kynferðislegu ofbeldi. Sagt var frá því í gær að einn prestanna, sem sætt hefðu ásökun- um um kynferðislegt ofbeldi í Bost- on-umdæmi, hefði verið handtekinn í San Diego og ákærður fyrir nauðg- un. Presturinn, Paul Shanley, var færður í fangaklefa en meint fórn- arlamb hans mun hafa ásakað prest- inn um að hafa ítrekað nauðgað sér á árunum 1983–1990 þegar viðkom- andi var sóknarbarn hans. Fylgir sögunni að presturinn hafi byrjað of- beldið þegar fórnarlambið var sex ára gamalt. Brugðist við ákærum á hendur prestum Hong Kong, Boston. AFP, AP. JACQUES Chirac Frakklands- forseti og hægriöfgamaðurinn Jean- Marie Le Pen héldu í gær sína síð- ustu kosningafundi en seinni um- ferð forsetakosninga í Frakklandi fer fram á sunnudag. Le Pen hitti stuðningsmenn sína í borginni Mars- eille í Suður-Frakklandi en Chirac hélt kosningafund í Villepinte, norð- ur af París. Ný könnun sem birt var í Figaro í gær og gerð var síðustu daga gefur til kynna að Le Pen fái 18-25% fylgi í síðari umferð forseta- kosninganna á sunnudag. Um 12% aðspurðra neituðu að svara. Le Pen hefur átt undir högg að sækja í kosningabaráttunni und- anfarna daga. Benda skoðanakann- anir til að hann muni tapa með af- gerandi hætti fyrir Chirac og þá tóku tugþúsundir manna víðs vegar um Frakkland þátt í mótmælagöng- um gegn Le Pen á frídegi verka- manna í fyrradag. Le Pen sagði í gær að mótmælin hefðu lítil áhrif á hann. „Ég hlusta á það sem kjósendur hafa að segja, ekki mótmælendur,“ sagði hann. Fréttaskýrendur sögðu þó augljóst að Le Pen væri í vörn vegna um- fangs mótmælanna á miðvikudag. Hann dró nokkuð í land í helstu stefnumálum sínum, tók t.a.m. fram að franski frankinn yrði ekki sam- stundis tekinn upp að nýju í stað evrunnar, en úrsögn úr mynt- bandalagi Evrópu og raunar Evr- ópusambandinu sjálfu er á stefnu- skrá Le Pens. Alain Juppé, samflokksmaður Chiracs og fyrrverandi forsætisráð- herra, sagði í gær að baráttunni lyki ekki á sunnudag. Var hann þar lík- lega að vísa til þingkosninga sem fara fram í Frakklandi í byrjun júní en margir óttast að þar muni hægri- öfgaflokkar ná góðum árangri. Chirac hefur í fimm ár þurft að stýra Frakklandi í samvinnu við sósíalista, sem haft hafa meirihluta á þingi. Ekki er hins vegar víst að sósíalistar tryggi sér áframhaldandi meirihluta á þingi, m.a. vegna þeirr- ar yfirlýsingar Lionels Jospins for- sætisráðherra, sem galt afhroð í fyrri umferð forsetakosninganna, að hann muni hætta afskiptum af stjórnmálum. AP Þúsundir manna komu saman á útifundi í Marseille í gær þrátt fyrir mikla rigningu og mótmæltu stefnu forsetaframbjóðandans Jean-Marie Le Pens. Á spjaldinu stendur: 100% gegn Le Pen. Greiðum atkvæði! Le Pen í vörn París. AFP. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti ræddi á miðvikudag við Hu Jintao, sem talið er að verði forseti Kína þegar Jiang Zemin lætur af embætti. Lítið er vitað um viðhorf Hu í ut- anríkismálum og bandarískir emb- ættismennirnir fengu tækifæri til bæta þar úr og ræða við hann um ágreiningsefni ríkjanna. Er Hu flutti ávarp á fundi með um 600 kaupsýslu- mönnum og menntamönnum varaði hann því að aukinn stuðningur Bandaríkjamanna við Taívan gæti valdið vandræðum í samskiptum Kínverja og Bandaríkjamanna. Stjórn Bush seldi Taívönum mikið af vopnum í fyrra. Chen Shui-bian, for- seti Taívans, sagði í gær að með vopnakaupunum væri markmiðið að tryggja frið á svæðinu og lýðræði á Taívan en alls ekki að efna til vopna- kapphlaups. Hu gagn- rýnir Banda- ríkjamenn Washington. AFP. DÓMSTÓLL í Bretlandi dæmdi í gær þrjátíu og þriggja ára gamlan mann í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa stolið gíf- urlegum fjölda verðmætra bóka og handrita úr ýmsum helstu bókasöfnum Bretlandseyja. Samanlagt verðmæti bókanna, sem maðurinn hafði stungið á sig, er talið nema meira en einni milljón punda, rúmlega 135 milljónum ísl. króna. „Bókaræninginn“ svonefndi [„Tome Raider“ á ensku], Will- iam Jacques, var fyrir rétti sagður hafa framið glæpi sína í skjóli þess, að hann þætti ólík- legur til að brjóta af sér með þessum hætti en Jacques er með háskólagráðu í hagfræði frá Cambridge. Hann er sagður hafa rænt meira en fimm hundr- uð bókum, þ.m.t. ýmsum sjald- gæfum útgáfum gamalla meist- araverka. Bókunum stal Jacques úr bókasafni Cambridge-háskóla, Lundúna-bókasafninu og úr þjóðarbókhlöðunni bresku og var oftar en ekki um að ræða bækur, sem takmarkaður að- gangur er veittur að. Síðan seldi hann meirihluta þeirra í gegn- um virt uppboðsfyrirtæki. Meðal bóka, sem Jacques hafði stolið, var handrit að bók eftir Galileo frá árinu 1610, ein- tak af stjörnufræðibók Keplers frá 1609 og tvö eintök af verki Isaac Newtons, Principia Math- ematica, frá árinu 1687. Bíræfinn bóka- ræningi London. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.