Morgunblaðið - 03.05.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.05.2002, Qupperneq 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nýjar vorvörur Ítölsk barnafataverslun Laugavegi 53, s. 552 3737 Mikið úrval af sængurgjöfum fyrir krakka frá 0-12 ára 15% afsláttur af buxum 15-2 0% afsl áttu r af v öldu m v öru m Nýjar vörur Frábær tilboð í báðum verslunum okkar á löngum laugardegi Verslun fyrir konur Laugavegi 44 og Mjódd Laugavegi 40, sími 551 3577. Nýtt Nýtt Nærfatasett í nýjum sumarlitum frá kr. 2.380 Stífar teygjubuxur frá kr. 890 Herraskór í úrvali á 30% afslætti föstudag og laugardag YFIRMENN kaþólsku kirkjunnar í Hong Kong greindu frá því í gær að prestum, sem gerst hefðu sekir um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börn- um, yrði héðan í frá umsvifalaust vik- ið úr embætti. Var tilefni ákvörðunar kirkjunnar að yfirmönnum hennar þótti sannað að þrír prestar hefðu gerst sekir um slíkt ofbeldi. Mál prestanna þriggja hafa ekki komið inn á borð lögreglunnar í Hong Kong en dagblöð greindu hins vegar frá þeim í gær. Yfirmenn kirkjunnar sögðu að á sl. 27 árum hefðu borist kvartanir á hendur þremur prestum og að þó að það væri ekki há tala væri hún samt alltof há. Kaþólska kirkjan hefur á undan- förnum mánuðum þurft að bregðast við álíka málum víða í heiminum en hæst hefur þó borið ásakanir á hend- ur prestum í Bandaríkjunum. Þykir víst að í alls 17 umdæmum hafi prest- ar beitt unga drengi kynferðislegu ofbeldi. Sagt var frá því í gær að einn prestanna, sem sætt hefðu ásökun- um um kynferðislegt ofbeldi í Bost- on-umdæmi, hefði verið handtekinn í San Diego og ákærður fyrir nauðg- un. Presturinn, Paul Shanley, var færður í fangaklefa en meint fórn- arlamb hans mun hafa ásakað prest- inn um að hafa ítrekað nauðgað sér á árunum 1983–1990 þegar viðkom- andi var sóknarbarn hans. Fylgir sögunni að presturinn hafi byrjað of- beldið þegar fórnarlambið var sex ára gamalt. Brugðist við ákærum á hendur prestum Hong Kong, Boston. AFP, AP. JACQUES Chirac Frakklands- forseti og hægriöfgamaðurinn Jean- Marie Le Pen héldu í gær sína síð- ustu kosningafundi en seinni um- ferð forsetakosninga í Frakklandi fer fram á sunnudag. Le Pen hitti stuðningsmenn sína í borginni Mars- eille í Suður-Frakklandi en Chirac hélt kosningafund í Villepinte, norð- ur af París. Ný könnun sem birt var í Figaro í gær og gerð var síðustu daga gefur til kynna að Le Pen fái 18-25% fylgi í síðari umferð forseta- kosninganna á sunnudag. Um 12% aðspurðra neituðu að svara. Le Pen hefur átt undir högg að sækja í kosningabaráttunni und- anfarna daga. Benda skoðanakann- anir til að hann muni tapa með af- gerandi hætti fyrir Chirac og þá tóku tugþúsundir manna víðs vegar um Frakkland þátt í mótmælagöng- um gegn Le Pen á frídegi verka- manna í fyrradag. Le Pen sagði í gær að mótmælin hefðu lítil áhrif á hann. „Ég hlusta á það sem kjósendur hafa að segja, ekki mótmælendur,“ sagði hann. Fréttaskýrendur sögðu þó augljóst að Le Pen væri í vörn vegna um- fangs mótmælanna á miðvikudag. Hann dró nokkuð í land í helstu stefnumálum sínum, tók t.a.m. fram að franski frankinn yrði ekki sam- stundis tekinn upp að nýju í stað evrunnar, en úrsögn úr mynt- bandalagi Evrópu og raunar Evr- ópusambandinu sjálfu er á stefnu- skrá Le Pens. Alain Juppé, samflokksmaður Chiracs og fyrrverandi forsætisráð- herra, sagði í gær að baráttunni lyki ekki á sunnudag. Var hann þar lík- lega að vísa til þingkosninga sem fara fram í Frakklandi í byrjun júní en margir óttast að þar muni hægri- öfgaflokkar ná góðum árangri. Chirac hefur í fimm ár þurft að stýra Frakklandi í samvinnu við sósíalista, sem haft hafa meirihluta á þingi. Ekki er hins vegar víst að sósíalistar tryggi sér áframhaldandi meirihluta á þingi, m.a. vegna þeirr- ar yfirlýsingar Lionels Jospins for- sætisráðherra, sem galt afhroð í fyrri umferð forsetakosninganna, að hann muni hætta afskiptum af stjórnmálum. AP Þúsundir manna komu saman á útifundi í Marseille í gær þrátt fyrir mikla rigningu og mótmæltu stefnu forsetaframbjóðandans Jean-Marie Le Pens. Á spjaldinu stendur: 100% gegn Le Pen. Greiðum atkvæði! Le Pen í vörn París. AFP. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti ræddi á miðvikudag við Hu Jintao, sem talið er að verði forseti Kína þegar Jiang Zemin lætur af embætti. Lítið er vitað um viðhorf Hu í ut- anríkismálum og bandarískir emb- ættismennirnir fengu tækifæri til bæta þar úr og ræða við hann um ágreiningsefni ríkjanna. Er Hu flutti ávarp á fundi með um 600 kaupsýslu- mönnum og menntamönnum varaði hann því að aukinn stuðningur Bandaríkjamanna við Taívan gæti valdið vandræðum í samskiptum Kínverja og Bandaríkjamanna. Stjórn Bush seldi Taívönum mikið af vopnum í fyrra. Chen Shui-bian, for- seti Taívans, sagði í gær að með vopnakaupunum væri markmiðið að tryggja frið á svæðinu og lýðræði á Taívan en alls ekki að efna til vopna- kapphlaups. Hu gagn- rýnir Banda- ríkjamenn Washington. AFP. DÓMSTÓLL í Bretlandi dæmdi í gær þrjátíu og þriggja ára gamlan mann í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa stolið gíf- urlegum fjölda verðmætra bóka og handrita úr ýmsum helstu bókasöfnum Bretlandseyja. Samanlagt verðmæti bókanna, sem maðurinn hafði stungið á sig, er talið nema meira en einni milljón punda, rúmlega 135 milljónum ísl. króna. „Bókaræninginn“ svonefndi [„Tome Raider“ á ensku], Will- iam Jacques, var fyrir rétti sagður hafa framið glæpi sína í skjóli þess, að hann þætti ólík- legur til að brjóta af sér með þessum hætti en Jacques er með háskólagráðu í hagfræði frá Cambridge. Hann er sagður hafa rænt meira en fimm hundr- uð bókum, þ.m.t. ýmsum sjald- gæfum útgáfum gamalla meist- araverka. Bókunum stal Jacques úr bókasafni Cambridge-háskóla, Lundúna-bókasafninu og úr þjóðarbókhlöðunni bresku og var oftar en ekki um að ræða bækur, sem takmarkaður að- gangur er veittur að. Síðan seldi hann meirihluta þeirra í gegn- um virt uppboðsfyrirtæki. Meðal bóka, sem Jacques hafði stolið, var handrit að bók eftir Galileo frá árinu 1610, ein- tak af stjörnufræðibók Keplers frá 1609 og tvö eintök af verki Isaac Newtons, Principia Math- ematica, frá árinu 1687. Bíræfinn bóka- ræningi London. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.