Morgunblaðið - 03.05.2002, Side 46
MINNINGAR
46 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðmunda Run-ólfsdóttir fæddist
í Gröf í Skilmanna-
hreppi 31. október
1930. Hún andaðist á
heimili sínu í Kópa-
vogi 28. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Þórunn
Jónína Markúsdóttir
og Runólfur Guð-
mundsson, ábúendur
á Gröf. Hún átti sex
systkini: Árni f. 1914,
Vigfús, f. 1916, Guð-
björg, f. 1918, Vigdís,
f. 1920, og Valgeir, f.
1923, sem öll eru látin. Tvíbura-
systir hennar Fjóla er ein eftirlif-
andi af systkinunum og býr á Vall-
arbraut 9 á Akranesi.
Guðmunda giftist 1956 Sigurði
Gunnarssyni, f. á Steinsstöðum á
Akranesi 20. júní 1929. Foreldar
hans voru Guðríður Guðmunds-
dóttir, f. 1899, d. 2000, og Gunnar
Guðmundsson, f. 1897, d. 1988.
Börn þeirra Guðmundu og Sig-
urðar urðu sex, en áður átti Sig-
urður son, Sigurð Pétur, f. 1949,
búsettur í Reykjavík, elstur er
Runólfur Þór, f.
1957, búsettur á
Akranesi, Guðmund-
ur Gísli, f. 1959, bú-
settur á Kjalarnesi,
Sigmundur Garðar,
f. 1962, búsettur á
Akranesi, Sigurlín
Margrét, f. 1964, bú-
sett í Garðabæ,
Helga, f. 1965, bú-
sett í Grafarvogi, og
yngstur er Guðráður
Gunnar, f. 1971, bú-
settur í Kópavogi.
Munda, eins og
hún var alltaf kölluð,
og Sigurður hófu búskap í Klapp-
arholti á Akranesi árið 1957 og
bjuggu þar til 1986. Búgreinar
þeirra voru hænsnarækt og garð-
rækt, ásamt svolitlum fjárbúskap.
Hinn 20. mars 1986 fluttu þau bú-
ferlum að Ási í Melasveit og voru
þar áfram með garðrækt og
fjárbúskap. Árið 1998 seldu þau
jörðina og fluttu í Laufbrekku 26 í
Kópavogi.
Útför Guðmundu verður gerð
frá Akraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Mig langar að skrifa nokkrar línur
um hana móður mína sem við kveðj-
um nú öll með sárum söknuði.
Mér er óhætt að segja að allar
mínar helstu minningar um mömmu
tengjast Klapparholti, þar sem við
systkinin áttum okkar uppvaxtarár.
Í Klapparholti var víst aldrei dauð
stund, alltaf voru allir að stússast í
einhverju ef það voru ekki hrossin
eða kindurnar þá voru það hænurn-
ar, blómarækt eða rófu- og kálupp-
taka, jafnvel kleinubakstur eða
frómasgerð á aðfangadagsmorgun.
Mamma var dugleg saumakona og
átti það til að fara beint úr hænunum
eða garðinum í saumavélina að
sauma á okkur systkinin sparifötin.
Með því að gera þetta allt, koma sex
börnum til vits og ára, sjá um bú-
skap og blómarækt var hún mamma
mjög sterkur persónuleiki sem vissi
sínu viti.
Svo gerðist það að ég missti
heyrnina 8 ára gömul. Þegar það
gerðist þá háði hún ekki bara erfiða
innri baráttu við það áfall að dóttirin
hefði misst alla heyrn, heldur þurfti
hún líka að berjast við allt skólakerf-
ið og fagfólk í heyrnarfræðum sem
ekki vildi sannfærast um að stelpan
væri heyrnarlaus, þrátt fyrir að
mælitæki þeirra sjálfra og innsæi
móður segðu annað. Skoðun og mat
þessara fagmanna átti eftir að reyn-
ast henni óþægur ljár í þúfu og hafa
mjög víðtæk áhrif á skólagöngu
dótturinnar. Ég átti sem sagt að
vera í almennum skóla „vegna þess
að ég talaði svo vel“. Sú ákvörðun
fagfólksins var út í hött og mamma
mín vissi hvar ég átti að vera í skóla-
kerfinu. Í skóla með heyrnarlausum
börnum. Og háði hún þar með
stærstu baráttu sína að koma dóttur
sinni inn í skóla með öðrum heyrn-
arlausum börnum sem var ekki mjög
auðvelt á þessum tíma þar sem allir
pappírar frá fagfólkinu sýndu að ég
ætti að vera í almennum skóla en
þar lærði ég ekki neitt nema að góna
vel út í loftið. En með elju sinni,
sannfæringu og viti fékk hún því
framgengt að ég mætti fara í
„tveggja vikna reynslutíma“ í
Heyrnleysingjaskólann sem varð að
10 árum.
Nú vil ég þakka móður minni fyrir
það, því ef ekki hefði verið fyrir
hennar einskæra vilja væri ég ef-
laust ekki sú sterka sjálfstæða
manneskja sem ég tel mig vera nú í
dag. Hennar leiðarljós í þessari bar-
áttu var sú einfalda staðreynd að
heyrnarlaus börn ættu að vera í
Heyrnleysingjaskóla og ekkert múð-
ur. Þau pabbi voru þó mjög samstiga
í þessu, stóðu eins og tveir klettar
við hlið hvors annars í þessari bar-
áttu og notuð hvert tækifæri sem
gafst til að koma bréfum til hinna og
þessarra í ráðuneytinu eða á heyrn-
arstöðinni eða fara með mig í alls
konar heyrnarmælingar (sem nú í
dag er HTÍ) á milli blómasendinga
fyrir sunnan eða ferða með kál í
Sölufélagið.
Nú þegar mamma er farin þá
verður skrýtið að koma heim og sjá
hana ekki í eldhúsinu að stússast í
kringum potta eða hrærivélina. Hún
átti hug allra sem henni kynntust og
stundum þegar ég horfði á hana tala
hugsaði ég með mér hvaðan hún
fengi allar þessar fréttir, en núna
veit ég að það er innbyggt móttöku-
tæki í okkur öllum, sem virkjar frá-
sagnarhæfileikann en það er bara
spurning með okkur sjálf hvort við
notum hæfileikann rétt. Hún gerði
það allavega og skilur svo sannar-
lega eftir sig margar minningar og
sögur sem maður vill eiga og deila
með öðrum. Hennar verður sárt
saknað.
Blessuð sé minning hennar.
Sigurlín Margrét.
Nú þegar náttúran fer óðum að
vakna af vetrardvala, fuglar gleðja
með söng og brumin á trjánum
þrútna og búa sig undir að springa
út er það byrjun á uppáhaldstíma
móður okkar og ömmu. Okkur lang-
ar til að þakka þér fyrir þær fallegu
minningar sem þú skilur nú eftir hjá
okkur. Oft var gaman hjá okkur þeg-
ar við vorum að taka upp kál, ég hélt
í pokann meðan þú skarst í hann og
við spjölluðum um heima og geima.
Það var oft stutt í stríðnispúkann í
þér, eins og þegar ég var í sólbaði,
þúað vökva og tókst í blómin þín sem
þú hafðir yndi af og snerir þér við og
sprautaðir á mig köldu vatninu. Þeg-
ar við fluttum á efri hæðina til þín og
pabba þá fengum við hlýjar mót-
tökur, þú varst alltaf tilbúin að
hjálpa til ef til þín var leitað. Við vilj-
um þakka þau forréttindi sem sonur
okkar naut að hafa þig á fyrstu ár-
unum sínum svona nálægt og senna
þegar hann var byrjaður að leika sér
fyrir utan eldhúsgluggann hjá þér,
þá gat hann kallað á þig og beðið um
nýbakaðar kleinur sem þú réttir
honum út um gluggann. Undir lokin
fór lífið ekki mjúkum höndum um
þig en veikindum þínum tókstu með
æðruleysi.
Elsku mamma og amma, við
þökkum þér fyrir allar samveru-
stundirnar og minningarnar sem við
eigum. Guð geymi þig.
Kveðja,
Guðráður, Ása og Hinrik.
Við sitjum hér þrjár tengdadætur
Mundu. Við minnumst hennar sem
yndislegrar tengdamóður og ömmu
barna okkar. Munda var þessi glað-
væra kona sem tók alltaf á móti okk-
ur með opinn faðminn og hlýjan og
væntumþykjan streymdi frá henni.
Alltaf var hægt að leita til hennar
með alls kyns vandamál, sem hún
leysti á sinn ljúfa og rólyndislega
hátt.
Við kveðjum tengdamóður okkar
með söknuði og þökkum henni fyrir
allar þær ógleymanlegu stundir sem
við áttum saman.
Elsku tengdapabbi, við vottum
þér okkar innilegustu samúð.
Guð veri með þér alla tíð.
Kolbrún, Helga og Guðríður.
Elsku amma, nú ertu farin frá
okkur. Nú er barátta þín loks á enda
og þú komin á betri stað. Við vitum
að nú líður þér betur og þú hefur
tekið gleði þína á ný.
Þú varst vafalaust sérstæðasta
kona sem við höfum kynnst. Það er
þér að þakka að við fengum að kynn-
ast þér, afa og fjölskyldunni, því að
þú tókst hiklaust opnum örmum á
móti pabba okkar og gerðir hann að
einu af börnum þínum. Fyrir það er-
um við eilíflega þakklátar því að það
þarf kjarnakonu eins og þig til að
taka rétt á málunum.
Það sem stendur kannski einna
mest upp úr er þinn sífelldi bakstur
og vafstur við eldavélina því að aldr-
ei var skortur á kökum, kleinum,
pönnukökum og að sjálfsögðu
heimabakaða brauðinu þínu sem
alltaf var svo gott. Það hefur nú ef-
laust ekki alltaf verið gaman að gefa
okkur Reykjavíkursystrum að
borða, því að matvandari krakka-
gemlinga var erfitt að finna. En þú
með þinni alkunnu ró lést nú ekki á
miklu bera þó að foreldrar okkar
hafi skammast sín fyrir uppeldið,
það var nú ekkert vandamál að
sansa eitthvað annað að borða.
Blómarækt er það fyrsta sem
kemur upp í hugann þegar við hugs-
um um Skagann, því að allar fengum
við systurnar að prófa að vökva
blómin með stóra úðaranum hans
afa og það var það allra skemmtileg-
asta sem við vissum. Á hverju sumri
fengum við að velja okkur eitthvert
blóm og var þá erfitt að velja á milli
allra tegundanna en þú bentir alltaf
á það blóm sem myndi lifa lengst svo
að við gætum notið þess allt sum-
arið. Þegar svo seinna var flutt að
Ási fengum við systur að kynnast
kindum, hestum og meira að segja
gæsum. Við vorum sísuðandi í for-
eldrum okkar um að fá að eignast
gæludýr, en það var nú ekki hægt.
Hver komu okkur þá til bjargar? Þið
afi að sjálfsögðu. Hrafnhildur fékk
að eiga læðu sem kölluð var Doppa
og lamb auðvitað (en kötturinn dó og
lambið endaði á matarborðinu).
Dagbjört átti lamb (sem endaði líka
á matarborðinu). Kristín Edda eign-
aðist tvo hvolpa og eitt lamb (annar
hvolpurinn lenti undir bíl, hinn var
skotinn, nú og svo lenti lambið á
matarborðinu). Þrátt fyrir þetta allt
nutum við þess samt að hafa átt
þessi dýr, sama hvernig fyrir þeim
fór.
Við þökkum þér kærlega fyrir all-
an þann fatnað sem þú bæði saum-
aðir og prjónaðir handa okkur og all-
ar góðu stundirnar sem við áttum
með þér og munum geyma með okk-
ur í huganum. Jólin undanfarin ár
standa upp úr hvað varðar samveru-
stundir með þér og afa. Þá var nú
hlegið, fíflast og flissað eins og þér
einni var lagið, því að alltaf tókstu
þátt í fíflalátunum sem einkenna
fjölskylduna.
Elsku amma, við elskum þig og
söknum þín, en við vitum að þú fylg-
ist með úr fjarlægð og reynir að
hjálpa til þar sem á þarf að halda í
fjölskyldunni. Það er skrítið að sjá
afa skyndilega einan, en við ætlum
að reyna að hjálpa honum í gegnum
sorgina og styðja hann og styrkja
eftir bestu getu.
Takk fyrir allt sem þú hefur gert
og sagt. Guð blessi þig og varðveiti,
elsku amma okkar.
Hrafnhildur Ósk, Dagbjört
Ólöf og Kristín Edda.
Nú er hún amma búin að fá hvíld-
ina eftir langdregin veikindi.
Það var alltaf gott að koma til
hennar og afa.Við vorum mikið hjá
þeim á meðan þau bjuggu í Ási og
fengum að vera með í garðræktinni,
heyskap og þessháttar. Alltaf var
nýbakað með kaffinu þó hún væri
búin að vera úti allan daginn. Heim-
sóknum fækkaði nú aðeins eftir að
þau fluttu í Kópavoginn en alltaf var
jafn yndislegt að koma til þeirra.
Í voða, vanda og þraut
vel ég þig förunaut,
yfir mér virstu vaka
og vara á mér taka.
Jesús mér fylgi í friði
með fögru englaliði.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku amma, hvíl þú í friði.
Reynir Már, Sunna Rós,
Sædís Ösp, Sigurður Þór,
Sigríður Elín og Helga Jóna.
Elsku amma mín. Þú varst alltaf
svo skemmtileg og góð við mig. Ég
man þegar ég var að labba hjá Bláa
lóninu með þér, Sigga afa, Tuma afa
og Kollu ömmu, það fannst mér
mjög gaman. Kleinurnar þínar voru
það besta sem ég fékk. Núna er afi
byrjaður að baka og hann gerir mjög
góðar kökur. Ég sakna þín og elska
þig en við munum hittast seinna hjá
Guði.
Guð blessi þig amma mín og varð-
veiti.
Kolbeinn Tumi.
Nú hefur hún Munda fengið hvíld-
ina eftir erfiða baráttu við veikindin.
Ég var 5 ára gömul þegar ég kom
í fjölskylduna og Munda tók mér
strax eins og einni af henni. Þess
vegna finnst mér Munda hafa verið
eins og amma mín. Þegar hún og
Siggi bjuggu í Ási var ég oft hjá
þeim og einu sinni heilt sumar. Þá sá
maður best hversu dugleg kona
Munda var, hún vann úti við allan
daginn en samt hafði hún alltaf tíma
til að baka og taka á móti fólki. Garð-
ræktin átti hug hennar allan og
stundum bað hún mig að taka inni-
verkin svo hún gæti farið í plönturn-
ar. Því miður fækkaði ferðunum til
þeirra eftir að þau fluttu í Kópavog-
inn, en alltaf var jafn yndislegt að
koma til þeirra.
Elsku Munda, minning þín er ljós
í lífi mínu. Hvíl þú í friði.
Bergný Dögg.
Ljúfar minningar um vorkomuna
heima á Akranesi í bernsku minni
tengjast Klapparholti. Þar bjuggu
Munda frænka mín og Sigurður
Gunnarsson maður hennar ásamt
börnum sínum.
Oft lá leið þangað uppeftir til að
sækja plöntur, grænmeti og egg, eða
þá að erindið var að hitta þetta fjör-
mikla frændfólk. Áhuginn skein úr
hverju andliti og krakkarnir voru
ekki háir í loftinu þegar þeir tóku á
fullu þátt í atinu með handagangi og
skorinorðum athugasemdum um líf-
ið og tilveruna.
Þarna bjuggu þau með barnahóp-
inn sinn og ræktuðu nánast allt sem
greri, alltaf var eitthvað nýtt og
merkilegt að sjá í gróðurhúsinu og á
hlaðinu vöppuðu hænurnar.
Munda var einstök kona, mikill
dugnaðarforkur, og hafði gaman að
mannlegum samskiptum og kyn-
slóðabil þekktist ekki í Klapparholti.
Lífið er síbreytilegt, börnin uxu
úr grasi, tíndust að heiman og stofn-
uðu sínar eigin fjölskyldur. Munda
og Siggi fluttu seinna að Ási í Mela-
sveit. Alltaf var sami áhuginn og
samheldnin. Brotið var land undir
stórar breiður af káli, kartöflum og
rófum. Búsældarlegt var yfir að líta
á haustin þegar kálgrösin bifaðust í
þurri norðaustanáttinni allt frá bæn-
um niður á bakkana. Stundum kom-
um við, ég og fjölskylda mín, að Ási.
Hlýtt viðmót, rausnarskapur og
áhugi fyrir velferð frændfólksins
einkenndi þau. Hnittni Sigga féll vel
að orðheppni Grafarkynsins. Því fór-
um við alltaf úr hlaði glöð í bragði,
ánægð með að eiga þetta góða fólk
að vinum.Við dvínandi starfsþrek,
brugðu þau búi fyrir örfáum árum
og fluttu suður. Þar undu þau hag
sínum vel í nágrenni við börn sín og
barnabörn.
Grænir fingur Mundu frænku
minnar hlúa ekki að gulrótarspírum
þetta vorið, né heldur framvegis. Nú
hefur hún kvatt, en eftir lifir minn-
ing um góða konu, sem var afkom-
endum sínum sterkur bakhjarl.
Glaðsinna var hún og verður vin-
um og samtíðarfólki ávallt eftir-
minnileg.
Sigurborg Kristinsdóttir.
Munda, en það var Guðmunda æv-
inlega kölluð, og Siggi voru mér
kærir nágrannar. Þau voru mínir
fyrstu vinnuveitendur, en með miklu
harðfylgi stunduðu þau garðrækt,
blómarækt og framleiðslu ýmissa
matjurta. Munda var einn af þessum
harðduglegu einstaklingum, sem
alltaf var að, og sífellt vakandi yfir
sínu nánasta umhverfi. Það var gam-
an að vinna með henni og fyrir hana.
Ég byrjaði að vinna fyrir þau fimm
ára gamall. Munda var ósérhlífin og
lagði sig alla fram og krafðist þess
að aðrir gerðu slíkt hið sama. Hún
var alin upp í sveit og kunni vel til
verka og hélt sig vel að því sem hún
var að gera. Hún hafði beitta kímni-
gáfu og vildi að hlutirnir væru rök-
réttir og sanngjarnt væri að málum
staðið. Það var því margt hægt að
læra af Mundu og mannbætandi að
umgangast hana. Því þótt hún væri
hamhleypa til verka upplifði maður
þá nærgætni og alúð sem nauðsyn-
leg er til að rækta grænmeti, blóm
eða viðkvæmar plöntur. Það var því
sannarlega gott að alast upp sem ná-
granni Mundu og Sigga og vera vin-
ur og félagi barnanna þeirra.
Í veikindum sínum sýndi Munda
sínar bestu hliðar. Þrátt fyrir að
ljóst væri að lífdögum fækkaði hélt
Munda alltaf sínu jafnaðargeði. Hélt
áfram að umgangast alla af festu og
ákveðni, en jafnframt nærgætni og
alúð. Samhliða sínum störfum í garð-
ræktinni ól Munda upp sex börn.
Þegar ég horfi til baka hugsa ég
með aðdáun til Mundu. Til þess sem
hún stóð fyrir og hverju hún náði að
áorka. Hún var ekki mikið fyrir upp-
hefð eða pjatt. Hún var jarðarinnar
barn og ræktaði hana betur en flest-
ir aðrir. Í því voru þau hjónin afar
samstillt. Þau bæði lifðu og unnu
saman í áratugi og ljóst er að Siggi
hefur nú misst mikið en fjölskyldan
er samstillt og þau munu styðja
hvert annað.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst Guðmundu Runólfsdóttur.
Hún var gull af manni. Guð geymi
minningu hennar.
Á jörðu hvert strá mót röðli rís
á rót sinni aðeins blómgast kann.
Þín vaka og starf, þitt lán og líf
og ljóðið sem þér á vörum brann.
---
Svo talaði mold við mann.
(Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum.)
Bjarni Ármannsson.
GUÐMUNDA
RUNÓLFSDÓTTIR
Kransar,
krossar,
kistuskreytingar
Blómin í
bænum
sími 462 2900