Morgunblaðið - 23.05.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.05.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, sæmdi í gær Önnu Kisselgoff, aðalballettgagnrýn- anda New York Times, ridd- arakrossi hinnar íslensku fálka- orðu við hátíðlega athöfn í Skandinavia House í New York. Að athöfninni lokinni bauð Magn- ús Bjarnason, aðalræðismaður Ís- lands í Bandaríkjunum til hádeg- isverðar, en meðal þeirra sem samglöddust Önnu Kisselgoff voru Dorrit Moussaieff, heitkona forset- ans, Helgi Tómasson og Marlene kona hans, og sendiherrahjónin Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram auk annarra gesta. Orðuna hlaut Anna fyrir fram- lag sitt til danslistar, en óhætt er að segja að hún hafi um áratuga skeið öðrum fremur beint sjónum manna erlendis að þeim íslenska fulltrúa hennar sem lengst hefur náð, Helga Tómassyni, en hún tel- ur hann einn fjögurra bestu klass- ísku karldansara 20. aldarinnar. Að auki hefur hún fylgst náið með starfi hans sem stjórnanda elsta ballettflokks Bandaríkjanna, San Francisco-ballettsins, og mik- ilvirks danshöfundar. Helgi tók við San Francisco- flokknum árið 1985, þegar flokk- urinn átti nokkuð á brattann að sækja, og kom honum í fremstu röð á mjög skömmum tíma, en hans eigin útfærsla á Svanavatn- inu markaði m.a. þáttaskil í því ferli. Í ávarpsorðum sínum við athöfn- ina vísaði Ólafur Ragnar Grímsson til þess að fálkaorðan ætti upp- runa sinn að rekja til þess að fálk- ar hefðu á öldum áður verið mesta heiðursgjöf sem hægt var að færa konungum að skáldskap und- anskildum. Listræn tjáning hefði því ætíð verið í öndvegi í íslenskri menningu og mönnum hefði þótt mest sæmd að henni. Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar þakkaði Ólafur Önnu Kisselgoff fyrir skrif hennar um feril Helga Tómassonar. Hann lýsti þeirri ferð sem Helgi tók sér fyrir hendur frá litlu fiskiþorpi á Íslandi, til Kaup- mannahafnar og síðan til New York og San Francisco, sem ótrú- legu ævintýri velgengni og frama. „Hér í bókasafni Halldórs Lax- ness,“ sagði Ólafur Ragnar, „lýsi ég þeirri staðföstu trú minni að ásamt Halldóri sé Helgi Tómasson mesti listamaður sem Ísland hefur fætt af sér á tuttugustu öldinni. Ég veit að þetta eru stór orð, en ég flyt þau hér í dag af mikilli sann- færingu.“ Hann ítrekaði hversu mikilvægt hlutverk Önnu Kissel- goff hefði verið á þessari löngu ferð Helga, „með skilningi sínum og djúpri tilfinningu fyrir ball- ettlistinni, og með þekkingu sinni á menningarlegum bakgrunni, ekki bara Bandaríkjanna heldur einnig Evrópu, gat hún skrifað um velgengni hans þannig að æðstu markmið ballettlistarinnar voru höfð að leiðarljósi.“ Ólafur vék einnig að löngum ferli Önnu í New York og að dyggri þjónustu hennar við hinn alþjóðlega listheim, „þar sem hún hefur verið í forystu við að draga athygli heimsins að hinum stóru viðburðum ballettheimsins.“ Anna Kisselgoff þakkaði í nokkrum orðum þann heiður sem henni var sýndur. Hún sagðist hafa talað við Helga í fyrsta skipti árið 1975, þegar henni var boðið að skrifa litla bók um hann. Helgi sagði henni þá að á Íslandi hefðu allir unglingar verið í sveit eða á sjó á sumrin. Anna sagðist alltaf hafa tengt þessi orð Helga við frammistöðu hans á sviðinu þar sem hann hefði ætíð haft mjög sér- stök tengsl við hinn ytri heim í list sinni, sem mótuðu helstu einkenni hans, þ.e.a.s. tærleika formsins og hina stórkostlegu mennsku eins og hún komst að orði. Sæmd fálkaorðu vegna skrifa um Helga Tómasson Ólafur Ragnar Grímsson ásamt Önnu Kisselgoff, aðaldansgagnrýnanda New York Times, er hún var sæmd fálkaorðunni í New York í gær. Anna Kisselgoff, aðalballett- gagnrýnandi New York Times, heiðruð af forseta Íslands ÞEIR lentu heldur betur í ævintýr- um í gær félagarnir Friðrik og Smári, sem búa í Grafarvogi. Þeir fóru í bíó Smáralind í Kópavogi, en um það hafði verið talað að þeir hringdu í foreldra sína sem ætluðu að sækja þá þegar myndin væri bú- in. Þeim gekk hins vegar illa að ná sambandi við þá og eyddu öllum peningum sínum í símann. Þegar ljóst var að þeir myndu ekki ná sambandi og að þeir ættu engan pening í strætó gripu þeir til þess ráðs að ganga heim í Grafarvog. Gangan tók um þrjá klukkutíma. Foreldrar þeirra voru farnir að ótt- ast um þá og höfðu hafið leit þegar þeir birtust. Friðrik og Smári, sem eru einungis 10 og 9 ára, báru sig vel þrátt fyrir erfiða göngu. „Ég var orðinn dálítið aumur í tánum,“ sagði Friðrik. Lögðu á sig þriggja tíma göngu Morgunblaðið/Þorkell ÓLÍKLEGT er að Persónuvernd vinnist tími fyrir kosningar til að skila áliti á því hvort fulltrúum stjórnmálaflokka sé heimilt sam- kvæmt lögum um persónuvernd að sitja inni í kjördeildum og skrá hverjir taki þátt í kosn- ingum. R-listinn óskaði eftir áliti þessu 17. maí sl. Sigrún Jóhannesdóttir, for- stjóri Persónuverndar, segir að henni hafi alls borist sex erindi í þessa veru, fimm frá einstakling- um og eitt frá R-listanum. Hún segir að yfirkjörstjórn beri ábyrgð á framkvæmd kosninga. „Þar af leiðandi má segja að þessar kvartanir beinist að henni. Því ber okkur að senda yf- irkjörstjórn þær til umsagnar. Það höfum við gert,“ segir Sig- rún. Sigrún segir að yfirkjörstjórn ætli að funda um málið fyrir há- degi á morgun og því sé að vænta svars frá henni seinna um daginn. „Ég tel því hverfandi lík- ur á að við náum að svara áður en kjördagur rennur upp,“ segir hún. Krafa barst frá R-listanum Á fundi yfirkjörstjórnar Reykjavíkur hinn 17. maí sl. lögðu umboðsmenn R-listans, Jón Sveinsson hrl. og Lára V. Júlíusdóttir hrl., fram bókun þar sem óskað var eftir að yfirkjör- stjórnin leitaði álits Persónu- verndar um þetta atriði. Yfir- kjörstjórn hafnaði erindinu á þeirri forsendu að hún teldi það vera utan síns verkahrings. Í kjölfarið sendu umboðsmennirnir beiðnina til Persónuverndar. Óskað eftir áliti Persónuverndar Ólíklegt að svar berist fyrir kjördag ÍSLANDSFLUG mun stórauka sætaframboð sitt til Vestmannaeyja í sumar. Félagið hefur ákveðið að taka ATR-flugvél félagsins heim, en þessi 46 sæta vél hefur verið í verkefni á Ítalíu í vetur. Jafnframt verður félag- ið áfram með Dornier-flugvél á flug- leiðinni. Félagið vonast til að geta sinnt markaðnum enn betur með þessari aukningu, auk þess sem hún gefur möguleika á fjölbreyttari far- gjöldum. Viking Tours hefur samhliða þessu ákveðið að auka kynningu á ferða- möguleikum til Vestmannaeyja. Vik- ing Tours munu leiða þá kynningu en njóta stuðnings samgönguráðuneytis- ins og Íslandsflugs. Vonast er eftir góðu samstarfi við bæjaryfirvöld, ferðamálaráð Vestmannaeyja og aðra hagsmunaaðila í ferðaþjónustu í Vest- mannaeyjum um að styðja við verk- efnið. Viking Tours hefur sett upp eitt bókunarnúmer, 4884884, til að ein- falda væntanlegum ferðamönnum skipulagningu og bókun á ferðum til Vestmannaeyja. Aukning á sætaframboði til Vest- mannaeyja REYKJAVÍKURLISTINN fengi 52,6% atkvæða og Sjálfstæðisflokk- ur 40,8% ef kosið yrði nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup og eykst munurinn á framboðunum lítið eitt frá síðustu könnun Gallup sem kynnt var í fyrrakvöld. Samkvæmt þessari niðurstöðu er Reykjavíkur- listinn með níu menn kjörna og Sjálf- stæðisflokkurinn með sex menn. Fylgi annarra lista er þannig að Frjálslyndir og óháðir fá 4,3%, Höf- uðborgarsamtökin 1%, Vinstri hægri snú 1,3% og Húmanistar mælast ekki með fylgi. Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar ætla 3,7% ekki að kjósa eða skila auðu, 9,6% eru óákveðin og 5,7% neita að svara. Könnunin var gerð 20. og 21. maí og var úrtakið 1.350 manns. Svarhlutfall var 66,1%. Samfylkingin með meirihluta í Hafnarfirði Gallup hefur einnig kannað fylgi framboðanna í Hafnarfirði og sam- kvæmt niðustöðunum er Samfylk- ingin með 49,9% fylgi og sex bæj- arfulltrúa, en Sjálfstæðisflokkurinn með 41,9% og fimm menn kjörna. Önnur framboð koma ekki að full- trúa samkvæmt könnuninni. Fram- sóknarflokkur fær 4,7% atkvæða og Vinstri grænir 3,5%, en tæplega fimmtungur aðspurðra er óákveðinn eða 19,6%, 8,6% segjast ekki munu kjósa eða skila auðu og 8,1% neitaði að svara. Úrtakið var 1.200 manns og svarhlutfallið 69,6% en könnunin fór fram 16.–21. maí. Reykjavík- urlistinn með 52,6% FÉLAGAR í Húmanistaflokknum mótmæltu því harðlega í gær að fá ekki tækifæri til að kynna stefnumál sín til jafns við önnur framboð í sjón- varpsþættinum Silfur Egils sem sendur var út á Skjá 1 í gærkvöldi. Kröfðust þeir þess að yfirkjörstjórn stöðvaði útsendinguna sem þeir sögðu brot á stjórnarskrá og út- varpslögum. Komu húmanistar að sjónvarpshúsi Skjás 1 í gærkvöldi á meðan útsending sjónvarpsþáttarins stóð yfir til að koma mótmælum sín- um á framfæri. Engin truflun varð þó á útsendingu þáttarins. Húmanistar vildu stöðva útsendingu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.