Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN Bjarnason, efsti maður á borgarstjórnarlista Sjálfstæðis- flokksins, kynnti í gær ásamt nokkrum meðframbjóðendum sín- um verkefna- og aðgerðaáætlun flokksins vegna borgarstjórnar- kosninganna. Þar hefur verið sett niður tímasett áætlun um hvenær flokkurinn ætlar að vera búinn að framkvæma sín stefnumál, komist hann til valda eftir kosningarnar á laugardaginn. Er þetta á fjórða tug mála þar sem níu þeirra á að vera búið að framkvæma 48 klukkustundum eftir kosningar, fjórtán mál eiga að vera afgreidd 48 dögum eftir kosningar og ellefu mál 48 vikum eftir kosn- ingar. Í samræmi við stefnuskrá og samning við borgarbúa Björn Bjarnason sagði á fundi með blaðamönnum í gær að 48 mán- uðum eftir kosningar, eða í lok kjör- tímabilsins eftir fjögur ár, ætlaði Sjálfstæðisflokkurinn að vera búinn að efna þann samning við borgarbúa sem nýlega var sendur inn á hvert heimili í borginni. Hann sagði að áætlunin væri í samræmi við þann samning sem og stefnuskrá flokks- ins. Í lok kjörtímabilsins yrði samn- ingurinn birtur þar sem unnt yrði að bera saman orð og efndir. „Með þessu erum við að boða til hvaða aðgerða við ætlum að grípa strax um helgina, þegar við höfum fengið umboð til að stjórna Reykja- víkurborg,“ sagði Björn og bætti við að aðgerðaáætlun hefði aldrei áður verið lögð fram tímasett með þess- um hætti. „Það er í samræmi við hvernig við höfum hagað okkar kosningabar- áttu. Við viljum að hún snúist um málefnin og sé rekin á jákvæðum forsendum þannig að borgarbúar hafi alveg skýra kosti. Við höfum staðið þannig að málum af okkar hálfu, framboðslistinn er samhuga og samhentur og hefur komist að sameiginlegri niðurstöðu fyrir kosn- ingar um það hvernig hann ætlar að vinna að framkvæmd sinnar stefnu- skrár,“ sagði Björn og benti á að að- gerðaáætlunin yrði auglýst ræki- lega fyrir borgarbúum í dag þannig að þeir vissu nákvæmlega að hverju þeir gengju þegar þeir veittu Sjálf- stæðisflokknum atkvæði sitt á laug- ardaginn. Björn sagði í samtali við Morg- unblaðið að meginmarkmiðið með aðgerðaáætluninni væri að gefa kjósendum sem skýrasta kosti og sýna fram á að stefnuskráin væri framkvæmanleg með þessum hætti. Björn sagðist ekki kvíða þeim sam- anburði í lok tímabilsins þegar farið yrði að bera saman orð og efndir flokksins. Lína.Net og Geldinganes með- al fyrstu verkefna eftir helgi Meðal þess sem Sjálfstæðisflokk- urinn ætlar að vera búinn að gera 48 klukkustundum eftir kosningar er að hefja rekstrarúttekt á fjár- málum borgarinnar og fyrirtækja hennar, hefja undirbúning að sölu á Línu.Neti, stöðva það sem hann kallar umhverfisslys í Geldinganesi, gera áætlun um aukið aðgengi borg- arbúa að upplýsingum og þjónustu, boða til opinna borgarafunda í öllum hverfum, boða til fundar með íbúum og hagsmunaaðilum í miðborginni og halda fund með dómsmálaráð- herra til að fara yfir löggæslumál borgarinnar. Þá ætla sjálfstæðis- menn að vera búnir að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um upp- byggingu hjúkrunarrýma í borginni þar sem Reykjavík skuldbindur sig til að leggja fram minnst 250 millj- ónir á ári til málaflokksins. Einnig ætla þeir, tveimur dögum eftir kosningar, að vera búnir að óska eftir fundi með ríkisvaldinu og hags- munaaðilum til að ræða framtíðar- skipan Reykjavíkurflugvallar með það að markmiði að mæta þörf fyrir aukið byggingarland í borginni án þess að vegið verði að flugöryggi eða gengið gegn hagsmunum Reykjavíkur og landsbyggðarinnar í samgöngumálum. Lækkun fasteignagjalda og eyðing biðlista Fjörutíu og átta dögum eftir kosningar ætlar Sjálfstæðisflokkur- inn m.a. að vera búinn að sam- þykkja lækkun fasteignagjalds um allt að 20% með afnámi holræsa- gjaldsins, samþykkja að stórlækka og leggja af fasteignaskatta og hol- ræsagjöld á eldri borgara og ör- yrkja, styrkja stöðu Orkuveitunnar, taka ákvörðun um stuðning við upp- byggingu dvalarheimilanna Eirar og Hrafnistu og frekari uppbygg- ingu Droplaugarstaða og leggja fram áætlun um að eyða biðlistum eftir leikskólaplássi þar sem öllum börnum eldri en 18 mánaða er tryggt leikskólapláss. Samkvæmt aðgerðaáætluninni ætlar Sjálfstæðisflokkurinn 48 vik- um eftir kosningar m.a. að vera bú- inn að fullnægja eftirspurn eftir íbúðalóðum í Reykjavík með skipu- lagningu byggðar á Geldinganesi, í Gufunesi og á SVR-lóðinni við Kirkjusand, leggja fram áætlun um lagningu Sundabrautar og boða til fyrstu Reykjavíkurleika íþrótta- og áhugafólks. Sjálfstæðisflokkurinn með tímasetta aðgerðaáætlun vegna borgarstjórnarkosninganna Níu verkefni afgreidd á fyrstu 48 tímunum Morgunblaðið/Ásdís Björn Bjarnason, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, kynnti aðgerðaáætlunina í kosningamiðstöðinni við Skaftahlíð í gær ásamt Gísla Marteini Baldurssyni, Ingu Jónu Þórðardóttur, Kjartani Magnússyni, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur og fleiri frambjóðendum. 25.maí2002 Reykjavík SAMÞYKKT var samhljóða á fundi skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur í gær, að tillögu Ingu Jónu Þórðardóttur borgarfulltrúa, að óska eftir við borgarráð að deili- skipulagstillaga vegna rafstöðvar- svæðisins í Elliðaárdal verði aft- urkölluð. Auglýsing um deiliskipulagið var hins vegar í Morgunblaðinu í gær. Árni Þór Sigurðsson, formaður nefndarinnar, segir að þar sem komið hafi í ljós að Stangaveiði- félag Reykjavíkur (SVFR) er ósátt við tillöguna hafi verið ákveðið að afturkalla hana og leita lausna með félaginu beint og milliliðalaust. Segir greinilegt að nefnd- armenn hafi verið blekktir Inga Jóna segir greinilegt að nefndarmenn hafi verið blekktir þegar tillagan var afgreidd í skipu- lagsnefnd 10. apríl sl. Nefndar- menn hafi fengið þær upplýsingar á sínum tíma að tillagan væri unn- in í samráði við SVFR en nú hafi komið á daginn að svo var ekki. Tillagan tekur til rafstöðvar- svæðisins í Elliðaárdal, um 16 hektara að stærð, og er markmið hennar að heimila að byggja á hentugum stað í dalnum byggingar fyrir þjónustu og fræðslu fyrir not- endur útivistarsvæðisins.Gerði til- lagan m.a. ráð fyrir byggingum fyrir orkuminjasafn, fornbílasafn, fræðslustofu og aðstöðu fyrir stangaveiðifélag og veiðimenn o.fl. Í bókun sem Inga Jóna lagði fram á fundinum segir að nú sé komið í ljós, þvert á þær upplýs- ingar sem lágu fyrir þegar tillagan var samþykkt, að hún væri ekki unnin í sátt og samvinnu við SVFR og beiðni félagsins um lóð á svæð- inu hafi greinilega verið ýtt til hlið- ar. ,,Afgreiðsla skipulags- og bygg- ingarnefndar var gerð á röngum forsendum og ég geri þá kröfu að auglýst deiliskipulagstillaga verði afturkölluð,“ segir í bókun hennar. Gert ráð fyrir aðstöðu SVFR í tengslum við minjasafn Í bókun fulltrúa R-lista segir að sjálfsagt sé að afturkalla auglýs- ingu um deiliskipulag í Elliðaárdal m.t.t. misvísandi upplýsinga sem bárust inn á fund skipulags- og byggingarnefndar þann 10. apríl sl. ,,Varðandi fullyrðingu um að beiðni Stangveiðifélagsins hafi verið ýtt til hliðar er rétt að það komi fram að gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir SVFR í tengslum við minjasafn í dalnum. Þar fengi SVFR félagsað- stöðu og rými fyrir starfsemi sína. Ef fram eru að koma athugasemdir frá SVFR varðandi þetta, er rétt að endurskoða málið.“ Málið kemur væntanlega til kasta borgarráðs næstkomandi þriðjudag. ,,Þessi vinnubrögð eru með hreinum ólíkindum,“ segir Inga Jóna. ,,Það er mjög gagnrýnivert að við í skipulagsnefndinni getum ekki treyst þeim upplýsingum sem við þar höfum. Við byggjum að sjálfsögðu okkar afstöðu til mála á þeim upplýsingum sem fyrir liggja. Það er einhver samstarfshópur á vegum Orkuveitunnar, sem er að vinna að þessu og að koma fyrir allskonar starfsemi sem Orkuveit- an vill hafa þarna og einhvers stað- ar á leiðinni verður misbrestur á. Mér sýnist einnig að það sé ekki bara nefndin sem hafi verið blekkt, heldur hafi skipulagshöfundur til- lögunnar líka verið blekktur og hann verið í góðri trú um að Stangaveiðifélagið vildi vera með í þessari starfsemi. Það getur ekki gengið að borgaryfirvöld ráðstafi starfsemi einstakra félaga með deiliskipulagstillögu inn í einhver tiltekin hús,“ segir Inga Jóna. Töldu að sátt væri á milli allra hagsmunaaðila ,,Ástæðan mun hafa verið sú að Stangaveiðifélagið var að gera at- hugasemdir við sína félagsaðstöðu en þeir deiliskipulagshönnuðir, sem voru í þessu á þeirra vegum og okkar, sögðu skipulagsnefndinni að um þetta væri orðin sátt á milli allra hagsmunaaðila,“ segir Árni Þór. ,,Við höfðum út af fyrir sig ekkert tékkað það af við hags- munaaðilana, enda gerum við það nú yfirleitt ekki en það kemur í ljós að þeir voru ósáttir við þetta, þannig að við ákváðum bara að aft- urkalla auglýsinguna og leitum svo lausna með þeim beint og milliliða- laust,“ sagði hann. Enginn kynnti breytinguna fyrir SVFR Bergur Þ. Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri SVFR, segir félagið hafa átt í viðræðum undanfarin þrjú ár við Reykjavíkurborg um lóð á Rafstöðvarvegi 1. ,,Það var búið að teikna okkur þar inn á deiliskipulag og við vorum ánægðir með það. En svo kemur í ljós að fyrirvaralaust er búið að henda okkur út af deiliskipulagi, sem lagt var fram 10. apríl og komið í stað- inn lítið og pent veiðihús,“ segir hann. ,,Það hafði enginn úr borgar- kerfinu samband við okkur vegna þessa en við komust að þessu eftir að búið var að leggja [tillöguna] fyrir og samþykkja hana. Þegar einhver spurðist fyrir um málið var sagt að þetta væri gert í sátt og samlyndi við Stangaveiðifélag Reykjavíkur og að þörfum þess væri mætt annars staðar í Elliða- árdal. Það er hreinlega ósatt, það hafði enginn samband við okkur,“ segir Bergur. Skipulagsnefnd afturkallar auglýsta tillögu að deiliskipulagi í Elliðaárdal SVFR ósátt við að falla fyrir- varalaust út af skipulaginu TVÍTUG kona og rúmlega tvítugur karlmaður voru dæmd í 25 þúsund króna sekt hvort fyrir líkamsárás á Selfossi sl. haust og í byrjun þessa árs. Bæði játuðu greiðlega brot sín. Konan sló aðra konu nokkur högg í höfuðið snemma morguns á nýárs- dag sl. í þvottahúsi íbúðar á Selfossi með þeim afleiðingum að hún hlaut mar undir vinstra auga, eymsli og bólgu við nefrót og eymsli undir kjálka beggja vegna. Karlmaðurinn sló annan hnefa- högg í andlitið á Tryggvatorgi síðla nætur í september sl. með þeim af- leiðingum að brotaþoli fékk bólgu á vinstri kinn. Dómar í málum beggja gengu í Héraðsdómi Suðurlands. Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari kvað upp dómana. Ásta Stefánsdóttir sýslu- mannsfulltrúi sótti málin. Dæmd í sekt fyrir líkamsárás LÖGREGLAN í Reykjavík leysti upp fíkniefnasamkvæmi á sunnu- dagskvöld í miðbænum eftir tilkynn- ingu um ungmenni við neyslu fíkni- efna. Á vettvangi voru nokkrar stúlkur á aldrinum 15–16 ára og fimm karlmenn um tvítugt. Fannst mikið af tækjum til fíkniefnaneyslu ásamt leifum af fíkniefnum. Einnig fundust hnúajárn og barefli við leit í húsnæðinu. Lögreglan tók mennina og vistaði þá í fangageymslu en for- eldrar stúlknanna sóttu börn sín. Málið er til frekari rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Tekin við fíkni- efnaneyslu ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.