Morgunblaðið - 23.05.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.05.2002, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALÞÝÐUSAMBAND Íslands tók í fyrradag í notkun nýtt húsnæði sambandsins í Sætúni 1. Um er að ræða fyrstu hæð byggingarinnar þar sem Samvinnuferðir-Landsýn voru áður til húsa. Efling – stétt- arfélag, Lífeyrissjóðurinn Fram- sýn og Landssamtök lífeyrissjóða auk fleiri aðila, eru einnig með skrifstofur sínar í húsinu. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra var á meðal þeirra sem óskuðu forseta Alþýðusambands- ins til hamingju með nýja hús- næðið í fyrradag. „Það sem skiptir máli er að nú erum við í sambýli með Starfs- greinasambandinu og Sjómanna- sambandinu. Félagslega skiptir það auðvitað miklu máli fyrir Al- þýðusambandið og vonandi þessi sérsambönd líka. Þá er Efling líka fyrir í húsinu sem skiptir máli félagslega,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðu- sambands Íslands. Hann segir að ekki sé búið að ganga frá sölu á húsnæði ASÍ við Grensásveg en ýmis mál séu í deiglunni sem kunni að skýrast á næstunni. „Við höfum út af fyrir sig ekki miklar áhyggjur af því að við losnum ekki við það.“ Alþýðusambandið festi kaup á húsnæðinu í Sætúni í nóvember á seinasta ári fyrir framtíð- arstarfsemi sambandsins. Morgunblaðið/Kristinn ASÍ flytur í nýtt húsnæði STEINUNN Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi R-listans og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur, ÍTR, segir að í umræðum í borgarráði hefði það verið mat manna að áhugi og geta annarra að- ila, til að byggja upp líkamsræktar- stöð í Laugardalnum í Reykjavík, hefði ekki verið eins mikil og hjá Birni K. Leifssyni í World Class. Í Morgunblaðinu í gær mátti skilja orð Steinunnar sem svo að það mat hefði byggst á umsögn borgarverkfræð- ings og framkvæmdastjóra ÍTR. Í umsögn borgarverkfræðings, Stef- áns Hermannssonar og fram- kvæmdastjóra ÍTR, Ómars Einars- sonar, til borgarráðs, frá 2. nóvember 1998, og birt er í heild í blaðinu í dag, er hins vegar hvergi lagt mat á það að áhugi eða geta Björns sé meiri en hins aðilans sem sýndi verkefninu áhuga, þ.e. Ágústu Johnson hjá Hreyfingu. Slíkt mat kemur heldur ekki fram í bréfi borgarverkfræðings og framkvæmdastjóra ÍTR dagsettu 4. janúar 1999, en síðarnefnda bréfið var lagt fram á fundi borgarráðs 16. mars sama ár þegar ákveðið var að taka upp viðræður við Björn Leifs- son. Steinunn segir um þetta í sam- tali við Morgunblaðið í gær að það kunni að vera að hún hefði ekki orðað þetta nógu nákvæmlega í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag. „Það kann að vera að þetta hafi verið misvísandi hjá mér,“ segir hún „en það er alveg klárt hvernig málið liggur. Borgar- verkfræðingur og framkvæmdastjóri ÍTR skiluðu inn umsögn um málið til borgarráðs. Þar fór fram umræða um umsögnina. Síðan var hins vegar ákveðið, eftir ekki bara umræður í borgarráði heldur líka viðræður við borgarverkfræðing og framkvæmda- stjóra ÍTR, að fara ekki í forval. Menn töldu m.a. að Björn Leifsson ætti í þessu máli að fá að njóta frum- kvæðis síns,“ segir Steinunn og vísar til þess að Björn hafi átt hugmyndina að því að byggja líkamsræktarstöð við nýju sundlaugina í Laugardal. Steinunn ítrekar að það hafi verið samdóma álit allra sjö borgarráðs- fulltrúa að ganga til samninga við Björn á fundi 16. mars 1999. Á sínum tíma hefði svo verið rætt um málið í fjölmiðlum og rætt við málsaðila. „Þess vegna hlýt ég að velta því fyrir mér hvort þessi fréttaflutningur [af umræddu máli] dag eftir dag tengist á einhvern hátt komandi kosningum og áróðursstríði minnihlutans í borg- arastjórn Reykjavíkur.“ Vilji annarra yrði kannaður Inga Jóna Þórðardóttir, borgar- fulltrúi D-listans, leggur áherslu á að þegar ákvörðun hafi verið tekin um það í borgarráði 16. mars 1999 að taka upp viðræður við Björn Leifsson í World Class hafi málið verið kynnt þannig í borgarráði að aðeins einn að- ili hefði haft áhuga á verkefninu. „Á sínum tíma, þegar við erum að taka afstöðu til málsins eða í mars 1999, er ekki verið að ræða um neitt forval,“ segir Inga Jóna. „Þá lá fyrir niður- staða úr könnunarviðræðum sem borgarverkfræðingi og fram- kvæmdastjóra ÍTR var falið að fara út í. Niðurstaða þeirra var kynnt með þeim hætti í borgarráði að það væri einungis um einn aðila að ræða sem hefði sýnt raunverulegan áhuga; komið fram með hugmyndir og sýnt að hann hefði burði og getu til að ráð- ast í þetta verkefni. Á þeim forsend- um er ákveðið að ganga beint til samninga við hann.“ Inga Jóna segir að þá hefðu verið liðin nokkuð mörg ár frá því Björn Leifsson hefði sett fram upphaflegu hugmyndina um lík- amsræktarstöð í Laugardalnum. „Við sjálfstæðismenn lögðum hins vegar á það áherslu á fyrri stigum málsins að vilji annarra yrði jafn- framt kannaður. Þess vegna var farið í þessar könnunarviðræður og sam- þykkt að gera það í nóvember 1998,“ útskýrir Inga Jóna. Í bréfi borgar- verkfræðings og framkvæmdastjóra ÍTR til borgarráðs, dagsett 4. janúar 1999, kemur fram að báðir þeir aðilar sem lýst hafi yfir áhuga á verkefninu, þ.e. Björn í World Class og Ágústa hjá Hreyfingu, hafi enn áhuga á mál- inu. Bréfið var lagt fram á fundi borgarráðs 12. janúar 1999, en þar var frestað að taka það til umræðu, og það aftur lagt fram á fundi borg- arráðs 16. mars sama ár, eins og fyrr sagði. Spurð um þetta bréf, segir Inga Jóna að bréfið hafi verið lagt fram 16. mars með þeim skýringum að það væri einungis einn aðili sem hefði enn áhuga á málinu, þ.e. Björn Leifsson, enda bréfið skrifað rúmum tveimur mánuðum áður eða 4. janúar. Byggt á viðræðum við Björn Í umræðunni um þetta mál hefur komið fram hjá fulltrúum R-listans að Björn Leifsson hafi haft meiri burði en aðrir til að sinna verkefninu í Laugardalnum. Spurð að því á hvaða mati það byggist segir Stein- unn að það hafi m.a. byggt á viðræð- um við Björn á sínum tíma. „Borg- arlögmaður fór yfir það þegar samningurinn var gerður við Lauga ehf., félag í eigu Björns Leifssonar, hvort Laugar væru í skilum og svo frv. Þar kom ekkert óeðlilegt í ljós,“ segir Steinunn og bendir á að sú málsmeðferð sé í samræmi við ákveð- in vinnubrögð sem borgin viðhafi þegar gerðir eru samningar sem þessir. „Við erum ekkert að fara sérstak- lega ofaní bankabækur viðkomandi aðila en ef menn eru í skilum og reka rekstur sem ber sig og eru hvergi á neinum svörtum lista höfum við enga ástæðu til að ætla annað en að fólk geti staðið undir svona fjárfestingu.“ Steinunn bætir því við að þó svo komi í ljós í framtíðinni að ekkert verði af uppbyggingunni í Laugardalnum af hálfu Lauga sé það tryggt að nýja keppnislaugin verði byggð. Enn- fremur sé það tryggt að það svæði sem fara á undir heilsuræktina verði ekki ráðstafað til annars en íþrótta- starfsemi. Uppbygging heilsuræktarstöðvar í Laugardalnum Málið kynnt þannig að einungis einn hafi haft áhuga HÉR á eftir eru birt í heild bréf sem Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur og Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri Íþrótta- og tóm- stundaráðs skrifuðu til borgarráðs, hinn 2. nóv- ember 1998 og 4. janúar 1999. Fyrra erindið var lagt fram á fundi borgarráðs 3. nóvember 1998 og samþykkt af borgarráði. Síðara erindið var fyrst lagt fram í borgarráði 12. janúar 1999. Þar var því hins vegar frestað að ræða erindið. Það var aftur lagt fram í borgarráði 16. mars. Á þeim fundi samþykkti borgarráð að taka upp viðræð- ur við Björn K. Leifsson í World Class vegna lík- amsræktarstöðvar í Laugardalnum. Fyrra bréfið, sem dagsett er 2. nóvember 1998, hljóðar svo: „Á fundi borgarráðs 18. ágúst sl. var lagt fram bréf undirritaðra dags. 31. júlí 1998, varðandi lóð fyrir líkamsræktarstöð við sundlaugarnar í Laugardal. Borgarráð sam- þykkti að kannaður yrði áhugi einkaaðila á að koma að uppbyggingu og rekstri heilsuræktar- stöðvar í tengslum við sundlaugarnar og fól und- irrituðum að undirbúa tillögu um hvernig að könnun skyldi staðið. Eftirfarandi eru tillögur um hvernig staðið verði að þessu í áföngum: 1. Könnun á áhuga. Þegar hafa tveir aðilar lýst yfir áhuga á þessu og óskað eftir viðræðum um málið. Er lagt til að undirrituðum verði falið að ræða við þá, og verði með viðræðunum kann- að hvort áhugi er enn til staðar hjá báðum að- ilum og hvort þeir geri athugasemdir við þá að- ferð sem hér á eftir er lögð til og hvort þeir hafi áhuga á því útboðsformi sem þar kemur fram. Að loknum þessum könnunarviðræðum er lagt til að borgarráði verði gerð grein fyrir við- brögðum áður en lengra er haldið. 2. Forval. Að lokinni könnun tekur borgarráð ákvörðun um framhaldið, en hér er lagt til að auglýst verði forval á vegum ISR, að því til- skildu að í viðræðunum komi ekkert óvænt í ljós og að áhugi sé enn til staðar hjá a.m.k. einum að- ila til að bjóða í starfsaðstöðu með þeim hætti sem hér verður lýst. Í forvali verði auglýst eftir þeim sem áhuga kunna að hafa á að gera samning við borgina um þetta mál með þeim skilmálum sem hér fara á eftir. Í umsókn sinni skyldu þeir tilgreina hvers konar starfsemi og hve umfangsmikla þeir hafa áhuga á að reka á þessum stað, hversu stórt hús þeir hefðu áhuga á að reisa, hvaða þjónustu þeir þar myndu bjóða, og hvort þeir myndu sam- þykkja þá skilmála sem hér fara á eftir. Auk þess skyldu þeir gefa upplýsingar um umsvif núverandi reksturs fyrirtækisins og veita upp- lýsingar um fjárhagslega stöðu þess. Þegar umsóknir hafa borist í forvali verða þær metnar og þeim sem álitlegastar umsóknir eiga, einum eða fleiri, gefinn kostur á að gera til- boð. 3. Lokað samstarfsútboð. Í útboðslýsingu verði tilgreint hvaða skilmálar myndu gilda um gerð hússins, hæð þess og stærð, svo og kröfur um listræn gæði (húsagerðarlist) og tæknilegar kröfur um gæði og búnað m.a. með tilliti til hreinlætis. Um gjöld svo sem gatnagerðargjöld, heimtaugagjöld og önnur opinber gjöld myndu gilda almennir skilmálar, en sérstakt gjald væri tiltekið vegna bílastæða sem yrðu sameiginleg með sundlauginni og öðrum íþróttamannvirkj- um í Laugardal. Auk þess er lagt til að sérstakt gjald kæmi til vegna þessarar aðstöðu, bjóðend- ur myndu bjóða í það en lágmark væri tilgreint í útboðslýsingu. Lóð væri afmörkuð fyrir húsið miðað við grunnflöt þess eða eftir nánara samkomulagi og verður lóðaleiga reiknuð eftir þeim almennu reglum sem þar um gilda á hverjum tíma. Þá verði þar tilgreint hvaða kjara gestir heilsu- ræktarstöðvar muni á samningstímanum njóta fyrir aðgang að sundlaugunum, en í tilboði skyldi tilgreint hvaða kjör gestir sundlaugarinn- ar fengju í heilsuræktarstöðinni. Í útboðslýsingu skyldi jafnframt gerð grein fyrir hugmyndum um samstarfssamning ÍTR (rekstraraðila sundlauga) og rekstraraðila heilsuræktastöðvar um sameiginlega rekstrar- þætti. Í tilboði skyldi koma fram hversu mikið um- fram venjuleg gjöld tilboðsaðili vilji greiða fyrir þessa aðstöðu, hve stórt hús bjóðandi hyggst reisa og hvaða þjónustu hann hyggst veita þar. Vegna hinnar óvenjulegu staðsetningar á þessu mannvirki er lagt til að borgarsjóði verði tryggður forkaupsréttur og kaupréttur á því ásamt öllum réttindum sem því fylgja. Við mat á tilboðum er lagt til að auk verðs og tekna borgarsjóðs vegna bygginga og væntan- legs reksturs, verði metið hversu vel rökstuddar tillögur bjóðenda eru, hve umfangsmikil og góð þjónusta verður í boði, hver reynsla er af rekstri fyrirtækisins og hver fjárhagsleg staða þess er. Gæti t.d. fjárhagslegur þáttur vegið 60% en aðr- ir þættir 40% 4. Hugmyndasamkeppni. Nú stendur yfir samkeppni: „Hugmyndasamkeppni um 50 m yf- irbyggða keppnislaug í Laugardal.“ Þar kunna að koma fram tillögur sem gefa mismunandi möguleika á því fyrirkomulagi á samrekstri heilsuræktarstöðvar og sundlaugar sem þær hugmyndir sem hér eru til umfjöllunar byggjast á. Því er mikilvægt að allir fletir á þessu máli komi til skoðunar hjá borgaryfirvöldum á sama tíma. Er því lagt til að niðurstaða útboðs, ef sam- þykkt verður, komi til umfjöllunar í borgarráði samhliða niðurstöðu dómnefndar í hugmynda- samkeppninni.“ Undir bréfið rita: Ómar Einars- son, framkvæmdastjóri ÍTR og Stefán Her- mannsson, borgarverkfræðingur. Báðir aðilar hafa áhuga Síðara bréfið, sem dagsett er 4. janúar, 1999 hljóðar svo: „Í framhaldi af bréfi undirritaðra til borgarráðs dags. 2. nóvember sl. varðandi lóð fyrir líkamsræktarstöð við sundlaugina í Laug- ardal höfum við rætt við þá tvo aðila sem lýst höfðu áhuga á þessu máli. Báðir aðilar hafa að nýju lýst því yfir að áhugi þeirra sé enn til staðar og að þeir geri ekki at- hugasemdir við þá aðferð sem lýst var í bréfi okkar frá 2. nóvember sl. Í bréfinu sagði m.a: „Að loknum þessum könnunarviðræðum er lagt til að borgarráði verði gerð grein fyrir viðbrögðum áður en lengra er haldið“. Það er hér með gert og því þarf borgarráð að taka ákvörðun um framhald þessa máls áður en lengra er haldið. Til frekari upplýsinga er jafnframt rétt að skýra borgarráði frá því að í ársbyrjun mun dómnefnd dæma og skila niðurstöðum í sam- keppni um yfirbyggingu 50 metra sundlaugar í Laugardal við hlið núverandi mannvirkja og hugsanlegri líkamsræktarstöð.“ Undir bréfið rita Stefán Hermannsson borg- arverkfræðingur og Ómar Einarsson, fram- kvæmdastjóri ÍTR. Lagt til að farið verði í forval BRIGHT EYE nefnist alþjóðleg leitar- og björgunaræfing á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem fulltrúar níu landa taka þátt í hér á landi og lýkur í dag. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnar- liðsins, segir að einkum sé verið að æfa samskipti milli björgunar- stjórnstöðva í norðanverðu Atlants- hafi og styrkja samstarf nágranna- ríkja innan NATO á sviði leitar og björgunar. Í fréttatilkynningu frá Landhelg- isgæslu Íslands kemur fram að leit- arflugvél og varðskip frá gæslunni hafi tekið þátt í æfingunni, leitar- flugvélar frá Flugmálastjórn og varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli auk björgunarþyrlu og varðskips frá Færeyjum. Þá hafi þyrlur varn- arliðsins verið í viðbragðsstöðu. Friðþór segir að æfingarnar hér við land fari fram á hafinu suð- austur af landinu, á milli Íslands og Færeyja. Fyrr í þessum mánuði fóru fram æfingar við Eystrasalt og Norðursjó, sem einnig voru hluti af björgunaræfingunni. NATO löndin sem taka þátt í æf- ingunni eru auk Íslands, Belgía, Danmörk, Þýskaland, Holland, Noregur, Bretland og Bandaríkin. Svíar, sem ekki eiga aðild að banda- laginu, taka einnig þátt í æfingunni. Leitar- og björgunaræfing NATO Æfa samskipti við leit og björgun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.