Morgunblaðið - 23.05.2002, Page 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GOLFHERMAR, fullkominn
tækjasalur, þolfimi, verslun,
veitingastaður, hnefaleikar,
skvass, tennis, fótbolti, körfu-
bolti, badminton, gufubað,
jóga, sjúkraþjálfun og margt
fleira verður hægt að nálgast í
nýju alhliða heilsuræktar-
stöðinni sem opnuð verður í
Dalsmára í Kópavogi í ágúst.
Húsið sem áður var Tennis-
höll Kópavogs verður nýtt
undir stöðina og verður ný og
glæsileg miðbygging, sem
mun m.a. hýsa móttöku og
verslun, rísa á næstu vikum.
Það eru fyrirtækin Sport-
vangur og Baðhúsið sem sam-
einast hafa um rekstur hins
nýja Sporthúss. Áætlaður
kostnaður við bygginguna
nemur um 200 milljónum
króna. Stöðin verður rúmir
6.000 fermetrar að flatarmáli
og á að geta þjónað um 15
þúsund manns að sögn Þrast-
ar Jóns Sigurðssonar og Páls
Kristjánssonar frá Sporthús-
inu.
Fylgst náið með árangri
Byggingaraðili hússins er
Norðurstál. Nú er búið að rífa
eldri byggingu sem var milli
húsanna tveggja sem munu
hýsa Sporthúsið og einnig er
vinna við að setja upp milli-
veggi og annað inni í húsunum
sjálfum hafin, en fram-
kvæmdir hófust fyrir um
tveimur vikum. Nýja mið-
byggingin mun taka að rísa
innan fárra daga.
Ýmsar nýjungar verða í
Sporthúsinu og má þar nefna
svokallaðan þjónustulykil sem
veitir fólki aðgang að stöðinni
og skráir niður allar æfingar
sem viðkomandi gerir. „Iðk-
endur geta látið setja upp fyr-
ir þig æfingaprógramm í
þjónustulykilinn, gengið síðan
á milli tækja, stungið honum í
og fengið upplýsingar um
hvað þú átt að gera,“ útskýrir
Þröstur. „Síðan getur þú
prentað út árangur og hvern-
ig þú fylgir prógraminu eftir.“
Páll segir mikla eftirspurn
eftir golfhermum, enda golfið
ein vinsælasta íþróttagrein
sem stunduð sé hér á landi.
„Aðstaða hefur ekki fylgt
auknum áhuga að en Sport-
húsið kemur til með að bæta
úr því.“
Páll segir að hugsanlega
komi milli 30 og 40 manns til
með að vinna í Sporthúsinu en
viðræður við starfsfólk standa
yfir. „Við sjáum skemmtilega
íþróttahöll rísa sem á að þjóna
mjög breiðum hópi fólks á
ýmsum sviðum.“
Alhliða heilsurækt
verður í Sporthúsinu
Morgunblaðið/Golli
Búið er að rífa eldri miðbyggingu á lóðinni.
Kópavogur
Svona kemur Sporthúsið í Kópavogi til með að líta út að utan þegar húsið verður fullbyggt
en framkvæmdir við miðbygginguna hefjast á allra næstu vikum.
FYRSTA skóflustunga að
Hamraborg 8, byggingu yfir
Hafnarfjarðarveginn sem til
þessa hefur klofið miðbæ
Kópavogs, var tekin af Gunn-
ari Birgissyni, formanni bæj-
arráðs, í gær. Í fréttatilkynn-
ingu segir að þetta sé fyrsta
bygging sinnar tegundar á Ís-
landi þar sem húsnæði er
byggt yfir fjölfarin umferðar-
mannvirki.
Byggingin sem um ræðir er
fyrsti hluti yfirbyggingar allr-
ar gjárinnar á milli brúna og
kemur til með að tengja vel
saman eldri kjarna Hamra-
borgar við nýja tónlistar- og
náttúrugripasafnshúsið og
Gerðarsafnið.
Húsið verður á tveimur
hæðum og er grunnflötur
hvorrar hæðar u.þ.b. 1.000
fermetrar. Gert er ráð fyrir að
í byggingunni verði m.a. op-
inber stofnun, verslanir, lyfja-
verslun og fleira.
Ráðgert er að framkvæmd-
ir hefjist nú um mánaðamótin
og að húsið verði fullbúið að
ári liðnu.
„Steyptir verða burðar-
veggir upp í sömu hæð og
brýrnar og á milli þeirra
koma stálbitar,“ segir Krist-
inn Jörundsson hjá Ris ehf.
sem er lóðarhafi og bygging-
araðili hússins. „Ofan á þá
koma síðan holplötur. Húsið
sjálft verður síðan byggt ofan
á þetta. Endar hússins og
miðja verða uppsteypt, en á
milli koma stálbitar og hol-
plötur. Báðar langhliðar húss-
ins verða síðan alsettar glugg-
um og léttri klæðningu.“
Ris ehf. vinnur verkið í
samvinnu við Kópavogsbæ og
Vegagerðina og er heildar-
kostnaður við framkvæmdirn-
ar áætlaður 300–350 milljónir
króna. Benjamín Magnússon
arkitekt hannaði húsið og
Verkfræðistofan Hamraborg
annast hönnun burðarvirkis
og lagna.
„Húsið fellur inn í heildar-
mynd miðbæjar Kópavogs,“
segir Kristinn, „sem er í sam-
ræmi við verðlaunatillögu
sem unnin var af Benjamín
Magnússyni arkitekti og Auði
Sveinsdóttur landslagsarki-
tekti.“
Morgunblaðið/Golli
Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs, tekur fyrstu
skóflustungu að yfirbyggingu yfir gjána í Kópavogi.
Byggt yfir gjána
Kópavogur
STUÐNINGSMENN Víkinga
geta farið að hlakka til sum-
arsins í Víkinni því þar er
verið að koma upp nýrri
áhorfendastúku og mun
fyrsti áfangi hennar, sem nú
er í byggingu, rúma 1.160
manns í sæti. Fyrsti leikurinn
sem áhorfendur geta fylgst
með úr nýju stúkunni fer
fram næstkomandi sunnu-
dagskvöld kl. 20 milli Víkings
og Stjörnunnar í 1. deildinni.
Bygging stúkunnar hófst
fyrir tæpu ári. „Stúkan verð-
ur algjör bylting þegar hún
er komin í gagnið,“ segir Þór
Símon Ragnarsson, formaður
Víkings. „Það er óhætt að
segja að stúkan sé lang-
þráður draumur okkar Vík-
inga.“
Áætlað er að stúkan með
þaki og sætum kosti um 60
milljónir króna fullbúin.
Áætlanir eru einnig um að
nýta hana sem geymslurými
fyrir ýmsan búnað félagsins.
Framkvæmdirnar hafa verið
fjármagnaðar með fram-
lögum félagsmanna og 10
milljónir króna komu frá
Reykjavíkurborg. „Við eig-
um síðan eftir að fjármagna
áframhaldið, en við erum
ekki í miklum lántökum
ennþá. Við stefnum að því að
afla fjár enn frekar meðal fé-
lagsmanna og eins vonumst
við til að fá frekari stuðning
frá borginni, en viðræður eru
í raun ekki komnar í gang
ennþá.“ Þór segist bjartsýnn
á að fjármögnunin gangi vel,
með hjálp félagsins og ann-
arra. Þór segir að Víkingur
hafi nýverið fengið fjárveit-
ingu til lagfæringa á húsnæði
sínu. „Við erum með óinn-
réttað 200 fermetra rými í
kjallaranum sem okkur er
farið að vanta undir starf-
semina. Við stefnum að því
að hefja framkvæmdir þar á
þessu ári.“ Þór segir að rým-
ið verði innréttað sem bún-
ingsklefar, geymslur og fé-
lagsaðstaða.
Þór vonast til að með
bættri aðstöðu við höf-
uðstöðvar Víkings aukist að-
sókn á völlinn. „Við væntum
þess að fleiri áhorfendur láti
sjá sig, það hefur mikil áhrif
og heilmikið að segja.“
Morgunblaðið/Golli
Þegar þessi mynd var tekin fyrir tveimur vikum var að
komast endanleg mynd á stúkuna.
Ný stúka
á velli
Víkings
Fossvogur
STARFSMENN á vegum
Reykjavíkurborgar eru
þessa dagana í óða önn að
fegra borgina fyrir sum-
arið með gróðursetningum,
tiltektum og öðru sem
gleður augað.
Ungt fólk hafði komið
sér fyrir í Ártúnsbrekkunni
er ljósmyndari Morg-
unblaðsins átti þar leið um
í gær. Með skóflur og lit-
skrúðug blóm að vopni ætl-
uðu þau að setja mark sitt
á brekkuna með merki
borgarinnar.
Morgunblaðið/Golli
Merki borgarinnar gróðursett
Ártúnsholt
ÞEIR sem ganga með arki-
tekt eða byggingaverkfræð-
ing í maganum geta nú látið
ljós sitt skína því næstkom-
andi laugardag efnir dag-
skrárnefnd Arkitektafélags
Íslands og Íþrótta- og tóm-
stundaráð Reykjavíkur til
sandkastalakeppni á yl-
ströndinni í Nauthólsvík.
Keppnin er öllum opin og
geta hvort heldur einstak-
lingar eða hópar tekið þátt.
Keppendur þurfa að taka
með sér skóflu og önnur
verkfæri til sandkastalagerð-
arinnar en stórtækum bygg-
ingarmönnum skal bent á að
vélknúin verkfæri eru ekki
leyfð.
Keppnin hefst klukkan
12:00 og lýkur kl. 15:00.
Verðlaunaafhending verður
klukkan 15:30 þegar dóm-
nefnd hefur lokið störfum.
Veitt verða verðlaun fyrir
frumlegasta sandkastalann,
bestu eftirmyndina og einnig
verða veitt sérstök barna-
verðlaun fyrir keppanda/
keppendahóp yngri en 12
ára. Dómnefndina skipa
myndlistarmaður, arkitekt
og fulltrúi frá ÍTR.
Glæsibyggingar úr sandi
Nauthólsvík
SAMÞYKKT var í borgarráði
í vikunni að veita 50 milljón-
um króna aukalega til að ráða
allt að 200 skólanema til sum-
arstarfa hjá stofnunum og
fyrirtækjum Reykjavíkur-
borgar. Í samþykktinni segir
að Vinnumiðlun skólafólks sé
falið að gera tillögur um
vinnustaði í samráði við við-
komandi stofnanir.
Alls sóttu 2.160 skólanemar
um sumarstarf hjá Vinnu-
miðlun skólafólks en sam-
kvæmt könnun eru 1.825 um-
sóknir af þeim gildar. Áður en
viðbótarfjárveiting var heim-
iluð var fyrirhugað að ráða
946 skólanema til starfa hjá
fyrirtækjum og stofnunum
borgarinnar og því voru 879
án starfa.
Í framhaldi af könnun á at-
vinnumálum skólafólks sem
borgarráð samþykkti að ráð-
ast í var kannað hvaða stofn-
anir gáti tekið við fleira fólki
til starfa innan fjárhags-
ramma viðkomandi stofnunar
og með viðbótarfjárveitingu
sem nú hefur verið heimiluð.
Viðbótarfjárveiting vegna
sumarvinnu skólafólks
Reykjavík