Morgunblaðið - 23.05.2002, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.05.2002, Qupperneq 17
Alls hafa borist tæplega 550 ábendingar um barnaklám frá notendum Netsins hér á landi, eða tæplega 100 á mánuði að meðaltali, frá því verkefni Barna- heilla, Stöðvum barnaklám á Net- inu, fór af stað í lok október sl. Þá var komið upp tilkynninga- hnappi á vef samtakanna, www.barnaheill.is, þar sem not- endur Netsins eru hvattir til að láta vita ef þeir rekast á barna- klám. Allar vefsíður með barna- klámi, sem Barnaheill hafa fengið ábendingar um hingað til, eru vistaðar á netþjónum erlendis. „Þessi viðbrögð sýna að Íslend- ingar láta sig þetta mál miklu varða og eru tilbúnir að vinna með Barnaheillum að því að upp- ræta það ofbeldi á börnum sem hefur viðgengist á Netinu. Og við erum ekki ein í þessari baráttu því fleiri samtök og félög hér á landi, s.s. Heimili og skóli og bandalag evrópskra tölvunot- enda (CECUA), vinna einnig að því að auðvelda foreldrum að verja börn sín gegn hættum á Netinu,” segir Kristín Jónasdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla. Barnaheill eiga aðild að Inhope, alþjóðlegum samtökum sem berj- ast gegn barnaklámi á Netinu. Verkefnið nýtur styrks undir fram- kvæmdaáætlun Evrópusambands- ins um öryggi á Netinu, Safer Internet Action Plan. Starfsfólk Barnaheilla fylgir reglum Inhope um meðferð ábendinga. Vefsíður sem ábend- ingar berast um eru skoðaðar og metið hvort á þeim komi fram barnaklám. „Sem betur fer er ekki alltaf um barnaklám að ræða og/eða vefsíða er þannig sett upp að það er erfitt fyrir okkur að meta það. Stundum hefur síðum verið lokað eða slóðum breytt. Því er brýnt að skoða ábendingar fljótt og koma þeim í réttan farveg. Upplýsingar um síður, sem virðast vistaðar í landi þar sem Inhope starfar, eru sendar áfram til samstarfsfólks þar. Að öðrum kosti er lögreglu hér tilkynnt um slóðirnar.” Kristín segir að hið alþjóðlega samstarf Inhope og yfirvalda hafi þegar leitt til handtöku barna- níðinga í mörgum löndum og fjöldi barna hafi fengið hjálp. Hún hvetur notendur Netsins hér á landi til að halda áfram að senda ábendingar til Barnaheilla og taka þannig þátt í því að stöðva barnaklám á Netinu. „Því fleiri sem leggja okkur lið, því meiri von gefum við þeim börn- um sem verða fyrir þessu ofbeldi og óhamingju.” Tvö ungmenni, Haukur Sigurðsson og Íris Ósk Traustadóttir, voru full- trúar Íslands á Barnaþingi Samein- uðu þjóðanna sem haldið var í New York nú í maí í tengslum við aukaallsherjarþing Sþ um réttindi barna. Ráðgert hafði verið að halda þingið í september á síðasta ári en því var frestað vegna hryðjuverkanna í New York. Páll Pétursson félagsmálaráðherra leiddi opinbera sendinefnd Íslands en í henni áttu m.a. sæti tveir full- trúar frá Barnaheillum. Barnaþingið sóttu 350 börn og ungmenni víðs vegar að úr heim- inum. „Tilgangurinn með þing- inu var m.a. að gefa ungu fólki tækifæri til að hafa áhrif á fram- kvæmdaáætlun sem snertir þeirra málefni. Félagsmálaráðuneytið og fastanefnd Íslands hjá Sþ eiga þakkir skildar fyrir góða skipu- lagningu. Fulltrúar Íslands, þau Haukur og Íris Ósk, stóðu sig frá- bærlega og voru góðir fulltrúar lands og þjóðar,” segir Kristín Jónasdóttir. F R É T T I R A F S T A R F S E M I N N I 1. TBL. 3. ÁRG. MAÍ 2002 Barnaheill-Save the Children Iceland Laugavegi 7, 101 Reykjavík Sími: 561 0545 Fax: 552 2721 Ábyrgðarmaður: Krístín Jónasdóttir barnaheill@barnaheill.is www.barnaheill.is P R [pje err] Barnaheill þakka stuðninginn: Akraneskaupstaður Akureyrarbær Austurbæjarskóli Ás fasteignasala Bárðdælahreppur Bifreiðaverkstæði Kópavogs Bolungarvíkurkaupstaður Borgarbyggð Bónstöð Reykjavíkur Breiðagerðisskóli Búðarhreppur Dalvíkurbyggð Davíð S. Jónsson Deiglan Eignamiðlunin Endurskoðun Norðurlands Fagus hf. Félag málmiðnaðarmanna Flugleiðir Garðabær Glerborg ehf. Grindavíkurbær Hagaskóli Hátækni ehf. Hitaveita Suðurnesja Hríseyjarhreppur Húsavíkurbær Ísafjarðarbær Ísboltar hf. Íslandsbanki Íslandsmarkaður Íslensk tækni ehf. Íslenskir söfnunarkassar J.Á. Verktakar Jón Ásbjörnsson hf. Kaupþing Kemís Kjarnavörur Kópavogsbær KPMG Endurskoðun Kvótasalan ehf. Leikskólar Reykjavíkur Omega Farma Ó. Johnson & Kaaber Raflagnir Íslands Raftæknistofan hf. Rolf Johansen Selfossveitur Seltjarnarnesbær Sementsverksmiðjan Skipasýn Skólaskrifstofa Kópavogs Skráningarstofan hf. Skútustaðahreppur Smith & Norland Sparisjóður vélstjóra Spennubreytar Starfsmannafél. ríkisstofnana Stilling ehf. Stjarnan ehf. Súðavíkurhreppur Sveitarfélagið Hornafjörður Sveitarfélagið Ölfus Sæhamar Tempra hf. Texti ehf. Trésmiðja Þráins E. Gíslas. Útgerðarfélagið Bára Veiðarfærasalan Dímon ehf. Veiðarfæraverslunin Verbúðin Verðlagsstofnun Verkfræðistofan Afl Verkfræðistofan Vista Verzlunarmannafélag Rvk. Vestmannaeyjabær Vídd ehf. Þórsberg ehf. AUGLÝSING Börn eru okkar hjartans mál Ríkisstjórn Íslands hefur styrkt neyðaraðstoð Save the Children fyrir börn í Afganistan um tvær milljónir króna. Kristín Jónasdóttir framkvæmdastjóri segir mikilsvert að geta tekið þátt í hjálparstarfi fyrir börn erlendis með stuðningi ríkisstjórnarinnar og að þetta fé muni renna til uppbyggingar skólastarfs í Afganistan. 0 20 40 60 80 100 120 Nóv Des Jan Feb Mar Apr Á b e n d i n g a r Kiwanismenn styðja við Geldingalæk Kiwanisklúbburinn Höfði hefur frá upphafi stutt við meðferðar- heimili Barnaheilla á Geldinga- læk sem nú hefur verið starfrækt í tæp tíu ár í samvinnu við Barnaverndarstofu. Þar dvelja að jafnaði sex börn. Kiwanismenn hafa farið í vinnu- ferðir að Geldingalæk á hverju ári og dyttað að húsum, gróðri og girðingum. Þá hafa þeir fært heimilinu leiktæki, börnunum glaðning á jólum og flugelda um áramót. Brynjólfur Gíslason, fv. forseti Höfða, segir þetta hafa verið afar ánægjulegt verkefni. „Við höfum reynt að gera um- hverfið skemmtilegra og átt mjög gott samstarf við forráðamenn heimilisins. Við förum í vinnu- ferðir á hverju sumri, auk ára- mótaferðanna. Það er alltaf gaman að koma að Geldingalæk og hefur gefið okkur mikið.” Saltkaup styrkja starf Barnaheilla Fyrirtækið Saltkaup hf. færði Barnaheillum 100.000 krónur að gjöf í desember síðastliðnum. Kann stjórn samtakanna fyrir- tækinu miklar þakkir fyrir þetta veglega framlag. Aðalfundur haldinn 30. maí nk. Aðalfundur Barnaheilla, Save the Children, verður haldinn fimmtudag- inn 30. maí nk. kl. 17.00 á Grand Hótel Reykjavík. Á dagskrá eru venju- leg aðalfundarstörf. Allir félagar Barnaheilla eru velkomnir. Verkefnið Stöðvum barnaklám á Netinu: Fjöldi ábendinga um barnaklám Viltu gerast félagi í Barnaheillum? Hafðu þá samband við skrifstofu samtakanna í síma 561 0545 eða með tölvupósti, barnaheill@barnaheill.is Kiwanisfélagar úr Höfða dytta að útihúsi á Geldingalæk. Ríkisstjórnin styrkir neyðaraðstoð Save the Children í Afganistan Starfsfólk hjá Saltkaupum. • Barnaheill taka þátt í að setja upp leikaðstöðu fyrir börn á hinum nýja Barnaspítala Hringsins. • Barnaheill standa að útgáfu bæklinga og annars efnis sem ætlað er foreldrum og forráðamönnum barna. Meðal þess má nefna Ritröð Barnaheilla, Barna- sáttmála Sameinuðu þjóð- anna, bókina Þetta er líkaminn minn og Kisuplakatið. • Samtökin eiga tvær íbúðir í Reykjavík sem ætlaðar eru fjölskyldum veikra barna af landsbyggðinni. • Barnaheill hafa í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kennaraháskólann efnt til námskeiða um réttindi barna og mikilvægi fræðslu um mannréttindi í skólum. SMÆLKI Bi rt m eð le yf i U N HC R O S TA O G SMJÖRSA LA N S /F Barnaþing Sameinuðu þjóðanna: Góðir fulltrúar fyrir Ísland
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.