Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ UPPSKERUHÁTÍÐ körfuknatt- leiksdeildar UMFN fyrir nýliðinn vetur fór fram í síðustu viku. Fram kom í máli Hafsteins Hilm- arssonar, formanns deildarinnar, að veturinn hefði verið einn sá glæsilegasti í sögu félagsins til þessa, hvar sem litið væri á í starfinu. „Árangur sem þessi kem- ur ekki af sjálfum sér og ljóst að mikil vinna liggur að baki og ber að þakka öllum þeim er koma að barna- og unglingastarfseminni,“ sagði Hafsteinn. Auk Íslandsmeistaratitils í karlaflokki unnu yngri flokkar fé- lagsins til fjögurra titla sl. vetur og einn bikarmeistaratitil. Bætir það besta árangur félagsins frá því í fyrra. Hafsteinn sagði að Ís- landsmeistaratitlar félagsins í yngri flokkum væru orðnir 26 og þar af 7 á síðustu tveimur árum og bikarmeistaratitlarnir væru orðnir 10. Alls eru þetta því 17 titlar eftir tvö keppnistímabil hjá yngri flokkunum. Á uppskeruhátíðinni voru veitt einstaklingsverðlaun í hverjum flokki, sem Íslenskur markaður og Vífilfell gáfu. Einnig var Elfars- bikarinn afhentur, en hann er veittur þeim iðkanda sem talinn er efnilegastur í yngri flokkunum. Bikarinn er gefinn í minningu Elf- ars Jónssonar, leikmanns UMFN, er lést ungur af slysförum. Jóhann Árni Ólafsson fékk Elfarsbikarinn að þessu sinni en hann lék bæði með 10. og 11. flokki og að auki með drengjaflokki. Jóhann hefur leikið stórt hlutverk í öllum sínum flokkum, verið fastamaður í drengjalandsliði Íslands og var t.d. langstigahæsti leikmaður Scania Cup-mótsins um páskana með um 32 stig í hverjum leik. Fríður hópur allra verðlaunahafa á uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar UMFN. Sautján titlar yngri flokka á tveimur árum Njarðvík REYKJANESBÆR hefur lokið byggingu 25 félagslegra leiguíbúða fyrir aldraða á Kirkjuvegi 5 í Keflavík og voru þær afhentar íbú- um til notkunar við hátíðlega at- höfn í gær. Fulltrúi verktakans, Hjalta Guðmundssonar ehf., af- henti Skúla Þ. Skúlasyni, forseta bæjarstjórnar, húsið og hann sá síðan um að leigjendurnir fengju lykla sína afhenta. Könnun sem gerð var fyrir þremur árum í tilefni af ári aldr- aðra, staðfesti þann grun félags- málayfirvalda að margir aldraðir einstaklingar væru í húsnæðis- vandræðum, samkvæmt upplýsing- um Hjördísar Árnadóttur, félags- málastjóra Reykjanesbæjar, sem er formaður byggingarnefndar Kirkjuvegar 5. Bæjarstjórn ákvað að bæta úr þessu með byggingu 25 félagslegra leiguíbúða og fékk til þess lánsloforð hjá Íbúðalánasjóði. Kostnaði haldið niðri Eftir alútboð var samið við Hjalta Guðmundsson ehf. um byggingu húss sem teiknað var á Teiknistofunni ehf., Ármúla 6. Þá var samið við VSÓ ráðgjöf um eft- irlit og umsjón með verkinu. Húsið er samtals 1.575 fermetrar og hver íbúð 63 fermetrar. Á sínum tíma kom fram að með því að nota alútboð tækist að halda byggingarkostnaði í lágmarki og þar með leigugjaldi væntanlegra íbúa hússins. Kostnaður við fram- kvæmdina var áætlaður 190 millj- ónir króna eða sem svarar um 7,5 milljónum á hverja íbúð og segir Hjördís útlit fyrir að sú áætlun standist eins og áætlun um fram- kvæmdatíma. Yfir 30 umsóknir bárust þegar húsnæðisnefnd Reykjanesbæjar auglýsti íbúðirnar til leigu og voru flestir í forgangshópi samkvæmt settum skilyrðum. Allar íbúðirnar komast því strax í leigu. Skúli Þ. Skúlason, forseti bæj- arstjórnar, óskaði íbúum Reykja- nesbæjar til hamingju með daginn og hinum nýju íbúum til hamingju með ný heimkynni þegar þeir fengu lyklavöldin að íbúð sinni. „Þegar ekið er inn á lóðina er eins og húsið taki okkur opnum örm- um, það faðmar okkur að sér. Það er sannfæring mín að andinn inn- andyra verður jafn notalegur og utandyra. Staðsetning hússins er í hjarta bæjarins þar sem stutt er í þjónustu, mannlíf og notalega úti- veru,“ sagði Skúli meðal annars. Við athöfnina færði verktakinn íbúum hússins að gjöf fánastöng sem þar hefur verið komið fyrir. Ljósmynd/Víkurfréttir Andrés Hjaltason, framkvæmdastjóri Hjalta Guðmundssonar ehf., ávarpaði viðstadda á samkomu sem fram fór við Kirkjuveg 5, áður en hann afhenti forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar húsið sem lokið er við að byggja. Leiguíbúðir aldraðra við Kirkjuveg teknar í notkun Húsið tekur okkur opnum örmum Reykjanesbær BÆJARSTJÓRN Sandgerðis hefur hafnað því að endurskoða andstöðu sína við staðsetningu nýrra íbúða aldraðra sem Gerðahreppur hyggst reisa á eignarlóð hjúkrunarheimilis- ins Garðvangs í Garði. Jafnframt lýsir bæjarstjórn stuðningi við störf fulltrúa síns í stjórn Garðvangs en hann er formaður stjórnarinnar þetta árið. Garðvangur er í eigu fjögurra sveitarfélaga á Suðurnesjum og hafa þrjú þeirra, öll nema Gerða- hreppur, lýsti yfir andstöðu við byggingu íbúða aldraðra á þeim stað sem hreppsnefnd Gerðahrepps vill, en hann er á eignarlóð Garð- vangs, telja bygginguna þrengja um of að starfsemi hjúkrunarheimilis- ins. Hafa sveitarstjórnirnar þannig tekið undir skoðanir fulltrúa sinna í stjórn heimilisins og þær hafa ekki skipt um skoðun þrátt fyrir áskor- anir Gerðahrepps. Auglýst hefur verið breyting á deiliskipulagi um- ræddrar lóðar í samræmi við hug- myndir hreppsnefndar og á morgun verða opnuð tilboð í byggingu íbúð- anna. Gæta hagsmuna íbúanna Sigurbjörg Eiríksdóttir, bæjar- fulltrúi í Sandgerði og formaður stjórnar Dvalarheimila á Suðurnesj- um, segir að stjórnin telji að fyr- irhugaðar nýbyggingar séu of ná- lægt Garðvangi og þrengi mjög að sólstofu sem sé aðalsetustofa íbú- anna. Það sé óþarfi þar sem nóg landrými sé í Garðinum og hafi stjórnin frá upphafi bent á annan og heppilegri stað í nágrenni Garðv- angs. Sigurbjörg leggur áherslu á að stjórn heimilisins sé falið að gæta hagsmuna íbúanna, gamla fólksins sem þar dvelur nú og í framtíðinni, og það ráði afstöðu þeirra. Óbreytt afstaða í lóðarmáli Garður PATRICIA Hand, sem býr í Vogum á Vatnsleysuströnd, er félagi í SPIN (Silk Painters International). Hún hefur nú málað friðarfána á silkidúk sem verður til sýnis á ráðstefnu sam- takanna í Marylandháskóla í Banda- ríkjunum í júní. Ráðgert er að fáni þessi verði síðan á farandsýningum víðs vegar um Bandaríkin. Patricia er áströlsk að uppruna en hefur búið á Íslandi áratugum saman. Myndin var tekin í Háskólakapell- unni, en þar fara fram guðsþjónust- ur á ensku kl. 11 annan sunnudag í hverjum mánuði. Í júní fer guðsþjón- ustan þó fram í Kálfatjarnarkirkju. Friðarfáni á farand- sýningu Vogar HIÐ gamla olíubirgðasvæði varnarliðsins milli Ytri-Njarð- víkur og Keflavíkur í Reykja- nesbæ sem verið er að hreinsa og bæjaryfirvöld hafa áhuga á að nýta til uppbyggingar hefur verið rangnefnt Nikkelsvæði eða jafnvel Nickel-svæði í frétt- um og opinberum gögnum. Svæðið dregur nafn sitt af her- búðum sem nefndar voru eftir manni að nafni Julius R. Nikel og er Nikel-svæðið, með einu k-i, því réttara heiti. Samkvæmt upplýsingum Friðþórs Eydal, upplýsingafull- trúa varnarliðsins, dregur svæð- ið nafn sitt af búðum liðsmanna 21. byggingarsveitar Banda- ríkjahers sem fyrstir hófu fram- kvæmdir við flugvallagerð í ná- grenni Keflavíkur snemma árs 1942. Búðirnar nefndu þeir Camp Nikel eftir ungum liðs- manni byggingarsveitarinnar, Julius R. Nikel að nafni, sem lét lífið í vinnuslysi á Langley-flug- velli í Virginíu 23. maí árið 1941. Búðirnar stóðu á svæðinu of- an og vestan við Reykjaneshöll- ina, austan Flugvallarvegar. Varnarliðið reisti eldsneytist- anka þar snemma á sjötta ára- tugnum og færðist þá nafn búð- anna á allt tankasvæðið. Varnarliðið hætti að nota neðri hluta svæðisins fyrir mörgum árum. Verið er að hreinsa mengun og mannvirki af Neðra-Nikel-svæðinu og síðan verður því skilað til íslenskra stjórnvalda. Nikel- svæðið skrifað með einu k-i Njarðvík HALLA Har er með málverkasýn- ingu í Framsóknarhúsinu í Reykja- nesbæ, Hafnargötu 62 í Keflavík, fram á kjördag. Framsóknarhúsið er opið alla virka daga frá kl. 11 til 22 og á kjördag frá kl. 8. Sýnir í Fram- sóknarhúsinu Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.