Morgunblaðið - 23.05.2002, Síða 20
LANDIÐ
20 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LEIKSKÓLINN Klettaborg út-
skrifaði börn fædd 1996 með við-
höfn í Félagsmiðstöðinni Óðali
fimmtudaginn 16. maí. Nemend-
urnir koma af þremur deildum og
var skipt í hópa eftir þeim. Fyrst
fluttu nemendur frá deildinni Katt-
holti ljóð eftir Halldór Laxness, þá
fluttu börnin á Sjónarhóli ljóð úr
Stafrófskverinu eftir Þórarin Eld-
járn, og krakkarnir í Ólátagarði
fluttu leikþátt um stafinn sinn og
þuluna „Einn og tveir, inn komu
þeir“. Þá var sameiginlegur söng-
ur allra deilda og dansatriði frá
danskennslu vetrarins við lagið
„Hey babe“. Í lokin voru börn-
unum afhent útskriftarskjöl. Fullt
hús var af foreldrum, ömmum og
öfum og systkinum sem nutu dag-
skrárinnar og síðan veitinga í boði
foreldra í umsjá foreldrafélagsins.
Leikskóla-
nemendur
útskrifast
Borgarnes
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Börnin á „Sjónarhóli“ fluttu ljóð úr Stafrófskverinu eftir Þórarin Eldjárn.
LILLUKÓRINN er kvennakór,
skipaður söngvurum vítt úr Húna-
þingi vestra. Kórinn hélt upp á tíu
ára afmæli sitt nú á dögunum, með-
al annars með söngskemmtun í Fé-
lagsheimilinu Hvammstanga.
Stjórnandi kórsins er Lilla, Ingi-
björg Pálsdóttir, og heitir kórinn
eftir henni. Undirleikari nú er Guð-
jón Pálsson. Kórinn hefur árlega
sungið á vordögum, bæði heima og
eins farið í söngferðir. Gestasöngv-
ari á tónleikunum var Jóhann Már
Jóhannsson, söngbóndi úr Skaga-
firði. Fékk kór og einsöngvari afar
góðar viðtökur gesta.
Mikið framboð er á sunginni tón-
list í héraðinu, starfandi margir
kórar og sönghópar. Fyrir skömmu
tóku nokkrir einstaklingar sig sam-
an og efndu til „Eurovision“
skemmtunar í Félagsheimilinu
Hvammstanga. Rúmlega tuttugu
söngvarar spreyttu sig á lögum úr
keppninni, allt frá 1969 til þeirrar
síðustu, við undirleik hljómsveitar.
Verðlaun fyrir bestan söng hlaut
Brynja Ósk Víðisdóttir, en nokkrir
fengu viðurkenningar. Kunnu hér-
aðsbúar vel að meta framtakið og
var húsfyllir.
Sönggleði á Hvammstanga
Morgunblaðið/Karl Á.Sigurgeirsson
Lillukórinn á tónleikum, Lilla lengst til hægri.
Hvammstangi
HENDUR stóðu fram úr ermum fyr-
ir skömmu í Sumarbúðum kirkjunn-
ar við Vestmannsvatn í Aðaldal er
Soroptimistaklúbbur Húsavíkur og
nágrennis mætti á staðinn til þess að
laga og bæta það sem látið hefur á sjá
í húsnæðinu á undanförnum árum.
Félagar eru konur í héraðinu sem
hafa að markmiði að láta eitthvað
gott af sér leiða og nú var ákveðið að
gefa vinnu eina helgi.
Unnið var að verkefninu í tvo daga.
Á fyrri deginum voru 19 konur að
störfum í tólf klukkutíma og 9 konur
seinni daginn frá kl. 9–17. Konurnar
máluðu matsalinn og saumuðu í hann
gluggatjöld, máluðu anddyri í aðal-
inngangi, máluðu skrifstofur prest-
anna og saumuðu gluggatjöld í þær,
þá var setustofa í efra húsinu máluð
og þar settir nýir gluggakappar og
margt fleira.
Mikil ánægja var yfir því hjá fé-
lagskonum að geta orðið þarna að liði
en að sögn Helgu J. Stefánsdóttur
formanns klúbbsins var skipuð ný
stjórn sumarbúðanna sem fjallað hef-
ur um endurreisn þeirra og m.a. hef-
ur verið samþykkt þriggja ára end-
urbótaáætlun. Þar sem nokkurt
fjármagn fékkst var ákveðið að
virkja heimamenn til starfa til þess
m.a. annars að nýta betur fram-
kvæmdafé. Soroptimistaklúbbur
Húsavíkur og nágrennis verður tutt-
ugu ára á næsta ári og hefur lagt mjög
mörgum málefnum stuðning á starfs-
ferli sínum. „Systurnar“ eins og þær
kalla sig stundum taka þátt í bæði al-
þjóðaverkefnum og landsverkefnum
og einnig vinna þær mikið á héraðs-
vísu. Þær hafa séð um dreifingu Ár-
bókar Þingeyinga, flokkað bækur í
bókasafninu í Hvammi, dvalarheimili
aldraðra, styðja oft við bakið á fólki í
erfiðleikum, eiga gróðurreit sunnan
Húsavíkur, halda opna fundi um þarf-
leg málefni eins og félagsmál ýmis-
konar, tryggingamál, vímuefni, um-
hverfismál og margt fleira. Þá hafa
félagar haldið opna fundi um sálfræði,
stöðu sjúkrahússins og um málefni út-
lendinga sem hér búa auk þess sem
þær styðja barnaþorp í Afríku.
Kirkjunnar menn í Þingeyjarsýslu
eru himinlifandi yfir framtaki Soropt-
imistaklúbbsins og í sumar verður að
venju lífleg starfsemi við Vestmanns-
vatn, en þar mun dveljast bæði ungt
fólk og eldri borgarar.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Hulda Ragnheiður Árnadóttir á
fullu í hreingerningum.
Sjálfboðaliðar að störfum
í sumarbúðum kirkjunnar
Laxamýri
HALLDÓR Ás-
grímsson utanrík-
isráðherra afhjúp-
aði á mánudag
minnisvarða um
Íslendinga, sem
fóru frá Vopna-
firði til Vestur-
heims í kringum
aldamótin 1900.
Rúmlega 2.700
manns fóru frá
Vopnafirði vestur
um haf á síðari
hluta 19. aldar og í
byrjun 20. aldar.
Vopnfirðingar
vilja halda minn-
ingu þessa fólks á
lofti og hefur bær-
inn verið í sam-
starfi við Vestur-
farasetrið á
Hofsósi, sem gaf
minnisvarðann, en
til stendur að
setja nöfn allra vesturfaranna á
plötu, sem sett verður á steininn.
Minnisvarðinn er á lóðinni við
Kaupvang, gamla kaupfélagshúsið,
þar sem Halldór Ásgrímsson fædd-
ist og bjó fyrstu árin. Endurbætur
eru hafnar á húsi og lóð og er hug-
myndin með samstarfinu við Vest-
urfarasetrið að koma upp Vestur-
faramiðstöð í húsinu.
Morgunblaðið/Hafþór Róbertsson
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra
Afhjúpaði minnis-
varða um vesturfara
FYRSTA kynning á grillkjöti nýs
kjötvinnslufyrirtækis Brákarsunds
ehf. var haldin í
Hyrnutorgi á dög-
unum. Starfsmenn
fyrirtækisins grill-
uðu og gáfu við-
skiptavinum Hyrnu-
torgs að smakka en
grillkjötið frá Borg-
arnesi hefur löngum
verið landsþekkt
vara. Nú ættu lands-
menn ekki að þurfa
að fara á mis við
kjötvörurnar því þær
eru komnar í dreif-
ingu. Brákarsund
ehf. markaðssetur
vinnsluvöru sína
undir merkjunum
Borgarnes kjötvara
og Íslenskt- franskt, sem allir
þekkja. Stofnendur Brákarsunds
ehf. eru Sparisjóður Mýrasýslu,
Borgarbyggð og Kaupfélag Borg-
firðinga. Hlutafé fyrirtækisins er 75
milljónir og mun félagið einbeita sér
að slátrun og vinnslu í húsakynnum
félagsins úti í Brákarey. Viðsemj-
andi félagsins varðandi kjöt-
vinnsluvélar og vörumerki var
Norðlenska hf. en fasteignirnar
voru í eigu Goða hf. en hvort tveggja
er nú í eigu hins nýstofnaða félags.
Starfsmenn félagsins verða í upp-
hafi aðeins 11 en mun fjölga eftir því
sem fyrri markaðshlutdeild næst.
Grillkjötið frá Borgar-
nesi komið í sölu
Borgarnes
Starfsmenn fyrirtækisins grilluðu og gáfu við-
skiptavinum Hyrnutorgs að smakka grillkjötið.