Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 25
A B X / S ÍA Ármúli 13, 108 Reykjavík sími 515 1500 www.kaupthing.is Frjálsa lífeyrissjóðnum Til sjóðfélaga og rétthafa í Við minnum sjóðfélaga og rétthafa í Frjálsa lífeyrissjóðnum á kynningarfund sem haldinn verður vegna fyrirhugaðrar sameiningar Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðsins Einingar. Á fundinum verður farið ítarlega í atriði sem tengjast sameiningunni. Fundurinn verður haldinn í Geysi, fundarsal Kaupþings, á 4. hæð í Ármúla 13, í dag fimmtudaginn 23. maí kl. 17.15 Allir sjóðfélagar og rétthafar í Frjálsa lífeyrissjóðnum eru hvattir til að mæta. Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins. NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 25 NEYTENDUR framtíðarinnar munu sækjast eftir tíma, nær- veru og mannlegum áhugamál- um, eins og tekið er til orða, segja sérfræðingar sem Upplýs- ingaráð neytenda og Neytenda- stofnunin í Danmörku fengu til umræðufundar um neytendur framtíðarinnar nýverið. Greint er frá vangaveltum fundarins í nýjasta hefti fréttabréfs Upp- lýsingaráðs neytenda, þar sem segir meðal annars að hið eina sem enginn skortur verði á í framtíðinni sé upplýsingar. „Neytendur munu hins vegar leita mest eftir því sem minnst verður af, sem er tími og nærvera annarra,“ segir þar. Eftir tíu ár verður ofgnótt af upp- lýsingum á öllum vígstöðvum sam- félagsins, hefur fréttabréfið eftir fyrr- nefndum álitsgjöfum, sem sérhæfa sig í rannsóknum á menningu, neyt- endum og framtíðinni. Einn þeirra, Suzanne Beckmann, sem er prófessor við Viðskiptaháskól- ann í Kaupmannahöfn, segir til að mynda að neytandi framtíðarinnar verði í senn jákvæður gagnvart tækninýjungum og fullur söknuðar eftir horfinni tíð. „Hann verður al- þjóðlegur í hugsun, en jafnframt upp- tekinn af því sem honum stendur næst, það er heimili, fjölskyldu og frí- tíma. Vellíðan og nautnir verða hon- um ofarlega í huga, sem og siðfræði- leg gildi margs konar,“ segir hún. Offramboð á afþreyingu og varningi Anne Skare Nielsen frá stofnun sem sérhæfir sig í framtíðarrann- sóknum tekur undir orð Beckmann og segir jafnframt að í framtíðinni verði offramboð á afþreyingu, varn- ingi og upplýsingum. „Að sama skapi verða tími, hugulsemi og sammann- legir hagsmunir af skornum skammti,“ segir hún. Álitsgjafarnir segja að skortur á samfélagsanda muni leiða til þess að neytendur framtíðarinnar verði fram úr hófi uppteknir af eigin lífsgæðum, til dæmis heilbrigði, sem muni leiða til aukinnar áherslu á öryggi á heilbrigð- issviði og í umhverfi og fæðuúr- vali. Áhersla á öryggi og heil- brigði ýti jafnframt undir kröfuna um heilindi á hendur nýjum greinum, svo sem líf- tækni eða öðrum áþekkum, sem neytendur tortryggi en bindi jafnframt vonir við stórkostlega lækningamöguleika framtíðar- innar fyrir þeirra tilverknað. „Neytendur framtíðarinnar munu ekki binda trúss sitt við eitt stjórnmálaafl og vera leit- andi á vettvangi stjórnmálanna, krafan um innihald verður ein- ungis gerð til líðandi stundar,“ segir Nielsen. Beckmann leggur áherslu á að of miklar upplýsingar séu þegar fyrir hendi í samfélaginu og of lítil sam- skipti við borgarana. Hefur hún áhyggjur af aukinni tilhneigingu til einstaklingshyggju á kostnað skyldu- rækni við samfélagslega og pólitíska þætti þjóðfélagsins. Lífrænt þenkj- andi neytendur eru eitt dæmi, að hennar mati, um það „hvernig fólk verður sífellt uppteknara af siðfræði vitsmunalega séð en vill jafnframt ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur í gerðum sínum“. „Flokkun neytenda í hópa verður sífellt erfiðari því þeir verða stöðugt ósamkvæmari sjálfum sér. Við gerum kröfu um að það sem við kaupum sé ósvikið og gott því það á að uppfylla væntingar okkar og þörf fyrir sam- sömun við umhverfið. Á sama tíma má það ekki vera of tímafrekt í fram- leiðslu eða matreiðslu,“ segir hún. Beckmann ráðlagði fundarmönn- um að síðustu að gleyma markhópn- um, möntru auglýsinga- og markaðs- fólks. „Gleymið sneiðum skífuritanna, þær eiga ekki við lengur. Nú snýst allt um hlutverk,“ segir hún. Tími og nærvera neyt- endamál framtíðarinnar Í Fjölskyldugarðinum í Laugardal. Morgunblaðið/Ómar VERSLANIR Bónuss bjóða fisk á tilboðsverði frá fimmtu- degi til mánudags, samkvæmt tilkynningu frá versluninni. Kíló af frosinni ýsu með roði verður á 399 krónur, beinlausir, roðlausir, ýsubitar á 679 krón- ur kílóið, frosinn, útvatnaður saltfiskur á 499 krónur kílóið og reykt ýsa á 679 krónur kílóið. Tilboð á fiski í Bónus um helgina ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.