Morgunblaðið - 23.05.2002, Side 25
A
B
X
/
S
ÍA
Ármúli 13, 108 Reykjavík
sími 515 1500
www.kaupthing.is
Frjálsa lífeyrissjóðnum
Til sjóðfélaga og rétthafa í
Við minnum sjóðfélaga og rétthafa í Frjálsa
lífeyrissjóðnum á kynningarfund sem haldinn
verður vegna fyrirhugaðrar sameiningar Frjálsa
lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðsins Einingar. Á
fundinum verður farið ítarlega í atriði sem tengjast
sameiningunni.
Fundurinn verður haldinn í Geysi, fundarsal
Kaupþings, á 4. hæð í Ármúla 13, í dag
fimmtudaginn 23. maí kl. 17.15
Allir sjóðfélagar og rétthafar í Frjálsa lífeyrissjóðnum
eru hvattir til að mæta.
Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins.
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 25
NEYTENDUR framtíðarinnar
munu sækjast eftir tíma, nær-
veru og mannlegum áhugamál-
um, eins og tekið er til orða,
segja sérfræðingar sem Upplýs-
ingaráð neytenda og Neytenda-
stofnunin í Danmörku fengu til
umræðufundar um neytendur
framtíðarinnar nýverið. Greint
er frá vangaveltum fundarins í
nýjasta hefti fréttabréfs Upp-
lýsingaráðs neytenda, þar sem
segir meðal annars að hið eina
sem enginn skortur verði á í
framtíðinni sé upplýsingar.
„Neytendur munu hins vegar
leita mest eftir því sem minnst verður
af, sem er tími og nærvera annarra,“
segir þar.
Eftir tíu ár verður ofgnótt af upp-
lýsingum á öllum vígstöðvum sam-
félagsins, hefur fréttabréfið eftir fyrr-
nefndum álitsgjöfum, sem sérhæfa
sig í rannsóknum á menningu, neyt-
endum og framtíðinni.
Einn þeirra, Suzanne Beckmann,
sem er prófessor við Viðskiptaháskól-
ann í Kaupmannahöfn, segir til að
mynda að neytandi framtíðarinnar
verði í senn jákvæður gagnvart
tækninýjungum og fullur söknuðar
eftir horfinni tíð. „Hann verður al-
þjóðlegur í hugsun, en jafnframt upp-
tekinn af því sem honum stendur
næst, það er heimili, fjölskyldu og frí-
tíma. Vellíðan og nautnir verða hon-
um ofarlega í huga, sem og siðfræði-
leg gildi margs konar,“ segir hún.
Offramboð á afþreyingu
og varningi
Anne Skare Nielsen frá stofnun
sem sérhæfir sig í framtíðarrann-
sóknum tekur undir orð Beckmann
og segir jafnframt að í framtíðinni
verði offramboð á afþreyingu, varn-
ingi og upplýsingum. „Að sama skapi
verða tími, hugulsemi og sammann-
legir hagsmunir af skornum
skammti,“ segir hún.
Álitsgjafarnir segja að skortur á
samfélagsanda muni leiða til þess að
neytendur framtíðarinnar verði fram
úr hófi uppteknir af eigin lífsgæðum,
til dæmis heilbrigði, sem muni leiða til
aukinnar áherslu á öryggi á heilbrigð-
issviði og í umhverfi og fæðuúr-
vali. Áhersla á öryggi og heil-
brigði ýti jafnframt undir
kröfuna um heilindi á hendur
nýjum greinum, svo sem líf-
tækni eða öðrum áþekkum, sem
neytendur tortryggi en bindi
jafnframt vonir við stórkostlega
lækningamöguleika framtíðar-
innar fyrir þeirra tilverknað.
„Neytendur framtíðarinnar
munu ekki binda trúss sitt við
eitt stjórnmálaafl og vera leit-
andi á vettvangi stjórnmálanna,
krafan um innihald verður ein-
ungis gerð til líðandi stundar,“
segir Nielsen.
Beckmann leggur áherslu á að of
miklar upplýsingar séu þegar fyrir
hendi í samfélaginu og of lítil sam-
skipti við borgarana. Hefur hún
áhyggjur af aukinni tilhneigingu til
einstaklingshyggju á kostnað skyldu-
rækni við samfélagslega og pólitíska
þætti þjóðfélagsins. Lífrænt þenkj-
andi neytendur eru eitt dæmi, að
hennar mati, um það „hvernig fólk
verður sífellt uppteknara af siðfræði
vitsmunalega séð en vill jafnframt
ráðast á garðinn þar sem hann er
lægstur í gerðum sínum“.
„Flokkun neytenda í hópa verður
sífellt erfiðari því þeir verða stöðugt
ósamkvæmari sjálfum sér. Við gerum
kröfu um að það sem við kaupum sé
ósvikið og gott því það á að uppfylla
væntingar okkar og þörf fyrir sam-
sömun við umhverfið. Á sama tíma
má það ekki vera of tímafrekt í fram-
leiðslu eða matreiðslu,“ segir hún.
Beckmann ráðlagði fundarmönn-
um að síðustu að gleyma markhópn-
um, möntru auglýsinga- og markaðs-
fólks. „Gleymið sneiðum skífuritanna,
þær eiga ekki við lengur. Nú snýst
allt um hlutverk,“ segir hún.
Tími og nærvera neyt-
endamál framtíðarinnar
Í Fjölskyldugarðinum í Laugardal.
Morgunblaðið/Ómar
VERSLANIR Bónuss bjóða
fisk á tilboðsverði frá fimmtu-
degi til mánudags, samkvæmt
tilkynningu frá versluninni.
Kíló af frosinni ýsu með roði
verður á 399 krónur, beinlausir,
roðlausir, ýsubitar á 679 krón-
ur kílóið, frosinn, útvatnaður
saltfiskur á 499 krónur kílóið og
reykt ýsa á 679 krónur kílóið.
Tilboð á
fiski í Bónus
um helgina
ATVINNA mbl.is