Morgunblaðið - 23.05.2002, Side 27

Morgunblaðið - 23.05.2002, Side 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 27 Ólífutré eru vel þekkt fyrir undraverðan kraft. Hreint efni, unnið úr laufblöðum þeirra, styrkir viðnám húðar- innar gegn fyrstu einkenn- um sem tengj- ast öldrun. Heimsækið okkur á www.biotherm.com AGE FITNESS Áhrifaríkur kraftur ólífu- trjáa hefur yngjandi áhrif á húðina, mýkir og eykur teygjanleikann. Kringlunni, sími 533 4533 Velkomin á kynningu í dag, á morgun og á laugardag. Flott taska fylgir þegar keyptar eru Biotherm vörur fyrir kr. 3.500 eða meira. Vilt flú hjálpa til á kjördag? Samhent vinnum vi› sigur Sjálfstæ›isflokkurinn í Reykjavík óskar eftir sjálfbo›ali›um til margvíslegra starfa á kjördag, laugardaginn 25. maí. Akstur á kjördag – getur flú veri› á bíl? Reykjavík í fyrsta sæti Allir sem eru rei›ubúnir a› hjálpa til eru hvattir til a› hafa samband vi› hverfa- skrifstofurnar e›a skrifstofu Sjálfstæ›isflokksins í síma 515-1700. EDMUND Stoiber, kansl- araefni kristilegu flokk- anna í Þýskalandi, varaði við hættunni af of mikilli stækkun Evrópusam- bandsins í ræðu, sem hann flutti í síðustu viku, og jafnframt kvaðst hann vera algerlega andvígur því, að Tyrkland fengi aðild að sambandinu. Var skýrt frá ræðunni í Financial Times síðastliðnn föstudag. Stoiber þótti óvenju ber- orður í ræðunni, sem hann flutti í þýska sendiráðinu í London, en þá sagði hann, að hætta væri á, að með stöðugri stækkun og út- þenslu drægi úr samstöðu aðildarríkjanna. ESB á að hafa eðlileg landamæri „Evrópusambandið á að eiga sín landfræðilegum mörk,“ sagði Stoiber á fundi með stjórnmála- mönnum, sendimönnum og frammámönnum í atvinnulífinu. „Aðild Tyrklands að Atlantshafs- bandalaginu, NATO, er mikilvæg og góð samskipti þess og Þýskalands eru nauðsynleg en það þýðir ekki að það eigi að vera í ESB. Evrópu get- ur ekki teygt sig að írösku landa- mærunum.“ Evrópskur stjórnmála- maður hefur aldrei fyrr tekið af skarið um það, að Tyrkland eigi ekki að vera í ESB og Stoiber bætti því við, að yrðu Tyrkir aðilar, myndi röðin næst koma að Marokkó og Túnis. Þá væri líka farið að hrikta í samstöðunni með Evrópu- ríkjunum. Þingkosningar verða í Þýskalandi í haust og kristilegu flokkarnir hafa nú 10 prósentustiga for- skot á ríkisstjórnina, jafn- aðarmenn og græningja. Það er því ekki ólíklegt að Stoiber verði næsti kansl- ari. Hingað til hefur verið litið á hann sem efasemd- armann í Evrópumálunum en í ræðunni sagði hann, að enn tengdari Evrópa væri eina svarið við alþjóðavæð- ingunni og því, sem henni fylgdi. Skoraði hann á Breta að taka fullan þátt í þeirri þróun. Þá fullyrti hann, að Bretar gætu ekki komist hjá því að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Stoiber sagði, að það, sem ógnaði Evrópuríkjun- um helst, væri óöryggi og óvissa og gegn því yrðu þau að ráðast saman. Stoiber átti fund með Iain Duncan Smith, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, en hann er eins og kunnugt er mjög andvígur nánari samruna í Evrópu. Sagði Stoiber að fundinum loknum, að hann vonaði að allt ábyrgt fólk tæki fullan þátt í þróuninni í Evrópu. Edmund Stoiber, forsætisráðherra í Bæjaralandi og kanslaraefni kristilegu flokkanna í Þýskalandi. Varar við of mikilli stækkun ESB FLUGSTJÓRAR í Bandaríkjun- um fá ekki að bera byssur í flug- stjórnarklefanum. Talsmaður Bandaríkjastjórnar tilkynnti þetta í fyrrakvöld en þúsundir flug- manna höfðu skrifað undir bæn- arskjal þess efnis, að þeim yrði leyft að geyma skammbyssur í flugstjórnarklefanum, svo verjast mætti flugræningjum. John W. Magaw, sem ábyrgur er fyrir öryggi í samgöngum, sagði fyrir þingnefnd Bandaríkja- þings að mikilvægt væri að flug- menn hefðu hugann eingöngu við að fljúga flugvélum sínum. Stjórn- völd myndu grípa til annarra ráð- stafana til að tryggja öryggi þeirra. Fram kom þó í máli Magaws að ekki væri útilokað að flugmönnum og öðrum úr áhöfn flugvéla yrði heimilað að ganga með annars konar skotvopn, þ.e. rafbyssur sem t.d. gefið gætu hættulegum einstaklingum rafmagnsstraum, og þannig tekið þá úr umferð, en sem ekki væru banvæn. Nokkrir þingmenn mótmæltu þegar afstöðu Magaws og sögðust ætla að berjast áfram fyrir því að veitt yrði heimild fyrir því, að skotvopn yrðu geymd í flugklef- anum. Benti Duane E. Woerth, forseti Samtaka flugmanna í Bandaríkj- unum, en meðlimir félagsins eru um 62 þúsund talsins, á að til- lögur stjórnvalda gerðu ráð fyrir að herþotur Bandaríkjahers skytu niður hverja þá farþegaflugvél, sem hryðjuverkamenn hefðu tekið á sitt vald. „Í því ljósi á ég erfitt með að skilja hvers vegna fulltrú- ar sömu stjórnvalda vilja ekki gefa flugmönnum tækifæri til að koma í veg fyrir slíkan harmleik,“ sagði Woerth. Engar byssur í flugstjórnarklefann Washington. The Washington Post. mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.