Morgunblaðið - 23.05.2002, Page 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 37
ÁHERSLUR Sjálfstæðisflokks-
ins í málefnum öryrkja og aldraðra
eru skýrar og einfaldar. Fast-
eignaskattur verður lækkaður,
mest hjá þeim sem standa höllum
fæti. Þannig getur fólk búið áfram
heima hjá sér.
Með trúverðugum aðgerðum
verður eytt biðlistum eftir hjúkr-
unarrýmum á næstu 4 árum.
Þannig fá þeir skjól sem ekki geta
annast um sig sjálfir. Ég hef kynnt
mér þessi mál vel og ígrundað.
Ekki eru efasemdir í huga mínum
um að Birni Bjarnasyni og fé-
lögum hans í Sjálfstæðisflokknum
takist að hrinda mikilvægum
áformum sínum í framkvæmd.
Sama er að segja um hugmyndir
sjálfstæðismanna um lausn á
vanda heilsugæslunnar og heim-
ilislækna í Reykjavík en þar hefur
ríkt ófremdarástand undanfarið.
Treysti
Birni
Jón Gunnar
Hannesson
Höfundur er læknir.
Reykjavík
Ekki eru efasemdir í
huga mínum, segir Jón
Gunnar Hannesson, að
Birni Bjarnasyni og
félögum hans í Sjálf-
stæðisflokknum takist
að hrinda mikilvægum
áformum sínum í
framkvæmd.
SORGLEGT er að
fylgjast með vinnu-
brögðum framsóknar-
manna í Garðabæ á
lokaspretti kosninga-
baráttunnar. Liður í
persónulegri herferð
gegn undirritaðri er
grein sem birtist í
Morgunblaðinu í gær
eftir Ragnar M.
Magnússon og Guðjón
Ólafsson frambjóð-
endur Framsóknar-
flokksins. Fram til
þessa hef ég kosið að
svara ekki níðrógi
framsóknarmanna en
í grein Ragnars og
Guðjóns kemur fram svo mikill
uppspuni að óhjákvæmilegt er að
leiðrétta hann.
Sagt er að laun ÁHB séu 870
þúsund á mánuði. Rétt er að heild-
arlaun ÁHB eru 830 þúsund á
mánuði.
Sagt er að laun ÁHB fyrir
stjórnarstörf í SSH séu 65 þúsund
á mánuði. Rétt er að ÁHB þiggur
engin laun fyrir setu í stjórn SSH.
Sagt er að laun ÁHB fyrir
stjórnarstörf í SHS séu 65 þúsund
á mánuði. Rétt er að ÁHB fær um
33 þúsund í laun fyrir stjórnar-
störf í SHS.
Sagt er að ÁHB fái eftir kosn-
ingar til viðbótar 100 þúsund á
mánuði fyrir það að verða bæj-
arfulltrúi. Rétt er að ÁHB fær
engar viðbótargreiðslur fyrir að
sitja bæjarráðsfundi eða bæjar-
stjórnarfundi þó að hún verði kos-
in bæjarfulltrúi.
Sagt er að ÁHB fái einhverjar
sposlur eftir kosning-
ar fyrir setu í nefnd-
um. Rétt er að samn-
ingur bæjarstjórnar
Garðabæjar felur í sér
að bæjarstjóri þiggur
ein heildarlaun og
engar aukagreiðslur
þar fyrir utan. Bæj-
arstjóri þiggur því
engin laun fyrir störf í
þeim nefndum og ráð-
um sem hann situr í.
Sagt er að mánað-
arlaun ÁHB hækki
því í 1,2 m.kr. eftir
kosningar. Rétt er að
mánaðarlaunin hækka
ekki um krónu eftir
kosningar og heildarlaun nú fara
ekki yfir 860 þúsund á mánuði.
Sagt er að ÁHB hafi áður verið í
starfi hjá Háskólanum í Reykjavík
þar sem launin hafi verið 250 þús-
und á mánuði fyrir skrifstofustörf.
Rétt er að ÁHB var framkvæmda-
stjóri nýsköpunar- og þróunar-
sviðs HR auk þess sem undirrituð
sinnti þar námskeiðum. Samtals
voru heildarlaun hjá HR á mánuði
þá um 500 þúsund en frá árinu
2000 hefur launavísitala hækkað
verulega. Þegar ÁHB tók við sem
bæjarstjóri í október 2000 voru
laun undirritaðrar um 650 þúsund
á mánuði en síðan hafa þau hækk-
að í samræmi við kjarasamninga
og launavísitölu.
Sagt er að ÁHB hafi hærri laun
en aðrir framkvæmdastjórar sveit-
arfélaga. Þegar litið er á árslaun
framkvæmdastjóra kemur í ljós að
það er ekki rétt. Í Garðabæ er sá
háttur hafður á að bæjarstjóri fær
ein heildarlaun fyrir sín störf og
engar greiðslur þar fyrir utan, en í
mörgum sveitarfélögum fá fram-
kvæmdastjórarnir lægri heildar-
laun en þar að auki er greitt fyrir
ýmis störf í þágu bæjarfélaganna.
Dapurlegt er að sjá að Fram-
sóknarflokkurinn í Garðabæ skuli
ekki treysta sér í málefnalega
kosningabaráttu. Málflutningur
þeirra hefur einkennst af níðrógi
og persónulegum árásum í garð
pólitískra andstæðinga. Slík kosn-
ingabarátta er byggð á sandi og
dæmir fyrst og fremst þá einstak-
linga sem viðhafa slík vinnubrögð.
Uppspuni Fram-
sóknarflokksins
í Garðabæ um
launagreiðslur
Ásdís Halla
Bragadóttir
Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ.
Garðabær
Framsóknarmenn
hafa nú algjörlega
farið yfir strikið,
segir Ásdís Halla
Bragadóttir, í persónu-
legum árásum sínum
og ómerkilegum
rangfærslum.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Silhouette
festingar, heldur sett sér það
markmið að veita góða og öfluga
þjónustu og gera fólki kleift að búa
eins lengi heima og kostur er og að
lifa með reisn á eigin heimili. Þeg-
ar öll sagan er sögð og rekstur og
fjárfestingar skoðaðar í samhengi
kemur í ljós að um sjö milljörðum
var varið til þessa málaflokks á
síðustu átta árum.
Fleira mætti nefna í þessu sam-
bandi, enda af nógu að taka. Til
dæmis að frá árinu 1997 hefur
Reykjavíkurlistinn staðið fyrir
hækkun viðmiðunar á afslætti eldri
borgara af fasteignagjöldum um
71%. Aðalatriðið er þó sú skýra
framtíðarsýn sem blasir við borg-
arbúum í þessum málaflokki eftir
sögulega viljayfirlýsingu borgaryf-
irvalda og heilbrigðisráðherra. Þar
er tekið á brýnu úrlausnarefni sem
pólitísk samstaða hefur verið um
að bæta úr. Það er eftir öðru að
sjálfstæðismenn hyggist nú leggja
stein í götu þessa brýna málefnis
og lýsir sárri málefnafátækt, svo
ekki sé fastar að orði kveðið.
284 rými næstu fimm ár
Í viljayfirlýsingunni um upp-
byggingu hjúkrunarrýma frá 13.
maí sl. er kveðið á um byggingu
284 nýrra hjúkrunarrýma fyrir
aldraða í Reykjavík á tímabilinu
2003–2007. Með undirrituninni
skuldbatt Reykjavíkurborg sig til
að reiða fram 1,4 milljarð króna
þessi fjögur ár til verkefnisins en
heilbrigðisráðherra mun beita sér
fyrir að fé fáist á fjárlögum til þess
að þetta geti orðið að veruleika.
Með yfirlýsingunni hafa heilbrigð-
isráðherra og borgarstjóri gert
með sér samkomulag um hvernig
staðið skuli að verkinu og fjár-
mögnun þess. Skýr vilji beggja
málsaðila liggur þannig fyrir.
Aðdragandi þeirrar viljayfirlýs-
ingar sem nú hefur verið gerð er
langur. Uppbygging og rekstur
hjúkrunarheimila er á verksviði
ríkisins. Framkvæmdasjóður aldr-
aðra ákvarðar og fjármagnar að
stærstum hluta uppbyggingu
hjúkrunarrýma, en sjóðurinn heyr-
ir undir heilbrigðisráðherra. Bygg-
ing hjúkrunarheimila ræðst af því
hvað ríkisvaldið er tilbúið að kosta
rekstur margra hjúkrunarrýma. Á
undanförnum árum hefur upp-
bygging hjúkrunarrýma að mestu
átt sér stað utan höfuðborgar-
svæðisins. Þess vegna er ástæða til
að fagna þeim eindregna vilja sem
fram kemur í viljayfirlýsingunni af
hálfu ráðherrans til að taka á ára-
tugagömlum vanda hér í Reykja-
vík. Nú liggur fyrir viljayfirlýsing
um að byggja nýtt hjúkrunarheim-
ili í Sogamýri með 100 rýmum,
tilbúið í janúar 1995. Í Eir verði
rýmum fjölgað um 30 á tímabilinu
2003–2005, Hrafnista verði stækk-
uð um 30 rými á tímabilinu 2003–
2005, Droplaugarstaðir verði
stækkaðir um 14 rými á árinu 1995
og nýtt hjúkrunarheimili í Reykja-
vík, með 100 hjúkrunarrýmum, á
að verða tilbúið í byrjun árs 2007.
Til þess að stuðla að því að
hjúkrunarrýmin sem kveðið er á
um í yfirlýsingunni verði að veru-
leika hvet ég Reykvíkinga til þess
að kjósa Reykjavíkurlistann í
kosningunum nú á laugardag. Það
skiptir máli hverjir fara með
stjórn borgarinnar á næstu fjórum
árum.
Höfundur er borgarstjóri í
Reykjavík og skipar 8. sæti
Reykjavíkurlistans.
Samanburður á framlögum til þjón-
ustu og framkvæmda fyrir aldraða í
Reykjavík á tveimur árabilum sýnir
aukna áherslu Reykjavíkurlistans á
þjónustu við aldraða.
þessu markmið er náð að öll tveggja
ára börn og eldri geti fengið vistun
viljum við stiga skrefið lengra og
bjóða yngri börnum dvöl á leikskóla.
Foreldrar og forráðamenn barna eru
meðvituð um það mikla og þroskandi
starf sem fram fer á leikskólum því
óska margir eftir því að börn þeirra
fái dvöl á leikskóla fyrir tveggja ára
aldur. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar
að koma til móts við þessar óskir for-
eldra og bjóða börnum frá 18 mán-
aða aldri leikskólapláss á komandi
kjörtímabili.
Börn haf mismundi getu, reynslu
og þroska. Leikskólinn tekur tillit til
ólíkra þarfa hvers einskaks barns.
Því starfa einnig leikskólasérkenn-
arar á leikskólum sem sinna þessum
ólíku þörfum barnanna með sér-
kennslu. Meginmarkmið með sér-
kennslu í leikskólum er að tryggja að
börn með þroskahamlanir fái notið
leikskóladvalar sinnar og að skapa
aðtöðu til að þau geti þroskast sem
best í leikskólanum. Til að geta kom-
ið sem best til móts við þarfir allra
barna vill Sjálfstæðisflokkurinn efla
enn frekar sérkennslu í leikskólun-
um, auka fjármagn til sérfræðiað-
stoðar, s.s. sálfræðiráðgjafar, iðju-
þjálfa og talmeinafræðings.
Aukið sjálfstæði skólanna
Undanfarin tvö ár hefur verið í
gangi tilraunaverkefni í einum leik-
skóla Kópavogs um fjárhagslegt
sjálfstæði. Í fjárhagslegu sjálfstæði
felst að gerður var samningur við
skólann um að hann fengi ákveðna
fjárhæð til að reka skólann. Skólinn
á að skila skýrslu um árangurinn nú í
haust en þegar er ljóst að þetta verk-
efni hefur gengið mjög vel. Skólinn
hefur getað hagrætt í rekstri og nýtt
þannig aukið fjármagn til að efla enn
frekar innra starf skólans. Sjálf-
stæðiflokkurinn telur að leikskólarn-
ir séu vel í stakk búnir til að taka yfir
fjárhagslegan reksur skólanna og
mun því leggja áherslu á að allir leik-
skólar Kópavogs verði fjárhagslega
sjálfstæðir á næstu árum.
Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar
4. sæti D-lista í Kópavogi.
Kópavogur
Skólinn hefur getað
hagrætt, segir Sigurrós
Þorgrímsdóttir, og nýtt
aukið fjármagn til að
efla innra starf skólans.