Morgunblaðið - 23.05.2002, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
TÍU MANNA hópur frábandarísku alþjóða-sveitinni í Fairfax íVirginíu er staddur hér
á landi um þessar mundir til að
kenna 36 íslenskum slökkviliðs-
og björgunarveitarmönnum und-
irstöðuatriði rústabjörgunar. Að
auki koma að kennslunni 25 ís-
lenskir leiðbeinendur sem áður
hafa notið tilsagnar hópsins.
Bandaríski hópurinn hefur
starfað við björgunaraðgerðir í
tengslum við jarðskálfta og
hryðjuverk víðsvegar um heiminn
á undanförnum árum, meðal ann-
ars við rústir World Trade Cent-
er-turnanna í New York og Penta-
gon-byggingarinnar skammt frá
Washington.
Verkefnið sem um ræðir er lið-
ur í samstarfi Office for Foreign
Disaster Assistance, sem er
bandarísk alþjóðastofnun á sviði
björgunaraðstoðar, sendiráðs
Bandaríkjanna á Íslandi, Al-
mannavarna ríkisins, Brunamála-
stofnunar, Slysavarnafélagsins
Landsbjargar og Slökkviliðs höf-
uðborgarsvæðisins. Í bandaríska
hópnum eru slökkviliðsmenn,
hundaþjálfari og verkfræðingur.
Áhugi á björgun
úr rústum aukist
Að sögn Dewey Perks, yfir-
manns alþjóðasveitarinnar, hefur
áhugi stjórnvalda á starfsemi
rústabjörgunarsveita aukist til
muna eftir hryðjuverkaárásirnar
á Washington og New York 11.
september síðastliðinn og meðal
annars hefur tengslanet milli
stjórnvalda og rústabjörgunar-
sveita verið eflt til muna.
Sólveig Þorvaldsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Almannavarna rík-
isins, segir heimsókn sveitarinnar
hingað til lands vera lið í að efla
rústabjörgunarstarfsemi hér á
landi, einkum með tilliti til jarð-
skjálftahættu.
Hún segir að verið sé að ganga
frá samkomulagi við bandarísku
sveitina um að hún komi að aðstoð
við rústabjörgun hér á landi ef
þörf krefur. Áætlað er að við-
bragðstími sveitarinnar yrði um
það bil hálfur sólarhringur.
Bandaríska alþjóðasveitin í
Fairfax í Virginíu hefur starfað
við rústabjörgun frá því öflugur
jarðskjálfti reið yfir Mexíkó árið
1985. Dewey Perks segir að eftir
jarðskjálftann hafi mönnum orðið
ljóst að skortur væri á samhæf-
ingu ólíkra þátta innan björgunar-
starfseminnar. Það hafi orðið til
þess að hafin var uppbygging á
starfsemi sem í daglegu tali er
nefnd „rústabjörgun“.
„Rústabjörgun snýst ekki ein-
ungis um að brjóta steypu og
byggja stoðir heldur koma þar við
sögu þættir eins og verkfræði-
kunnátta, hjúkrun- og læknisað-
stoð, áætlanagerð og birgða-
stjórnun. Mikilvægasti hluti
rústabjörgunar er þó án efa leit-
arstarfið,“ segir Dewey Perks.
Að sögn Perks er aðalstarfs-
vettvangur sveitarinnar í Banda-
ríkjunum og nágrannaríkjunum,
Mexíkó og Kanada, auk Suður-
Ameríku. Árið 1988 hélt sveitin í
fyrsta sinn utan svæðisins vegna
jarðskjálfta í Armeníu. Árið 1990
fór sveitin til Filippseyja í
tengslum við jarðskjálfta og árið
1998 til Nairobi vegna sprengju-
árásar á bandaríska sendiráðið
þar í landi. Árið 1999 hélt sveitin í
tvígang til Tyrklands vegna jarð-
skjálfta og einnig til Taívan.
Missti 13 félaga
sína við WTC
Að auki hefur sveitin starfað við
björgunaraðgerðir vegna felli-
bylja við austurströnd Bandaríkj-
anna auk björgunaraðgerða vegna
sprengingarinnar í stjórnsýslu-
húsinu í Oklahoma-borg árið árið
1995 og nú síðast við við World
Trade Center-turnana í New York
og Pentagon-bygginguna í Wash-
ington í september síðastliðnum.
„Ef við horfum til þess hvernig
rústabjörgunarsveitir í Bandaíkj-
unum voru skipulagðar, var þeim
fyrst og fremst ætlað að vinna við
rústir af völdum náttúruhamfara.
Tjón af mannavöldum kom næst á
eftir þar sem okkur grunaði ekki
að við ættum eftir að fást við slíkt
í Bandaríkjunum. Sprengingin í
Oklahoma staðfesti að við höfðum
rangt fyrir okkur og að við þyrft-
um að horfa til hryðjuverka í
þessu sambandi,“ segir Perks.
Hann segir mikinn mun vera á
tjóni af völdum sprengingar og
vegna náttúruhamfara.
„Þegar jarðskjálfti verður
myndast venjulega holrými innan
í byggingunni sem hrynur sem
eykur um leið líkurnar á því að
einhverjir finnist á lífi í rústunum.
Þegar bygging hrynur hins vegar
af völdum sprengingar brotnar
hún gersamlega í mél.“
Perks segir aðstæður við rústa-
björgunarsvæði í tengslum við
hryðjuverk mun verri en vegna
jarðskjálfta og gæta þarf mun
betur að hinum slösuðu og að ör-
yggi björgunarmanna og leitar-
hunda. Sem dæmi brotnar gler í
smáflísar af völdum sprengingar
en flest út við jarðskjálfta.
Þegar hryðjuverkaárásirnar
voru gerðar á Bandaríkin 11.
september í fyrra voru Perks og
samstarfsmenn hans í
sveitinni á meðal þeirra
vettvang við Pentag
inguna en höfuðstöðvar
innar eru einungis í 13 k
fjarlægð.
„Umfangsmestu björ
gerðirnar fóru fram vi
WTC-byggingarnar. Atv
Pentagon var hins vegar
fangsmeira og aðgerðir þ
ari en til að mynda vegna
ingarinnar í Oklahoma
annars vegna þess hvern
ingin var reist.
WTC var að megninu ti
sem varð að stórum rykst
ar turnarnir hrundu. Það
björgunarmanna þar va
nema gríðarlegt magn a
stáli. Að auki var svæðið u
is WTC sýnlegt öllum
myndavélar heimsins
með rústunum.“
Perks bendir á að aðst
Pentagon hafi verið af al
toga.
„Pentagon og svæðið í k
mun meira einangrað.
fram margháttað björgu
sem fjölmiðlar höfðu en
gang að. Sú spurning sem
vörum fjölmiðla dag hver
undantekningarlaust: „Hv
gerast innandyra?““
Perks bendir á að ath
miðla vegna atburðanna
ember og sprenginganna
homa og Nairobi brey
þeirri staðreynd að um gl
vang sé að ræða og að s
hættulegt þeim sem ekk
til aðstæðna. Mikið og g
starf milli löggæsluaðila o
unarsveitarmanna sé því
þess að hvorir aðilar um
starfað óáreittir við öflu
unargagna og björgun ma
„Það sem við höfum
bent á í gamni er ekki ath
miðla heldur heimsókn
settra stjórnmálamanna
unarsvæðin. Þegar það g
öllu björgunarstarfi hætt
an. Þegar forseti Banda
mætir á svæðið stöðvast a
ir Perks og brosir út
Hann segir þetta eina af
þess að hann og samsta
hans í alþjóðasveitinni lí
við að vinna á nóttunni.
Bandarískir slökkviliðsmenn sem unnu við rú
Rústir vegna sp
ar rústum eftir
Dewey Perks, yfirmaður alþjóðlegrar
rústabjörgunarsveitar, sem m.a. tók þátt í
björgun úr rústum í Pentagon og World
Trade Center, er staddur hér á landi í
þeim tilgangi að kenna björgun úr rústum.
Verið er að ganga frá samkomulagi um að
sveitin aðstoði Íslendinga á hættutímum.
„WTC var bara hrúga af
til þeir komu niður á
Slökkvistöðin í Fairfax
Starfsmaður slökkviliðsins í
Fairfax í Virginíu vinnur við
turnstoð í Pentagon.
BROTINN POTTUR
VIÐ LAUGARDALSLAUG
Meðferð borgaryfirvalda á mál-efnum líkamsræktarstöðvarvið Laugardalslaug hefur vakið
ýmsar spurningar. Tæp tvö ár eru síðan
frágengið var að samið yrði við Björn
Leifsson í World Class um framkvæmd-
irnar, en fyrr í þessum mánuði var tilefni
til að rifja upp þá samninga í fréttum hér
í Morgunblaðinu. Ýmis ummæli Stein-
unnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns
Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur,
hafa síðan einkum orðið til þess að þetta
mál hefur undið upp á sig á síðum Morg-
unblaðsins.
Í Morgunblaðinu 14. maí sl. sagði
Steinunn Valdís að samið hefði verið við
Björn Leifsson vegna þess að aðrir hefðu
ekki haft áhuga á að reka líkamsrækt-
arstöð í Laugardalnum. Þessi frétt kall-
aði þegar á viðbrögð framkvæmdastjóra
Hreyfingar, Ágústu Johnson, sem sýndi
fram á það með bréfum hvern áhuga hún
og fyrirtæki hennar hefðu sýnt málinu.
Þá kom jafnframt fram að það hefði láðst
hjá borginni að láta Hreyfingu vita af
því, þegar ákveðið var að ganga til við-
ræðna við Björn Leifsson og að borg-
arstjóri hefði beðizt afsökunar á því með
bréfi.
Í frétt í blaðinu 21. maí, í framhaldi af
fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í
ÍTR um sama mál, sagði Steinunn Valdís
að það hefði verið mat manna að áhugi og
geta annarra aðila en Björns hefðu ekki
verið eins mikil og hans og því hefði
þetta orðið niðurstaðan. Þegar Morgun-
blaðið leitaði eftir upplýsingum um
hvernig þetta mat á áhuga og fjárhags-
legri getu hefði farið fram, kom í ljós að
engin slík formleg athugun fór fram. Í
frétt í blaðinu í gær kom jafnframt fram
hjá Stefáni Hermannssyni borgarverk-
fræðingi að hann og framkvæmdastjóri
ÍTR hefðu komizt að þeirri niðurstöðu að
fleiri en einn hefðu áhuga á að reka lík-
amsræktarstöðina og því lagt til við
borgarráð að farið yrði í forval, auglýst
eftir mögulegum þátttakendum og fjár-
hagsstaða þeirra m.a. könnuð en þetta
hefði ekki orðið ofan á í borgarráði.
Í sömu frétt sagði Steinunn Valdís að
það mat að áhugi og geta annarra hefði
verið minni en hjá Birni hefði verið
byggt á umsögn borgarverkfræðings og
framkvæmdastjóra ÍTR. Í Morgun-
blaðinu í dag kemur skýrt og greinilega
fram að borgarverkfræðingur og fram-
kvæmdastjóri ÍTR komust þvert á móti
að þeirri niðurstöðu að áfram hefðu bæði
fyrirtæki Björns Leifssonar og Hreyfing
áhuga á málinu og lögðu ekkert mat á
mismunandi áhuga eða getu fyrirtækj-
anna.
Í Morgunblaðinu í dag hefur málflutn-
ingur Steinunnar Valdísar enn tekið
breytingum og nú gefur hún upp sem
eina ástæðuna fyrir ákvörðun í málinu að
Björn Leifsson hefði átt að njóta frum-
kvæðis síns í málinu. Það er röksemd
sem getur verið góð og gild, en hefur
ekki verið meginatriði áður hjá borgar-
fulltrúanum.
Steinunn Valdís spyr í Morgunblaðinu
í dag hvort fréttaflutningur blaðsins af
þessu máli tengist á einhvern hátt kom-
andi kosningum og „áróðursstríði minni-
hlutans í borgarstjórn Reykjavíkur“. Af
framansögðu má ljóst vera að megin-
ástæðan fyrir tíðum fréttaflutningi af
málinu undanfarna daga er að ummæli
Steinunnar sjálfrar gefa einatt tilefni til
að leitað sé frekari skýringa og kemur þá
gjarnan í ljós að málflutningur borgar-
fulltrúans hefur verið „misvísandi“ eins
og hún orðar það sjálf.
Það er þó ekki aðalatriðið. Það, sem
stendur eftir, þegar þær upplýsingar
sem komið hafa fram hér í blaðinu und-
anfarna daga eru skoðaðar, er að borg-
aryfirvöld virðast hafa gengið framhjá
Hreyfingu í þessu máli en tekið fyrir-
tæki Björns Leifssonar fram yfir af
ástæðum, sem hafa ekki verið fyllilega
skýrðar nema með því að hann hafi átt að
njóta frumkvæðis síns að málinu. Það má
hins vegar spyrja hvort skattgreiðendur
í Reykjavík eigi að sætta sig við þá skýr-
ingu. Var t.d. einhvern tímann kannað til
fulls hvort aðrir en Björn Leifsson væru
reiðubúnir að greiða meira fyrir hina eft-
irsóttu lóð í Laugardal?
Vinnubrögðin í þessu máli koma satt
að segja á óvart, miðað við það mikla
gæðaátak sem gert hefur verið í opin-
berri stjórnsýslu, þar á meðal hjá
Reykjavíkurborg, á undanförnum árum.
AÐSTOÐ VIÐ AUSTUR-TÍMOR
Allir lýðræðissinnar hljóta að fagnaþví þegar smáþjóð varpar af sér oki
kúgunar og harðstjórnar líkt og íbúar
Austur-Tímor hafa nú gert. Þróunin í
Austur-Tímor á undanförnum árum hef-
ur hins vegar sérstaka skírskotun hér á
landi vegna þeirra tengsla, sem myndast
hafa við eina helstu frelsishetju Austur-
Tímora, José Ramos Horta, fyrir atbeina
Kvennalistans. Þrjár Kvennalistakonur,
Anna Ólafsdóttir Björnsson, Kristín Ást-
geirsdóttir og Kristín Einarsdóttir
sendu árið 1995 bréf til norsku Nóbels-
nefndarinnar og tilnefndu Horta og Carl-
os Bela biskup til friðarverðlauna Nób-
els. Þetta gerðu þær að frumkvæði
Kristínar Ástgeirsdóttur, sem árið áður
hafði kynnt sér málefni Austur-Tímor og
frelsisbaráttu íbúanna. Kristín tilnefndi
þá áfram næstu árin þótt stöllur hennar
væru horfnar af þingi. Árið 1997 fengu
þeir síðan friðarverðlaunin og buðu þá
Kvennalistakonunum þremur til Óslóar
til að vera viðstaddar afhendingu þeirra.
Vitaskuld voru fleiri öfl að verki, þegar
nefndin ákvað að veita frelsisbaráttu
íbúa Austur-Tímor stuðning, en þrýst-
ingur Kvennalistans en það má heldur
ekki vanmeta áhrif hvers og eins í sam-
eiginlegu átaki og það er ljóst að frið-
arverðlaunin höfðu áhrif á framhaldið,
bæði með því að vekja athygli umheims-
ins á áþján Austur-Tímor og efla frels-
isbaráttuna.
Horta er nú utanríkisráðherra Austur-
Tímor. Hann hefur heimsótt Ísland oftar
en einu sinni og þekkir því til Íslendinga.
Íslendingar hafa nú þegar hafist
handa við að aðstoða Austur-Tímor við
að byggja upp sjávarútveg í landinu og
það var við hæfi að Ingimundur Sigfús-
son, sendiherra Íslands í Japan, skyldi
vera viðstaddur þegar hið nýja ríki var
stofnað.
Það getur verið erfitt fyrir lítið land á
borð við Ísland að láta að sér kveða í þró-
unarmálum með sama hætti og stærri
ríkjum er kleift. Í Austur-Tímor er hins
vegar tækifæri fyrir Íslendinga til að
veita ríki með nýfengið sjálfstæði aðstoð
fyrstu skrefin með viðráðanlegum hætti.
Kristín Ástgeirsdóttir sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að íbúar Austur-
Tímor myndu þurfa á mikilli aðstoð og
stuðningi að halda á næstu árum. Að öðr-
um ólöstuðum hlýtur að vera nærtækast
að horfa til hennar um að leiða slíkt verk-
efni.