Morgunblaðið - 23.05.2002, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 39
alþjóða-
fyrstu á
gon-bygg-
sveitar-
kílómetra
rgunarað-
ið rústir
vikið við
mun um-
þar flókn-
a spreng-
– meðal
nig bygg-
il úr stáli
trók þeg-
sem beið
r ekkert
af bognu
umhverf-
m. Allar
fylgdust
tæður við
llt öðrum
kring var
Þar fór
unarstarf
ngan að-
m brann á
rn var því
vað er að
hygli fjöl-
11. sept-
a í Okla-
yti ekki
læpavett-
svæðið sé
ki þekkja
gott sam-
og björg-
forsenda
m sig geti
un sönn-
annslífa.
stundað
hygli fjöl-
nir hátt-
á björg-
gerist er
t á með-
aríkjanna
allt,“ seg-
í annað.
ástæðum
arfsmenn
íki betur
Spurður um björgunarstarfið í
Pentagon segir Perks að þrátt
fyrir að flugvélin sem lenti á
byggingunni hafi flogið í gegnum
þrjár af sex byggingum sem
mynda Pentagon hafi hún staðið
af sér árásina betur en á horfðist í
fyrstu.
„Meðal þess sem menn óttuðust
var að þak á hluta byggingarinnar
myndi hrynja. Þegar við komum
voru yfir 30 súlur eyðilagðar eða
við það að hrynja. Verkefni okkar
var að byggja stoðir undir þakið
til að koma í veg fyrir að það félli
saman.“
Spurður um atburðina við WTC
segist Perks vera í sömu sporum
og margir aðrir slökkviliðsmenn
sem misstu kunningja og vini þeg-
ar turnarnir féllu.
„Við vissum strax frá upphafi
að margir slökkviliðsmenn áttu
þarna í hlut og atburðirnar urðu
fljótt mjög persónulegir. Það sem
maður reynir að gera er að halda
einbeitingunni,“ segir hann. Perks
missti sjálfur 13 félaga sína á
Manhattan.
„Við erum fyrst og fremst búnir
tækjum til að vinna við stein-
steypt hús en þarna vorum við að
eiga við stál sem þarf að skera
mjög mikið í sundur áður en hægt
er að flytja það á brott. Þótt við
hefðum einhver tök á því að skera
í sundur stál höfðum við ekki
þann búnað við höndina strax frá
upphafi.“
Perks bendir á að senda hafi
þurft sérstaklega eftir tækjum til
að klippa í sundur stál.
„WTC var bara hrúga af stáli.
Ég held að það hafi liðið sex vikur
frá því að björgunaraðgerðir hóf-
ust og þar til þeir komu niður á
steinsteypu. Tölvur, símar, skrif-
borð og annað sem maður býst við
að finna í skrifstofuhúsnæði var
ekki til að dreifa þar sem það
hafði annaðhvort eyðilagst við
hrunið eða í brunanum.“ Aðspurð-
ur hvað hafi breyst frá því hryðju-
verkaárásirnar voru gerðar á
Bandaríkin 11. september í fyrra
segir Perks að mikið óunnnið verk
sé fyrir höndum en að rústabjörg-
unarsveitir hafi jafnframt náð
eyrum stjórnvalda.
„Stjórnvöld eru mun meira með
hugann við atriði sem hafa skipt
björgunarsveitarmenn miklu máli
um langa hríð. Við höfum áhyggj-
ur af búnaði, þjálfun og bygging-
um og það virðist sem björgunar-
sveitarmenn hafi í fyrsta sinn
eignast málsvara. Verkefni, sem
áður var slegið á frest, eru nú sett
í framkvæmd,“ segir Dewey
Perks.
Bandaríska sveitin
aðstoði Íslendinga í neyð
Sólveig Þorvaldsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Almannavarna rík-
isins, segir nokkurn aðdraganda
að samstarfi Íslands og Banda-
ríkjanna á sviði rústabjörgunar.
Sólveig starfaði um árabil í banda-
rísku alþjóðasveitinni en sneri
heim árið 1996 og hóf þegar að
kanna möguleika á samstarfi. Á
grundvelli varnarsamnings
Bandaríkjanna og Íslands hófst
samstarfið með formlegum hætti
árið 2000 og meðal annars hélt 25
manna hópur í júli í fyrra til Fair-
fax í Virginíu til að fræðast um
rústabjörgun.
„Það er mjög mikilvægt einnig
að vera í góðum tengslum við öfl-
uga erlenda rústabjörgunarsveit
ef við þyrftum á að halda. Ef við
þyrftum á þessari sveit að halda
myndi það ganga mjög hratt fyrir
sig,“ segir Sólveig, en verið er að
vinna að nánara samstarfi á því
sviði. Áætlað er að viðbragðstími
bandarísku björgunarsveitarinnar
yrði rétt um hálfur sólarhringur.
Námskeiðið sem nú er haldið er
ætlað að kenna undirstöðuatriði í
brotvinnu, stoðvinnu og hífingum.
Því lýkur með verklegri æfingu í
Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi
þar sem reynt verður að líkja eftir
raunverulegum aðstæðum. Í vik-
unni verða einnig haldnir fyrir-
lestrar um ýmsa þætti er lúta að
björgun úr rústum, meðal annars
störf lækna, verkfræðinga og
hjúkrunarfræðinga á slysstað og
leit í rústum með aðstoð hunda og
með sérstökum leitartækjum.
ústabjörgun í Pentagon og WTC miðla af eigin reynslu
prenginga eru ólík-
r náttúruhamfarir
f stáli. Ég held að það hafi liðið sex vikur frá því að björgunaraðgerðir hófust og þar
á steinsteypu,“ segir Dewy Perks um aðkomuna að rústum World Trade Center.
Morgunblaðið/Golli
Slökkviliðs- og björgunarmenn af öllu landinu hafa undanfarna daga
fengið kennslu í rústabjörgun undir stjórn bandarískra og íslenskra
leiðbeinenda. Hér eru frá hægri: Dewey Perks, yfirmaður alþjóðasveit-
arinnar, Sólveig Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Almannavarna rík-
isins, Brynjar Friðriksson, slökkviliðsmaður og leiðbeinandi, og Pétur
Ingi Guðmundsson, leiðbeinandi, Hjálparsveit skáta Kópavogi.
Slökkvistöðin í Fairfax
Svona var umhorfs við Pentagon-bygginguna fyrstu dagana eftir
hryðjuverkin 11. september. Hópur slökkviliðsmanna frá Fairfax,
undir stjórn Dewey Perks, var á meðal hinna fyrstu á staðinn.
BO Fernholm, formaðurAlþjóðahvalveiðiráðsins,segir að aðild Íslands aðhvalveiðiráðinu hafi ver-
ið hafnað vegna þess að Ísland hafi
sett fyrirvara við samþykktir ráðs-
ins. Nýtt aðildarskjal hafi engu
breytt vegna þess að það hafi efn-
islega falið í sér sömu fyrirvara og
áður. Hann vísar því á bug að hafa
brotið reglur ráðsins eða fund-
arsköp.
Árni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra og Stefán Ásmundsson,
formaður íslensku sendinefn-
arinnar á ársfundi hvalveiðiráðs-
ins, hafa báðir gagnrýnt Bo Fern-
holm harðlega fyrir fundarstjórn
og fyrir að hafa brotið reglur ráðs-
ins.
Stefán sagði í Morgunblaðinu sl.
þirðjudag. „Á fundinum ákvað for-
maður hvalveiðiráðsins, Svíinn Bo
Fernholm, að taka sömu afstöðu og
hafði komið fram hjá Bandaríkja-
mönnum og líta ekki á þetta sem
venjulegt aðildarskjal og þar með
tók hann þátt í því að vinna ekki
samkvæmt samningnum. Þar með
voru vörsluaðili samningsins og
formaðurinn búnir að ganga bein-
línis gegn 10. gr. samningsins, sem
er mjög skýr að þessu leyti. Að
sjálfsögðu er það hlutverk vörslu-
aðila og formanns að vera hlut-
lausir.
Formaðurinn ákvað að ákvörðun
sem var tekin í fyrra myndi gilda
líka um þetta nýja skjal Íslands,
ákvörðun sem er tekin u.þ.b. ári áð-
ur en skjalið er lagt fram, á þeirri
forsendu að fyrirvarinn væri nán-
ast sá sami. Þar með er verið að
virða aðildarskjal Íslands að vett-
ugi.“
Sama afgreiðsla og fyrir ári
Fernholm var spurður hvers
vegna aðild Íslands að hval-
veiðiráðinu hefði ekki verið sam-
þykkt.
„Ástæðan fyrir því að hval-
veiðiráðið hafnaði aðild Íslands að
ráðinu er sú að Ísland setti fyr-
irvara við aðild sinni. Það voru
nokkrir nýir meðlimir samþykktir
og þær þjóðir voru boðnar vel-
komnar í ráðið á fundinum. Aðeins
Ísland reyndi að fá aðild að hval-
veiðiráðinu með því að setja fyr-
irvara við samþykktir ráðsins. Að-
ild á þessum grundvelli var ekki
samþykkt á síðasta ári og var ekki
heldur samþykkt í ár.“
Fyrir nokkrum dögum lagði Ís-
land fram nýtt aðildarskjal. Hvers
vegna var þetta nýja skjal ekki
samþykkt?
„Vegna þess að þetta aðild-
arskjal innhélt alveg sömu fyrirvar-
anna og settir voru fram á síðasta
ári. Þess vegna var staðan alveg sú
sama í ár og í fyrra. Orðalag í þessu
nýja aðildarskjali var alveg það
sama og í fyrra. Eina breytingin er
að í nýja skjalinu var bætt við
nokkrum línum þar sem segir að Ís-
land muni sjálft taka ákvörðun um
hvenær þessir fyrirvarar taki gildi.
Meginatriðið er að Ísland vill setja
einhliða fyrirvara við aðild og fyr-
irvarinn er sá sami og áður.“
Ísland ætti að óska eftir
aðild án fyrirvara
Stefán Ásmundsson, formaður ís-
lensku sendinefndarinnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið að þú,
sem formaður hvalveiðiráðsins,
hefðir brotið reglur hvalveiðiráðs-
ins. Hverju svarar þú þessum ásök-
unum?
„Þetta er hans afstaða en ég er
ekki sammála henni. Ég taldi að ég
yrði að taka mið af afgreiðslum
málsins á síðasta ársfundi. Málið
hlaut sömu afgreiðslu nú og á síð-
asta ári, sem er að sjálfsögðu hin
eðlilega afstaða. Hin lagalega staða
er hins vegar óskýr. Það er hægt að
túlka þjóðarrétt með ólíkum hætti.
Hans túlkun á þjóðarrétti er ekki sú
eina rétta. Það eru til túlkanir á
þjóðarrétti sem eru andstæðar
þeim sem Stefán hefur haldið
fram.“
Stefán hélt því einnig fram að þú
hefðir brotið fundarsköp þegar að-
ild Íslands var til umræðu á árs-
fundinum.
„Það er rétt að hann hélt þessu
fram, en ég er ekki sammála þess-
um fullyrðingum hans. Ég lagði
undir atkvæði fundarins þann
ágreining sem upp kom um stjórn
fundarins með sama hætti og önnur
mál voru lögð undir atkvæði fund-
arins.“
Telur þú að hvalveiðiráðið hafi
vald til að greiða atkvæði um þá
fyrirvara sem Ísland hefur sett fyr-
ir aðild sinni?
„Já, ég tel svo vera og meirihluti
aðildarþjóða hvalveiðiráðsins er á
sama máli.“
Hvað finnst þér um þá afstöðu Ís-
lands að ganga út af fundi hval-
veiðiráðsins?
„Það sem ég tel að Ísland eigi að
gera er að ganga í hvalveiðiráðið
með sama hætti og aðrar þjóðir
hafa gert, þ.e. án fyrirvara. Ísland
yrði án efa boðið velkomið og ég tel
að aðildarþjóðirnar vilji að Ísland
taki fullan þátt í störfum ráðsins,“
sagði Fernholm.
Reuters
Bo Fernholm vísar á bug ásökunum Íslendinga um að óeðlilega hafi
verið staðið að atkvæðagreiðslu um aðild Íslands að ráðinu. Hann
hvetur Íslendinga til að gerast aðilar að ráðinu án fyrirvara.
Bo Fernholm, formaður hval-
veiðiráðsins, um gagnrýni Íslands
Nýtt aðildar-
skjal hafði að
geyma sömu
fyrirvara og áður