Morgunblaðið - 23.05.2002, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 23.05.2002, Qupperneq 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 43 EIN þeirra spurninga sem við frambjóðendur á Akureyri höfum fengið nú í aðdraganda kosninga er spurningin: Um hvað er kosið? Það er eðlilegt að fólk spyrji sem svo því sumum getur reynst erfitt að gera upp hug sinn. Í mínum huga er svarið við þessari spurningu einfalt. Kosningarnar snú- ast um það hvort við Akureyringar viljum að bæjarfélaginu verði stýrt undir sömu formerkjum næstu fjögur árin og því hefur verið stýrt á yfir- standandi kjörtímabili. Akureyringar munu kjósa um festu og stöðugleika í stjórn bæjarins. Akureyringar munu kjósa um það hvort þeir vilja fela stjórn bæjarins fulltrúum sem þora að gefa loforð og vilja standa við þau. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins þora, vilja og geta. Um það snúast kosningarnar 25. maí á Akureyri. Jákvætt hugarfar Sú hugarfarsbreyting sem orðið hefur hjá bæjarbúum á kjörtíma- bilinu er aðalástæða þess að Akureyri er vaxandi bær sem hefur endur- heimt forystuhlutverk sitt meðal sveitarfélaga í landinu. Við sjálfstæð- ismenn viljum áfram vinna að því að auka tiltrú og bjartsýni Akureyringa og annarra landsmanna á það sam- félag sem dafnar hér í bæ. Barlómskórinn sem hljómaði iðu- lega við ýmis tækifæri hér á árum áð- ur er, sem betur fer, að mestu þagn- aður, en þó ber enn við að nokkrir frambjóðendur reki annað veifið upp þessi gamalkunnu ramakvein. Til- gangurinn er væntanlega sá að fá hinn almenna bæjarbúa til þess að trúa því að allt sé komið í óefni og hvergi vonarglætu að sjá. Þetta háttalag frambjóðenda, í fjórar vikur á fjögurra ára fresti, ber ekki vitni um að þeir hafi trú á almennri skyn- semi kjósenda. Það sjá það allir sem vilja sjá að bærinn okkar hefur vaxið og blómgast á síðustu fjórum árum. Margt hefur áunnist og mörg góð verkefni framundan að vinna. Við Akureyringar þurfum ekki á barlómi að halda og vonandi hefur hann siglt burt með þeim fræga ryð- dalli Omnyu. Þessi fleyta, sem líta má á sem holdtekju kyrrstöðu og bar- lómskórsins á kjörtímabilinu 1994– 1998, siglir nú á aðrar veiðislóðir en Akureyrarbæ. Farvel, Omnya, farvel allt það sem hún var orðin táknmynd fyrir. Betra veður? Á almennum kynningarfundi þar sem frambjóðendur D-listans kynntu stefnuna fyrir komandi kjörtímabil benti ég á til gamans að góð ástæða til þess að kjósa D-listann væri að hér hefði veðurfar batnað á kjörtíma- bilinu. Þessi fullyrðing var auðvitað sett fram meira í gamni en alvöru en þó liggur í henni sannleikskorn. Ak- ureyri og Akureyringar hafa á kjör- tímabilinu öðlast aukinn kraft og bjartsýni eftir stöðnun og fram- kvæmdaleysi áranna á undan. Bjart- sýnin og baráttuhugurinn sem ein- kennt hefur Akureyringa undanfarin fjögur ár gera það að verkum að góða veðrið sem hér ríkir virðist enn betra. Um það verður kosið 25. maí. Bjart- sýni og baráttuhug til framtíðar. Það væri líka hægt að svara ofan- greindri spurningu með annarri spurningu: Viljum við Akureyringar kalla yfir okkur að nýju þá kyrrstöðu sem hér ríkti á árunum 1994–1998, eða viljum við áfram þann kraft sem einkennt hefur kjörtímabilið 1998–2002? Um þetta, fyrst og fremst, snúast bæjarstjórnarkosning- arnar á Akureyri hinn 25. maí. Metnaðarfull stefna D-listans Ég hvet fólk eindregið til að bera saman stefnu- skrár flokkanna sem í framboði eru og einnig framboðslistana sjálfa. Það er trú mín að D-list- inn komi sterkur frá þeim samanburði. Í ítar- legri og metnaðarfullri stefnuskrá okkar er horft til framtíðar og mann- valið á listanum er mikið. Eitt af því sem gerir D-listann að öflugum og góðum kosti fyrir kjósendur er að þar er saman kominn mjög sam- stilltur hópur, jákvætt fólk sem vill berjast af fullu afli fyrir framför- um og farsæld í bæn- um. Ég vil að lokum hvetja kjósendur á Akureyri til að neyta atkvæðisréttar síns og hafa þannig bein áhrif á það hverjir veita bænum okkar forystu næstu fjögur árin. Um hvað er kosið á Akureyri? Kristján Þór Júlíusson Akureyri Akureyringar munu kjósa um það, segir Kristján Þór Júlíusson, hvort þeir vilja fela stjórn bæj- arins fulltrúum sem þora að gefa loforð og vilja standa við þau. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri og skipar 1. sæti D-lista Sjálfstæðisflokks. Frá Miðjarðarhafinu í apótekið þitt „Pharmaceutical - Grade“ ólífuolía í gelhylkjum með vítamínum, jurtum og/eða steinefnum. Heilsuleikur Þú gætir unnið ferð til Spánar! Aðeins í Plúsapótekunum www.plusapotek.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.