Morgunblaðið - 23.05.2002, Qupperneq 45
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 45
Þessi einstaka eyja á sér fjölmarga aðdáendur enda ríkir hér andrúms-
loft sem er einstakt í heiminum og náttuúrfegurð sem á engan sinn líka.
Glæsileg hótel við ströndina eða í hjarta Havana og hér getur þú valið
um spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða sem eru hér á
heimavelli.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 79.950
M.v. MasterCardávísun að upphæð kr.
5.000. Almennt verð án ávísunar kr.
84.950. M.v. 2 í herbergi með morgun-
mat, flug, skattar, gisting, fararstjórn.
Hótel Arenas Doradas ****
Glæsilegt 4 stjörnu hótel við
ströndina með frábærum
aðbúnaði.
Kúba
5. nóvember - 7 nætur
frá 79.950 kr.
MIKIÐ hefur verið
rætt og ritað um lóða-
skortinn í Reykjavík á
undanförnum vikum,
en hann hefur leitt til
þess að fjöldi fjöl-
skyldna, auk fyrir-
tækja, hefur flutt úr
borginni til nágranna-
sveitafélaganna þar
sem staðið hefur verið
vel að þessum mála-
flokki og ný hverfi hafa
sprottið upp. Það sama
er ekki hægt að segja
um núverandi stjórn
borgarinnar, sem varla
hefur aðhafst neitt í
þessum málum og stað-
ið illa að því litla sem gert hefur ver-
ið. Þegar litið er til baka, blasir við að
eina nýja hverfið sem hefur verið
skipulagt og byggt upp á tveimur
síðustu kjörtímabilum, heilum átta
árum, er Grafarholtshverfið. Við út-
hlutun lóða í þessu ágæta hverfi var
farin svokölluð uppboðsleið. Upp-
boðsleiðin er í því fólgin að hæstbjóð-
andi fær lóðirnar. Þessi aðferð olli
því að sárafáir einstkalingar gátu
keppt við byggingafyrirtækin sem
buðu í lóðirnar og verðið fór langt
upp fyrir það sem eðlilegt var miðað
við verðlag. Gamalgróin og sterk
byggingafyrirtæki buðu þó ekki í
lóðirnar sem boðnar voru, þar sem
þau sáu fram á að geta ekki velt hinu
háa lóðaverði áfram út í verðlagið á
húsnæðinu fullbúnu og selt íbúðirnar
á samsvarandi hærra verði. Það hef-
ur svo komið á daginn að þeir aðilar
sem réðust í framkvæmdir í Grafar-
holtinu og sitja nú uppi með tilbúnar
íbúðir, gengur illa að selja þær vegna
hins háa verðs sem þeir þurfa að fá
fyrir þær, til að standa undir kostn-
aði og fá eitthvað fyrir sinn snúð. Af-
leiðingar þessa fyrirkomulags hafa
ekki látið á sér standa, en þær hafa
gert það að verkum að
íbúðarverð og leigu-
verð í höfuðborginni
hefur hækkað veru-
lega.
Ef litið er til baka og
skoðað hvernig þessum
málaflokki var stjórnað
í tíð sjálfstæðismanna,
þegar þeir skipulögðu
byggð og úthlutun lóða
í Grafarvogi, kemur í
ljós að þar var einstak-
lingum og bygginga-
fyrirtækjum gefinn
kostur á lóðum á sann-
gjörnu verði. Nægjan-
legt framboð var til
staðar og lengi vel var hægt að velja
úr lóðum.
Verð lóða í Grafarholti með upp-
boðsfyrirkomulaginu er þrisvar til
fjórum sinnum hærra en verð var við
úthlutun sambærilegra lóða í Graf-
arvogi.
Nái Sjálfstæðisflokkurinn meiri-
hluta ætlar hann að tryggja nægar
lóðir í borginni, bæði fyrir fólk og
fyrirtæki og afnema lóðauppboð.
Hann ætlar að haga gatnagerðar-
gjöldum og söluverði lóða í samræmi
við kostnað borgarinnar við gerð
nýrra byggingarsvæða.
Í kosningabaráttu sinni hefur
Sjálfstæðisflokkurinn lofað að stöðva
umhverfisslysið sem nú þegar er haf-
ið í Geldinganesi. Að byggja stór-
skipahöfn og atvinnusvæði sem óum-
flýjanlega verður að fylgja höfninni,
er í andstöðu við hugmyndir Sjálf-
stæðisfokksins og í andstöðu við
hagsmuni Reykvíkinga, bæði þeirra
sem vilja eiga kost á lóðum á falleg-
um útsýnisstað og þeirra sem þegar
hafa búið sér heimili í Grafavoginum
og sjá fram á, með óbreyttu ástandi,
að fá umferð og mengun sem fylgir
hafnarsvæði rétt við húsvegginn.
Geldinganesið er kjörið til íbúðar-
byggðar og þar væri hægt að koma
fyrir allt að tíu þúsund manna byggð.
Lengi hefur vantað lóðir fyrir
smærri einbýlishús og raðhús á einni
hæð, sem mikil eftirspurn hefur ver-
ið eftir og lítið sem ekkert framboð
hefur verið á í stjórnartíð R-listans.
Tilvalið væri að reisa slíka byggð í
suðurhlíðum nessins. Norðanmegin
mætti hins vegar reisa minni fjöl-
býlishús, sem einnig hefur verið
skortur á undanfarin ár.
Þeir sem komið hafa út í Geldinga-
nes hafa sannfærst um hversu tilval-
inn þessi fallegi staður er fyrir slíka
byggð og hversu illa væri farið með
þessa perlu ef nýta ætti hana eins og
R-listamenn hyggjast gera.
Hina, sem ekki hafa komið út í
nesið, vil ég hvetja til að leggja leið
sína þangað og dæma sjálfir. Um leið
má sjá stærð margumræddrar
gryfju R-listans og velta fyrir sér
hvort menn vilja fimmfalda stærð
hennar og byggja stórskipahöfn,
eins og Ingibjörg Sólrún og skó-
sveinar hennar ætla sér, eða hvort
betur færi á að geta ekið þarna um
fallegt íbúðarhverfi í sunnudagsbílt-
úrum framtíðarinnar.
Leggjum lóð okkar á rétta vogar-
skál. Það getur þýtt lóðir í Geldinga-
nesi fyrir íbúa Reykjavíkur.
Setjum Reykjavík og um leið íbúa
hennar í fyrsta sæti.
Lóð fyrir lóðir!
Benedikt
Geirsson
Reykjavík
Leggjum lóð okkar á
rétta vogarskál, segir
Benedikt Geirsson. Það
getur þýtt lóðir í Geld-
inganesi fyrir íbúa
Reykjavíkur.
Höfundur skipar 13. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
HVERFIN austan
Elliðaáa eru hvert um
sig afar falleg og
hvert um sig státar af
eigin sérstöðu frá
náttúrunnar hendi.
En það er enginn
vandi að spilla þeim
með handahófskennd-
um skipulagsaðgerð-
um eins og dæmin
sanna. Ég sem íbúi í
Grafarvogi og áður í
Árbæjarhverfi hef
mikinn áhuga á skipu-
lagsmálum hverfanna,
ásamt mörgum öðrum
þáttum sem snerta
daglegt líf íbúa þeirra.
Bæta þarf öryggi þeirra sem fara
um hverfin gangandi og hjólandi.
Gera íþrótta- og heilsugæslumálum
hærra undir höfði. Löggæslumál
eru mjög brýnt úrlausnarverkefni
svo eitthvað sé nefnt.
Landssímalóðin er mér ofarlega
í huga, en ég bý í Rimahverfi Graf-
arvogs. Einnig búa þar synir mínir
tveir með sínar fjölskyldur. Það
geitungabú sem ég kalla svo – og
reisa á þar – sökum umferðaröng-
þveitis, þéttleika, háhýsa og fjölda
íbúða veldur mér miklum áhyggj-
um. Eikum sökum þess að borg-
aryfirvöldum ber engin skylda til
þess að skipuleggja reitinn með
þessum hætti. Borgin á ekki einu
sinni lóðina. Og þegar talsmaður
eiganda svæðisins hótaði undir rós
íbúum Rimahverfisins á fundi því
að ef við héldum okkur ekki á
mottunni yrði lóðin skipulögð undir
iðnaðarstarfsemi. Þvílík er fram-
koman við okkur og borgaryfirvöld
ganga undir svona fólki.
Íbúar við Garðhús
eiga samúð mína alla
eftir úrskurð um-
hverfisráðherra um
lagningu Hallsvegar.
Fram kemur í úr-
skurðinum að kostn-
aðurinn við að leggja
veginn í stokk sé 480
milljónir eða 350 millj-
ónir umfram hefð-
bundna veglagningu,
sem eru smáaurar
miðað við þær 700
milljónir sem fóru í að
breyta Hafnarhúsinu í
Listasafn Reykjavíkur
fyrir listaakademíuna
og þá þrjá milljarða sem Reykja-
víkurborg telur sig hafa efni á að
leggja í byggingu tónlistarhallar.
Ég vil einnig beina orðum mín-
um til íbúa hinna hverfanna austan
Elliðaáa. Sérstaða Kjalarness er
nálægðin við sveitina og þær stór-
kostlegu fjörur sem hverfið hefur.
En Kjalnesingar mega búa við
skólahúsnæði sem vart heldur
vindi né vatni og dagvistunarmál
eru í ólestri. Seinkun Sundabraut-
ar kemur mjög illa við þá sem og
Grafarvogsbúa. Árbærinn hefur
verið gleymdur svo árum skiptir.
Svæðið ofan stíflu er ein samfelld
náttúruperla sem tengir saman
Árbæ og Breiðholt á afar skemmti-
legan hátt. Þarna þarf að taka til
hendinni og gera svæðið enn not-
endavænna. Breiðholtið er það
hverfi sem býður upp á stórkoslegt
útsýni í allar áttir og fallegt lands-
lag. Gafarvogurinn hefur mjög fjöl-
breytilegt landslag, víðsýnt er þar
og fallegar fjörur. Þetta gerir
hverfið afar sérstakt.
En eitt hafa hverfin fjögur sam-
eiginlegt. Það er afar slælegt
viðald á flestum þáttum sem borgin
á að framkvæma. Ræktuð beð
drabbast niður, gangstéttar og
vegkantar krosssprungið svo árum
skiptir.
En það er ekki öll nótt úti enn
fyrir okkur sem búum í úthverf-
unum. Ef við berum gæfu til að
bjóða F-listann velkominn í hverfin
okkar með Ólaf F. Magnússon og
Margréti Sverrisdóttur í broddi
fylkingar mun F-listinn ná odda-
stöðu í komandi kosningum, hverf-
unum til framdráttar.
Oddviti eins framboðsins í
Reykjavík komst svo ósmekklega
að orði að kalla hverfin austan Ell-
iðaáa viðhengi. Þetta sýnir best
það að við sem búum í úthverf-
unum þurfum að standa saman og
berjast fyrir réttlátri skiptingu
framkvæmda í Reykjavík
Aðeins um Geldinganesið. Við í
F-listanum höfum þá trú að innan
skamms tíma nái skynsemin yfir-
höndinni og sveitarfélög á Stór-
Reykjavíkursvæðinu sameinist, því
sé ekki þörf á því að taka Eiðsvík-
ina frá fyrir stórskipahöfn. Geld-
inganesið verði skipulagt sem íbúð-
arbyggð. Byggt verði glerþak yfir
grjótnámuna og þar verði heilsárs
skrúðgarður með sædýrasafni
framan við námumunnann. Þetta
tvennt mun nýtast margfalt fleir-
um en tónlistarhöll og vera ein-
stakt á heimsvísu.
F-listinn og út-
hverfi Reykjavík-
ur eiga samleið
Björgvin E.
Arngrímsson
Reykjavík
Ef við berum gæfu til að
bjóða F-listann velkom-
inn, segir Björgvin E.
Arngrímsson, mun
hverfunum okkar farn-
ast vel.
Höfundur skipar 25. sæti F-listans
í Reykjavík.
KONUR kjósa R-
listann skrifar Guðjón
Friðriksson í Morgun-
blaðið síðastliðinn
þriðjudag. Það voru þá
fréttir. Hvers vegna
bætir hann því ekki
við að konur kjósa líka
D-listann, það hlýtur
að vera jafnfréttnæmt.
Eða eru þær þúsundir
kvenna sem kjósa D-
listann ekki konur?
Málflutningur Guð-
jóns ber keim af þeirri
gömlu aðferð vinstri-
manna að eigna sér
jafnrétti kvenna og
karla og gefa í skyn að enginn
hvorki vilji né geti sinnt þeim mál-
um nema þeir. Hvílík fjarstæða!
Sjálfstæðisflokkurinn er í raun
stærsta kvennahreyfing landsins,
hvergi eru fleiri konur félagsbundn-
ar í nokkurri hreyfingu. Hann var
fyrstur flokka til að kalla konur til
forystu bæði á sviði sveitarstjórna
og landsmála og innan hans fer
fram öflug og framsækin umræða
um jafnréttismál. Niðurstöður
þeirrar umræðu koma skýrt fram í
málflutningi og gjörðum flokksins
og vil ég sérstaklega minna á ný
lög um fæðingarorlof sem forsætis-
ráðherra gaf fyrirheit um við setn-
ingu ráðstefnunnar Konur og lýð-
ræði haustið 1999. Lögin sem sett
voru í kjölfarið eru einhver mik-
ilvægasta aðgerð á
sviði jafnréttismála
undanfarin ár og þá
ekki aðeins hvað varð-
ar jöfnun fjölskyldu-
ábyrgðar kynjanna
heldur einnig stöðu
þeirra á vinnumark-
aðnum.
Það sér hver maður
sem skoðar stefnuskrá
D-listans fyrir þessar
borgarstjórnarkosn-
ingar að jafnréttismál-
in eru þar lykilmál. Að
gefa annað í skyn er
fals. Það sér líka hver
maður sem það vill að
D-listinn í Reykjavík
ber fram fríðan flokk öflugra
kvenna sem eru reiðubúnar til að
vinna að þessum málum og draga
hvergi af sér. Og ekki bara kvenna
heldur líka karla sem ekki þykir
síður mikilvægt að koma þessum
málum í lag. Guðjón fer mikinn í að
draga athyglina að kvennavali R-
listans en lætur þess ógetið að þær
sem kjósa þann bræðing eru líka að
kjósa Árna Þór, Alfreð Þorsteins-
son og Stefán Jón svo tínt sé til úr
framvarðarsveit listans. Er ekki
kominn tími til að Reykvíkingar fái
ærlega umræðu um þau mál sem á
þeim brenna í stað hálfsannleika og
misvísandi upplýsinga? Er ekki
kominn tími til að velja til forystu
samstilltan hóp kvenna og karla
sem er meira en reiðubúinn til að
vinna af dugnaði og djörfung að
jafnrétti kynjanna? Fólk sem kann
að hlusta á kjósendur en telur sig
ekki sjálft vita allt best? Það segir
enginn konum hvað þær kjósa. Eins
og ævinlega í kosningum svarar
hver fyrir sig.
Svari hver
fyrir sig
Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir
Reykjavík
Eru þær þúsundir
kvenna, segir Sigríður
Dúna Kristmunds-
dóttir, sem kjósa D-
listann ekki konur?
Höfundur er prófessor við Háskóla
Íslands og fyrrverandi þingkona
Kvennalistans í Reykjavík.