Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sjálfstæðisflokkur- inn í Reykjavík með Björn Bjarnason í fylk- ingarbrjósti hefur farið mikinn í umræðum um landfyllingar og grjót- nám í yfirstandandi kosningabaráttu. Ekki hefur Björn sparað stóru orðin í þeim efn- um, heldur kveðið fast að og hvað eftir annað talað um það sem hann kallar yfirvofandi um- hverfisslys. En ef rýnt er í málflutning Björns varðandi grjótnám á Geldingarnesi og land- fyllingu í Ánanaustum vakna spurningar um trúverðug- leika og tvískinnung. Er Björn Bjarnason á móti landfyllingum? Það er ekkert sem bendir til þess að Björn sé ósáttur við þær landfyll- ingar, sem stór hluti Reykjavíkur hvílir á; Grófina, Hafnarstræti, Sæ- braut, Granda eða Örfirisey. Hann hefur alveg þagað um uppfylling- arnar við Elliðaárósinn-Geirsnefið og hann hefur heldur ekki mótmælt landfyllingunni sem sjálfstæðis- menn í Garðabæ eru að leggja drög að í Arnarnesvogi, þó er það svæði á náttúruminjaskrá og alþjóðlega mikilvægt fuglaverndarsvæði. En hann er alveg að fara á límingunum vegna uppfyllingarinnar sem Reykjavíkurlistinn áætlar að gerð verði við Ánanaust. Að öðru leyti hefur Björn ekki heyrst mótmæla landfyllingum. En uppfylling við Ánanaust yrði í hans augum hvorki meira né minna en um- hverfisslys! Er Björn Bjarnason á móti grjótnámi? Varla, a.m.k. lagðist hann ekki gegn því á Alþingi að reist yrði jarðvegsstífla við Kárahnjúka úr 10 milljón rúmmetrum af grjóti og jarðvegi, sem tekinn yrði úr fjölda efnisnáma og jarð- ganga sem boruð yrðu vegna virkjanafram- kvæmdanna á hálendi Íslands, svæði sem er nánast ósnortið, hefur gífurlega hátt náttúruverndargildi og er að hluta til friðlýst. En hann er á móti grjót- námi í útjaðri Reykjavíkurborgar, að vísu ekki grjótnáminu, sem var við Austurbæjarskóla, Öskjuhlíð eða Sjómannaskólann. En hann er alveg að fjúka af skaftinu vegna grjót- námunnar á Geldinganesinu. Lýs- ingarnar á skaðanum eru svo há- stemmdar að honum er orðið tamt að tala um „suðurhlíðar“ Geldinga- nessins og kallar grjótnámið hik- laust umhverfisslys. Ekki nóg með það, því þegar hann leggur saman áhrif væntanlegrar uppfyllingar við Ánanaust og grjótnáms í Geldinga- nesi sér hann fyrir sér tvöfalt um- hverfisslys! Er Björn Bjarnason umhverfisverndarsinni? Í úrskurði Skipulagsstofnunar um grjótnám á Geldinganesi, sem birt- ur var síðla árs 1997, kemur fram að engar athugasemdir hafi borist á kynningartíma matsskýrslu, en eins og kunnugt er voru umhverfisáhrif grjótnámsins metin eins og lög gera ráð fyrir. Hvað var Björn eiginlega að hugsa á meðan skýrslan var opin til kynningar og matsferlið var í þeim farvegi að hægt hefði verið að hafa áhrif á framgang mála? Honum hlýtur að hafa verið fullkunnugt um aðferðir þær sem viðhafðar eru við mat á umhverfisáhrifum og þá hug- myndafræði sem þar liggur að baki. Hann átti jú sæti á Alþingi þegar lögin um mat á umhverfisáhrifum voru sett en hann virðist ekki áhugasamur um að nýta sér þær leiðir sem lögin gera ráð fyrir og standa öllum opnar; leiðir sem bein- línis eru til þess ætlaðar að fólk geti haft áhrif á gang mála áður en ákvarðanir eru teknar. Slíkt hefur fólk gert á afgerandi hátt þegar stærri framkvæmdir hafa verið til umfjöllunar, t.d. risavaxnar fram- kvæmdir á hálendi Íslands sem Björn Bjarnason hefur stutt sem þingmaður og ráðherra Sjálfstæð- isflokksins. Björn Bjarnason hefur ekki andað út úr sér einu orði um umhverfisslys þegar það hefur verið til umfjöllunar að sökkva Þjórsár- verum eða færa Jöklu úr náttúru- legum farvegi sínum og veita henni í Lagarfljót. Er Björn Bjarnason trú- verðugur málsvari umhverfisvernd- ar eða ber málflutningur hans vott um tvískinnung? Trúverðug- leiki eða tví- skinnungur? Kolbrún Halldórsdóttir Reykjavík Björn hefur ekki andað út úr sér einu orði um umhverfisslys, segir Kolbrún Halldórs- dóttir, þegar það hefur verið til umfjöllunar að sökkva Þjórsárverum. Höfundur er 17. þingmaður Reykvíkinga. Á ÁRUNUM 1980 til 2000 fjölgaði Íslending- um um 23%. Á sama tíma fjölgaði íbúum höfuðborgarsvæðisins um 44%, íbúum á Ak- ureyri um 15%, en íbú- um landsbyggðar utan Akureyrar fækkaði um 3%. Á þessum tíma hafa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur far- ið með byggðamál í rík- isstjórn Íslands. Stjórnvöld hafa sam- ið svokallaðar byggða- áætlanir til að snúa þessari þróun við, en hafa litlum sem engum árangri náð. Það hefur í raun verið átakanlegt að horfa upp á úrræða- og framtaks- leysi ráðamanna í þess- um málaflokki. Einu og einu beini hefur verið hent í landsbyggðina, jafnréttisstofu hér og einstaka störfum þar. En tölurnar sýna að vinna stjórnvalda í þessum málaflokki hef- ur verið ómarkviss og langt frá því að skila ár- angri, þrátt fyrir marg- samþykktar byggða- áætlanir skömmu fyrir kosningar. Nú hefur iðnaðarráð- herra kynnt enn eina nýja byggðaáætlun þar sem sérstök áhersla er lögð á Akureyri og Eyjafjörð sem vaxtarsvæði utan suðvesturhornsins. Þessu ber að fagna en jafnframt að minnast þess hvernig stjórnvöld hafa staðið sig til þessa við framkvæmd fyrri byggðaáætlana. Orð og efndir Ég nefni bara eitt dæmi: Í fyrri byggðaáætlunum hefur áhersla verið lögð á eflingu náms á landsbyggðinni og sérstaklega rætt um fjarnám og verklegt nám í því samhengi. Á sama tíma hafa stjórnendur Verkmennta- skólans á Akureyri þurft að berjast fyrir hverri krónu sem fengist hefur frá ríkinu til þess að halda úti fjar- kennslu skólans þar sem nú stunda rúmlega 600 nemendur nám. Á sama tíma hefur verknám í Verkmennta- skólanum átt mjög undir högg að sækja. Fjárveitingar til skólans duga hvergi til að halda úti því fjölbreytta verk- og listnámi sem þar hefur verið í boði. Þetta vita þeir sem vilja vita, menntamálaráðherra þar á meðal. Staðreyndin er sú að ef halda á úti öflugu verk- og listnámi utan höfuð- borgarsvæðisins kostar það meira fé en ríkisstjórnin hefur ætlað til þess. Hér verða efndir að fylgja orðum. Hér duga ekki fögur fyrirheit í byggðaáætlunum. Hér duga ekki ræður um mikilvægi verklegs náms á framhaldsskólastigi. Í þessu máli eins og öðrum þurfa stjórnmálamenn að fylgja markaðri stefnu byggða- áætlana, en ekki heykjast á fram- kvæmdinni þegar að henni kemur. Þetta er einungis eitt dæmi um það hvernig orð og efndir stjórnar- flokkana í byggðamálum fara ekki saman. Ég vona sannarlega að við sjáum fram á betri tíð með þeirri áætlun sem nú hefur verið samþykkt á alþingi. Ég vona sannarlega að þingmenn stjórnarflokkanna taki á sig rögg og standi við stóru orðin. Ég vona sannarlega að bæjarstjórnar- menn Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks hafi manndóm í sér til þess að standa á réttlátum kröfum okkar um að löngu gefin loforð verði efnd. En ég á ekki sérstaklega von á því. Af því að sporin hræða. Þau sýna að undirlægjuháttur og virðing fyrir flokksvaldi ráða því hvernig að málum er staðið fremur en hagsmunir fólksins sem um ræðir. Það er hlutverk bæjarstjórnar Ak- ureyrar á hverjum tíma að standa á rétti bæjarbúa gagnvart ríkinu, en ekki að leyfa stjórnvöldum að lofa öllu fögru en standa síðan við minnst af því. Af slíkum vinnubrögðum höfum við fengið nóg. Um lands- byggð, loforð og undirlægju Hermann Tómasson Akureyri Reynslan sýnir, segir Hermann Tómasson, að undirlægjuháttur og virðing fyrir flokksvaldi ráða meiru um athafnir bæjarstjórnarmanna en hagsmunir fólksins í bænum. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri. Sveitarfélagið Ár- borg þarf að marka sér stefnu í málefnum inn- flytjenda, eða nýbúa eins og oft er sagt. Í Árborg eru búsettir innflytjendur frá mörgum löndum, til lengri eða skemmri tíma. Árborg þarf að sýna þessu fólki þá gestrisni sem við Ís- lendingar erum gjarn- an annálaðir fyrir. Það gerum við ekki ein- göngu með því að bjóða fólkið velkomið, við þurfum að sýna það í verki. Nýbúar þurfa að finna að þeir séu velkomnir með því að við séum tilbúin að leiðbeina þeim um réttindi þeirra og þegnskyldur. Kynna fyrir þeim land og þjóð og kenna þeim íslensku. Læra að vera Íslendingur Við þurfum að bjóða innflytjend- um kerfisbundið upp á leiðsögn um íslenskt þjóðfélagskerfi, siði og venj- ur, kynna þeim atvinnutækifærin, húsnæðismarkaðinn og skólakerfið. Það þarf að vera til staður, fjöl- skyldumiðstöð, sem fólk getur leitað til og fengið aðstoð við að fóta sig í þessu samfélagi. Við viljum að inn- flytjendum, jafnt og öðrum, vegni vel en það er sameiginlegur hagur allra að svo sé. Hjálp- um þeim við aðlög- unina! Nýbúabörn þurfa sérstakar mót- tökur í skólunum, allt frá leikskóla og upp úr. Því fyrr sem þau læra tungumálið því betri verður þeirra fé- lagslega færni, sem er um leið lykillinn að því að sú kennsla sem skól- arnir bjóða upp á geti nýst þeim. Nýbúar eru ekki bara fólk frá framandi löndum í öðrum heimsálfum. Þeir geta verið frá nágrannalöndunum. En tungumálið getur staðið öllum fyrir þrifum sem ætla að setjast hér að og þjóðfélagsgerðin er sérsniðin að okkur Íslendingum. Því þarf fólk að læra að vera Íslendingar. Hvernig virkar samfélagið? Hér í Árborg búa margir sem hafa tímabundið verið nýbúar einhvers staðar í heiminum og eiga því auð- velt með að setja sig í spor þeirra. Margir hafa reynt að rata um í þjóð- félagi þar sem móðurmálið dugar ekki með áleitnar spurningar, eins og t.d. hvar finn ég lækni, hvenær er við hæfi að leita til lögreglu, hvað býður heilbrigðiskerfið upp á? Hvað er félagsleg aðstoð og fyrir hverja er hún? Hvernig virkar skattkerfið, tryggingakerfið og margt, margt fleira? Við í Samfylkingunni erum sannfærð um að góðar viðtökur og viðeigandi leiðsögn í upphafi séu mikilvægar forsendur þess að nýbú- ar festi rætur og auðgi íslenskt sam- félag. Allir velkomn- ir í Árborg! Heiður Eysteinsdóttir Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Árborg. Árborg Við viljum að innflytj- endum, jafnt og öðrum, vegni vel, segir Heiður Eysteinsdóttir, en það er sameiginlegur hagur allra að svo sé. FINNBOGI Björnsson reynir að svara grein minni frá 16. maí sl. í Morgun- blaðinu um yfirlýs- ingu mína sem for- manns Sjálfstæðis- félags Gerðahrepps. Ástæða þess að yfir- lýsingin er birt er sú að fjöldi sjálfstæðis- manna í Gerðahreppi hafði haft samband við mig og vildi ganga úr Sjálfstæðisfélaginu vegna tengsla sem talinn voru vera við H-listann. Ekki virðist nokkur leið fyrir H- listamenn að skrifa eina einustu grein án þess að moka skít yfir starfsmann Gerðahrepps, Sigurð Jónsson sveitarstjóra. Ég sem hef verið flokksbundinn sjálfstæðismaður frá unglingsárum og fylgst mjög náið með sveit- arstjórnamálum er alveg fullfær um að mynda mér skoðanir sjálfur á málefnum Gerðahrepps, Finn- bogi. Þú kvartar yfir að mál hafi ekki kom- ið til umræðu á fund- um Sjálfstæðisfélags- ins. Það var reynt á síðasta aðalfundi sem þú mættir ekki á og fáir voru þar til svara fyrir H-listann. Þú minnist á safnahús við Garðskaga, það hefur aldrei verið ætlun nokkurs að Gerða- hreppur byggi þar ferðatengda þjónustu. Það verður gert af einkafyrirtæki en ekki af opinberu fé, það er stefna sjálfstæðismanna. Þér var sent erindi um íbúðir fyrir aldraða til skoðunar hjá stjórn Garðvangs á síðasta ári. Þar var hægt að þæfa málið fram að kosningum til að reyna að gera það torkennilegt í augum annarra sveitarfélaga, einnig reynir þú í grein þinni að persónugera hita- veituna við sjálfan þig. Það vita allir betur, Finnbogi, að þú vannst á móti einkavæðingu hitaveitunn- ar, á móti stefnu sjálfstæðismanna á Suðurnesjum. Ég hvet Garðbúa til að kjósa nú- verandi meirihluta F-listann í kosningunum 25. maí nk. Deilurnar í Garðinum Gunnar Häsler Gerðahreppur Ég hvet Garðbúa, segir Gunnar Häsler, til að kjósa núverandi meirihluta. Höfundur er formaður Sjálfstæð- isfélags Gerðahrepps.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.