Morgunblaðið - 23.05.2002, Qupperneq 50
UMRÆÐAN
50 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hafnarfjarðarhöfn
hefur allt frá því á 14.
öld verið þekkt sem
einstaklega góð höfn
frá náttúrunnar hendi.
Þangað sigldu Þjóð-
verjar og Englending-
ar og versluðu; Þjóð-
verjar þó lengst.
Vegna góðs skipalægis
og að höfnina lagði
ekki ís á vetrum sóttu
þangað þeir sem sáu
hag sinn bestan í sjó-
sókn og siglingum.
Hafnarfjörður, sem
dregur nafn sitt af
höfninni, hefur því
byggst upp sem einn
stærsti útgerðar- og siglingabær á
Íslandi.
Hafnarfjarðarhöfn hefur ætíð
verið í fararbroddi í uppbyggingu
þjónustu við viðskiptavini sína, allt
frá því að fyrsta hafskipabryggjan
á Íslandi var formlega tekin í notk-
un árið 1913.
Byggingarsaga Hafnarfjarðar-
hafnar sýnir berlega hversu mikils
virði höfnin er og aðstaða í og við
hana skiptir miklu í atvinnulífi bæj-
arins, enda margfeldisáhrif starf-
semi hafnarinnar gríðarleg.
Þjónustan
Með breyttum útgerðarháttum
og stækkun skipa hefur Hafnar-
fjarðarhöfn kappkostað að vera
vakandi yfir velferð viðskiptavina
sinna, þannig að þeir sem þangað
sigla og eiga viðskipti njóti góðrar
og fjölbreyttrar þjónustu.
Fyrirtæki sem þjóna sjávarút-
vegi hafa mörg hver
byggst hér upp og
þróað starfsemi sína.
Síðar hafa fleiri valið
sér staðsetningu þar
vegna aukinnar um-
ferðar um höfnina í
áranna rás.
Á síðustu tæpum
tveim áratugum höf-
um við Hafnfirðingar
sem og aðrir lands-
menn staðið frammi
fyrir miklum breyting-
um í sjávarútvegi, út-
gerð og landvinnslu
Við höfum horft á
báta okkar og togara
sigla burt úr bænum
til annarra landshluta ef ekki
lengra.
Þrátt fyrir þær breytingar og
stundum erfiðleika sem það hefur
valdið okkur höfum við horft fram
á veginn og leitað nýrra leiða.
Horft til framtíðar
Árið 1994 var hafinn undirbún-
ingur að stækkun hafnarinnar utan
garða. Var þá horft til þess að
reisa nýjan öldubrjót til verndar
innri höfninni, vegalögn að öldu-
brjótnum og 150 metra viðlegu-
rými.
Árið 1998 var tekin sú ákvörðun
í framhaldi af þeim breytingum
sem höfnin stóð frammi fyrir að
innan fárra mánaða myndi hún
ekki lengur byggja afkomu sína
einvörðungu á heimaflota heldur
verða fyrsta höfnin á landinu sem
myndi byggja afkomu sína á öðrum
viðskiptum. Koma þurfti nýja land-
inu upp á 23 hektara í bygging-
arhæft ástand, lengja viðleguna í
200 metra og byggja þar með upp
þróunarsvæði fyrir fyrirtækin sem
voru farin að huga að stækkun. Þá
þurfti að gera nýjum fyrirtækjum
kleift að koma sér fyrir á nýja
hafnarsvæðinu og þar með efla til
muna þjónustu við skipaflotann.
Eru þessar framkvæmdir með
þeim mestu sem Hafnarfjarðarhöfn
hefur ráðist í og mikið gleðiefni
hvað þær hafa gengið hratt og vel
fyrir sig þar sem um áratuga ef
ekki árhundraða framtíðarupp-
byggingu er að ræða.
Fyrirtækin
Það er Hafnarfjarðarhöfn mikill
styrkur að eiga að þau öflugu fyr-
irtæki sem þegar hafa komið sér
fyrir í suðurhöfninni; fyrirtæki sem
hafa og sjá sínum hag best borgið
hér. Fjölbreytileiki í hafnsækinni
starfsemi er sterkasti þáttur hverr-
ar hafnar og þá um leið hvatning
til enn frekari þróunar fyrirtækj-
anna.
Samhliða þróun og þeirri upp-
byggingu sem höfnin hefur staðið
fyrir hefur verið unnin stefnumót-
un sem er sú fyrsta í 93 ára sögu
hafnarinnar. Rammafjárhagsáætl-
un 2002-2007 fyrir Hafnarfjarðar-
höfn var samþykkt nú í byrjun maí.
Nauðsynlegt er hafnarsjóði að gera
slíka áætlun þar sem hún er stjórn-
tæki fyrir allan hafnarrekstur.
Straumsvík
Í Hafnarfirði eru tvær hafnir, sú
sem áður er getið, „höfnin í bæn-
um“, og Straumsvíkurhöfn en hún
er suð-vestan við bæinn.
Í Straumsvík er álverið sem hug-
ar að enn frekari stækkun innan
tíðar og er þar ein af dýpstu höfn-
um landsins. Ofan Straumsvíkur er
Hellnahraun en þar er að byggjast
upp eitt fjölbreyttasta létt- og gróf-
iðnaðarsvæði á suðvesturhorni
landsins. Þar eru tengsl við sam-
göngur góðar og verða enn betri
innan fárra ára með breikkun og
færslu á Reykjanesbraut. Þar eru
líka ótæmandi möguleikar fyrir
fyrirtæki með hafnsækna starf-
semi.
Tækifærin
Hafnarfjarðarhöfn á sér bjarta
framtíð áfram sem hingað til.
Hafnarsjóður hefur lagt mikið af
mörkum Hafnarfjarðarbæ til heilla
í atvinnuuppbyggingu. Í náinni
framtíð fara fyrirtæki að koma sér
enn frekar fyrir í Suðurhöfninni
þar sem aðstaðan er góð, þjónustan
með því besta sem gerist og hag
þeirra vel borgið í ört vaxandi bæj-
arfélagi.
Hafnarfjarðarhöfn,
þróun og uppbygging
Valgerður
Sigurðardóttir
Hafnarfjörður
Hafnarfjarðarhöfn,
segir Valgerður
Sigurðardóttir, á sér
bjarta framtíð áfram
sem hingað til.
Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar
2. sæti á D-lista.
ÁRIÐ 1991 þóknaðist Davíð okkar
Oddssyni að hverfa til æðstu metorða
í stjórnmálalífi þegna sinna. Mörgum
fannst það harla tímabært. Undir
frumlegri og dugmikilli stjórnsemi
leiðtogans höfðu meðstjórnendur
hans í borgarstjórninni gerzt mak-
ráðir og frumkvæði hafði að lang-
mestu leyti komið frá hinum brott-
gengna. Deilur um eftirmann ollu
leiðindum í röðum borgarfulltrúa
flokksins, sem voru leyst til bráða-
birgða, þegar sóttur var til starfa
borgarstjóra farsældarlegur og litlít-
ill embættismaður með takmarkaða
útgeislan. Fyrir kosningarnar 1994
ágerðist vandræðagangur flokkslist-
ans, sem endaði í endurnýjun topp-
stykkisins. Hálfgerðum pólitískum
afgöngum var raðað á listann og
flokkurinn glataði trúverðugleika og
höfðun.
Tveir snjallir markaðsmenn, Helgi
Hjörvar og Hrannar Arnarson, höfðu
kynnt frábæra hugmynd í röðun and-
stöðuflokkanna.
Myndað var kosningabandalag
undir stýri Ingibjargar Sólrúnar,
sem bæði hafði setið í borgarstjórn
fyrir Kvennalistann og á Alþingi fyrir
sama. Pólitísk framganga hennar,
heiðarleiki í málflutningi, stráksleg
stríðnis-„element“ og þróttmikil og
glaðleg raddbeiting áunnu stelpunni
hylli í snarpri kosningabaráttu og
kosningabandalagið velti hinum
lemstraða flokki úr stjórn Reykjavík-
ur.
Ingibjörg Sólrún hefur borið höfuð
og herðar yfir aðra kjörna fulltrúa
liðin tvö kjörtímabil. Málefnaleg
kunnáttusemi og innsæi, eljusemi og
sérdeilis vel heppnuð dagleg mark-
aðssetning í fjölmiðlum landsins hef-
ur haldið henni í forystunni. En fyrst
og fremst hefur hún haft orð fyrir
heiðarleika, sem ekki hefur verið
dreginn í efa – fyrr en kannski ný-
lega. Reyndar hefur hún stokkað anzi
mikið upp í margra kynslóða erfða-
góssi flokksins í embættaveldi borg-
arinnar, þar sem miklum skipulags-
breytingum hefur verið komið á,
flestum til bóta, og kvenvæðingin
hefur vitanlega haft þar nokkurn for-
gang. Slagorð Ingibjargar Sólrúnar
1994 var að hún vildi verða borgar-
stjóri allra Reykvíkinga. Reyndar
sjálfsagður hlutur og allir fyrri borg-
arstjórar flokksins voru líka borgar-
stjórar allra Reykvíkinga, voru bara
ekki eins frumlegir að búa til vel
heppnaða frasa í kosningabaráttunni.
En aðgengi borgaranna að borgar-
stýrunni hefur stórversnað; til að ná
fundi hennar hefur þurft að knýja á
dyr margra og ýmissa steigurlátra
kvenna, sem sýna lysthafendum mis-
lítinn skilning. Þetta hefur veikt
„ímynd“ borgarstýrunnar nokkuð.
Kosningaslagurinn nú stendur því
miður ekki mikið um málefni – heldur
um tvo leiðtoga, eða „ímyndir“
þeirra.
Markaðsmenn R-listans voru nú
sendir í pólitíska útlegð, voru af hin-
um heiðvirðu samstarfsmönnum ekki
álitnir nógu flekklausir, en í staðinn
fengnir sjálfumglaðir spjallrásagosar
og jákvæðir sagnaritarar, auk nokk-
urra þokkadísa. En auglýsingar R-
listans miðast allar við foringjann,
ýmist situr hún fremst í lítilli skóla-
stofu og „börnin“ sitja þæg og góð að
baki henni eða breiðfilmumynd af
sama foringja í heilsíðuauglýsingu og
svifmynd af Reykjavík í baksýn.
Enda hefur R-listinn valið til halds og
traust aðilja, sem m.a.s. tókst að selja
íslenzku þjóðinni jákvæða „ímynd“ af
núverandi forseta lýðveldisins.
Það var talið þéna betur hagsmun-
um flokksins að kasta fyrir róða
kvenbaráttujaxlinum Ingu Jónu og fá
karlbaráttujaxlinn Björn Bjarnason
til forystu í þessum kosningum.
Björn Bjarnason er ótrúlega heiðar-
legur og hreinleg sál – af stjórnmála-
manni að vera. Útgeislun í meðallagi
og fer batnandi, dugnaður ógurlegur
og skipulagður með afbrigðum.
Björn er eins og vínið – hefur batnað
mikið með aldrinum og er að heita má
nú fullþroska. Til meðreiðar á lista
flokksins eru ýmsir pólitískir afgang-
ar fyrri ára, glaðbeittur og jákvæður
sjónvarpsgosi, vinsæll á elli-
stofnunum, einnig hinn óguðlega
þrasgefni Guðlaugur Þór, sem getur
talað nær alla frá fylgi við flokkinn.
Auglýsingar flokksins eru vel heppn-
aður áróður, dálítið skemmtilega
ósvífinn – og svo hefur komið frábær
heilsíðumynd af hinum „átta ljós-
kum“, sem sitja listann, stillt upp til
þjónustu reiðubúnar fyrir framan
Perluna, sem Alfreð Þorsteinsson
getur hugsð sér að gera að súlu-
dansstað.
Fari svo, að R-listinn tapi borginni
fyrir lista flokksins eða lista Ólafs
læknis, er það hvorki að kenna slakri
framgöngu borgarstýrunnar né góðri
framgöngu Björns og ljóskanna átta.
Það verður að þakka hinum kunna at-
hafnajöfri Alfreð Þorsteinssyni, sem
hefur leyft kjósendum að skyggnast
inní refjar og spillingu hins pólitíska
valds, sem honum hefur verið falið,
m.a. af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt-
ur.
Ingibjörg Al-
freðsdóttir?
Höfundur er fornbókasali.
Reykjavík
Kosningaslagurinn nú
stendur því miður ekki
mikið um málefni, segir
Bragi Kristjónsson,
heldur um tvo leiðtoga,
eða „ímyndir“ þeirra.
FIMMTUDAGINN
16. maí birtist í Morg-
unblaðinu grein eftir
Hallveigu Skúladóttur
undir fyrirsögninni:
„Efndir í stað orða.“
Höfundur hefur
annaðhvort fengið
rangar upplýsingar
eða þekkir ekki málið
nógu vel. Það sem
hún veit ekki, er að
framsóknarmenn hafa
alltaf barist fyrir
bættum hag Höfða og
við höfum náð þeim
árangri, að í fyrsta
skipti í sögu Höfða
hefur bæjarstjóður
ekki þurft að taka þátt í rekstri
hans. Sú tillaga, sem Hallveig
minnist á í grein sinni um nýja
nefnd, er nefnd á nefnd ofan þar
sem önnur er starfandi fyrir sem
mælir þjónustuþörf aldraðra á
hverjum tíma. Þegar sjálfstæðis-
menn koma með tillögu um að
skera niður nefndir bæta þeir öðr-
um við. Varðandi aðra tillögu, sem
vitnað er í hjá sjálfstæðismönnum,
vita þeir sem eitthvað vita um
þessi mál að þetta er samvinna
ríkis og bæjar sem verið er að
vinna að í samvinnu við Samband
íslenskra sveitarfélaga og ráðu-
neytanna sem að málunum koma.
Hallveig trúir því að hún sé ein af
þeim sem séu að finna upp hjólið.
Hafa skal það sem sannara
reynist:
– Höfundur segir orðrétt:
„Heildarlausnir eru
hinsvegar látnar sitja
á hakanum en rekst-
urinn réttur af með
vissu millibili.“ Þjóðin
yrði glöð ef Hallveig
fyndi heildarlausn við
þeim vanda sem blasir
við. Hún kemur ekki
með hana í sinni grein
frekar en aðrir sem
skrifa fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn.
– Fyrir um það bil
tveimur vikum voru
stofnuð í Reykjavík
samtök þar sem sam-
an var komið fólk sem
starfar við sambærilegt heimili og
Dvalarheimilið Höfða. Þar á að
leita lausna og í þá nefnd þyrfti
Hallveig að komast.
– „Reksturinn réttur af með
vissu millibili,“ segir höfundur.
Auðvitað má kalla það hvaða nafni
sem menn vilja. Vandinn er til
staðar og allir viðurkenna hann.
Fólk, sem setur fram slíkar full-
yrðingar, ætti frekar að skrifa um
eitthvað sem það þekkir.
– Hallveig minnist ekki á það í
grein sinni að á síðustu fjórum ár-
um hefur okkur tekist að fá 23
hjúkrunarrými á Höfða til viðbótar
þeim sem fyrir voru með dyggri
aðstoð fv. heilbrigðisráðherra. Það
hefur gjörbreytt stöðunni eins og
hún er í dag – en betur má ef duga
skal því sjúklingum í hópi aldraðra
fjölgar. Við höfum farið fram á 15
hjúkrunarrými í viðbót. Á árinu
2000 fékk Höfði 40 milljónir króna
á fjáraukalögum og var það til að
leysa vandann frá síðasta ári.
– Höfði er fallegt heimili og okk-
ur öllum til sóma. Þar er frábært
starfsfólk og þar er vel farið með
fé. Gleymum því ekki að þetta er
stór vinnustaður sem skilar miklu
til bæjarins aftur.
– Hvað varðar félagsstarf eldri
borgara á Akranesi hefur orðið
gjörbylting í tíð núverandi meiri-
hluta því búið er að taka á leigu
húsnæði til 15 ára. Það var
ánægjulegt að hlusta á eldri borg-
ara lýsa yfir gleði sinni með húsið
en félag þeirra hafði verið á hrak-
hólum með húsnæði. Sjálfstæðis-
menn tóku þeirri tillögu ekki fagn-
andi og studdu okkar ekki þar.
– Á Akranesi hafa málefni aldr-
aðra verið í mikilli uppbyggingu
núverandi meirihluta og okkur
hefur tekist að koma mörgum mik-
ilvægum málum í höfn. Ég hvet
menn til að fylgjast með fram-
göngu sjálfstæðismanna þegar
kemur að framkvæmdum fyrir
þennan málaflokk. Andstaða sjálf-
stæðismanna birtist jafnan þegar
þarf að fara að framkvæma eins og
nýlegt dæmi úr Reykjavík sýnir.
– Framsóknarmenn hafa sýnt og
sannað að þeir láta verkin tala.
Höfum það sem sannara reynist.
Sjálfstæðismenn, notið ekki þenn-
an málaflokk til að níðast á þeim
sem þar hafa vel unnið síðustu 4
ár.
Málefni eldri
borgara
á Akranesi
Sigríður Gróa
Kristjánsdóttir
Höfundur er bæjarfulltrúi og
formaður stjórnar Höfða.
Akranes
Höfði er fallegt heimili,
segir Sigríður
Gróa Kristjánsdóttir,
og okkur öllum
til sóma.