Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 53 EINN af hornstein- um jafnaðar og fé- lagshyggju er að grunnþjónusta sé góð og aðgengileg öllum íbúum sérhvers sveit- arfélags. Samfylkingin í Hafnarfirði leggur áherslu á að bæjar- félagið standi að slíkri grunnþjónustu eins og t.d. skólahaldi og starf- ræki hana af krafti og metnaði. Samfylkingin í Hafn- arfirði mun ekki standa að einkaframkvæmda- samningum um bygg- ingu þjónustuhúsnæðis þar sem bæjarfélagið borgar bygg- ingarkostnað að fullu með 25 ára leigugjöldum en eignast ekkert. Á sama hátt munum við ekki bjóða út til einkaaðila grunnþjónustu eins og skólahald í hverfisskólum bæjar- ins. Áhugasamir aðilar eiga að geta sótt um það til sveitarfélagsins að starfrækja einkaskóla, en nemendur verða að hafa val, ekki er hægt að skylda neinn til að sækja einkaskóla. Ávallt verður að bjóða upp á hverf- isskóla og sveitarfélagið á fyrst og fremst að einbeita sér að því að veita öllum nemendum jöfn tækifæri hvað menntun varðar og sýna metnað með framsæknu skólastarfi. Klárum einsetninguna Í einsetningarmálum höfum við skýra stefnu. Einsetningu allra grunnskóla verður lokið fyrir haust- ið 2004. Óbreytt skólaskipan verður í Norður- og Vesturbæ. Hönnun og framkvæmdir vegna stækkunar og endurbóta á Víðistaðaskóla hefjast sumarið 2002. Einsetning í Set- bergshverfi verður leyst innan hverfisins. Byggður verður nýr skóli í Setbergshverfi fyrir 1.–3. bekk, sem mögulegt verður síðar að breyta í leikskóla. Við Hvaleyrarskóla verða skoðaðir mögu- leikar á viðbótarbygg- ingu eða tímabundinni notkun lausra kennslu- stofa. Stefnumörkun varð- andi grunn- og leik- skólastarf á ekki bara að snúast um bygging- ar, innra starf skólanna er það sem mestu máli skiptir. Sam- fylkingin mun leggja áherslu á eft- irtalin atriði á næsta kjörtímabili: Í grunnskólum verður boðið upp á næringarríkan mat í hádeginu frá og með haustinu 2002 í þeim skólum sem hafa til þess aðstöðu. Því verður síðar fylgt eftir í öðrum grunnskól- um. Öllum leik- og grunnskólum verð- ur gert kleift að fylgja eftir skóla- stefnu sinni og þróa hana enn frekar. Fylgt verður eftir nýjungum og framþróun í skólastarfi og tryggt metnaðarfullt skólastarf í Hafnar- firði, þar sem bæjarfélagið er leið- andi samstarfsaðili í skólasamfélag- inu. Lögð verður rækt við innra starf skólanna og aðbúnað nemenda og starfsfólks. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að öll börn njóti sama réttar og sömu þjónustu hjá bæjarfélaginu sama í hvaða skólahverfi þau búa. Aðalnámskrá sé fylgt og lögboðnum kennslutímafjölda fullnægt. Stuðningur við börn með sértæka námsörðugleika verður aukinn og hugað verður að 2ja kennara kerfi í 1.–3. bekk grunnskólans. Daggæsla og leikskólar Samfylkingin hefur skýra stefnu í leikskóla og daggæslu málum. Mikilvægt er að stytta þann langa biðlista eftir leikskólavist, sem for- eldrar standa frammi fyrir í dag. Þegar í sumar verður byrjað á bygg- ingu fjögurra deilda leikskóla við Haukahraun í stað Hraunkots. Hald- ið verður áfram uppbyggingu í leik- skólamálum með byggingu leikskóla í Áslandi og á Völlum auk stækkunar leikskólanna Hvamms og Smára- lundar. Endurbætur verða gerðar á eldri leikskólum bæjarins og sérstaklega hugað að leiksvæðum, leiktækjum og öryggismálum. Teknar verða upp nýjar reglur um niðurgreiðslur vegna daggæslu- gjalda. Greidd verða niður gjöld til dagforeldra frá því rétti til fæðing- arorlofs lýkur, í stað niðurgreiðslu til foreldra barna frá tveggja ára aldri eins og nú er. Jafnframt verða nið- urgreiðslur á daggæslugjöldum hækkaðar til samræmis við það sem gildir í nágrannasveitarfélögunum. Stefna okkar Samfylkingarfólks í Hafnarfirði er skýr og afdráttarlaus, við þökkum frábærar móttökur bæj- arbúa við stefnuskrá okkar. Tökum þátt í ábyrgri og jákvæðri uppbygg- ingu Hafnarfjarðar. XS 25. maí, þitt atkvæði skiptir máli. Skýr og afdrátt- arlaus stefna Ellý Erlingsdóttir Hafnarfjörður Stefna okkar Samfylk- ingarfólks í Hafnarfirði, segir Ellý Erlingsdóttir, er skýr og afdráttar- laus. Höfundur er grunnskólakennari og skipar þriðja sætið á lista Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði. ÁSMUNDUR Jóns- son framkvæmda- stjóri, 3. maður á lista framsóknarmanna í Garðabæ, skrifaði grein í Morgunblaðið 16. maí sl. sem síðan er endurtekin orðrétt í nýútkomnu málgagni framsóknarmanna í Garðabæ. Í greinun- um eru óvenju grófar ásakanir og dylgjur í garð þess fólks sem farið hefur með stjórn bæjarfélagsins undan- farin ár. Sérstaklega gerir Ásmundur að umtalsefni lóðaúthlutanir í Garða- bæ og úrskurð þann sem félags- málaráðuneytið felldi á liðnum vetri. Ásmundur virðist því miður ekki vera upplýstur um það að síðustu úthlutanir hafa verið unnar í fullu samráði meirihluta og minnihluta í bæjarráði. Hef ég, sem formaður bæjarráðs, lagt sérstaka áherslu á einróma niðurstöðu við afgreiðslu umsókna í bæjarráði. Bæði verklag og vinnureglur eru þær sömu og tíðkast hafa um land allt árum saman þ.e.a.s. tekið hefur tillit til efna- hags, fjölskyldustærð- ar, hvort viðkomandi hafi sótt um lóð áður og fleiri þátta. Að þessari vinnu komu fulltrúar allra flokka. Þeir voru fyllilega sáttir við vinnuaðferð- ir og niðurstöður og aldrei voru gerðar af hálfu minnihlutans at- hugasemdir við vinnu- aðferðir eða úthlutanir. Fulltrúar minni og meirihluta greiddu úthlutununum atkvæði nema varabæjarfulltrúi Framsókn- arflokksins sem sat hjá um málið við síðustu úthlutun. Fjarvera Ein- ar Sveinbjörnsson bæjarfulltrúa var tilkomin þar sem tillaga lá fyr- ir á fundinum um að úthluta hon- um lóð enda uppfyllti umsókn hans öll þau skilyrði sem sett höfðu ver- ið í viðmiðunarreglum. Ásmundur gagnrýnir nú stjórn- sýslu og vinnubrögð varðandi lóða- úthlutanir undanfarin ár en hann virðist ekki hafa séð ástæðu til að kynna sér forsöguna eða veita samflokksmönnum sínum ráð á liðnum misserum. Viðmiðunarregl- ur sem stuðst var við hafa reynst sveitarfélögum vel og stuðlað að sanngjarnri úthlutun. Við þær mátti styðjast allt þar til R-listinn í Reykjavík setti öll lóðamál á höf- uðborgarsvæðinu í uppnám með uppboði á lóðum og óraunhæfu verðlagi. Afleiðing af stefnu R- listans var sprenging í eftirspurn eftir lóðum í öðrum sveitarfélög- um. Nýtt lagaumhverfi kallar þar að auki á það að sveitarfélög um allt land setji niður enn skýrari reglur um lóðaúthlutanir. Unnið er að slíkum reglum í Garðabæ, sem munu m.a. byggjast á þeim venj- um sem mótast hafa og nýst hafa sveitarfélögum vel. Þær verða auglýstar á næstu mánuðum og við þær verður stuðst við næstu út- hlutun, vonandi í góðu samstarfi minni- og meirihluta í bæjarstjórn Garðabæjar líkt og verið hefur á undanförnum árum. Einhugur um lóða- úthlutanir í Garðabæ Erling Ásgeirsson Garðabær Fulltrúar allra flokka voru fyllilega sáttir við vinnuaðferðir og nið- urstöður, segir Erling Ásgeirsson, og aldrei voru gerðar athuga- semdir við vinnuaðferð- ir eða úthlutanir. Höfundur er formaður bæjarráðs í Garðabæ. Á góðum bíl í Danmörku Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Pantaðu AVIS bílinn þinn áður en þú ferðast – Það borgar sig Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. Flokkur A Opel Corsa kr. 3.500,- á dag (miðað við lágmarksleigu 7 daga) Flokkur A Opel Corsa kr. 4.700,- á dag (miðað við lágmarksleigu 3 daga) Einnig tilboð á öðrum tegundum bíla. Ef þú ert með farseðil til Kaupmanna- hafnar áttu möguleika á glaðningi. www.avis.is Við reynum betur Stúdentamyndir Austurströnd 8 Sími 511 1200 og maka þeirra verður haldið á Kiðjabergsvelli, Grímsnesi, sunnudaginn 26. maí. Skráning á staðnum. Ræst út milli kl. 10 og 11.30. Golfmót www.husa.is milli meistara og sveina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.