Morgunblaðið - 23.05.2002, Qupperneq 59
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 59
✝ Gunnar Halldórs-son fæddist á
Skeggjastöðum 16.
janúar 1925. Hann
lést 15. maí síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðrún Gísla-
dóttir frá Bitru og
Halldór Jónsson
Skeggjastöðum.
Systkini Gunnars
eru: Margrét, Bjarn-
heiður, Gísli og Guð-
mundur Helgi.
Bjarnheiður og Gísli
eru látin. Gunnar
giftist Sigríði Guð-
jónsdóttur frá Bollastöðum, f. 25.
jan. 1933. Þau eiga fimm börn: 1)
Kristín, f. 31. mars 1956, gift Jóni
Gíslasyni, þau eru bændur á
Lundi og eiga fjögur börn. 2)
Skeggi, f. 20. júlí 1959, sambýlis-
kona Ellen Bergan, þau eru bænd-
ur á Skeggjastöðum og eiga eina
dóttur. 3) Halldóra, skólafulltrúi í
Fjölbrautaskóla Suðurlands, f. 31.
maí 1965, búsett á Læk. 4) Gauti,
f. 1. des 1969, sambýliskona Guð-
björg Jónsdóttir,
þau eru bændur á
Læk og eiga þrjú
börn. 5) Bolli, versl-
unarmaður í Reykja-
vík, f. 13. júlí 1972.
Gunnar ólst upp
hjá foreldrum sínum
á Skeggjastöðum og
tók við búi þeirra
1955. Hann fór á
Íþróttaskóla Sigurð-
ar Greipssonar í
Haukadal, bænda-
skóla á Hvanneyri
og sótti námskeið
sem völ var á. Hann
stundaði ýmsa ígripavinnu á
yngri árum, vann hjá hernum, fór
á vertíðar í Vestmannaeyjum,
Keflavík og Höfnum. Hann hafði
heimilisfang á Skeggjastöðum
alla tíð og var bóndi þar frá 1955
til 1998, síðustu árin í félagsbúi
með Skeggja syni sínum sem nú er
tekinn við að öllu leyti.
Útför Gunnars verður gerð frá
Hraungerðiskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Í dag er kvaddur hinstu kveðju
Gunnar bóndi á Skeggjastöðum. Á
kveðjustund hvarflar hugur minn til
baka heim í sveitina mína kæru og
minningin um gott samstarf og vin-
áttu gagntekur allt annað. Skeggja-
staðir liggja um þjóðbraut þvera og
margur hefur þegið aðstoð og beina
frá því góða fólki sem þar hefur bú-
ið.
Við sem sóttum nám í barnaskól-
anum í Þingborg áttum fjölskylduna
að Skeggjastöðum sem nágranna og
góðgjörðarmenn. Við krakkarnir
vorum send til að sækja mjólkina í
fjósið til Gunnars bónda og oft var
brugðið á leik í hlöðunni eða ærslast
á hlöðunum hjá bóndanum og stund-
um brá hann á leik með okkur. Ég
vil á kveðjustund þakka þeim
Skeggjastaðahjónum fyrir alla vel-
vildina og hjálpina við okkur krakk-
ana á þessum árum.
Gunnar átti sér stóra drauma fyr-
ir sveit sína og var ötull baráttumað-
ur fyrir framförum. Alla tíð starfaði
hann af eldmóði fyrir ungmenna-
félagið Baldur. Nýtt félagsheimili
var hans hjartans mál og voru
íþróttir og æskulýðsmál honum efst
í huga. Við sem vorum að stíga okk-
ar fyrstu skref í félagsmálum áttum
hauk í horni þar sem Gunnar var.
Árum saman gaf hann út og skrifaði
blaðið Huginn, safnaði fróðleik um
menn og málefni, og eru mörg við-
tölin sem hann tók við fólk góðar
heimildir um lífið og lífsbaráttuna á
síðustu öld. Hann var trúr ung-
mennafélagshugsjóninni, barðist
fyrir reglusemi og var sjálfur mikill
reglumaður allt sitt líf. Eftirminni-
legt var að vinna með honum við
undirbúning þorrablóta og 17. júní
hátíða í Einbúa, sem hann og hans
kynslóð bjó út sem lítinn Ólympíu-
leikvang á óvenju fögrum stað upp
undir klettunum við Hvítá.
Leiklist var Gunnari hugleikin allt
lífið, hann vissi hvað unglingurinn
feiminn og hlédrægur hafði gott af
því að komast á sviðið og spreyta
sig. Sjálfur var hann afburða leikari,
hafði karlmannlega og sterka söng-
rödd og átti eftirminnilegar senur.
Þegar ungmennafélögin í Flóanum
settu upp Nýrársnóttina í Þjórsár-
veri undir leikstjórn Eyvindar Er-
lendssonar var það óumdeilt að
Gunnar skyldi leika álfakónginn sem
hann gerði af slíkum tilþrifum að
enn minnast menn þess.
Í upphafi búskapar síns bjuggu
Gunnar og Sigga við lélega aðstöðu
en þau hafa ræktað og byggt jörðina
upp með börnum sínum þannig að
sómi er að. Gunnar var áhugamaður
um velgengni landbúnaðarins og
bætta stöðu bænda. Margar góðar
stundir hef ég átt í eldhúskróknum á
Skeggjastöðum í gegnum tíðina sem
ég vil þakka við leiðarlok. Það hefur
verið gott að eiga Gunnar að sem vin
og flokksfélaga eftir að pólitískt
starf varð mitt hlutskipti. Gunnar
var karlmenni að burðum og vel
íþróttum búinn, þar var erfitt að sjá
hraustmennið glíma við heilsubrest
og sjúkdóm sem enginn kann enn
ráð við, minnið og tjáningin að fjara
út. Nú verður hann kvaddur frá
kirkjunni í Hraungerði þar sem
hans góða söngrödd hljómaði í ára-
tugi.
Ég kveð Gunnar með söknuði og
það er bjart yfir minningunni um
góðan mann. Við Margrét sendum
eiginkonu og börnum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Guðni Ágústsson.
GUNNAR
HALLDÓRSSON
YFIR vetrartímann eru kyrrð-
arstundir í Hallgrímskirkju hvern
fimmtudag í hádeginu. Síðustu
kyrrðarstundir þessa vors verða
fimmtudag 23. maí og fimmtudag
30. maí. Fyrri kyrrðarstundin verð-
ur í umsjá sr. Jóns Bjarman en sú
síðari í umsjá sr. Jóns D. Hróbjarts-
sonar.
Hörður Áskelsson kantor leikur
á orgel kirkjunnar báða dagana en
fyrri daginn, 23. maí, munu Guðrún
Sigríður Birgisdóttir og Hörður
leika samleik á flautu og orgel.
Eftir stundina í kirkjunni er boð-
ið upp á súpu og brauð í safn-
aðarsalnum á vægu verði. Þessar
kyrrðarstundir hefjast svo aftur í
september.
Í júlí og ágúst verða org-
eltónleikar á fimmtudögum kl.
12.00. Hvern þriðjudag eru bæ-
naguðsþjónustur kl. 10.30 árdegis í
kapellu á orgellofti kirkjunnar og
eru þær einnig allt sumarið. Hægt
er að koma bænarefnum til prest-
anna eða á skrifstofu kirkjunnar kl.
9-18 daglega.
Kyrrðarstundir í
Hallgrímskirkju
Morgunblaðið/Ásdís
Hallgrímskirkja.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa
kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghóp-
ur undir stjórn organista.
Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn
föstudag kl. 10–12.
Dómkirkjan. Opið hús í safnaðarheim-
ilinu kl. 14–16. Kaffi og með því á vægu
verði. Ýmsar uppákomur.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.
Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir
stundina.
Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10.
Íhugun kl. 19. Taizé-messa kl. 20.
Langholtskirkja. Foreldra- og barna-
morgunn.
Fræðsla: Slysavarnir barna, Þórunn Júl-
íusdóttir hjúkrunarfræðingur. Söngstund
og kaffispjall.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45–7.05.
Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgeltónlist
í kirkjunni kl. 12–12.10. Að stundinni
lokinni er málsverður í safnaðarheimili.
Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðu-
bergi kl. 10.30.
Digraneskirkja. Bænastund kl. 12.
Bænaefnum má koma til kirkjuvarða.
Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl.
10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam-
verustundir. Ýmiss konar fyrirlestrar. Allt-
af heitt á könnunni, djús og brauð fyrir
börnin.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30.
Kópavogskirkja. Starf með eldri borg-
urum í dag kl. 14.30–16.30 í safnaðar-
heimilinu Borgum.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund
kl. 21. Tónlist, ritningarlestur, hugleiðing
og bæn. Bænarefnum má koma til
presta kirkjunnar og djákna. Hressing í
safnaðarheimilinu eftir stundina. Ath. í
júní breytist tíminn og verða þessar
stundir þar með kl. 22.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung
börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn-
aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Op-
ið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheim-
ilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl.
17–18.30.
Víðistaðakirkja. Foreldrastund kl. 13–
15. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi
foreldra með ung börn að koma saman
og eiga skemmtilega samveru í safn-
aðarheimili kirkjunnar.
Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl.
20.
Landakirkja: Kl. 10 síðasti foreldra-
morgunn vetrarins, farið verður út í guðs
græna að gefa öndunum. Kl. 19.30 lok-
aður fundur um 12 sporin, andlegt ferða-
lag, í safnaðarheimilinu.
Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir
velkomnir.
Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund kl. 12. Bænaefnum má koma til
prestanna. Eftir stundina er hægt að
kaupa léttan hádegisverð í Safnaðar-
heimili.
Glerárkirkja. Opið hús fyrir foreldra og
börn kl. 10–12.
Safnaðarstarf
;
,'
'
,
- . -
.
0/$01((
5,-
- -#
!)" $ !5 5 +
<
,"
/ (
"
)..).
4
'% " ' "
# " " %( "
'% " %!!"
" " $ " - ) "
"")*%
"" " E %
:>" " !, (!"
%)*%'% 1 F 1 " 1 F
:>" 1 "# "
% "
: " :*51 "#
,2,# 1 F
)*") " )*" %) " ) " )*"+
!'
("
'
0/
(00
3(
1
' *!G
E - %
3
"1
$%&&
%) % 5 )
(" " $ %& 6 A
6 (" !" "5# "
(" " : %, %!
%) %(" # % "+
;
,
0
- .
#
0/$01(' 2
(
) # ! !
, +
:0
(
, "" -# " +
,
'
- .
-#
. "
"
#
0
10 660
.( 1220
! ! -#
,#
' , -#% ?8
E - % +
) ,
'
"
.
) 0
.
" -
/ (
0 "C "" " ("" ":>"
, ""# "C "" " (%"# %H
6 %#! "C "" " " "
) " )*" %) " ) " )*"+
;
,
'
,
- . -
. '
0/:(1 ' 2 9
(
# %-#% IJ
#>5 -5+
) ,
'
"
0
! 5 , ""#
9 5# !) " " $ %" !: "
! 5 "!) " " #> ## :#"#
) " )*" %) " ) " )*"+