Morgunblaðið - 23.05.2002, Side 64

Morgunblaðið - 23.05.2002, Side 64
64 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                            BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VIÐ hérna í suðurhlutanum á Selja- hverfinu finnum okkur svolítið af- skipt í ýmsum málum hjá Reykjavík- urborg. Stutt er síðan gæsluvellinum okk- ar við Tungusel var lokað gegn áskorun mörg hundruð mótmæl- enda. Til stóð að hætta rekstri bóka- safnsins okkar, en sem betur fer tókst að bjarga þeirri yndislegu stofnun þvert á vilja borgarinnar. Skólalóðin við Ölduselsskólann er enn ófrágengin og sumpart hættu- leg. Ekki hefur heldur verið gerð til- raun til að opna skólasundlaugina þó ekki væri nema dagpart til almenn- ingsnota, a.mk fyrir aldraða og for- eldra með lítil börn eins og þó var lofað að kanna á sínum tíma. Fallegi dalurinn okkar með lækn- um og kirkjunni er afskiptur og allur í órækt. Loks eru það gangstéttirnar. Nú höfum við búið hér sum í allt að 25 ár en enn er frágangi gangstíga ekki lokið og ekkert bólar á framkvæmd- um. Fyrst má nefna að nú er risin ný og glæsileg byggð Kópavogsmegin við hverfið. Þangað er okkur gang- andi ekki fært nema á vöðlum og stígvélum vegna vöntunar á teng- ingu yfir mýrina milli hverfanna. Ef við viljum fara þangað í heimsókn er akstur í 10 mínútur á hraðbraut oft valinn fram yfir 5 mínútna gang. Svo er það leiðin í Mjóddina. Þannig hagar til að þessi þjónustu- kjarni okkar Breiðholtsbúa er í stuttu göngufæri frá hverfinu. Þang- að sækjum við og börnin okkar bíó og þar eru ágætar verslanir og þjón- ustufyrirtæki og þaðan fara stræt- isvagnar í allar áttir. Þangað eigum við úr Seljahverfinu því oft erindi og hollt og heilsusamlegt er að ganga þessa leið. Ekki er þó allt sem sýnist. Nýlega voru sett göng undir Breiðholtsbrautina og er það til bóta. Hitt er verra að á leið úr Suður- Selj- um að Mjóddinni þurfum við, þessi gangandi, að fara a.m.k. tvisvar sinn- um yfir akbraut með mikilli og hraðri umferð og þess utan er lega gangstíga þannig að ekki er beint að- laðandi að fara eftir þeim. Á stórum kafla frá Ölduseli að undirgöngunum er einungis gangstétt öðrum megin. Enga stétt er að finna á stórum hluta sunnan til í Skógarselinu. Meðfram ÍR-vellinum veður gangandi maður í leðju og drullu. Síðan liggur svo stíg- urinn norðan til í sveig frá götunni gegnum dimmt skógarrjóður úr allri augsýn. Virkar þessi hluti ógnvekj- andi fyrir vegfarandann sem þá sneiðir hjá staðnum með því að stytta sér leið eftir akbrautinni. Sem sagt ekki gott. Hér þarf að skoða og framkvæma. Núna er átak í gangi í ýmsum borgarmálum. Enn einu sinni t.d bú- ið að helluleggja á blessuðum Lauga- veginum. Til stendur að færa hluta af Geldinganesinu vestur í Bráðræði. Ýmsar merkar menningarbyggingar eru á teikniborðinu o.fl o.fl. Pening- arnir og tækin eru greinilega til. Þess vegna vil ég hvetja ykkur, ágætu borgarstjórnendur, til að kanna hvernig annars staðar í borg- inni háttar til og drífa í þessum litlu framkvæmdaþáttum sem skipta okkur, almennu kjósendurna, þó svo miklu máli. Þeir geta ráðið því hvar krossinn lendir á kjörseðlinum. Von- andi sjáum við röska Reykjavíkur- borgarstarfsmenn á ferðinni hér í Seljahverfinu fyrir kjördag. GUÐRÍÐUR HARALDSDÓTTIR, Þingaseli 4, Reykjavík. Sitthvað má laga í Seljahverfinu líka Frá Guðríði H. Haraldsdóttur: SVEITUNGI minn, Jón G. Gunn- laugsson frambjóðandi sjálfstæðis- manna í Bessastaðahreppi, er þeirr- ar skoðunar að allir sem eru á lista Álftaneshreyfingarinnar, sem stefnir að því að fella núverandi meirihluta, séu svo ánægðir með störf Sjálfstæð- isflokksins að þeir vilji ekki búa ann- ars staðar. Þetta kom fram í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið á laugardaginn. Hann virðist því líta á það sem stuðningsyfirlýsingu við sjálfstæðismenn að menn skuli ekki flytja úr byggðarlaginu. Mér líst alls ekki á stefnu Sjálf- stæðisflokksins hér á Álftanesi. Ég er á móti því að hann ætlar að breyta svip og anda Bessastaðahrepps með því að einskorða nánast byggingar á næstu árum við blokkir. Ég hef líka áhyggjur af því hvernig skuldir hafa aukist í tíð núverandi meirihluta og tel skuldasöfnunina takmarka fram- tíðarmöguleika sveitarfélagsins. Mér finnst það heldur ekki til fyrirmynd- ar að sjálfstæðismenn ætli á næstu árum að haga skólamálum með þeim hætti að um eitthvert skeið þarf að leysa vanda í húsnæðismálum skól- ans með lausum skólastofum. Mér finnst margir hafa sömu áhyggjur og ég, og geri mér því góð- ar vonir um að Álftaneshreyfingin felli núverandi meirihluta. Stefna sjálfstæðismanna og verk breyta því hins vegar ekki að mér finnst Álfta- nesið vera perla höfuðborgarsvæðis- ins. Lýðræðið ræður, og ég ætla ekki að flytja þó sjálfstæðismenn vinni kosningarnar. En mér finnst það mikill oflátungsháttur þegar sjálf- stæðismenn í Bessastaðahreppi túlka það sem stuðning við stefnu sína að konur einsog ég, sem eru ann- arrar skoðunar en þeir um þróun sveitarfélagsins, skuli ekki flytja úr sveitarfélaginu! Það skyldi þó ekki vera að þeir sjái fram á að sameinað afl Álftanes- hreyfingarinnar kollvarpi veldi þeirra á Álftanesi? Sannast þá hið fornkveðna, að dramb er falli næst. SANDRA FRANKS, formaður Samfylkingarinnar í Bessastaðahreppi. Álftanesið er perla höfuðborgarsvæðisins Frá Söndru Franks:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.